Morgunblaðið - 20.01.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.01.1999, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvassviðrisins gætti lítt í Klettsvik Keikó í vari vegna vindáttar HÁHYRNINGURINN Keikó varð ekki mikið var við hvass- viðrið er fylgdi lægðinni sem gekk yfir um helgina. „Það var hávaðarok í bænum, en vegna vindáttarinnar var nokkuð gott skjól í Klettsvík," sagði Brian O’Neal, þjálfari Keikós. „Vindurinn blés úr norðri og kvfin var vel varin. Við vorum heppin í þessu tilfelli." O’Neal sagði að hvalnum vegnaði mjög vel í kvínni í Vestmannaeyjum. Hann synti mikið, væri stöðugt á ferli og hefði góða matarlyst. Það væri hins vegar erfitt að segja til um það hvað hann æti mikið af lifandi fiski. „Það er erfitt að fylgjast með því með myndavélunum okkar vegna þess að skyggnið er ekki gott neðansjávar," sagði hann. „Við höfum í hyggju að sleppa stærri fisk- um í kvína í þeirri von að auð- veldara verði að sjá hvort hann étur þá. Fiskarnir sem við sleppum í kvína núna eru frekar litlir og geta að auki synt inn og út úr kvínni.“ Að sögn O’Neals hafa ýmis vandamál komið upp vegna kvíarinnar, bæði vegna veðra og sterkari strauma í Klettsvík en búist hefði verið við. Sjálf grindin í kvínni hefði þolað álagið vel, en festingar hefðu færst vegna straumþungans, sem færi ekki eftir veðri held- ur sjávarföllum, og ganga þyrfti tryggilega frá þeim. Allt leiguflug Heimsferða með Sabre Airways Nýjar 737-800-þot- ur í ferðum í sumar NÝ ÞOTA af gerðinni Boeing 737- 800 mun í sumar annast allt leiguflug fyrir ferðaskrifstofuna Heimsferðir, til Benidorm, Barcelona, Malaga á Spáni og til London. Þotan er í eigu flugfélags- ins Sabre Airways sem Heimsferð- ir hafa skipt við undanfarin ár vegna ferða milli Keflavíkur og London. Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, tjáði Morgunblaðinu að Sabre Airways hefði þegar tekið tvær slíkar þotur í notkun og tvær til viðbótar væru væntanlegar. Er félagið meðal hinna fyi-stu sem það gera. 737- 800-þotan er í svokallaðri næstu kynslóð 737-þotnanna ásamt 600-, 700- og 900-gerðunum en í fyrstu kynslóðinni voru 100-, 200-, 300-, 400- og 500-gerðirnar. 737-800- gerðin getur tekið 162-189 farþega eftir innréttingu og í útfærslu Sa- bre Airways tekur hún 189 far- þega. Andri Már segir þotuna búna vandaðri innréttingu, m.a. með sjónvai-psskjám ofan við þriðja hvert sæti, sem tryggi betri sýn úr öllum sætum. Þá segir hann þot- una hafa meira flugþol en fyrri gerðir sem flugfélagið hefur notað, sem geri það m.a. að verkum að hún nær til áfangastaðanna á Spáni frá Keflavík án millilending- ar vegna eldsneytistöku, sem gæti þurft að grípa til ef veðurfar er óhagstætt á flugleiðinni. Þá segir Andri Már Ingólfsson að ákveðið hafi verið að semja við breska flugfélagið um allt flug þar sem EES-samningurinn heimilaði Islendingum nú að nota breskt flugfélag til flugs til Spánar en ekki aðeins milli íslands og Bret- lands. Andri segir þotuna fara héðan að morgni dags tvo daga í viku og komi hún hingað kvöldið áður og sé því í Keflavík yfir nótt. Hann sagði þar með nánast engar líkur á seinkunum og eins væru þær hverfandi vegna þessara nýju farkosta, bilanir ættu ekki að tefja för. Fyrstu ferðirnar fyrir Heimsferðir verða farnar um páskana og standa þær síðan fram í október. Breytingar hjá SYR í Grafarvogi Leið 14 lengd í Staðahverfí STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hófu í fyrradag akstur í Staða- hvei’fl í Grafarvogi. Fyrsta desem- ber bjuggu þar 123 íbúar en þeim mun fjölga hratt þar sem verið er að leggja lokahönd á margar íbúða- byggingar og eigendur að flytja inn. Akstrinum er þannig hagað að leið 14 er lengd í Staðahverfi og er það í samræmi við langtímaáætlun SVR, segir í frétt frá fyrirtækinu. Tímasetning leiðar 14 breytist því og eni fyrstu ferðir frá Hlemmi mánudaga til fóstudaga kl. 6.40 og 6.58 og síðan á 20 mínútna fresti. Frá Bakkastöðum er farið kl. 6.50 og síðan á 20 mínútna fresti. Á laugardögum eru fyrstu ferðir frá Hlemmi kl. 6.45 og síðan á hálftíma fresti og frá Bakkastöðum kl. 6.45, 7.12 og síðan á hálftíma fresti. ---------------- BRESKA flugfélagið Sabre Airways flýgur í sumar leiguferðir fyrir Heimsferðir á nýrri Boeing 737-800-þotu. Fimm hundraðasti stjdrnarfundur Atvinnuleysistryggingasjóðs Tjónið seinkar uPPbyggingu PÉTUR Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri Hólalax á Sauðár- króki, segir að tjónið muni ekki hafa önnur áhrif en þau að seinka áframhaldandi uppbyggingu fyrir- tækisins. Hólalax á sér 18 ára sögu, hefur verið rekið án taps og veitir 5-6 manns atvinnu, að sögn Péturs. Eins og fram hefur komið er áætl- að að tjón vegna óveðursins um síðastliðna helgi sé á bilinu 2,5-5 milljónii' króna. Fjárstyrkur til eldri borgara á vinnumarkaði Útgjöld minnkað um 600 milljónir kr. FIMM hundraðasti stjómarfundur Atvinnuleysistryggingasjóðs var hald- inn í Reykjavík í byrjun vikunnar og þar sem þessi tímamót bar upp á fyrstu dagana í ári aldraðra var ákveðið að afhenda Landssambandi eldri borgara fjárstyrk. Er hann ætlaður til að sambandið geti beitt sér fyrir úrræðum til styrktar stöðu eldra fólks á vinnumarkaði. Styðja tafarlausa byggingu hins nýja barnaspítala MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þorsteini Olafssyni, fram- kvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra bama: „Miðvikudaginn 13. janúar síðastliðinn birtist á bls. 7 í DV frétt undir fyrirsögninni „Ibúar í grennd við Landspítalann mót- mæla byggingu barnaspítala Hringsins". Reyndar verður að draga þá ályktun við lestur fréttarinnar að einungis sé verið að krefjast frestunar á bygging- arframkvæmdum. Tveir íbúar eru nafngreindir í fréttinni, hjónin Olafur Isleifsson og Dögg Pálsdóttir. Eflaust hafa margir sem vita að Dögg Páls- dóttir er formaður Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, rekið upp stór augu við lestur umræddrar fréttar. Ástæðan þá líklega sú að Um- hyggja er m.a. samnefnari for- eldrahópa langveikra barna sem, eftir því er næst verður komist, allir hafa lagt blessun sína yfír byggingu hins nýja barnaspítala í kjölfar viðræðna og skoðanaskipta við byggingar- nefnd mannvirkisins. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna (SKB) er einn af að- ildarhópum Umhyggju. Þótt for- svarsmenn félagsins hefðu gjama viljað sjá stærri byggingu en þá sem hafnar eru fram- kvæmdir að og jafnframt betri aðsöðu að ýmsu leyti styðja þeir tafarlausa byggingu hins nýja barnaspítala að forsendum og kringumstæðum óbreyttum. Til að fyrirbyggja hugsanlegan mis- skilning vilja forsvarsmenn SKB því undirstrika með þessu grein- arkorni að skoðanir Daggar Páls- dóttur og aðgerðir hennar skv. áðurnefndri frétt era hennar einkamál en fjarlægt á vegum Umhyggju." Útgjöld Atvinnuleysistrygginga- sjóðs á síðasta ári vora um 2,5 milljarðar króna og er það um 600 milljóna króna lægri upphæð en árið 1997. Af þessari upphæð var 2,1 milljarður greiddur beint til at- vinnulausra en árið áður nam sú upphæð 2,8 milljörðum. Lög um atvinnuleysistryggingar vora samþykkt í apifl 1956. Fyrsta stjórnin var skipuð sjö mönnum, einum tilnefndum af ASÍ, einum af VSI og fímm voru kosnir hlutfalls- kosningu af sameinuðu Alþingi. Tryggingaráðherra, sem á þeim áram var einnig félagsmálaráð- herra, skipaði formann og varafor- mann úr hópi þeirra aðalmanna sem kjörnir vora af Alþingi. Fyrsti formaður var Hjálmar Vilhjálms- son ráðuneytisstjóri og varafor- maður var Oskar Hallgrímsson. I dag er stjórnin skipuð níu mönnum og er formaður tilnefndur af félagsmálaráðherra. Er það Þórður Olafsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Boðans, í Þorláks- höfn. Þá eru tveir fulltrúar í stjórn- ina tilnefndii' af ASI, aðrir tveir af VSI, og einn frá hverjum eftirtal- inna aðila: BSRB, BHM, Sambandi ísl. sveitarfélaga og Vinnumála- sambandinu. Forstjóri Vinnumála- stofnunar er Gissur Pétursson. Gróska með dagblað á Netinu GRÓSKA, samtök jafnaðar- manna og félagshyggjufólks, hefur hafið rekstur dagblaðs á Netinu sem gefíð er út fímm sinnum í viku. Hófst útgáfan formlega í fyrradag en þá vora tvö ár liðin frá stofnun Grósku. Björgvin G. Sigurðsson, stjórnarmaður í Grósku, er einn af ritstjórum dagblaðsins en með honum starfar ritnefnd. Hann segir efnið annars vegar vera aðsendar greinar um inn- lend sem erlend stjórnmál og er miðillinn opinn öllum sem vilja tjá sig þar undir nafni. Hins vegar eru skrifaðar á ábyrgð ritnefndar stuttar um- sagnir um helstu fréttir og at- burði innanlands. Björgvin segist sannfærður um að þessari útgáfu á Netinu verði vel tekið og Gróska hafi ákveðið að gera þessa tilraun enda sé hún mun viðaminni en útgáfa á pappír og á þennan veg sé enn einn möguleikinn í aðgangi manna að stjórnmála- umræðunni. Hann segir útgáf- una hugsaða til frambúðar, Gróska beri á henni fjárhags- lega ábyrgð og þegar hún hafi sannað sig verði ef tO vill kann- að hvort hægt verður að fjár- magna hana að einhverju leyti með sölu auglýsinga. Slóðin er groska.is Félög Græns framboðs stofnuð STOFNUÐ hafa verið kjör- dæmafélög Vinstrihreyfíngar- innar - græns framboðs í fjór- um kjördæmum, Suðurlands- kjördæmi, Noi'ðurlandskjör- dæmi eystra, Austurlandi og Reykjavík. Kjördæmisfélagið í Reykjavík var stofnað í gær- kvöld. Stefnt er að því að stofna kjördæmisfélög um allt land fyrir stofnfund landssam- takanna, sem haldinn verður 5. og 6. febrúar nk. Um 20 manns sóttu fund Vinstrihreyfingarinnar á Aust- urlandi sl. mánudag, en um 60 hafa skráð sig í félagið. Alþing- ismennirnii' Hjörleifur Gutt- ormsson og Steingiímur J. Sig- fússon fluttu ávörp og gerðu grein fyi-ir verkefnum flokks- ins. Kosin var stjórn á fundin- um og var henni falið að undii'- ,.búa framboð Vinstrihreyfing- arinnar á Austurlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.