Morgunblaðið - 20.01.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 20.01.1999, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kvikmyndirnar breyttu lífi hans Mohsen Makhmalbaf er sjálfmenntaður íranskur leikstjóri sem segist aldrei hafa stigið inn í kvikmyndahús áður en hann fór að leikstýra bíómyndum. Arnaldur Indriðason kynnti sér feril leikstjórans og segir frá myndunum hans þremur á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. ÚR myndinni Augnablik sannleikans. MAKHMALBAF á flest- ar kvikmyndimar á Kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem hófst um síðustu helgi, alls þrjár. Þær em „Gabbeh“, Augnablik sann- leikans, og „Salam Cinema". Mak- hmalbaf er sjálfmenntaður en mikilsvirtur kvikmyndagerðar- maður í heimalandi sínu en íranskar kvikmyndir hafa vakið talsverða athygli á kvikmyndahá- tíðum um heim allan á undanförn- um ámm. „Eg uppgötvaði kvik- myndirnar 24 ára gamall og þær breyttu heimssýn minni; kvik- myndir hafa siðbætandi áhrif,“ er haft eftir Makhmalbaf, sem gerði sína fyrstu mynd árið 1982, nokkrum áram eftir að hann losn- aði úr fangelsi. Sjálfmenntaður Hann er fæddur ár- ið 1957 í fátækra- hverfi í Teheran en margar mynda hans áttu eftir að gerast á æskuslóðum. Faðir hans yfirgaf hann og móður hans og um fimmtán ára aldur var Makhmalbaf farinn að sjá fyrir fjölskyldunni og hætti í skóla. Hann tók þátt í andófinu gegn keisaranum í Ir- an og var hnepptur í varðhald saulján ára gamall og sat inni í nokkur ár eða þar til keisaranum var velt af stóli árið 1979 og Khomeini tók við völdum. Makhmalbaf gerðist rithöfundur og skrifaði smásögur, leikrit og skáldsögu en snéri sér síðan að kvikmyndunum. Hann hafði ekki mikla reynslu af kvikmyndum þegar það var og sagði það öllum sem heyra vUdu að fram að þeim tíma hefði hann aldrei stig- ið fæti inn í kvik- myndahús. Hann bætti sér upp þekkingarleysið með því að skoða hundruð mynda í kvikmynda- safni landsins og sjá má áhrif í myndum hans frá meisturum á borð við Hitchcock og Fellini. Hann gerði vinsælar myndir allan niunda áratuginn en undir lok hans var íranska kvikmyndarit- skoðunin tekin að skipta af sér Mak- hmalbaf og taldi myndir hans ekki falla nógu vel að mú- hameðstrúnni. Árið 1989 gerði hann mynd um fréttaljósmyndara sem snýr heim til Teheran úr stríðinu milli írans og fraks og á í miklum erfiðleikum með að aðlag- ast þjóðfélaginu og næstu myndir hans þar á eftir, Tímar ástarinnar og Zayandehroud - nætur, vom ritskoðaðar. Var honum tilkynnt að hugmyndir hans hefðu fjar- lægst um of trúarskoðanir sem hann hafði látið áður í ljós. Sjálfur segir Makhmalbaf að trúarskoðanir séu einkamál hvers og eins og hann segist hafa tapað trúnni á íranskt menningarsamfé- lag eftir byltingu. „Fimmtíu bylt- ingar munu ekki eiga eftir að breyta neinu í írönsku samfélagi,“ er haft eftir honum. „Þar þrífst óbifanleg og harðneskjuleg menn- ing; foreldrar hegna börnum sín- um, ríkið hegnir Fóngum og konur gegna litlu sem engu hlutverki." Mohsen Makhmalbaf Þrjár myndir Myndir Makhmalbaf, sem sýnd- ar em á hátíðinni, em gerðar á áranum 1994 til 1996. Hann Ieik- stýrir, skrifar handritin og klippir þær sjálfur. „Salam Cinema" er þeirra elst. Hún segir af leiksljór- anum Makhmalbaf, þekktum vel í sínu heimalandi, sem hyggst gera bíómynd í tilefni hundrað ára af- mælis kvikmyndarinnar. Hann setur auglýsingu í blöðin og ætlar að ráða eins og hundrað leikara en ekki færri en fimm þúsund svara auglýsingunni, sem leiðir til uppþots þar sem umsækjendur troðast undir. Myndin byggist á viðtölum leikstjórans við ljölda al- þýðufólks í Iran sem gefa einskon- ar mynd af daglegu Iífi í landinu, menningarvitar, námsfólk, börn og fyrst og fremst konur, sem yf- irleitt sést hvorki né heyrist í. „Gabbeh" dregur nafn sitt af hinum fallegu, handofnu teppum gashgai-hirðingjaættflokksins og í henni blandar Maklunalbaf saman nútíð og fortíð og rekur fallega ástarsögu um ijnga konu sem þrá- ir að giftast. „Eg vildi gera heim- ildarmynd um líf gabbeh-vefar- anna. I þeim tilgangi ferðaðist ég um allan suðausturhluta Irans þar sem gashgai-hirðingjarnir halda til og heimsótti hundrað þorp eða svo. Þannig komst ég í nána snert- ingu við þetta fólk og kynnti mér einnig skrifaðar heimildir um það.“ Þriðja myndin, Augnablik sann- leikans, er sjálfsævisöguleg mynd um atburð sem gerðist í lífi Mak- hmalbaf og leiddi til handtöku hans á sínum tíma. Hann hittir aft- ur lögreglumanninn sem hann lenti í stimpingum við og býður honum að gera með sér kvikmynd um atburðinn. Hitchcock- mynd Mamets KVIKMYJVD Laugarásbíó SPÆNSKI FANGINN „THE SPANISH PRISONER“ -Hrk'k Leikstjórn og handrit: David Ma- met. Kvikmyndataka: Gabriel Ber- istein. Tónlist: Carter Burwell. Að- alhlutverk: Campbell Scott, Steve Martin, Ben Gazzara, Rebecca Pidgeon. Bandarísk. 1998. BANDARÍSKA leikritaskáldið David Mamet hefur fundið sér stærri áhorfendahóp í gegnum kvik- myndimar en flest önnur leikskáld af hans kynslóð. Hann hefur skrifað fjölda kvikmyndahandrita auk þess sem leikrit hans hafa verið kvik- mynduð og hann sjálfur hefur leik- stýrt nokkrum myndum eftir sínum eigin handritum. Spænski fanginn er sú nýjasta, fantagóð saga af svikamyllu sem ungur athafnamað- ur finnur sig í eftir kynni af við- kunnanlegum manni á suðurhafs- eyju. Mamet hefur áður fengist við svikahrappa með góðum árangri en uppsetningin hér er sérstaklega bitastæð. Myndin er gersamlega laus við allan hasar, skotbardaga, bflaeltingarleiki, sprengingar, Will Smith og Gene Hackman, og það er kannski hennar stærsti kostur. Öll spennan verður til í samskiptum fólks eins og í myndum Hitchcocks, Frelsi HEIMILDA- MYIVDIR Kegnboginn RIDING THE RAILS Leikstjórar: Michael Uys og Lexy Lowell. Artistic Licence Films 1997. MYNDIN segir frá fyrirbæri á tímum kreppunnar miklu í Banda- ríkjunum. Únga fólkið freistaði þess að leita að vinnu að heiman eða að ævintýrum, og allt ferðaðist það með lestum, sem laumufarþegar frá einu ríki til annars. Hundrað þús- en Mamet leitar talsvert til hans hér, skiptir það sem svikamyllan snýst um ekki nokkru máli. Áhorfandinn fær aldrei að vita hvað það er; það gengur aðeins undir nafninu Ferlið. Campbell Scott leikur athafnamann- inn, sem á hugmyndina að hinu dýr- mæta Ferli, en Steve Martin er mað- urinn seiii vingast við hann upp úr þurru á suðurhafseyjunni og gerist vinur hans þegar þeir fara aftur til New York. Brátt kemur í ljós að hann er alls ekki sá sem hann segist vera og Scott einangrast æ meira eftir því sem líf hans tekur að brotna í sundur. Mamet fjallar á þennan spennandi og skemmtilega hátt, Spænski fang- inn er ekta spennumynd, um eðli og kannski fallvaltleika traustsins og vináttunnar og ekki síst ástarinnar. Enginn er sá sem hann segist vera. Enginn! Allir hafa eitthvað að fela og áhorfandinn eða Scott getur aldrei vitað hvort sá sem kemur fram í myndinni er vinur eða fjandmaður. Sumsé, furðulega llkt og í raunveru- leikanum. Texti Mamets er ákaflega vel sam- inn og safaríkur sem fyrr og hann unda ungmenna reyndu þennan lífsmáta og vora kölluð „hóbós“. Þetta er mjög fróðleg heimildar- mynd um líf fólks á þessu tímabili í Bandaríkjasögunni sem snart alla á einhvern hátt. Myndin býr yfir miklu af einstöku myndefni frá þessum tíma, allt að sextíu ára gömlu. Öll efnistök era mjög klass- ísk og vönduð. Viðmælendur era skemmtilegir og leikstjórar ná virkilega að koma anda tímans til skila, og lífmu sem þessir krakkar lifðu. Flóttinn að heiman var frelsi, tími sem þau vilja gleyma en sakna þó sárt. Hildur Loftsdóttir fær það besta fram í leikurum sínum öllum og gerir Spænska fangann, heitið er þekkt í sögu svikahrapp- anna, að afbragðsgóðri bíómynd. Lífíð er litur Kcgnbugiiin „GABBEH“ irk Ein af þremur myndum íranska kvikmyndaleikstjórans Mohsen Makhmalbaf á Kvikmyndahátíð í Reykjavík er „Gabbeh", ákaflega einföld en fögur ástarsaga ofin með litríkum þráðum. Hún gerist á meðal hirðingjaættbálksins Gashgai í sam- tímanum en hann er frægur fyrir teppa- eða mottuvefnað sinn. Reynd- ar renna saman nútíð og fortíð í eitt á endalausri vegferð hirðingjanna með fjárhópinn sinn og teppavefnað og ástarsögur, ljóðasöng og störf. Skrautklætt fólkið og sandblásin náttúran og falleg handíðin mynda sérstæða umgjörð utan um sögu af ungri hirðingjastúlku sem þráir að giftast en vonbiðillinn hættir sér ekki nærri á sínum hvíta hesti vegna reiði föður hennar heldur gólar eins og úlfur af þrá. Lífið er litur segir gamall þulur. Ástin er litur, hrópar stúlkan. Sonurinn gerist ofstækismaður Háskólabfó SONUR MINN OFSTÆKISMAÐURINN Hrk Indverski stórleikarinn Om Puri fer með aðalhlutverkið í þessari fínu og frábærlega vel leiknu mynd eftir Udayan Prasad um indverskan leigubflstjóra í London sem horfir upp á son sinn verða ofstækismann í trúarefnum og ganga í indverskan hreintrúarsöfnuð. Myndin er byggð á smásögu eftir breska rithöfundinn og kvikmyndagerðannanninn Hanif Kureishi, sem skrifar handrit mynd- arinnar, og hefur oft áður fjallað um breskt samfélag af sjónarhóli inn- flytjenda fi-á Indlandi („My Beauti- ful Laundrette"). í þetta sinn er um- fjöllunarefnið átök innan indverskr- ar fjölskyldu þegar uppkominn son- urinn tekur að fyrirlíta það sem hann kallar úrkynjun og ómenningu hvíta mannsins og lýsir sér m.a. í hórmangi, sem faðirinn þekkir giska vel verandi leigubflstjóri. Jafnvel tónlist Louis Armstrongs fer á bann- lista en karlinn unir þessu að vonum illa. Puri fer á kostum í hlutverki mannsins sem vill brúa bilið milli nú- tímahátta og fornra trúarkredda og er studdur af góðum leikarahópi, m.a. Stellan Skarsgárd. Smá- skrýtin endur- minning’ KVKMYMHIl Kcgnboginn AUGNABLIK SANNLEIKANS („NU VA GOLDUN") irk Fj öldamorðingi verður til Stjiirnubíó SÁ LJÓTI „THE UGLY“ krk'k Þessi nýsjálenska mynd eftir Scott Reynolds er óhugguleg en fullblóðug lýsing á gerðum fj öldamor ðingj a sem sest niður með sálfræðingi innan veggja fangelsis og rekur allan þann hryll- ing sem hann hef- ur staðið í. Smátt og smátt fær áhorfandinn mynd af því hvemig fjöldamorðingi verður til með því að horfið er til æsku hans í endurliti. Sá Ijóti er nútímahrollvekja sem leitast við að bjóða upp á annað og vandaðra yfirbragð en unglingahroll- vekjurnar; Reyndolds gerir sér far um að kafa djúpt í sálarvitund manns sem orðinn er að hættulegu skrímsli og tekst það nokkuð vel og býr til ákveðna spennu í leiðinni millí' sálfræðingsins og fjöldamorðingjans. Hins vegar litar hann óhugnaðinn með fullmikilli tómatsósu (eða hvað það nú er sem þeir nota fyrir blóð þessa dagana) og gengur ansi langt í því að finna skemmtigildi í ofbeldis- verknaðinum. Engu að síður athygl- isverð mynd frá Nýsjálendingum. Arnaldur Indriðason Leikstjóri og handritshöfundur: Mohsen Makhmalbaf. íran 1996. ÍRANSKAR kvimyndir hafa átt talsverðum vinsældum að fagna á hátíðum um allan heim, hafa m.a. komið oftsinnis við sögu hérlendis. Eitt þriggja verka Makhmalbaf, sem mun vera einn þekktasti leik- stjóri þessarar fomu menningar- þjóðar, er þessi smáskrýtna endur- minning, Augna- blik sannleikans. Aðalpersónan er fyrrum lögreglu- maður sem snýr til baka til að hitta Makhmal- baf. Þeir hittust á örlagaríkan hátt fyrir tveimm- áratugum, þegar lög- reglumaðurinn starfaði fyrir keisar- ann en leikstjórinn var ungur, upp- reisnargjarn maður sem „ætlaði að frelsa heiminn". Það fór nú eins og það fór. Gráglettin og framandi í senn, einkum forvitnileg fyrir þær sakir að hún gefur tækifæri á að kíkja inn í fjarlæga veröld sem er ógnarlega framandi viðteknu umhverfi Vestur- landabfians. Engin kvenleg fegurð til að lífga upp á grámusku dagsins, sem virðist ómæld austur þar, held- ur minnir kvenfólkið á persónur í lík- fylgd í ítalskri grátmynd. Frásagn- armátinn er engu að síður skemmti- legur og óvæntur og eins konar grá- glettni kemst prýðilega til skila. Sæbjörn Valdimarsson minfliiiiiinmixi kv4kmyndahát|ð ■ í OESVftr i Jkifíir Wm Mm I W%. W W I m%. 15 - 23 janúar 1993 muiiiiiiiiiiimii og flótti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.