Morgunblaðið - 20.01.1999, Page 8

Morgunblaðið - 20.01.1999, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Meimin^arhús 1-, YKKUR er óhætt að fara úr slorgöllunum, elskurnar mínar, það verður engin þörf fyrir þá lengur. / Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson A hreyfingu FOLÖLD spretta úr spori yfir freðna fold í landi Stóra-Hofs á Rangárvöllum. Danskur lögreglumaður varar íslensk ungmenni við Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ÞAÐ er aldrei hægt að vara fólk nógsamlega við, sérstaklega ungt fólk, að beita heilbrigðri skynsemi í umgengni við ókunnuga," segir Viggo Bollingtoft, rannsóknarlög- reglumaður hjá lögreglunni í Kaup- mannahöfn. Hann stjórnaði rann- sókn á máli Chike Charles Ibenema, sem á fóstudaginn var dæmdur í Eystri landsrétti fyrir að hafa sent íslenska stúlku í tvær ferðir til Suð- ur-Ameríku eftir eiturlyfjum. Bpllingtoft segir lögregluna ekki verða meira vara við Islendinga en við sé að búast og Islendingar kom- ist ekki oftar í kast við lögin en aðrir, þótt þeir hafi verið viðriðnir þetta mál. „Það er biturt að horfa á eftir ungu fólki inn í fangelsi með þungan dóm á bakinu, jafnvel þótt sjaldnast þurfi að afplána allan dóminn,“ segir Bpllingtoft „og það aðeins af skorti á umhugsun og aðgæslu og von um auðfenginn ágóða.“ A sumrin streyma íslensk ung- menni, ekki síst stúlkur, til Dan- merkur í atvinnuleit. Aðspurður um góð ráð til þeirra segir Bpllingtoft að ráðið sé einfaldlega að hugsa sig um hverju játast sé og fyrir hvern. Þeg- ar boðið sé upp á ferðir til útlanda sé oft sagt að viðkomandi eigi bara að sækja peninga eða eitthvað í þeim dúr og eiturlyf ekki nefnd. Síðan komi annað í Ijós. Eins og fram hefur komið í frétt- um Morgunblaðsins hefur Chike- málið leitt til þess að tvö ungmenni hafa verið dæmd hér, auk þess sem Bollingtoft gefur í skyn að 3-4 ung- menni hafi verið handtekin erlendis. „Við sjáum að Chike er liður í al- þjóðlegum hópi, en hvert hlutverk hans hefur verið nákvæmlega getum við ekki sagt um.“ Samtök um kvennaathvarf Verum vakandi og upprætum heimilisofbeldi FOSTUDAGINN 22. janúar verður hald- inn kynningarfund- ur í Ráðhúsinu þar sem fjallað verður um fræðslu- og kynningarátak Sam- taka um kvennaathvarf sem fer af stað í kjölfar fundarins. Ásta Júlía Ai’nardóttir er fræðslu- og kynningar- fulltrúi Samtaka um kvennaathvarf. „Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra mun ýta þessu fræðslu- og kynningarátaki úr vör en Guðrún Ágústsdóttir, for- seti borgarstjómar, verð- ur fundarstjóri. Aðrir sem taka til máls eru Helga Tulinius, formaður stjórn- ar Samtaka um kvennaat- Asta Júlía Arnardóttir hvarf, Andrés Ragnarsson sál- fræðingur, Vilborg G. Guðna- dóttir, framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins, og Ásta Júl- ía Arnardóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Kvennaat- hvarfsins." Ásta segir að átakið gangi undir heitinu Verum vakandi - Upprætum heimiliofbeldi. - Hvert er markmiðið með þessu kynningarátíiki? „Það er að ná til fólks á öllu landinu, kynna Kvennaathvarfíð og starfsemi þess og efla fræðslu og umræðu um ofbeldi innan fjölskyldna og auka skilning á eðli þess og afleiðingum. Átakið verður í formi opinna funda um land allt og áætlað er að það standi fram til loka mars. Við- brögð sveitarfélaga við fundar- höldunum hafa verið einstaklega góð. Við erum ekki í fjáröflunar- átaki heldur viljum vekja áhuga fólks á þessu málefni.“ - Hversu algengt er heimilis- ofbeldi? „Því miður er ekkert sem bendir til að dragi úr heimilisof- beldi. Það má gera ráð fyrir því að þær konur sem búa við of- beldi á heimilum sínum leiti ekki allar til okkar og því sýna okkar tölur ekki hversu algengt heimil- isofbeldi er.“ Ásta segir að engu að síður hafi komum kvenna fjölgað í Kvennaathvarfið frá ári tO árs. „Nýjustu tölur eða frá árinu 1998 sýna að aldrei hafa fleiri komur verið skráðar í Kvennaathvarfíð frá upphafi. Alls vora 400 komur í athvarfið á síðastliðnu ári. Þær skiptast í 286 viðtöl og 114 kom- ur þar sem konur _______________ koma tíl dvalar. Þá fengum við um 2.500 símtöl í neyðarsíma og böm sem komu með konunum tO okkar vora 98 talsins." Ásta segir að konur úr öllum stéttum geti lent í að vera beitt- ar ofbeldi. Hún segir mjög mis- jafnt hversu lengi konur hafi verið beittar ofbeldi þegai- þær leita til athvarfsins. „Okkur sýn- ist sem þróunin sé að konur leiti fyrr aðstoðar og sú þróun er mjög jákvæð. Þá hefur þeim konum fjölgað sem koma ekki til dvalar en nýta sér viðtalsþjón- ustu okkar.“ - Er algengt að sömu konwn- ar leiti til athvarfsins oftar en einu sinni? „Það kemur auðvitað fyrir því það tekur konur mislangan tíma ►Ásta Júlía Arnardóttir er fædd í Reykjavík 15. septem- ber árið 1961. Hún Iauk BA- námi í ijölmiðlafræði frá West- minster University í London árið 1986. Ásta hefur starfað við ýmis fjölmiðlatengd störf en hefur undanfarin þrjú ár unnið sem fræðslu- og kynningarfulltrúi Samtaka um kvennaathvarf. Eiginmaður hennar er Grét- ar Skúlason og eiga þau tvö börn. 30% líkamlegt ofbeldi - 70% andlegt ofbeldi að vinna sig út úr ofbeldinu. Sumum konum nægir að koma einu sinni en aðrar þurfa lengri tíma. - Hvers konar heimilisofbeldi er algengast? „Margar konur búa við ofbeldi á heimilum sínum og það getur birst í ýmsum myndum og verið bæði líkamlegt og andlegt. Fjöldi kvenna býr við ofbeldi án þess að bera þess sýnileg merki. Það læðist oft hægt í sambandið en getur einnig þróast á skömm- um tíma. Það þrífst í skjóli frið- helgi heimilisins." Ásta segir að konur séu alls ekki alltaf með líkamlega áverka þegar þær leita til kvennaat- hvarfsins. „Það hefur sýnt sig um árin að 70% þeirra kvenna sem leita til athvarfsins koma vegna andlegs ofbeldis sem þær hafa verið beittar og um 30% vegna líkam- legs ofbeldis. Mikilvægt er þó að átta sig á því að líkamlegt of- beldi er alltaf andlegt líka. Allar konurnar hafa því verið beittar _________ andlegu ofbeldi.“ - Hvað hefur Kvennaathvarfíð upp á að bjóða fyrir konw sem eru beittar of- beldi? „Það er fyrst og fremst húsaskjól og stuðningur til sjálfshjálpar, nafnleynd og trúnaður. Þá geta þær haft sam- skipti við konur með svipaða reynslu og bai-nastarf stendur til boða fyrir þau börn sem ekki geta sótt sinn skóla eða leik- skóla.“ Ásta segir að boðið sé upp á viðtalsþjónustu sem konur utan athvarfsins geta nýtt sér. Þá er símaþjónusta opin allan sólar- hringinn. Kynningarfundur átaksins, sem verður haldinn í Tjamarsal Ráðhússins, hefst klukkan 14 á föstudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.