Morgunblaðið - 20.01.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 20.01.1999, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Dulu óttans veifað í prófkjöri Framsóknar ALFREÐ Þor- steinsson, forstjóri Sölu varnarliðseigna og borgarfulltrúi R- listans, skrifar próf- kjörsgrein í DV 8. jan- úar sl. hvar til atkvæða skal náð með ófræg- ingarherferð á Sjálf- *' stæðisflokkinn. Alfreð telur stórhættu á ferð- inni njóti Sjálfstæðis- ílokkurinn sannmælis í verkum sínum og al- menningur ljái honum atkvæði sitt í trausti áframhaldandi að- gæslureksturs þjóðfé- lagsins, sem jú Fram- sóknarflokkurinn á hlutdeild í hvað þetta kjörtímabil varðar. Á varðbergi Alfreð kemur víða við í grein sinni og getur þess að Framsókn- arflokkurinn verði að vera á varð- bergi gagnvart Sjálfstæðisflokkn- ^um og halda í heiðri félagshyggju- stefnu sinni í fárviðri frjálshyggju og gróðasjónarmiða, sem öfl í Sjálfstæðisflokknum hafa gert að trúaratriði. Miklar breytingar og helstar horfa menn nú á til banka- kerfisins í einkavæðingunni undir stjórn bankamálaráðherra Fram- sóknar í ágætu samstarfi við ríkis- stjórn alla og Sjálfstæðisflokkinn. Formaður bankaráðs stærsta rík- isbankans, framsóknarmaður, hef- ur upplýst alþjóð um sín sterku trúarbrögð sem hann ástundar vikulega ásamt öðrum framsókn- armönnum og er það vel. Alfreð Þorsteinsson gerir þá lítið úr fé- lögum sínum hér fyrrnefndu, eink- um formanni bankaráðsins, ef hann telur alla þá sem nálægt miklu fjármagni komi einkennast af sértrúarmennsku. Hættuleg vinnubrögð Framsóknarflokk- urinn verður að bregð- ast hart við þegar Sjálfstæðisflokkurinn reynir að sölsa undir sig lögregluna og Rík- isútvarpið þar sem að- gerðarplön eru í gangi, skrifar Alfreð. Ja, hvílík ágóðavon. Hvað Ríkisútvarpið áhrærir eru nokkrar skoðanir uppi meðal sjálfstæðismanna um rekstur, má þar m.a. nefna rekstur alfarið af einkaaðilum, ríkis- rekstur aðeins á rás 1 eða óbreytt ástand. Ætli sömu skoðanir fyrir- finnist ekki meðal framsóknar- manna? Framsókn Alfreð telur stórhættu á ferðinni, segír Guð- mundur Hallvarðsson, njóti Sjálfstæðisflokk- urinn sannmælis í verkum sínum. En vel að merkja. Fyrrum utan- ríkisráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, hafði mikinn hug á og gerði tillögur um að Sala varnar- liðseigna yrði niðurlögð í núverandi mynd og m.a. hluti starfsemi og verslunar yrði fluttur til Keflavík- ur. Af þessu varð ekki vegna and- stöðu þingmanna Sjálfstæðis- flokksins þó af öðrum ástæðum en þeim sem varðar upphringingar forstjóra Sölu varnarliðseigna, þess sem nú er og taldi hugmynd- um þáverandi utanríkisráðherra allt til foráttu. I dag eru þessar hugmyndir færðar upp á hættuleg vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins eða hvað? Hvert stefnir Framsóknar- flokkurinn í Reykjavík? Ólíklegt er að Samfylkingin nái að safna vopnum sínum fyrir kosn- ingar. Helsta vonin gegn Sjálf- stæðisflokknum er því Framsókn- arflokkurinn, skrifar Alfreð, og ótt- ast mikið íylgi Sjálfstæðisflokks nú fyrir kosningar. Af skrifuðum ósk- um hans má ráða að nokkur uggur blundi í hans brjósti yfír hjásetu Framsóknarflokksins í Samfylk- ingu vinstrimanna. Er framundan fárviðri innan Framsóknarflokks- ins sem Aifreð og félagar muni stuðla að vegna áhugaleysis foryst- unnar um vinstri samfylkingu, nái þeir frekari áhrifum innan Fram- sóknarflokksins? Að lokum Það er um margt merkilegt að Alfreð Þorsteinsson, forstjóri og borgarfulltrúi R-listans, skuli leggja upp í prófkjörsslag til bar- áttu um sæti á lista Framsóknar- flokksins til alþingiskosninga í Reykjavík á vori komanda með það að leiðarljósi sér til framdráttar og væntanlegum kjósendum sínum til ánægju það mál eitt að ófrægja Sjálfstæðisflokkinn, núverandi samstarfsflokk Framsóknarflokks- ins í ríkisstjórn. Skýringin liggur líklega í trega og söknuði skrifaðra orða Alfreðs hvar hann harmar hve seint gengur Samfylkingu vinstri- manna samsöfnun vopna sinna. Höfundur cr 6. þingnmður Reykvfkinga. Guðmundur Hallvarðsson Menningarhús á Suðurnesjum „FAST ÞEIR sóttu sjóinn og sækja hann enn,“ orti Ólína Andrésdóttir um Suð- urnesjamenn í kvæði sínu. Kraftur Suður- nesjamanna hefur ekk- ert dvínað frá því þetta var ort en eins og kom- ið hefur fram í fréttum er áformað að reisa fjölnota íþróttahús í Reykjanesbæ, það fyrsta sinnar tegundar á landinu. Þessi áform sýna mikla framsýni og áræði stjórnenda bæj- arfélagsins, en slíkt hús mun gjörbreyta allri aðstöðu til alhliða íþróttaiðk- ana á svæðinu. Það mun einnig nýt- ast nálægum sveitarfélögum þegar mikið liggur við til kappleikja og sýningahalds af öllu tagi. Aform ríkisstjórnar Islands um byggingu menningarhúsa um land- ið samhliða byggingu tónlistarhúss í Reykjavík eru á sama hátt og ákvörðun bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar í takt við þann veruleika sem nútíma íslendingur vill búa í og þá þróun sem við viljum sjá á nýrri öld við nýtt árþúsund. þörfum svæðisins. Það er sameiginlegt með þessum tveim stærstu þéttbýlissvæð- um utan höfuðborgar- svæðisins að til að ná nauðsynlegri fjöl- breytni í mannlífinu og halda jafnvægi við höf- uðborgarsvæðið dugir framkvæmdageta sveitarfélaganna ekki til ein og sér. Hug- mynd ríkisstjórnarinn- ar er því góð eins langt og hún nær en í henni er ójafnvægi sem ekki verður við unað. Menning Einn galli er þó á ákvörðun ríkisstjórnar- innar um byggingu menningarhúsa, segir Kristján Pálsson, en hann er að taka ekki með annað stærsta Kristján Pálsson Menningarhús á Suðurnesin Einn galli er þó á ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um byggingu menn- ingarhúsa en hann er að taka ekki með annað stærsta þéttbýlissvæði landsins utan höfðuborgarsvæðis- ins, Reykjanesbæ. Reykjanesbær er forustubær Suðurnesjasvæðisins á sama hátt og Akureyri er forustubær á Eyja- fjarðarsvæðinu. Menningarlíf á Suðumesjum á erfitt uppdráttar vegna nálægðar við höfuðborgar- svæðið, sem er þó of langt frá til að geta þjónað eðlilegum menningar- þéttbýlissvæði landsins utan höfuðborgarsvæð- isins, Reykjanesbæ. Eg tel því einsýnt að ríkisstjórn- in taki til endurskoðunar ákvörðun sína um fjölda menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins og bæti við Suðurnesjum, Suðurlandi og Vest- urlandi. Höfundur er ulþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Kristni og heiðni á hálendinu ÞEIR SEM aðhyll- -- ast óspillta íslenska náttúru hafa verið sak- aðir um rómantík og tilfinningasemi. Er- lendir ferðamenn sem heimsækja land vort árlega um langan veg og með miklum til- kostnaði eru einnig reknir áfram af þessari meintu tilfinningasemi. Og ennþá, að minnsta kosti, hefur þjóðarbúið ekki borið skarðan hlut frá borði fjárhagslega af tilfinningasemi er- lendra ferðamanna. ^ Það er eðlilegt að fólki 'K>sem hvorki hefur stjórnvöld né er- lenda fjármálarisa á bakvið málstað sinn sé meira niðri fyrir í málflutn- ingi sínum. En að afgreiða þann málflutning sem rómantík og til- finningasemi speglar aðeins þá köldu og tilfinningasnauðu mark- aðshyggju sem liggur þama að baki, þann hugsunarhátt sem lærð- ur er í viðskiptaháskólum og eign- Byrjendanámskeið í karate að hefjast. Upplýsingar í síma 551 4003 www.itn.is/thorshamar ast jafnan hundtrygga fylgismenn sem ekki hafa þroska til að móta sínar persónulegu skoðanir eða lifa sam- kvæmt neinskonar hugsjón annarri en kennnd er við krónur og aura og hafa sjálfs- mynd í samræmi við það. Ryðgaða stálplat- an fyrir framan höfuð- stöðvar Landsvirkjun- ar er lýsandi dæmi um fegurðarmat þessara manna. Sjálfsagt fá Friðrik þeir tár í augun á Erlingsson hverjum morgni þegar þeir mæta til vinnu og horfa á þessa dýrð. Hver er hagnaðurinn? Það er aðeins rétt og gott að orkuþörf landsmanna sé fullnægt að svo miklu leyti sem hægt er án þess að gengið sé um of á náttúr- una. En hitt er í rauninni álitamál, og alls ósannað mál, hvort og þá hversu mikla orku sé hagstætt að framleiða og selja erlendum stór- iðjufyrirtækjum sem vilja hasla sér völl hérlendis. Langtímaáhrif virkj- ana á hálendi íslands á náttúru- og gróðurfar, á dýralíf á landinu og við strendur þess eru því miður ekki kunn. Endingartími þessara mann- virkja er einnig óþekkt stærð. Og hversu lengi er þjóðin að gi-eiða niður erlendu lánin sem þarf til að reisa virkjanir af þeirri stærð- argráðu sem hér um ræðir? 50 ár? 200 ár? Og hvenær fara þessar fjár- festingar þá að skila raunveruleg- um arði til þjóðarbúsins? Skamm- tímahagnaður er augljós: Verka- menn fá vinnu í einhver ár og ókeypis skammt af fjölda óskráðra eiturefna. Verktakar, sem hafa í séríslensku offorsi keypt sér risa- stór vinnutæki á kaupleigusamn- ingi uppá von og óvon, fá peninga og stjórnmálamenn fá atkvæði og styttu eða málverk í kaupbæti. Og þeir geta mætt á vinnusvæðið og látið taka af sér ljósmyndir þar sem þeir standa í jakkafötunum með hjálm á höfði; vígalegir þungavigt- armenn í íslenskri pólitík. Og ein- hversstaðar á bakvið þá glittir í verktakann sem loksins loksins fékk verkefni fyrir allar vélamar sem hann var búinn að kaupa sér í trausti þess að hann væri í réttum flokki á réttum tíma. A meðan erlendir stóriðjujöfrar framleiða ódýrari bjórdósir og hjól- koppa með niðurgreiddu íslensku rafmagni halda margir því á lofti að ferðamönnum hafi einmitt fjölgað á þeim stöðum sem Landsvirkjun hefur umbylt hálendinu. Þannig reyna stóriðjumenn að eigna sér aukningu ferðamanna á hálendinú. Það segir sig auðvitað sjálft að þar sem vegir hafa verið lagðir fyrir þungavinnuvélar þar munu og önn- ur ökutæki fylgja í kjölfarið. Að fólk streymi að uppistöðulónum getur varla talist viðurkenning eða samþykkt á þessháttar fram- kvæmd. Hinsvegar er ofur eðlilegt að fólk noti vegi sem gerðir hafa verið á annað borð. En þarf virki- lega að reisa heila virkjun til að gera fólki auðveldara að komast upp á hálendið? Þegar horft er til hálendisins verður líka að taka mið Náttúran Þegar horft er til há- lendisins, segir Friðrik Erlingsson, verður að taka mið af hagsmun- um þjóðarinnar allrar. af hagsmunum þjóðarinnar allrar. Ekki aðeins þeirra sem nú draga andann, heldur einnig hinna sem á eftir koma, þeirra sem eiga eftir að sitja uppi með handónýt milljón tonna steypumannvirki í miðri ör- æfakyrrðinni, álíka hrífandi og gluggalausar síldarbræðslur frá fyrri hluta þessarar aldar. Kristni eða heiðni Við stöndum nefnilega frammi fyrir samskonar vali og forfeður okkar á Alþingi árið 1000. Viljum við kristni heilbrigðar skynsemi og mennsku eða heiðni skammtíma gróða og ómennsku? Stóriðja er íausn fortíðarinnar og álverið í Straumsvík, Grundartangajárn- blendið, og nú síðast álverið í Hval- firði, eru minnismerki um þá heiðni; blótstallar hinna fornu guða. Ferðamennska með áherslu á sam- ræmi manns og náttúru; það er hið Nýja testamenti sem allir lands- menn verða að sameinast um. Það stendur ennþá veikum fótum hér á landi, líkt og kristnin forðum. En verum þess minnug að margir heiðnir goðar tóku kristni af praktískum ástæðum eingöngu; það borgaði sig nefnilega í sam- skiptum við aðrar þjóðir. Smári Geirsson, Austfirðingagoði, sagði í sjónvarpi í haust að rómantíkin og tilfinningasemin væru með ein- dæmum og skammaði Mbl. sérstak- lega fyrir þá sök. En nú er það svo að einmitt í grennd við hann sjálfan er að gerast eitt lítið kraftaverk í ferðaiðnaði og -þjónustu sem bygg- ist einmitt á tilfinningalegum rök- um. Það er endurreisn Sæ- nautasels, og að því að mér skilst fleiri fornra mannvirkja fyrir aust- an, sem hafa fengið styrk frá Evr- ópu til þess arna. Endurreisn Sæ- nautasels er einmitt í anda þess kristniboðs heilbrigðrar skynsemi og mennsku sem þjóðin öll stendur frammi fyrir að samþykkja, fyrr eða síðar. Álver er lausn örvænt- ingarfullra manna sem fínnst þeir hafi engu að tapa, sem finnst að landið sé sokkið nú þegar. En land- ið er ekki sokkið enn. Og svo lengi sem menn þora að viðurkenna að þeir beri tilfinningar til landsins og náttúrunnar, að landið sé eitthvað annað og meira í huga okkar en hrúga af jarðefnum sem við getum rutt til eftir hentugleikum, þá mun landið standa enn um sinn ofan sjávarmáls. Þorgeir Ljósvetninga- goði var að sönnu heiðinn, en hafði gáfur til að skyggnast til framtíðar- innar. Og þrátt fyrir að mann gruni að kristni hafi verið samþykkt blóðsúthellingalaust hér á landi vegna þess að synir helstu heiðnu höfðingja landsins voru gíslar Nor- egskonungs, þá var það ekki annað en pólitík þess tíma. En það skyldi þó aldrei vera að alþjóðlegir samn- ingar um náttúi'vernd og mengun- artakmörk séu sambærileg „gísla- taka“ sem íslensk stjórnvöld neyð- ast á endanum til að taka tillit til ef Islendingar eiga að kallast þjóð meðal þjóða? Höfundur fæst við ritstörf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.