Morgunblaðið - 20.01.1999, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Forstjóri Náttúruverndar ríkisins
um nýtt námasvæði við Mývatn
Náttúruundur
á heims-
mælikvarða
ÁRNI Bragason, forstjóri Nátt-
úruvemdar ríkisins, segir að stofn-
unin byggi álit sitt á nýju náma-
svæði við Mývatn á stjóm rann-
sóknarstöðvarinnar við Mývatn,
sem sé sú ráðgjafanefnd sem stofn-
uninni sé ætlað að leita til sam-
kvæmt lögum, en í Morgunblaðinu
í gær segist Gunnar Orn Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Kísiliðj-
unnar við Mývatn, telja að Nátt-
úravernd ríkisins hafi verið of fljót
á sér að leggjast gegn nýju náma-
svæði verksmiðjunnar við Mývatn.
Ami sagði að rannsóknastöðin
við Mývatn byggði á þrjátíu ára
rannsóknum á lífríki vatnsins.
„Eftir því sem árin líða, því öragg-
ari verða niðurstöður og betri stað-
festing á því að lífríki Mývatns er
náttúraundur á heimsmælikvarða.
Okkur er ætlað með lögum að
tryggja þetta lífriki," sagði Árni.
Náttúran á að
njóta vafans
Hann sagði að því væri ósjaldan
blandað inn í umræður um þessa
hluti að stofnunin væri með afstöðu
sinni að vinna gegn mannlífi á
þessu svæði. í>ó nokkur hluti af
mannlífi í Mývatnssveit byggðist
hins vegar á vatninu og lífríki þess,
þannig að þeir teldu sig þess vegna
alls ekki vera að vinna gegn því. „I
þessu tilfelli er það ekki nokkur
spuming að ef einhver vafi er í
sambandi við einhver atriði í lífríki
Mývatns þá á náttúran að njóta
vafans," sagði Árni ennfremur.
Hann sagði að ljóst væri að kísil-
gúr í Mývatni væri takmörkuð auð-
lind og það þyrfti að hætta þessari
vinnslu fyn- eða síðar. Námaleyfi
nú rynni úr gildi árið 2010. Þegar
gengið hefði verið frá því námaleyfi
hefði verið fyrirséð að kísilgúrinn á
vinnslusvæði verksmiðjunnar yrði
genginn til þurrðar árið 2003, en
ákveðið hefði verið að hafa tímann
rúman til þess að tryggja að hægt
yrði að vinna öragglega það sem
mætti vinna. Einnig hefðu komið
til getgá.tur um það að hægt yrði að
vinna kísilgúr undan hrauni sem
rannið hefði út í vatnið, en í ljós
hefði komið að það væri ekki
tæknilega framkvæmanlegt.
„Það sem menn þurfa auðvitað
að fara að hugsa um er að tryggja
starfsemi sem getur komið í stað
kísilgúrvinnslunnar og því eiga
menn auðvitað að einbeita sér að,“
sagði Ami að lokum.
Skartgripum fyrir
1,1 milljón stolið
SKARTGRIPUM fyrir 1,1 milljón
króna var stolið úr sýningarglugga
skartgripabúðar Jóhannesar Leifs-
sonar á Laugavegi 30 klukkan 5.30
í gærmorgun. Vitni var að innbrot-
inu sem sagðist hafa séð einn mann
við verknaðinn.
Úr glugganum vora teknir fimm
stórir herrahringar, merktir félaga-
samtökunum Oddfellow, frímúrar-
um og fleiram, átta dömuhringai-
þar af einn að verðmæti 124 þúsund
krónur, demantshringur og háls-
men í setti, þrír kassar af óekta trú-
lofunarhringum og sex venjulegir
herrahringar.
Margoft hafa verið gerðar tilraun-
ir til að brjótast inn í skartgripabúð-
ina, og alloft hafa þær tilraunir tek-
ist. Á síðasta ári vora gerðar tvær
tilraunir, sem tókust hvorug, en
1997 voru gerðar 7 tilraunir, þar
sem innbrot tókst í 3-4 skipti.
Málið er til rannsóknar hjá rann-
sóknardeild lögreglunnar í Reykja-
vík.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KRISTIN Erla við eina gildruna í skóginum við Reykjalund, sem hún
vonast til að Tína gangi í bráðlega. Mikilvægt er að mannaferðir séu
sem minnstar við gildrurnar því Tína er enn hrædd við fólk og
hleypur strax f felur þegar það nálgast haua.
Verðmæt tík strauk úr fóstri 5. janúar
Niðurbrotin eftir
Hríseyj arfer ð
MIKIL leit hefur staðið yfír að
verðmætri tík af Yorkshire
Terrier-kyni frá því 5. janúar sl. í
Mosfellsbæ. Tíkin, sem heitir
Tína, er þriggja ára gömul og
var sérstaklega flutt inn til
landsins í þeim tilgangi að efla
ræktun kynsins hérlendis. Eig-
andi hennar er í fríi á Kanaríeyj-
um og því hefur fóstra Tínu,
Kristín Erla Karlsdóttir, varið
dijúgum tíma í að leita að Tínu,
sem öruggar vísbendingar segja
að sé á lífi og jafnvel mjög nærri.
„Þegar hún týndist byijaði hún á
því að taka mjög stóran hring frá
húsinu mfnu og til baka,“ segir
Kristín Erla. „Leit manna og
sporhunda hefur sýnt að Tína
hefur minnkað hringinn og við
höfum séð þijú bæli eftir hana
undir sólpöllum og í hitaveitu-
stokknum sem liggur í gegnum
hverfíð. Einnig kemst hún undir
sumarbústaði þar sem hún held-
ur á sér hlýju.“
Ástæðuna fyrir því að Tína
strauk segir Kristín Erla vera þá,
að Tína er mannafæla og segir
hún það stafa af dvöl hennar í
sex vikna sóttkví í Hrísey. „Hún
var mjög niðurbrotin eftir Hrís-
eyjarferðina og var ekki búin að
ná sér þegar hún kom þaðan.“
Klókir að finna sér
fæði og skjól
Kristín Erla segir að góðu
fréttirnar séu hins vegar þær að
hundar af þessu kyni séu sterk-
byggðir og klókir að fínna sér
fæði og skjól, svo fjarlægðin við
manninn ætti ekki að valda þeim
fjörtjóni svo fremi sem þeir kom-
ist í drykkjarvatn, sem í þessu til-
felli er nóg af.
Á ljórða tug manna í íþrótta-
deild Hundaræktarfélags Islands
og fleiri hafa tekið þátt í leitinni
til þessa, en nú hefur verið
brugðið á það ráð að breyta
leitaraðferðinni til að freista þess
að hræða ekki Tínu með manna-
ferðum vegna þess að hún hræð-
ist manninn. „Eg er búin að
Ieggja minka- og kattagildrur á
þeim svæðum sem við erum ör-
ugg um að hún heldur sig á, en
TÍKIN Tína var flutt til lands-
ins til að efla ræktun Yorkshire
Terrier-kynsins og sjálf er hún
afar verðmæt.
um leið og hún heyrir í okkur, þá
felur hún sig.“ Það er því mikil-
vægt að draga úr mannaferðum í
námunda við gildrurnar svo Tína
öðlist traust á gildrunum, sem án
efa eiga eftir að freista fleiri
dýra, eða a.m.k. það sem í þeim
er en það er gómsætt ket.
Kristín Erla telur að Tína fínn-
ist þar sem tíkin er augljóslega
ekki á förum, enda getur hún
gengið í safnkassa í húsgarði ná-
lægt heimili Kristínar Erlu og
hefur kannað svæðið, þar sem
hún telur sér vera óhætt.
„Það verður farið með hana
beint til dýralæknis í skoðun og
það þarf að gefa henni mikinn
tíma og sýna henni þolinmæði og
að sjálfsögðu verður þess gætt að
hún komist ekki út um opnar
dyr.“
Deilur milli starfsfólks og stjórnenda heilsugæslustöðvarinnar í Mosfellsbæ
Heilbrigðisráðu-
neytið leitar lausna
FULLTRÚAR heilbrigðisráðu-
neytisins funduðu í gær með starfs-
mönnum heilsugæslustöðvarinnar í
Mosfellsbæ í því skyni að öðlast
gleggri mynd af ágreiningi sem upp
er risinn innan stöðvarinnar. Þeng-
ill Oddsson yfirlæknir stöðvarinnar
segir að samskipti á milli stjómar
og starfsfólks hafi verið í ólagi um
hríð. „Sjónarmið fagfólksins og
stjórnenda hafa ekki farið saman,“
segir hann.
Heilsugæslustöðin heyrði undir
Reykjalund til seinasta vors og rak
Reykjalundur stöðina til áramóta
1997/1998. Þá tók ríkið við rekstrin-
um og var fimm manna stjóm skip-
uð, auk þess sem framkvæmdastjóri
var ráðinn. Þengill kveðst telja að
núverandi fyrirkomulag sé óhent-
ugt fyrir ekki stærri vinnustað, þar
sem yfirbygging stjómunarþáttar-
ins sligi aðra starfsemi.
Þrír læknar segja upp
Að sögn Þengils hafa þrír læknar
á stöðinni sagt upp störfum sökum
óánægju með stöðu mála, einn frá 1.
janúar sl. og tveir frá og með fyrsta
febrúar nk., en fjórði læknirinn, sem
kom til starfa um seinustu áramót,
hefur ekki lagt fram uppsagnar-
beiðni. Þá hafi einn hjúkrunarfræð-
ingur af fimm sagt upp um áramót
og annar tveggja læknaritara stöðv-
arinnar. Að óbreyttu muni þessar
uppsagnir koma til framkvæmda.
„Fagleg málefni ásamt rekstrar-
legum þáttum skýra þessa óánægju.
Til viðbótar við þessi ágreiningsefni
má geta þess að frá því í vor hefur
þessi heilsugæslustöð verið skil-
greind sem hluti af þéttbýlissvæði.
Við eram ósáttir við þetta, enda
störfum við í anda dreifbýlis, þar
sem þarf einn lækni á hverja þús-
und íbúa en ekki einn á hverja
fimmtán hundrað eins og er í þétt-
býlinu. Við þurfum því að fjölga
læknum um að minnsta kosti einn,
til að ástandið bitni ekki á skjól-
stæðingum heilsugæslustöðvarinn-
ar. Við eram ekki að veita þá þjón-
ustu sem stöð sem þessi á að geta
veitt,“ segir hann.
Björgvin Njáll Ingólfsson stjóm-
arformaður heilsugæslustöðvarinnar
kveðst sammála Þengli um að stöðin
eigi að flokkast á sama hátt og stöðv-
ar á landsbyggðinni. Stjóm stöðvar-
innari hafi lagt mikla vinnu í að leið-
rétta úrskurð kjaranefndar þar að
lútandi, en það hafi ekki tekist. Fyrir
vikið séu kjör lækna á stöðinni lægri
en gengur og gerist annars staðar á
höfuðborgarsvæðinu.
„Ég kannast hins vegar ekki við
ágreining á milli stjórnar og starfs-
fólks stöðvarinnar og veit ekki í
hverju hann felst, ef hann er til
staðar. Nýju fólki fýlgja að sjálf-
sögðu nýjar áherslur og stjórn
stöðvarinnar leggur áherslu á að
veita þjónustu í samræmi við lög
þar að lútandi, auk þess að stöðin sé
rekin innan fjárlaga. Hins vegar er
rétt að ráðuneytið svari til um þetta
mál nú, þar sem það er í höndum
þess,“ segir Björgvin. „En ég get
sagt að það hefur aldrei komið fyrir
svo mér sé kunnugt um að menn
hafi ekki getað leyst vandamál með
einhverjum hætti.“
Skortur á samráði
Davíð Á Gunnarsson ráðuneytis-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir
liggja fyrir að órói sé í heilsugæslu-
stöðinni en ekki sé skýrt hver
ágreiningsatriðin era. „Ráðuneytið
er að skoða málið og hefur átt fundi
bæði með stjómendum og starfs-
fólki til að fá það skilgreint út á hvað
þessar deilur ganga, en það hefur
ekki verið alveg ljóst,“ segir Davíð.
Sveinn Magnússon deildarstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu segir að
starfsmenn stöðvarinnar, sem hann
sat fund með í gær, hafi nefnt ýmis
atriði sem honum þykir benda til
skorts á samráði á milli aðila. Koma
þuifi á sterkara samráðsneti innan
stofnunarinnar.
„Við höfum áhyggjur af þessu
máli og viljum ganga í að leysa
það,“ segir hann. „Menn tjá sig mis-
mikið, en ég held að flestir sjái
ástæðu til að nálgast vandann og
bæta úr honum. Eftir flutning
stöðvarinnar frá Reykjalundi í
fyrravor getur verið að ákveðin
samskipti innan stöðvarinnar hafí
mætt afgangi og þá þarf að lokum
ekki stór mál til að fylla bikarinn.
Við sjáum hins vegar engin vanda-
mál þarna sem við höfum ekki rek-
ist á annars staðar, en þau eru hins
vegar búin að krauma lengur en við
vissum um.“
Sveinn segir að fundað verði með
stjórn stöðvarinnar á næstunni og
sé það von ráðuneytisins að lausn
finnist strax i þessari viku. Reynt
verði að koma á innra stjórnskipu-
lagi á stöðinni sem ætti að geta
leyst vandamál á borð við þau sein
komið hafa upp.