Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 1
/ 9 11 STOFNAÐ 1913 28. TBL. 87. ARG. FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogar stjórnmálafylkinga Kosovo-Albana snúa bökum saman Líklegt að Júgóslavíuþing samþykki friðarviðræður Pristiua, London, Tirana. Reuters. LIKUR hafa aukist á því að sendi- nefnd Serba mæti til friðarvið- ræðna, sem tengslahópmnnn hefur boðað í Kosovo-deilunni, í Frakk- landi á laugardag. Milan Komnenic, upplýsingamálaráðherra Júgó- slavíu, sambandsiTkis Serbíu og Svartfjallalands, kvaðst í gær búast við því að þingið í Belgrad myndi samþykkja á fundi í dag að taka þátt í viðræðunum. Þá hafa tveir helstu leiðtogar Kosovo-Albana tek- ið höndum saman eftir margra mán- aða illdeilur og fallist á að mynda sameiginlega sendinefnd ásamt full- trúum skæruliðahreyfingarinnar Frelsishers Kosovo, KLA, til að taka þátt í friðarviðræðunum. Komnenic sagðist vera „hæfilega bjartsýnn“ og telja líklegra að þing- ið samþykkti viðræðurnar en að þeim yrði hafnað. Sagði hann að við- ræðurnar kynnu að koma á varan- legum friði í Kosovo. Mikill þrýst- ingur hefur verið á stjómvöld í Júgóslavíu að mæta til viðræðna og í gær lýsti Chris Hill, sendimaður Bandaríkjastjórnar, því yfir að þau „yrðu að fallast á hugmyndir um sjálfsstjórn Kosovo“. Eiga samleið með KLA Rexhep Qosja, leiðtogi Samein- uðu lýðræðishreyfingarinnar, sagði í samtali við dagblað í Kosovo í gær að hann hefði sæst heilum sáttum við Ibrahim Rugova, sem kjörinn var forseti Kosovo í kosningum í mars á síðasta ári. Kosningarnar voru hvorki viðurkenndar af Serb- um né pólitískum andstæðingum Rugovas. í gær sagði Qosja hins vegar að þeir hefðu rætt um að stofna yrði ný samtök til að ganga til friðarvið- ræðna og fara með stjóm fram að frjálsum kosningum í héraðinu. Qosja sagði ennfremur að KLA ætti að eiga samleið með sér og Ru- ova í friðarviðræðunum, þeir sem hefðu úthellt blóði sínu fyrir sjálf- stæði Kosovo hefðu forgang að slík- um viðræðum. Það veldur nágrönn- unum í Albaníu hins vegar áhyggj- um að svo virðist sem KLA ætli ekki að senda háttsetta félaga til viðræðnanna, en það dregur úr gildi þeirra. Rose varar við friðargæslu NATO vinnur nú að gerð áætlun- ar um að senda friðargæslulið til Kosovo í von um að friðarviðræður Serba og Kosovo-Albana í Frakk- landi muni leiða til samkomulags, að sögn háttsetts embættismanns hjá bandalaginu. Til em áætlanir um friðargæslu i héraðinu frá þvf í sept- ember, sem rykið hefur verið dustað af, en embættismaðurinn neitaði að ræða nánar um umfang verkefnisins. Sir Michael Rose, sem var yfir- maður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu árið 1994, varaði í gær sterklega við hugmyndum NATO um að senda landher til frið- argæslu í Kosovo. Ástandið væri enn of óstöðugt og Ijóst að á gæslu- liða yrði ráðist. Sagði Rose að rétt- ara væri að senda herlið að alb- önsku Iandamærunum til að gæta þess að átökin breiddust ekki út. Ljósi end- urvarpað til jarðar Moskvu. Reuters. RÚSSNESKIR geimfarar settu í gær upp risastóran speg- il á geimstöðina Mír sem nota á til að endurvarpa sólarljósi til dimmra staða á jörðinni í til- raunaskyni i dag. Markmiðið með tilrauninni er að kanna hvort hægt sé að nota slíka spegla í geimnum til að stytta skammdegið í norður- hluta Rússlands og auka þannig landbúnaðarframleiðsluna eða til að lýsa upp staði vegna bygg- ingarframkvæmda eða náttúru- hamfara. Gert er ráð fyrir því að speg- illinn sjáist fyrst í Kai’aganda í norðurhluta Kasakstans ef ekki verður skýjað á þeim slóðum. Spegillinn á síðan að sjást í nokkrar mínútur í Saratov í Rússlandi, hluta Úkraínu, Li- ege í Belgíu, Frankfurt í Þýska- landi og Winnipeg og nokkrum fleiri stöðum í Kanada. Spegill- inn á að líkjast bjartri stjörnu. Blumenthal yfírheyrður Washington. Reuters. SAKSÓKNARAR fulltrúadeildar Bandaríkjaþings yfirheyrðu í gær Sidney Blumenthal, einn af ráðgjöf- um Bills Clintons forseta, meðan þingmenn deildu um hvort kalla ætti Monicu Lewinsky fyrir öldungadeildina. Blumenthal svaraði spm-ningum sak- sóknaranna fyrir lukt- um dyrum í þinghús- inu, en fyrr í vikunni höfðu þeir yfirheyrt Lewinsky og Vernon Jordan, lögfræðing og vin Clintons. Þingmenn öldungadeildarinnar skoðuðu myndbands- upptöku af eiðsvörnum vitnisburði Jordans og Lewinsky og nokkrir repúblikanar lögðu drög að ályktun þar sem kynferðislegt samband Clintons við Lewinsky er fordæmt án þess að því sé lýst yfir að hann hafi gerst sekur um lögbrot sem réttlæti emb- ættissviptingu. Repúblikanarnir vilja að ályktunin verði borin undir atkvæði áður en öldungadeildin sker úr um hvort Clinton verði sviptur embættinu, en leiðtogar demókrata segja að ályktunin samræmist ekki stjórnarskránni. Yfirheyrslan í gær mun einkum hafa snúist um samtöl Clintons við Blumenthal þar sem forsetinn er sagður hafa logið að honum um samband sitt við Lewinsky þegai' málið komst í hámæli. Saksóknar- arnir segja að með því að Ijúga að Blumenthal og fleiri aðstoðarmönn- um sínum hafi forsetinn lagt stein í götu réttvísinnar því hann hafi vitað að þeim yrði stefnt til að bera vitni um málið. Blumenthal mun hafa haft eftir Clinton að hann hefði hafnað Lewinsky eftir að hún hefði óskað eftir kynferðislegu sambandi viðhann. Öldungadeildin kemur aftur saman í dag og þarf þá að taka ýmsar mikilvægar ákvarðanir, m.a. um hvort kalla eigi vitnin fyrir deildina og hvort gera eigi upptökurnar af vitnisburði þeirra opinberar. Nokkrir repúblikan- ar sögðu eftir að hafa skoðað upptökurnar að vitnisburður Lewinsky hefði verið mjög trú- verðugur og nauðsyn- legt væri að hún yrði kölluð fyrir öldunga- deildina, en aðrir sögðu að engin ástæða væri til þess. Einn saksóknaranna, Asa Hutchinson, repúblikani frá Arkansas, sagði að þeir myndu óska eftir því að vitnunum yrði stefnt fyrir öldungadeildina en viður- kenndi að erfitt yrði að sannfæra þingmennina um nauðsyn þess. Repúblikanar sagðir bíða álitshnekki Ný skoðanakönnun, sem birt var í The New York Times í gær, bend- ir til þess að almenningur í Banda- ríkjunum sé jafnóánægður með réttarhald öldungadeildarinnar og hann var með rannsókn fulltrúa- deildarinnar sem leiddi til málshöfð- unarinnar. Blaðið segir að repúblikanar hafi beðið svo mikinn álitshnekki vegna málsins að þeir óttist að flokkurinn bíði ósigur í kosningunum á næsta ári. ■ Endurtóku fyrri framburð/26 Sidney Blumenthal Kláfferju- slyssins minnst Reuters Deilt um bandaríska starfsmenn SÞ Ekki lengur leyft að starfa í Irak FJÖLSKYLDUR 20 manna, sem fórust í kláfferjuslysi í ítölsku Ölpunum, komu saman á slys- staðnum í gær, þegar ár var lið- ið frá slysinu. Slysið varð þegar bandarísk herþota á lágflugi sleit vírinn, sem hélt uppi kláfnum. Tveir flugliða vélarinnar hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum fyrir manndráp af gáleysi og herrétt- ur tekur mál annars þeirra fyrir í dag. Fjölskyldur fórnar- lambanna hafa krafíst bóta, and- virðis 350 milljóna króna, fyrir hvert þeirra. Samcinuðu þjóðunum. Reuters. SAMEINUÐU þjóðirnar tilkynntu í gær að þær myndu ekki heimila bandarískum og breskum starfs- mönnum sínum að vera í írak þar sem þarlend stjómvöld hefðu ekki viljað lýsa því yfir að þau myndu tryggja öryggi þeirra. „Ollum bandarískum og bresk- um starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna hefur verið sagt að fara þaðan,“ sagði Fred Eckhard, tals- maður samtakanna. Fyrirmælin ná þó í reynd aðeins til tveggja Bandaríkjamanna sem eru enn í Bagdad og vom undanþegnir brottvísun úr Jandinu í síðasta mánuði þegar írakar skipuðu 13 Bretum og einum Bandaríkja- manni að fara þaðan. Eckhard sagði að Iraksstjórn hefði ekki svarað bi'éfi frá samtök- unum þess efnis að henni bæri skylda til að vernda alla starfs- mennina. ■ Óttast sjálfstætt ríki/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.