Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 70

Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 70
70 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hafði leikið í 200 kvikmyndum .Indíánahöfðinginn allur BANDARÍSKI leikarinn Oskie „Iron Eyes“ Cody lést á heimili sinu á mánudaginn, 94 ára að aldri. Leikarinn er einn af þekkt- ustu leikurum af indíánaættum vestanhafs og á að baki 80 ára feril í kvikmyndaleik. Þrátt fyrir að hann hafi komið fram í frægum myndum eins og „A Man Called Horse“ og „Wild Bill Hickok" var það samt sjón- varpsauglýsing sem aflaði honum mestra vinsælda, en hann Iék indiánann sem brast í grát yfir rusli á almannafæri í umhverfis- auglýsingunni „Höldum Banda- rikjunum hreinum", sem sýnd var á árunum 1971 og langt fram á níunda áratuginn. I kjölfar auglýsingarinnar voru veitt ár- leg verðlaun kennd við leikar- ann, „Iron Eyes“ Cody-verðlaun- in, til þeirra sem best þóttu standa sig í umhverfísmálum. Foreldrar Codys voru af ættum Cree- og Cherokee-indíána og hann fæddist i Oklahoma. Hann byrjaði feril sinn ungur að árum og kom fyrst fram í sýningum um villta vestrið með föður sinum. Cody skrifaði tvær bækur, ævi- sögu sína, „Líf mitt sem indiáni í Hollywood", og bók um handa- tákn indiána. Hann hóf kvik- myndaleik árið 1919 þegar hann lék í myndinni „Back to God’s Country". Hann varð þekktur fyrir hlutverk sitt í myndinni „Sitting Bull“ þar sem hann lék Crazy Horse. Cody lék í meira en 200 kvikmyndum og sjónvarps- þáttum á ferlinum. Síðasta mynd- in sem hann lék í var „Spirit of ‘76“ sem gerð var 1990. HER er Cody með kúrekanum sjálfum, Roy Rogers. 6 Erase/Rewind 5 8 7 10 flhracadabra 9 13 Cowboy 78 11 9 The Everlasting -ti 13 11 Remote control 17_____12 Pretty tly (lor a white guy) ' 19 21 Brjótum það sem brotnar 29 - The boy with the arab strap Beastie Bays Creed .. Morgunblaðið/Kristinn BJORK Guðmundsdóttir geislaði á sviði Þjóðleikhússins á þriðjudag. Tveir heimar og margir tímar TONLIST Þjóðloikhúsið TÓNLEIKAR BJARKAR Tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur, íslenska strengjaoktettsins og Mark Bell í Þjóðleikhúsinu 5. janúar. Áhorfendur um fimm hundruð. BJÖRK er mikill listamaður. Það sýndi hún og sannaði á fyrri tónleikum sínum af tveimur hér á landi á þriðjudaginn sl. í Þjóðleik- húsinu. Fágun og einfaldleiki ein- kenndi tónlistina, sviðsmyndina og Björk sjálfa, kjól hennar og and- litsmálningu, og steig tónlistin og stemningin á sviðinu í hrynjandi þar til dynjandi danstaktur og þykkir strengjahljómar voru famir að ráða ríkjum undir lok tónleik- anna. Söngur Bjarkar sómdi sér óaðfmnanlega með því undirspili sem hún hafði valið sér og má segja að á sviðinu hafi mæst tveir heimar og margir tímar, hinn klassíski smókingklæddi strengja- oktett undir styrkri stjóm konsert- meistarans og fiðluleikarans Sig- rúnar Eðvaldsdóttur, og svo Mark Bell, „einmenningsoktettinn", sem sá um allan annan undirleik af miklu öryggi. Tónleikamir vom þeir næstsíð- ustu í hljómleikaferð Bjarkar, Homogenic, sem fylgdu úr hlaði samnefndum geisladiski. Tónleikamir hófust með hinu fagra en tregafulla íslenska lagi Vísur Vatnsenda-Rósu í flutningi mbl.is strengjaoktettsins og læddist Björk inn á sviðið við lófaklapp áhorfenda undir flutningi lagsins og stillti sér upp fyrir framan oktettinn. Eftir ljúfan en þjóðlegan inngang kom fyrsta lag Bjarkar á tónleikunum, Hunter, sem jafn- framt er fyrsta lag Homogenic- disksins, og náði hún samstundis sambandi við áhorfendur með söng sínum, látbragði og léttum dansi fram og aftur á sviðinu. Athygli vakti strax í fyrsta lag- inu hve ljós áttu stóran þátt í hönn- un tónleikanna og sviðsmyndarinn- ar og lék Björk með ljósunum og leyfði þeim t.d. að skína í gegnum hvítan vængjaðan kjól sem hún klæddist þannig að sjónræn áhrif urðu ekki minni oft á tíðum en hljóðræn. Skapaði hin fjölbreyti- legasta ljósanotkun hverju lagi sér- staka umgjörð. I kjölfar Hunter fylgdi hvert lag- ið á eftir öðm, Come to Me, af Post, Venus As a Boy, af Debut, og þar á eftir lagið AU Neon Like, af Homogenic. Þá flutti hún lagið You’ve Been Flirting Again, af Post, sem kallað- ist á við upphafstóna tónleikanna, strengimir sáu um undirspilið og Björk söng nokkrar línur, fyrst á íslensku og svo á ensku. Það er erfitt að nota annað en Ijóðrænar lýsingar við þessa tón- leika enda þeir allir eins og seið- andi ljóð eða hljómkviða. Söngur Bjarkar fékk gott rými innan um undirspilið, enda er hann nær sjálfbær, jafn sérstakur og hann er. En áfram héldu tónleikamir. Immature af Homogenic er stutt lag með fáum textalínum þar sem skyggnst er eilítið inn á við. Fljót- lega kom svo fyrsti slagari Bjark- ar, ef slagara skyldi kalla, Human Behavior, og þar vom áhorfendur vel með á nótunum enda lagið í allt annarri útsetningu en þeirri upp- runalegu. Þarna hvíldi oktettinn og Mark Bell sýndi snilli sína og keyrslan jókst. Fjörið hélt áfram með Bachelor- ette sem var stutt þungri bassa- hrynjandi og þykkum, sterkum strengjaleik, og það sama var uppi á teningnum í Hyper Ballad, af Post, og Violently Happy, af Debut. Að svo komnu máli dansaði Björk um sviðið en áheyrendur sátu sem fastast í sætum sínum enda svigrúm ekki mikið til dansiðkunar í Þjóðleikhúsinu, nema þá á sviðinu með tónlistar- konunni. Þarna hurfu Björk og hljómsveit hennar af sviðinu og eftir duglegt klapp, stapp, flaut, hróp og köll komu þau aftur á svið og léku þrjú lög. Þama sagði Björk það litla sem hún sagði við áhorfendur þetta kvöld, baðst afsökunar á að hún skyldi þurfa að syngja á ensku á Islandi í fyrsta skipti í 20 ár og bað áhorfendur að sýna því skilning. Astæðan var einfóld, tónleikanúr vom teknir upp á myndband og hljóðritaðir, fyrir erlendan markað. Ekki settu gestir það fyrir sig að því er virtist en óneitanlega hefði ég kosið að heyra fleiri lög hennar á íslensku enda breytist upplifun laga mikið, sé sungið á íslensku frekar en ensku. Að lokinni afsökunarbeiðninni söng Björk fyrsta uppklappslagið á íslensku, Akkerislagið, eða The Anchor Song, af Debut. Þegar þremur uppklappslögum lauk vildi fólkið í salnum meira og steig Björk þá á svið í þriðja sinn og flutti þrjú lög og skildi áhorfendur eftir með kraftmikla útgáfu af Play Dead í höfðinu. Þóroddur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.