Morgunblaðið - 20.01.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 25
Lifandi og
falleg tónlist
TOIVLIST
S a 1 u r i n n
KAMMERTÓNLEIKAR
A sjöundu tónleikum Myrkra músík-
daga flutti tónlistarhópurinn Camer-
arctica og Sverrir Guðjónsson verk
eftir Jón Leifs, Oliver Kentish, John
Speight, Stravinskí og Henze. Sljórn-
andi var Bernharður Wilkinson.
Sunnudaginn 17.janúar.
TÓNLEIKARNIR hófust á
Quintetto op. 50 eftir Jón Leifs, en
þar sem tónlist hans er eins konar
þema músíkdaganna, sem Tón-
skáldafélag Islands gengst fyrit',
var haldið málþing á laugardaginn,
þar sem ýmsir þeir er þekktu Jón
Leifs og hafa kynnt sér og starfað
að tónlist hans tóku þátt í pall-
borðsumræðum undir stjórn
Ævars Kjartanssonar. Ævar
spurði mjög um það, hvað væri
sérstakt við tónlist Jóns Leifs, og
hefði mátt koma betur fram eitt-
hvað um sérstæðar vinnuaðferðir
Jóns.
Mjög snemma kemur fram hjá
Jóni, að hefðbundin hljómfræði
hentar honum ekki, og þótt hann
hafí trúlega numið slík fræði í
Leipzig hafnar hann því sem ein-
kennir hefðbundna evrópskra
hljómskipan og raddferli, þar sem
hljómskipti skulu vera liðleg og
forðast beri þverstæður í hljóm-
og raddferli. Þverstæður í hljóm-
skipan eru einmitt sérlega áber-
andi hjá Jóni og jafnvel oft byggð-
ar á trítónus-ferli, tónbili sem
flestir þekkja sem tónskratta og
gegnir sérstöku hlutverki í fomum
tvísöng okkar Islendinga.
Það sem einnig gerir tónlist
Jóns nokkuð hornótta, auk þver-
stæðrar tónskipunar, er að hljóm-
skipanin er nær algerlega í grann-
stöðu, en liðleiki í evrópskri hljóm-
fræði byggist á þvi, að allir tónar
hljóms geti þjónað sem bassatón-
ar, í þeirri ætlan, að gera tónferli
hverrar raddar sem lagrænast.
Þetta sniðgengur Jón nær alger-
lega, auk þess sem notkun hans á
svonefndum hljómleysingjum er
ákaflega einlit og oft notuð til að
skerpa enn frekar þverstæðurnar í
hljómskipaninni.
Þrátt fyrir þetta má ekki
gleyma því, að tónlist Jóns er ekki
aðeins vinnuaðferðir, heldur og
skáldskapur, er sækir afl sitt í
fornnorræna menningu, sem hann
túlkar á mjög breiðu sviði tilfinn-
inga. Hann er bæði hranalegur og
viðkvæmur og eins og Atli Heimh-
Sveinsson benti á í umræðunum á
Jón Leifs margt sameiginlegt með
Béla Bartók. Quintetto op. 50 er
saminn 1960 og má glögglega
heyra að tónmálið er eins konar
hugleiðing þess, sem á styttra eftir
en gengið er. Tveir fyrstu kaflarn-
ir eru mjög þunglyndislegir en
undir lokin hrístir Jón af sér doð-
ann og glettist með „tragikó-
mísku“ skersói.
Verkið var mjög vel flutt og fal-
lega mótað og ágætur leikur félag-
anna í Camerarctica var ekki síður
vel útfærður í fallegu verki, sem
frumflutt var, eftir Oliver Kentish.
Þættirnir eru þrír, fyrir flautu,
klarinett og strengjakvartett, sem
þjónaði sem undirleikshópur fyrir
blásarana. Miðþátturinn var nær
algerlega tvíleikur á flautu og
klarinett, eins konar ástarleikur
sem náði hámarki í samruna
hljóðfæranna áeinum tóni, á með-
an strengjakvartettinn sneri sér
undan, líklega af feimni ganvart
ástarlátum einleikaranna. Svona
til að ítreka eilífleika hlutanna
endaði verkið á „perpetuum
Mobile“ er var stutt og ekki
óskemmtilegur endir, eftir ástar-
bríma miðþáttarins.
Frumflutt voru einnig fimm
sönglög eftir John Speight og
nefnir hann þennan lagaflokk
Englabörnin. Sverrir Guðjónsson
söng lögin, sem voru gerð við ljóð
eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur,
Pétur Gunnarsson, Nínu Björk
Arnadóttur og Sigurð Pálsson, og
álfavögguvísuna Sofðu, ég unni
þér. Hljóðfæraskipanin var
breytileg en til leiks voi-u notuð
klarinett, bassaklarinett, fiðla,
selló og slagverk. Fyrsta lagið
var við Maríuljóð Vilborgar, er
hófst og lauk með undirleik á
symbal. Berfættir dagar, eftir
Pétur, var samleikur söngvara og
klarinetts, fallegasta lagið var
álfavögguvísan, sungin við undir-
leik á víbrafón, Engjakaffi, eftir
Nínu Björk, var stutt með fíðlu-
og sellóleik en síðasta kvæðið,
Ungæði, eftir Sigurð Pálsson, var
flutt af öllum hópnum, en
lokatónninn var sleginn á bjöllur.
Þetta eru fallegir og skemmtilega
kankvísir söngvar er voru mjög
vel fluttir, bæði af Sverri og
hljóðfæraleikurum, og ber sér-
staklega að þakka Sverri fyrir
góðan framburð og á köflum
skemmtilega leiktúlkun.
Lokaverkin voru gamlir kunn-
ingjar, septett frá 1953 eftir Stra-
vinskí og Sónata fyrir sex hljóð-
færaleikara eftir Hans Werner
Henze, er hann samdi 1984 og var
hér leikinn af sjö hljóðfæraleikur-
um. Bæði verkin voru sérlega vel
flutt en tónskáldin höfðu mikil
áhrif á þróun nútímatónlistar,
Stravinskí með djörfum rithætti
við upphaf aldarinnar og Henze
um miðbik hennar, þar sem heyra
má afturhvarf til lagrænna gilda,
sem hann, ásamt fleirum, gerði
fyrst _með tilvitnunum í eldri
verk. í heild voru þetta skemmti-
legir tónleikar er spönnuðu tíma-
bilið frá 1953 til dagsins í dag.
Voru öll verkin, eins og fyrr er
getið, mjög vel flutt og fengur að
tveimur nýjum verkum, sem bæði
voru lifandi og falleg tónlist.
Þeir sem áttu aðild að þessum
tónleikum voru Hallfríður Olafs-
dóttir (flauta), Ármann Helgason
(klarinett), Hildigunnur Hall-
dórsdóttir (fiðla), Sigurlaug Eð-
valdsdóttir (fiðla), Guðmundur
Kristmundsson (lágfiðla), Sigurð-
ur Halldórsson (selló), Miklós
Dalmay (píanó), Steef van
Oosterhout (slagverk), Eggert
Pálsson (slagverk), Þórunn Mar-
inósdóttir (lágfiðla), Emil Frið-
finnsson (horn), Rúnar Vilbergs-
son (fagott), Kjartan Óskarsson
(bassaklarinett) og söngvari var
Sverrir Guðjónsson (kontraten-
ór).
Jón Ásgeirsson
W?Þjóðviljinn
www.andriki.is
Vatnsberi verður hetja
KVIKMYJVPIR
B f » h ö 11 i n,
K r i n g I u b f ó,
Stjörnubfó
VATNSBERINN
„THE WATERBOY" irk'k
Leikstjóri: Frank Coraci. Handrit:
Tim Herlihy og Adam Sandler.
Kvikmyndatökustjóri: Steven Bern-
stein. Tónlist: Alan Pasqua. Aðal-
hlutverk: Adam Sandler, Kathy
Bates, Fairuza Balk, Jerry Reed og
Henry Winkler. Touchstone Pict-
ures 1998.
BANDARÍSKI grínleikarinn
Adam Sandler hefur leikið í
mörgum góðum gamanmyndum
þar sem bestu eiginleikar hans
sem bráðfyndinn og skemmti-
lega svalur kjaftaskur með
munninn fyrir neðan nefið hafa
notið sín. I nýjustu gamanmynd
hans, Vatnsberanum, breytir
hann um stíl og leikur einskonar
einfeldning, sem hann undir-
strikar með nokkrum munnskæl-
um, og það er ekki víst að sú
breyting falli hörðustu aðdáend-
um hans í geð. Hann verður
meira að segja grátklökkur og
væjninn.
I ljós kemur að Vatnsberinn er
einskonar þrjúbíó og virkar
ágætlega sem krakkamynd. Hún
sækir talsvert í heimskramynda-
húmor þeirra Farrelli-bræðra og
segir næsta ótrúlega sögu af ein-
feldningi þessum sem er vatns-
beri hjá amerísku ruðningsliði.
Hann veit allt um vatn og er
strítt fyrir það endalaust og einu
sinni eftir mikila stríðnislotu þeg-
ar sýður uppúr hjá honum og
hann svarar fyrir sig, kemur í
ljós að hann er fantagott efni í
ruðningskempu.
Sandler gerir manni þessum
ágæt skil og Kathy Bates leikur
stórfurðulega móður hans sem
býr inn til sveita og grillar eðlu-
kjöt. Aðrir eru vel inni á hinum
einfeldningslega og barnalega
húmor, sem snýst mikið um am-
eríska sveitamennsku og auðvit-
að ruðningsíþróttina.
Árnaldur Indriðason
•
.
i
í ársbyrjun er rétt að hujja tímanlejya að ýmsum
jjögnum sem skila þarf Hér má sjá skilafrest ýmissa
jyajyna sem skila ber á árinu 1999 vejjnajjreiðslna
o.fl. á árinu 1998:
Eftirtöldura gögnum þarf að skila til skattstjóra
í síöasta lagi 21. janúar
• Launamiðum ásamt almennu launaframtali. Á launamiðum komi meðal annars
fram greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu.
• Hlutafjármiðum ásamt samtalningsblaði.
• Stofnsjóðsmiðum ásamt samtalningsblaði.
• Bifreiðahlunnindamiðum ásamt samtalningsblaði.
• Greiðslumiðum vegna lífeyrisgreiðslna, tryggingabóta o.þ.h.
í síðasta lagi 20. febrúar 1999
• Afurða- og innstæðumiðum ásamt samtalningsblaði.
• Sjávarafurðamiðum ásamt samtalningsblaði.
í síðasta lagi 15, maí 1999
• Gögnum frá lífeyrissjóðum þar sem sundurliðuð er greiðsla iðgjalda sjóðsfélaga.
Til og með síðasta skiladegi skattframtala 1999
• Greiðslumiðum yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fast-
eignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölulið C-liðar 7. gr. sömu laga.
• Gögnum frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi
samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í
gildi voru á árinu 1998 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum
fyrir færri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nafn leigutaka og kennitala,
skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði er eignarleigufyrirtæki
greiddi fyrir bifreiðina.
Munið að skila tímanlejja
RSI<
RÍKISSKATTSTJÓRI