Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 43 FRETTIR Urskurðurinn tak- markar mjög- mögu- leika stofnunarinnar MORGUNBLAÐINU hefur borist afrit eftirfarandi bréfs frá Gústavi Arnar forstöðumanni Póst- og fjar- skiptastofnunar til Guðmundar Bjömssonar, forstjóra Landssíma Islands hf.: „Vísað er til bréfs yðar dagsett 15. janúar 1999 sem stflað var á undirritaðan með afriti til sam- gönguráðuneytisins en dreift var samtímis til fjölmiðla. Landssími íslands hf. segist telja það afar óeðlilegt að lægra sett stjórnvald sendi frá sér frétta- tilkynningu og lýsi yfir vonbrigð- um með úrskurð sérstaklega lög- skipaðs hlutlauss úrskurðaraðila. Póst- og fjarskiptastofnun er þess- ari skoðun mjög ósammála, um- ræddur úrskurður takmarkar mjög möguleika hennar til að grípa með skjótum hætti inn í mál þar sem bið á niðurstöðu getur verið íþyngjandi fyrir málsaðila og þess vegna eðlilegt að stofnunin gerði opinberlega grein fyrir af- stöðu sinni til áhrifa úrskurðarins hvað þetta snertir. I öðru lagi segir í bréfi yðar að Landssíminn harmi fréttatilkynn- ingu Póst- og fjarskiptastofnunar og telji að í henni felist óeðlileg af- staða til þess ágreiningsefnis sem enn hefur ekki hlotið efnismeðferð hjá stofnuninni. Þessu hafnar Póst- og fjarskiptastofnun alfarið enda kemur greinilega fram í fréttatil- kynningunni að það sé sú niður- staða úrskurðarnefndar að stofnun- in hafi ekki lagaheimild til bráða- birgðaákvarðana sem takmarki möguleika stofnuninnar að tryggja jafnræði milli samkeppnisaðila og möguleika notenda. Hvergi er í fréttatilkynningunni minnst á efnis- leg atriði í kæru Tals hf. Bréfi þessu verður dreift með sama hætti og bréfi yðar.“ Stofnfundur Umhverfis- samtaka Islands NÝ LANDSSAMTÖK um umhverf- ismál og náttúruvernd verða stofn- uð fimmtudaginn 21. janúar. Stofn- fundurinn fer fram í Norræna hús- inu og hefst kl. 17 og er öllum opinn. „Þessum nýju landssamtökum er ætlað það hlutverk að sameina alla þá, bæði einstaklinga, félög og fyrir- tæki, sem vilja vinna að framförum í umhverfismálum og vernda þau lífs- gæði sem felast í náttúru íslands. Þau vilja jafnframt vera málsvari þeirrar stefnu að auðlindir til lands og sjávar verði ætíð nýttar með sjátfbærum hætti og vinna að end- urheimt landgæða. Stefna þeirra er að hið ósnorta hálendi landsins verði sem minnst skert á ókomnum árum. Þá vilja hin nýju samtök verða vettvangur annarra umhverfis- og náttúruverndarsamtaka til átaka og samvinnu um brýn umhverfisverk- efni og taka þátt í mótun umhverfis- stefnu sem samrýmist ofangreind- um markmiðum. Landeyðing á Islandi er meiri en hjá öðrum vestrænum þjóðum og gera þarf öflugt átak til þess að draga úr losun skaðlegra gróður- húsalofttegunda. Brýnt er að úr verði hér bætt sem fyrst,“ segir í fréttatilkynningu frá fundarboð- endum. A stofnfundinum í Norræna hús- inu munu Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti íslands og Steingrímur Hermannsson fyri-ver- andi forsætisráðherra flytja ávörp. Þau hafa unnið að undirbúningi að stofnun samtakanna ásamt ýmsum öðrum, m.a. Gunnari G. Schram prófessor, Júlíusi Sólnes fyirver- andi umhverfisráðherra og Óskari Magnússyni stjórnarformanni Baugs hf. Viðbótarlífeyris- sparnaður ríkis- starfsmanna í BRÉFI fjármálaráðuneytisins til starfsmanna ríkisins og ríkisstofn- ana um frjálsan viðbótarlífeyris- spai-nað, dags. 10. desember sl., var starfsmönnum gefínn frestur til 15. janúar 1998 til að gera upp hug sinn og tilgreina launagreiðanda um vörsluaðila sparnaðarins, hygðust þeir vera með frá upphafi. Þar sem í ljós hefur komið að margir rfldsstarfsmenn sem áhuga höfðu á að taka þátt í lífeyrisspam- aði gátu ekki gengið frá samningn- um við vörsluaðila íyrir 15. janúar hefur fjármálaráðuneytið ákveðið að lífeyrissparnaður þeirra sem ekki hafa tilgreint hvert hann skuli inn- lagður verði varðveittur á biðreikn- ingi til 1. mars nk. Þannig gefst við- komandi einstaklingum frestur til 15. febrúar 1999 til þess að ákveða hvert spamaðurinn á að renna. Mánaðarlegir símreikningar frá Lands- símanum FRÁ og með komandi mánaðamót- um verða símreikningar Landssím- ans í almenna símakerfinu gefnir út mánaðarlega en þeir hafa verið gefnir út á þriggja mánaða fresti. Símreikningar í farsímakerfunum hafa verið gefnir út mánaðarlega frá 1. júlí á síðasta ári. „Þessi nýbreytni er ætluð til að veita viðskiptavinum Símans meiri og tíðari upplýsingar um símnotkun- ina og gera þeim kleift að grípa fyrr en ella inn í, telji þeir að símakostn- aðurinn sé að fara úr böndunum. Þá er augljóst hagræði af því að dreifa símakostnaði þannig jafnar yfir ár- ið,“ segir í frétt frá Landssímanum. Með reikningum sem sendir verða út um mánaðamótin, verða innheimt afnotagjöld fyrir febrúar- mánuð. Gjald fyrir skrefanotkun verður innheimt íyrir einn mánuð (desember) hjá sumum símnotend- um, fyrir tvo mánuði (nóvember og desember) hjá sumum og hjá þriðja hópnum fyrir þrjá mánuði (október til desember), eftir því hvenær fólk fékk símreikning síðast. I framtíðinni verður með hverjum símreikningi innheimt afnotagjald fyrir einn mánuð fram í tímann og notkunargjöld fyrir mánuðinn áður en reikningagerðin fer fram. Þannig verður með símreikningunum, sem dagsettir verða 1. marz nk., inn- heimt afnotagjald fyrir marz og notkun fyrir janúar, svo dæmi sé nefnt. Kjördæma- félag stofnað í Reykjavík STOFNFUNDUR Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs í Reykja- víkurkjördæmi verður haldinn í sal iðnaðarmanna við Hallveigarstíg í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Á undanförnum dögum hafa verið stofnuð félög í þremur kjördæmum og er stefnt að því að félög hafi ver- ið stofnuð í öllum kjördæmum landsins fyi-ir stofnfund samtak- anna, sem haldinn verður 5. og 6. febrúar n.k. mm SAMNINGURINN handsalaður af Hreggviði Jónssyni, forsljóra íslenska útvarpsfélagsins, Halldóri Guð- myndssyni, forstjóra Hvíta hússins, og Bergsveini Sampsted, markaðssljóra Eurocard. SIGURÐUR Ólafsson verðlaunahafi og Steinn Logi Björnsson, stjórnarformaður SAF, með verðlaunamerkið á milli si'n. Urslit tilkynnt í sam- keppni um merki SAF NÝSTOFNUÐ samtök ferða- þjónustunnar (SAF) hefur látið hanna einkennsimerki sitt. Efnt var til samkeppni um merkið meðal nemenda í graf- ískri hönnun í Mynd- og hand- íðaskóla íslands. Átján nem- endur tóku þátt í samkeppn- inni undir handleiðslu Guð- mundar Odds Magnússonar deildarstjóra og sendu þeir samtals inn 35 tillögur. Stjórn Samtaka um ferðaþjónustu mat tillögurnar og komu margar þeirra til álita. Niðurstaða stjórnarinnar var sú að velja hönnun Sigurð- ar Ólafssonar. f merki lians er vísað til ýmissa þátta sem ein- kenna náttúru og þjóðhætti á Islandi og má lesa það á marga vegu. Fyrirtæki sem eiga aðild að Samtökum ferðaþjónustunnar munu m.a. nota merkið til staðfestingar á því að um viðurkennda ferðaþjónustu sé að ræða á þeirra vegum. Sigurður Ólafsson hlaut í verðlaun flugmiða fyrir tvo að eigin vali með Flugleiðum. Önnur verðlaun halut Jón Örn Þorsteinsson, tvo farseðla með Islandsflugi til Akur- eyrar, tvær nætur á Foss- hóteli KEA á Akureyri og bílaleigubíl frá bflaleigunni Geysi í tvo sólarhringa. Þriðju verðlaunin hlaut Erling Ingi Sævarsson, kvöldverð fyrir tvo í Perlunni. Samtök ferðaþjónustunnar eru fyrstu heildarsamtök fyr- irtækja í ferðaþjónustu á fs- landi. Megintilgangurinn með stofnun samtakanna er að ferðaþjónustan komi fram sem ein heild í sínum hagsmuna- málum og að SAF verði málsvari al vinnugreinarinnar í öllum málum sem snerta fyr- irtæki í ferðaþjónustu. Kosta út- sendingar á hnefaleikum ÍSLENSKA útvarpsfélagið Sýn, Eurocard Atlas og Hvíta húsið hafa gert með sér samning um kostun á útsendingum frá hnefa- leikum. Samingurinn gildir frá 14. jan- úar 1999 til 31. desember 1999 og felur í sér að Eurocard Atlas kostar allar beinar útsendingar frá hnefaleikum á Sýn. Á næstu vikum og mánuðum koma margir heimsfrægir hnefa- leikakappar við sögu í beinum út- sendingum á Sýn. --------------- LEIÐRÉTT Er í Neskaupstað Ranghermt var í blaðinu í gær að Björn Magnússon læknir staifaði á Reykjalundi. Hið rétta er að hann er læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og er beðist velvirð- ingar á þessu. Rannsóknanefnd flugslysa I frétt í Morgunblaðinu í gær á bls. 2 þar sem greint var frá niður- stöðum í rannsókn á flugslysinu í Hornafirði í byrjun ágúst á liðnu ári, var Skúli Jón Sigurðarson rang- lega sagður framkvæmdastjóri slysarannsóknadeildar Flugmála- stjómar. Hið rétta er, að Skúli Jón er formaður Rannsóknanefndar flugslysa, sem er sjálfstæð nefnd og ekki innan vébanda Flugmála- stjómar. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni. Röng mynd Þau mistök urðu við birtingu fréttar um aukin umsvif hjá Fisk- markaði Tálknafjarðar í gær, þriðjudag, að röng mynd birtist með fréttinni. Myndin sem henni fylgdi er frá Neskaupstað. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Myndakvöld Ferðafélagsins FYRSTA myndakvöld ársins verð- ur í kvöld, miðvikudagskvöldið 20. janúar, í Ferðafélagssalnum að Mörkinni 6 og hefst það kl. 20.30. Ólafur Sigurgeirsson sýnir úr nokkrum góðum ferðum sl. árs. Þær eru þorraferð að Höfðabrekku, dagsferðir t.d. um Síldarmannagöt- ur og velheppnaðar sumarleyfis- ferðir til Færeyja í júní og Norður- landsferð er farin var í lok júlímán- aðar. I Norðurlandsferðinni var m.a. farið fyrir Vatnsnes og Skaga, um Siglufjarðarskarð, siglt í Drang- ey og ekið um Kjöl. Þorraferð í Borgarfjörð 30.-31. janúar með þorrablóti og gistingu að Hótel Reykholti verður kynnt, einnig þorraganga nk. laugardags- kvöld, 23. janúar, frá Mörkinni 6 í Perluna með þorrablóti þar. Kaffi- veitingar í hléi. Opið hús hjá Nýrri dögun NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður með opið hús fimmtudaginn 21. janúar kl. 20-22 í Safnaðarheimili Háteigskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.