Morgunblaðið - 20.01.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 41
Jóla- og líkn-
armerki 1998
Frfmerkl
Jól 1998
Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thor-
valdsensfélagsins, Framtíðarinnar á
Akureyri, Rotaryklúbbs Hafnarfjarð-
ar, Líknarsjóðs Lionsklúbbsins Þórs,
Ungmennasambands Borgarfjarðar,
Kaþólska safnaðarins og
Rauða kross Islands.
ÞVÍ miður hafa frímerkjaþættir
mínir orðið færri á liðnum mánuð-
um en æskilegt hefði verið. Ymsar
ástæður liggja til þess, en vonandi
verður bætt úr því að einhverju
leyti með nýju ári, enda hafa ýms-
ir spurt eftir þeim og jafnvel,
hvort þeir væru með öllu horfnir
af síðum Mbl. Sú er enn ekki orðin
raunin, enda þótt þáttarhöfundur
hljóti eðlilega að lýjast eitthvað
með árunum. En á meðan einhver
fylgist með þáttunum, jafnvel þótt
þeir verði eitthvað stopulli en áð-
ur, er sjálfsagt að halda þeim
áfram. Því verður ekki heldur
neitað, að margs konar efni er á
boðstólum, sem getur átt erindi
við íslenzka safnara.
Sú er orðin föst venja í byrjun
árs að segja frá þeim jóla- og líkn-
armerkjum, sem vitað er, að hafi
komið út um nýliðin jól. Hefur
Bolli Davíðsson í Frímerkjahúsinu
að venju látið þættinum flest þess-
ara merkja í té og eins ýmsar upp-
lýsingar um þau. Færi ég honum
að sjálfsögðu beztu þakkir fyrir þá
hugulsemi í garð þáttarins, en um
leið hafa þeir, sem safna jóla-
merkjum sérstaklega, gagn af
upplýsingum hans. Hef ég orðið
þessa áþreifanlega var í samtölum
við safnara. í fyrra benti ég útgef-
endum jóla- og líknarmerkja á
það, að vel er þegið að fá góðar
upplýsingar beint frá þeim um
hönnun merkja þeirra og tilgang
útgáfunnar. Slíkt kunna einmitt
þeir, sem safna þessum merkjum,
vel að meta. Um leið getur þetta
ýtt undir söfnunina og hefur jafn-
iramt sögulegt gildi fyrir söfnin
sjálf. Þá má jafnvel búast við, að
nýir safnarar jólamerkja leiti eftir
því hjá útgefendum þeirra að fá
keypt eldri merki í söfn sín. Hér
er þess vegna um hagsmunamál
beggja aðila að ræða, þegar
gi-annt er skoðað. Því miður varð
enginn við tilmælum mínum að
þessu sinni nema Thorvaldsensfé-
lagið. Færi ég stjórn félagsins
þakkir fyrir.
Þegar greint var frá jólamerkj-
um ársins 1997 í þætti 23. jan. 98,
var vikið að því, að gera mætti ráð
fyrir, að samkeppnin harðnaði
jafnvel enn frekar en áður hafði
verið milli jóla- og líknarmerkja
annars vegar og svo jólafrímerkja
Islandspósts hf. hins vegar. Engu
að síður er sjálfsagt, að þau líkn-
arfélög, sem hafa haslað sér völl á
þessum vettvangi, láti ekki deigan
síga. Jólamerki hafa líka sett
nokkurn svip á jólapóst okkar all-
ar götur síðan 1913, þegar Thor-
valdsensfélagið hóf útgáfu merkja
sinna. En því verður ekki neitað,
að í seinni tíð hafa önnur félög,
sem hafa ýmiss konar líknarstarf-
semi með höndum, haslað sér völl
á þessum jólamerkjamarkaði.
Slíkt hlýtur óhjákvæmilega að
setja þeim félögum, sem fyrir eru,
einhverjar skorður, enda markað-
ur fyi-ir þessi merki ekki tak-
markalaus. Af sjálfu sér leiðir, að
líknar- og góðgerðarfélög eru
sjálfráð, hvort þau fara inn á þetta
svið, en hófs skyldi þó gætt í hví-
vetna og eins tekið tillit til þeirra
félaga, sem fyrir eru. Þróunin
virðist líka vera sú, að eldri félög-
um fækki með hverju ári. Fyrir
jólin 1997 gáfu níu samtök út líkn-
armerki, en að þessu sinni urðu
þau sjö. Auðvitað getur ýmislegt
annað valdið fækkun þessara
merkja en harðnandi samkeppni,
en hún er þó nærtæk skýring að
einhverju leyti.
Nú skal greint frá líknarmerkj-
um einstakra félagasamtaka. Að
þessu sinni komu út níu merki, svo
að mér sé kunnugt um. Fyrst
verður í röðinni jólamerki Thor-
valdsensfélagsins, enda þau orðin
langelzt þeirra. Þetta er fallegt
merki, sem Sigrún Eldjárn hann-
aði . Næst kemur merki Kvenfé-
lagsins Framtíðarinnar á Akur-
eyri. Þetta er stílhreint merki með
mynd af engli með geislabaug yfir
höfðinu. A merki Rotaryklúbbs
Hafnarfjarðar er mynd af kerti
(að vísu ekki logandi) og eru brag-
andi norðurljós á himninum.
Merki Lionsklúbbsins Þórs er
með mynd af Fríkirkjunni í
Reykjavík. A merki Ungmenna-
sambands Borgarfjarðar er mynd
af kirkjunni á Staðarhrauni á
Mýrum, en hún var reist 1889, svo
sem stendur á merkinu. Merki
þetta mun aðeins hafa verið gefið
út ótakkað. Þá er jólamerki kaþ-
ólska safnaðarins. En það er eins
að gerð og frá fyrri árum, nema
breytt er um ártal. Þá eru þrjú
merki Rauða krossins. Á tveimur
þeirra er mynd af brosandi dreng
og stúlku, en jólakötturinn á því
þriðja. Eru myndir þessar eftir
Halldór Pétursson. Þessi merki
ásamt jólakortum og merkimiðum
munu einkum vera send félags-
mönnum til þess að styrkja þenn-
an ágæta félagsskap. Frá síðustu
jólamerkjum munu safnarar
sakna jólamerkis, sem
Fransiskus-systur í Stykkishólmi
höfðu gefið út fyrir nokkur jól frá
1990 til 1993 og svo aftur í fyrra.
Þessi jólamerki munu einkum
hafa verið ætluð á þeirra eigin
póst.
Fyrir jólin 1997 kom svo út sér-
stakt jólamerki, sem ég frétti af
fyrir hreina tilviljun, en vakti
strax forvitni mína. Var hér um að
ræða merki, sem samtök áhuga-
fólks um verndun gamla vatns-
tanksins á Fiskihóli á Höfn í
Hornafírði. Rakti ég sögu þessa
máls þeirra Hafnarbúa nákvæm-
lega í þættinum 23. jan. sl. eftir
eigin frásögn þeirra. Nú hefur
ekkert nýtt merki komið út á veg-
um Hafnarbúa, enda var tæpleg-
ast að búast við því.
Að lokum má minna lesendur,
sem safna jólamerkjum, á bókina
íslensk jólamerki 1904 - 1996 eftir
þá Hauk Valdimarsson og Þór
Þorsteins, ef hún skyldi hafa farið
fram hjá einhverjum þeirra. Þar
er hrein náma fróðleiks um jóla-
og líknarmerki á tilgreindu tíma-
bili.
Jón Aðalsteinn Jónsson.
Italskir
heimsmeistarar
á Bridshátíð
BRIPS
It r i d s h á t í ð
18. Bridshátíð BSÍ, BR og Flugleiða
verður haldin á Hótel Loftleiðum
12.-15. febrúar 1999.
ÞAÐ h'ður senn að Bridshátíð og
eru línur að skýrast hvað gestalist-
ann varðar. Ljóst er að erlendu gest-
imir í ár ættu ekki að draga úr áhuga
íslenskra spilara að spreyta sig, því
nýbakaðir Rosenblummeistarai- Itala
hafa boðað komu sína og gamalkunn-
ug nöfn á borð við Zia Mahmood, Al-
an Sontag, Christian Mari og Lars
Blakset eru á þátttökulistanum.
Italska landsliðið hefur áður
keppt á Bridshátíð eftir að það
vann Evrópumeistaratitilinn fyrir
fjórum árum. Liðið vann Rosenbl-
um-bikarinn í Lille í ágúst 1998 og
er án efa ein sterkasta sveit heims
um þessar mundir.
Spilafélagi Zia verður Skotinn
Bamet Shenkin og með þeim í sveit
verður Bandaríkjamaðurinn Ralph
Katz og annaðhvort George Mittel-
mann frá Kanada eða Steve Wein-
stein.
Alan Sontag spilar að þessu sinni
við Kyle Larsen sem vakti nokkra
athygli á Bridshátíð fyrir um ára-
tug eða svo, þegar hann hlustaði á
beina lýsingu af bandaríska homa-
boltanum meðan hann sat við spila-
borðið. Mari verður með þeim í
sveit en ekki er ljóst hvern hann
spilar við. Þá kemur Blakset á eigin
vegum með danska sveit.
Hart barist í Hollandi
Margir af ofangreindum köppum
vom í eldlínunni á Cap Gemini-tví-
menningnum í Haag í Hollandi um
helgina en þangað var að venju
boðið 16 völdum pörum. Urslitin
urðu þau að Bandaríkjamennirnir
Larry Cohen og Dave Berkowitz
unnu örugglega: tóku forustuna
þegai- í fyrstu umferð og héldu
henni til enda.
I öðm sæti m-ðu, þriðja árið í
röð, ítalirnir Massimo Lanzarotti
og Andrea Buratti, sem væntan-
lega koma til Reykjavíkur í febm-
ar. Þriðju vora heimamennirnir
Enri Leufkens og Berry Westra,
Norðmennirnir Geir Helgemo og
Tor Helness urðu í 4. sæti, Brasil-
íumennirnir Gabriel Chagas og
Marcelo Branco urðu í 5. sæti og
Italirnir Lorenso Lauria og Al-
fredo Versace í 6. sæti. Zia og
Tony Forrester vora í 7. sæti.
Þetta spil, sem kom fyrir í fjórðu
umferð, var mikið sveifluspil:
Austur gefur, enginn á hættu
Vestur
Norður
♦ 4
V Á4
♦ ÁDG9432
♦ 654
Austur
A7
V KD108765
♦ 87
*DG2
Suður
* 8652
V 932
♦ 10
* ÁK1087
* ÁKDG1093
»G
* K65
* 93
ÍTÖLSKU heimsmeistararnir sem koma á Bridshátíð. Frá vinstri eru Lanzarotti,
Versace, Sementa, Angelini, Lauria og Buratti.
Á opnu borði eiga NS 11 slagi í
spöðum og AV 10 slagi í hjörtum.
Pörin áttu hins vegar erfitt með að
stoppa undir slemmu, eins og oft
vill verða, og hvergi tókst AV að
taka laufaslagina sína strax svo
allar slemmurnar unnust. Þetta
vora m.a. sagnir þar sem Westra
og Leufkens sátu AV og bresku
tvíburarnir Justin og Jason
Hackett NS:
Vestur Norður Austur Suður
EL Jason BW Justin
- Pass 1 spaði
4 hjörtu dobl Pass 5spaðar
Pass 6 tíglar Pass 6 spaðar///
Leufkens var ekki öfundsverður
af útspilinu. Tígull og spaði kom
ekki til greina svo valið er milli
hjarta og laufs. Makker doblaði
ekki en svo virðist sem andstæð-
ingarnir séu viðbúnir hjartaútspili.
Eftir langa umhugsun spilaði Leuf-
kens þó út hjarta og Justin átti 15
slagi.
Við annað borð gerðu austur-
rísku konurnar Terri Weigkrickt
og Doris Fischer betur í NS gegn
Hollendingunum Piet Jansen og
Jan Westerhof.
Vestur Norður Austur Suður
PJ DF JW TW
- - Pass lspaði
3 hgörtu 4tíglar 4 hyörtu 4grönd
Pass 5 björtu Pass 6 spaðar
Pass Pass dobl Pass
Pass 6grönd dobP//
Fischer ákvað að flýja úr 6 spöð-
um dobluðum í 6 grönd og Wester-
hof var alveg í vindinum. Eftir mikl-
ar sálarkvalir valdi hann hjai-ta-
kónginn sem útspil og Weigkricht
fékk sömu 13 slagina og Justin.
Við þriðja borðið sátu Zia og
Forrester NS og Frakkamir Paui
Chemla og Alain Levy AV:
Vestur Norður Austur Suður
AL ZM PC TF
- - Pass 1 spaði
31\jörtu 3grönd 4 i\jöitu 4grönd
Pass 6 tíglar Pass 6 grönd
Pass Pass dobl! 7 spaðarV//
Chemla gerðist sekur um
græðgisdobl með austurspilin.
Forrester grunaði hvers kyns var
og breytti í 7 spaða sem voru
spilaðir ódoblaðir.
Levy var ekki öfundsverður og
þegar hann valdi hjartakónginn út
eins og flestir aðrir vannst
alslemman.
Við fjórða borðið vann
Lanzarotti spilið í sögnum. Þeir
Buratti sátu AV og Helness og
Helgemo NS:
Vestur Norður Austur Suður
AB GH ML TH
- - Pass 1 spaði
3hjörtu 3grönd 4 lauf 4 spaðar
5 työrtu dobl///
Þegar Lanzarotti sagði 4 lauf
tryggði hann rétta útspilið gegn
mögulegri slemmu og
Norðmennirnir lögðu raunar ekki
einu sinni í 5. sagnstigið. 5 hjörtu
vora aðeins einn niður og ítalimir
græddu því vel á spilinu.
Guðm. Sv. Hermannsson