Morgunblaðið - 20.01.1999, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 17
VIÐSKIPTI
Islenski hugbúnaðarsjóðurinn hf.
Lan dsbankinn
tekur við
rekstrinum
STJÓRN fslenska hugbúnaðarsjóðs-
ins hefur gengið til samninga við
Landsbanka íslans um daglegan
rekstur og vörslu á eignum félagsins.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
sjóðnum eru helstu áhersluatriði
samningsins þau að Landsbankinn
mun sjá um daglegan rekstur og um-
sýslu með eignum félagsins gegn
ákveðinni hlutfallsþóknun. Einnig
mun bankinn leggja félaginu til
sjóðsstjóra, sem mun hafa daglegan
rekstur sjóðsins að aðalstarfi og vera
framkvæmdastjóri þess. Landsbank-
inn mun annast nýtt hlutafjárútboð
félagsins, sem fyrirhugað er að hefj-
ist í febrúar, og mun sölutryggja allt
að 200 milljónir króna í útboðinu og
fjárfesta að auki sjálfur í útboðinu. I
tilkynningunni segir jafnframt að
Landsbankinn muni annast við-
skiptavakt með hlutabréf í félaginu
sem verða skráð á Vaxtarlista VÞÍ
samfara útboðinu.
Samningurinn við Landsbankann
mun ekki hafa nein áhrif á fjárfest-
ingarstefnu félagsins, samkvæmt
fréttatilkynninguni, sem hefur verið
sú að fjárfesta einungis í fyrirtækj-
um í upplýsingatækni. Jafnframt er
stefnt að því að viðhalda þeirri þekk-
ingu sem byggst hefur upp á meðal
starfsmanna félagsins og stjórnar
þess, segir þar jafnframt.
„Samningurinn við Landsbankann
og komandi hlutafjárútboð mun
tryggja stækkun félagsins og efla
hann þannig að hann fái staðist til
lengi-i tíma sem sjálfstæð rekstrar-
eining,“ segir í fréttatilkynningunni.
Verður sýnilegra á markaðnum
Sigurður Smári Gylfason, fráfar-
andi framkvæmdastjóri félagsins og
stjórnarmaður í því, segir að hingað
til hafi hann sinnt starfinu sem
hlutastarfi en með samningnum
komi fastara form á starfsemina og
hún verði sýnilegri fyrh' fjárfesta.
„Þessi samningur er ekki eðlisbreyt-
ing á starfseminni í sjálfu sér, en fé-
lagið verður vonandi sýnilegra á
markaðnum í kjölfarið,“ sagði Sig-
urður.
Hluthafar í Islenska hugbúnaðar-
sjóðnum eru 80, að sögn Sigurðar, og
þeir stærstu eru íslenski fjársjóður-
inn, Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Líf-
eyrisjóðurinn Hlíf og Lífeyrissjóður
Vesturlands, Hugvit og Eignar-
haldsfélagið Alþýðubankinn hf.
„Sjóðurinn er búinn að koma sér
ágætlega fyi'ir og við erum búnir að
fjárfesta í nokkrum af framsækn-
ustu fyrirtækjum í hugbúnaðargeir-
anum, fyrirtækjum sem eru orðin
gróin á heimamarkaði og eru í út-
rásarhugleiðingum," sagði Sigurð-
ur.
Helstu fjárfestingar Islenska
hugbúnaðai'sjóðsins eru í eftirfai'-
andi félögum: Gagarín ehf. 27%,
Hugur hf. 17%, Hugvit hf. 1%, land-
steinar International hf. 23%, Lon &
Don ehf. 54%, Menn og mýs ehf.
10%, Teymi hf. 15% Þróun ehf. 23%.
Nýsköpunarverð-
laun forseta íslands
Sex verk-
efni til-
nefnd til
verðlauna
SEX verkefni hafa verið til-
nefnd til Nýsköpunarverð-
launa forseta Islands sem af-
hent verða við hátíðlega at-
höfn á Bessastöðum í dag.
Verðlaunin eru nú afhent í
fjórða skipti, en þau eru veitt
fyrir framúrskarandi vinnu
nemenda og nýsköpunargildi
verkefna, sem styrkt eru af
Nýsköpunarsjóði námsmanna,
að því er kemur fram í til-
kynningu.
Höfundar verkefnanna sex
eru: Ai'inbjöm Ólafsson fyrir
íshúðun, aðferð sem notuð er
til að varðveita ferskleika mat-
vara, Aki Guðni Karlsson og
Valdimar Tr. Hafstein, fyrir
fræðilega handbók um menn-
ingartengda ferðaþjónustu,
Guðrún Laufey Guðmunds-
dóttir, fyrir rannsókn á ís-
lenskum tónlistararfi, Harpa
Birgisdóttir, fyrir fokgirni og
bindieiginleika foksands,
Hjalti Már Þórisson, fyrir
rannsóknir á samhengi milli
arfgerða príongensins og
riðusmits í einni riðuhjörð og
Laufey Guðnadóttir og Soffía
Guðný Guðmundsdóttir, fyrir
farandsýninguna handritin
heim.
Umhverfissamtaka íslands
TM hf. og Trygging hf.
Hlutabréfa-
skiptum
lokið
HLUTABRÉFASKIPTUM
Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og
Tryggingar hf. er lokið samkvæmt
samkomulagi stjórna félaganna um
fyrirhugaðan samrana og sam-
þykktir hluthafafunda beggja fé-
laga í síðasta mánuði því til stað-
festingar.
I tilkynningu til Verðbréfaþings
Islands hf. segir að hluthafar í
Tryggingu hafi framselt til Trygg-
ingamiðstöðvarinnar hlutabréf sín í
Tryggingu samtals að nafnvirði
203.599.696 krónur og fengið í
staðinn hlutabréf í Tryggingamið-
stöðinni að nafnvirði 50.699.042
krónur. Hlutafé Tryggingamið-
stöðvarinnar er nú 233.099.042
krónur.
-------------
Tæknival
Aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
lætur af störfum
GUNNAR Ólafsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Tæknivals hf., hefur
ákveðið að láta af störfum hjá félag-
inu fyrsta apríl næstkomandi.
Gunnar segir tímabært að skipta
um starfsvettvang eftir 25 ára starf
í upplýsingaiðnaði. Hann sagði enn
óráðið hvað tæki við hjá sér. Gunn-
ar hóf störf hjá Tæknivali árið 1992
og var forstöðumaður sölusviðs þar
til hann tók við stöðu aðstoðarfram-
kvæmdastjóra sölusviðs. Hann tók
við stöðu aðstoðarframkvæmda-
stjóra í ágúst 1998. „Það er ánægju-
legt að láta af störfum nú eftir að
hafa átt þátt í vexti og viðgangi fé-
lagsins undanfarin ár.“
Stofnfundur nýrra landssamtaka um
umhverfismál og náttúruvernd verður haldinn
í Norræna húsinu á morgun, fimmtudaginn
21. janúar kl. 17.00.
Samtökunum er ætlað að vera heildarsamtök
einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja
sem áhuga hafa á umhverfismálum.
Á fundinum verða helstu markmið
samtakanna kynnt og þau stefnumál sem
þau munu beita sér fyrir.
Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti
Islands og Steingrímur Hermannsson fv.
forsætisráðherra.
Allir áhugamenn um umhverfismál eru hvattir
til að mæta.
Undirbúningsnefndin
Fjölbreytt
úrval
gómsætra
léttostaí
ÍSLENSKIR
OSTAR, J -
^SRACP
www.ostur.is
ostateninga í salutið?
Þú getur notað hvort sem er 11% eða 17%
Gouda til að búa til salat sem er fullkomin,
létt máltíð. Einnigfæst sérstakur Salatostur
tilbúinn í litlum teningum.
LéttOstur
Hreinn, með grænmeti eða með sjávarréttum.
Frábært tríó á léttu nótunum.
Smurostamir eru þægilegt, bragðgott
álegg og líka spennandi í ofnrétti og sósur,
t.d. meðfiski, pasta eða grænmeti.
Kotasæla
með eplutn og vanillu.
Fitulítil og freistandi!
LéttOstur
í 20 g pakkningum.
Handhægur og fitulítill.
Kotasæla
Lágt fituinnihald ogfáar hitaeiningar!
Hrein, með ananaskurli eða með eplum
og vanillu. Sígild á brauð, hrökkbrauð
og kex, í salöt cða ofnrétti.
Létt-Brie
Sannkallaður veisluostur.
Léttur og góður með brauði, kexi
ogferskum ávöxtum.