Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hildur Petersen kynnti starfsemi Hans Petersen á fundi með verðbréfafyrirtækjum
Gert er ráð
fyrir rúmlega
milljarðs sölu
á þessu ári
Á KYNNINGU á fyrirtækinu Hans
Petersen hf., sem haldin var á Suð-
urlandsbraut 4 í gær, sagði Hildur
Petersen framkvæmdastjóri að
áætluð sala fyrirtækisins á árinu
1999 væri 1.078.540 þúsund krónur,
sem er 11% hækkun frá síðasta ári,
en í áætluðum ársreikningi fyrir-
tækisins fyrir síðasta ár er sala
áætluð 970,9 milljónir ki-óna. Hún
sagði að gert væri ráð fyrir að
hagnaður síðasta árs næmi 40-45
milljónum króna og arðsemi eigin
fjár væri 15-20%.
Hagnaður á þessu ári hinsvegar
er áætlaður um 55 milljónir króna,
sem yrði hækkun um 22-37% miðað
við áætlaðan ársreikning síðasta
árs. Gert er ráð fyrir að arðsemi
eigin fjár á þessu ári verði um 20%,
að sögn Hildar.
Gæti hentað vel
í hlutabréfasafn
Á fundinum kynnti Hildur sögu
fyrirtækisins, starfsemi, rekstur og
efnahag, fyrir fulltrúum verðbréfa-
fyi-irtækja en fyrirtækið var skráð á
Vaxtarlista Verðbréfaþings íslands
28. desember sl.
Að sögn Hildar hefur sala á bréf-
um í félaginu farið rólega af stað frá
skráningu og samkvæmt því sem
fram kom hjá fulltrúum verðbréfa-
fyrirtækjanna á fundinum gæti fyr-
irtækið hentað vel í hlutabréfasöfn
fjárfesta, þar sem fyrii-tækið hefur
nokkra sérstöðu á þingi, og aðrir
sögðu að margir sýndu félaginu
áhuga en biðu ársreiknings fyrir
síðasta ár.
Matvöruverslun í upphafi
I máli Hildar kom fram að Hans
Petersen er eitt elsta fyrirtæki á
landinu, stofnað árið 1907, upphaf-
lega sem matvöruverslun en upp úr
1920 sneri fyrirtækið sér að sölu á
ljósmyndavörum og setti á stofn
ljósmyndavinnustofu. í kjölf'arið
hófst samstarf við Kodak-fyrirtæk-
ið, sem stendur enn.
Straumhvörf urðu í rekstrinum ár-
ið 1968, að sögn Hildar, þegar fyrir-
tækið fór að framkalla litfílmur og
stækkaði fyrirtækið ört í framhaldi. I
dag rekur það 13 búðir, 10 í Reykja-
vik, tvær í Kópavogi og eina á Sel-
fossi, auk þess sem samstarf er við
framköllunarþjónustur um allt land.
Frá stofnun hafa framkvæmda-
stjórar verið 5 talsins og hefur nú-
verandi framkvæmdastjóri, Hildur
Petersen, gegnt því starfí síðan árið
1979. Áður en fyrirtækið varð al-
menningshlutafélag hafði það verið
í 90 ár í eigu fjölskyldu Hans P. Pet-
ersen, stofnanda þess. Starfsmenn
HP í dag eru 90 talsins.
Stærstu hluthafar í HP eru Opin
kerfí hf. með 16,3% hlut, Þróunarfé-
lag Islands hf., með 16,3% hlut og
Hildur Petersen með 14,4% hlut.
Gengi á bréfum fyrirtækisins á VÞÍ
ígærvar5,10.
Hildur sagði að fyrirtækið hefði
1 1 'ÆiíSjl S VA#/’>.:AVúS.l
Morgunblaðið/Golli
HILDUR Petersen kynnir fyrirtæki sitt fyrir fulltrúum verðbréfafyrirtækja í gær.
gengið í gegnum súrt og sætt og t.d.
fyrir 7 árum fóru keppinautar á
markaði að gefa fríar fílmur þegar
framkallað var og HP hafi fengið á
sig orð fyrir að vera dýr framköll-
unaraðili. Hildur sagði að í samráði
við Kodak hefði verið ákveðið að
fara ekki út á þessa braut og það
hefði reynst gæfuríkt fyrir fyrir-
tækið.
20.000 kr.
bónusgreiðslur
Hildur sagði að fyrirtækið hefði
greitt starfsmönnum bónusgreiðslu
í 10 ár og í dag sæi Ráðgarður um
úttekt á þjónustustigi og útliti versl-
ananna og dulinn viðskiptavinur
færi á milli búðanna reglulega og
starfsfólki væri umbunað eftir
frammistöðu í þeirri úttekt. Þessi
umbun sagði Hildur að næmi allt að
20.000 kr. á hvem starfsmann á
mánuði.
Verslun fyrirtækisins í Kringl-
unni er sú, að sögn Hildar, sem er
með mesta veltu, verslunin í Banka-
stræti 4 kemur þar á eftir en sú í
Austurveri er í þriðja sæti. Unnið er
að því, að hennar sögn, að verslun
félagsins á Laugavegi 178 verði sér-
hæfð í stafrænum tækjum og þjón-
ustu, og þar vinni fólk með þekk-
ingu á því sviði, enda sagði Hildur
að helstu sóknarfæri fyrirtækisins
lægju m.a. á þessu sviði.
Um helstu sóknarfæri fyrirtækis-
ins sagði Hildur að fyrirtækið gæti
nýtt sér væntanlegt markaðsátak
Kodak um myndgæði. Einnig væri
stefnt að því að reyna að stórauka
sölu á svokölluðum APS-myndavél-
um, Advaneed Photo System, og
selja fyrirtækjum framköllunarvélar
fyrir þær vélar. Einnig er stefnt að
því að fjölga framköllunarstöðum í
stórmörkuðum og auka sölu og þjón-
ustu vegna stafrænna myndavéla.
Um stjómun í fyrirtækinu sagði
Hildur að til reynslu ætti að taka
upp nýtt stjórnskipulag á þessu ári.
Það gerir ráð fyrir að fólk geti sótt
um að ganga í eitt af 26 liðum sem
störfum í fyrirtækinu hefur verið
skipt upp í, þannig að þegar lítið er
að gera geti starfsfólk unnið við það
sem því þykir skemmtilegast að
gera. Sagðist Hildur binda vonir við
að þetta nýja kerfí myndi virkja
fleira starfsfólk til skapandi vinnu.
Grípum
fjárfestingariækifæri
Hildur sagði aðspurð að fyrirtæk-
ið hefði það m.a. að markmiði í fjár-
festingarstefnu sinni að fjárfesta í
hlutabréfum. Sagði Hildur að það
yrði þó aldrei fyrir meira en sem
næmi 20% af eigin fé fyi'irtækisins.
„Ef tækifæri sigla hjá þá grípum við
þau, líkt og gerðist þegar okkur
bauðst að kaupa hlut í Baugi hf.,“
sagði Hildur en HP á 9,9 milljónir
króna á nafnverði í Baugi en minna
í öðmm fyrirtækjum.
66°N - Sjóklæðagerðin hf.
kaupir framleiðsluvélar Foldu
Opnar verksmiðju
á Akureyri
s
Islenskt fé í stærstu sjóðafyrirtækjum Bandaríkjanna
Erlendar íjárfesting-
ar aukist á 5 árum
1 n ?tærstu siúðafyrirtæki
1 i Bandarikjunum Vöxtur 1998 Vöxtur 1997 Sæti
1. Fidelity Investments 26,1% 26,1% (4.)
2. Amvescap 22,6% 20,5% (10.)
3. Vanguard Group 20,7% 28,2% (2.)
4. Capital Group: American Funds 19,6% 28,4% (1.)
5. Morgan Stanley Dean Witter 19,2% 25,9% (5.)
6. Putnam Investments 19,0% 23,6% (8.)
7. T. Rowe Price Associates 15,4% 23,8% 171
8. Scudder Kemper Investments 9,48% 27,2% (3.)
9. Merrill Lynch 7,46% 24,9% (6.)
10. Franklin Templeton 2,27% 21,9% (9.)
66°N - SJÓKLÆÐAGE RÐIN hf.
hefur keypt fataframleiðsluvélar
þrotabús ullariðnaðarfyrirtækisins
Foldu hf. á Akureyri og hyggst hefja
þar framleiðslu á næstu vikum. Gert
er ráð fyrir að fastir starfsmenn Sjó-
klæðagerðarinnar á Akureyri verði
15 en stefnt er að því að fjölga störf-
um á næstu mánuðum.
Fyrst í stað verður starfsemin í
húsnæði Foldu sem tekið hefur verið
á leigu um óákveðinn tíma. Verk-
smiðja Sjóklæðagerðarinnar mun í
upphafi framleiða vinnu-, skjól-, úti-
vistar- og regnfatnað undir merkjum
66°N og Max. Þ. Elmar Jensen,
framkvæmdastjóri Sjóklæðagerðar-
innar, segir að þrátt fyrir harða sam-
keppni í íslenskri fataframleiðslu sé
mikil eftirspurn eftir framleiðslulín-
um fyrirtækisins hér á landi og er-
lendis. „Tilgangurinn með kaupun-
um á fataframleiðsluvélum Foldu er
að mæta aukinni eftirspurn eftir vör-
um fyrirtækisins.“
Þ. Elmar Jensen segir að Sjó-
klæðagerðin horfí með bjartsýni til
starfseminnar á Akureyri og bendir
á að þar sé að finna þjálfað starfs-
fólk í fataframleiðslu. Fyrir rekur
Sjóklæðagerðin verksmiðjur í
Reykjavík, á Selfossi, Akranesi og í
Borgarnesi. Þ. Elmar Jensen segir
engar breytingar fyrirhugaðai- á
starfsemi verksmiðjanna fjögurra á
næstunni.
FIDELITY Investments-sjóðafyr-
irtækið er það fyrirtæki sem náði
mestri meðaltalshækkun sjóðafyr-
irtækja í Bandaríkjunum á síðasta
ári samkvæmt úttekt Bloomberg-
fjármálafyrirtækisins.
I úttekt Bloomberg er tekið
meðaltal af hækkun allra undir-
liggjandi sjóða hvers fyrirtækis í
Bandaríkjunum og tíu bestu fyrir-
tækin fundin.
Hlutabréfasjóðir Fidelity náðu
um 26,1% meðaltalshækkun á ár-
inu 1998. í öðru sæti, með 22,6%
meðaltalshækkun, er fyrirtækið
Amescap. Það telst góður árangur í
ljósi þess að fyrirtækið var í 10.
sæti listans fyrir ári. Fidelity var
til samanburðar í fjórða sæti list-
ans í fyrra.
Mest farið til
fjögurra fyrirtælya
Athygli vekur að íslenskir stofn-
anafjárfestar hafa beint
langstærstum hluta erlendra fjár-
festinga sinna til fjögurra af fyrir-
tækjunum á topp tíu listanum;
Morgan Stanley, Scudder, Vangu-
ard og Fidelity.
Einar Sigvaldason er forstöðu-
maður erlendra verðbréfaviðskipta
hjá Fjárvangi en Fjárvangur hefur
einkaumboð fyrir Fidelity á Is-
landi.
„Síðastliðin 3-5 ár hafa þessir
fjárfestar verið að auka erlendar
fjárfestingar sínar og mest hefur
farið til þessara fjögurra fvrir-
tækja og kannski til tveggja til
þriggja í viðbót," sagði Einar.
Hann sagði að þar sem um hluta-
bréfafjárfestingar væri að ræða sé
áhættan meiri en þegar fjárfest er
í skuldabréfum.
Hann segir, svo dæmi sé tekið,
að Fidelity reki allt í allt um 400
verðbréfasjóði í Bandaríkjunum.
„Þessi árangur sýnir vel hæfi fyr-
irtækisins til að stjórna því fjár-
magni sem því er falið að sjá um.
Jafnframt sýnir þetta að aðferð
Fidelity, að líta fyrst á einstaka
fjárfestingarvalkosti og grundvöll-
inn fyrir þeim áður en farið er að
líta á heildarumhverfið, „Bottom
up approch", hefur skilað árangri."
Fiskimjölsverksmiðjur
HÖNNUN / £ = HÉE S M I Stórási 6 »2 sími 565 2921 JMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA
HNN = ÐJA !10 Garðabæ • fax 565 2927