Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
HJONAMINNING
MORGUNBLAÐIÐ
ALBERT SIGHVATUR
BRYNJÓLFSSON OG
HANSÍNA LOVÍSA
INGIMUNDARDÓTTIR
+ Albert Brynj-
ólfsson fæddist í
Hvammi í Fáskrúðs-
firði 18. ágiist 1907.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 29.
júlí 1991. Foreldrar
hans voru Ragn-
hildur Asgrímsdótt-
ir og Brynjólfur
Sighvatsson. Albert
átti einn hálfbróð-
ur, Stefán Þórðar-
son. Hann er látinn.
Lovísa Ingimund-
ardóttir fæddist á
Karlsstöðum í
Berufirði 5. mai 1910. Hún lést á
Hrafnistu í Reykjavík 20. sept-
ember 1998. Foreldrar hennar
voru Anna María Lúðvíksdóttir
og Ingimundur Sveinsson.
Lovísa var elst sex systkina. Þau
voru, auk hennar, Dagný, búsett
í Vestmannaeyjum, Rannveig,
látin, Sveinn, látinn, Sverrir, lát-
inn, og Jón, látinn.
Albert og Lovísa giftust 30.
Mig langar í nokkrum fátæklegum
orðum að minnast foreldra minna,
þeirra Alberts Sighvats Brynjólfs-
sonar og Hansínu Lovísu Ingimund-
ardóttur.
Frá mínum bernsku- og unglings-
árum á ég eingöngu góðar minning-
ar um foreldra mína. Pabbi var í ára-
tugi til sjós, en var hættur sjó-
mennsku þegar mitt minni tekur við.
Eg þá kannski 3-5 ára gamall. Hann
var ávallt meir og minna starfandi
nóvember 1935. Þau áttu tvö
börn. Þau eru: 1) Anna, gift Bene-
dikt Þorsteinssyni. Þau eru búsett
í Kópavogi og eiga þrjár dætur,
Ásthildi, Birgittu og Lindu, og
fimm bamabörn. 2) Birgir,
kvæntur Ingibjörgu Eyþórsdótt-
ur. Þau búa í Bjarmalandi í Stöðv-
arfirði og eiga þijú böm, Hönnu
Björk, Hörpu, og Sindra Brynjar,
og tvö bamaböm.
við smíðar allt frá sínum yngri árum.
Smiðaði handa mér bíla, kerrur og
fleiri leikfóng til að una við heima.
Einnig smíðaði hann alla hluti sem
hægt var til heimilisins, svo sem
borð, stóla, hillur, rúm, skápa og
fleira. Eitt herbergi í Hjarðarholti
var frátekið undir hans verkfæri,
kallað smíðahúsið. Það var í mínum
huga nánast helgur staður. Þar fékk
ég ekki að fara inn með krakka til
leikja, sem ekki var von innan um öll
t
Ástkær dóttir mín, systir okkar, mágkona og
frænka,
GUÐBJÖRG SIGMUNDSDÓTTIR,
Skálatúni,
Mosfellsbæ,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstu-
daginn 5. febrúar kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að
láta Skálatúnsheimilið, Mosfellsbæ, (sími 530 6600), njóta þess.
Brynhildur Guðmundsdóttir,
Guðmundur Stefán Sigmundsson, Elvíra Viktorsdóttir,
Kristján Sigfús Sigmundsson, Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir,
Sigmundur Sigmundsson, Ólöf Ingimundardóttir
og bræðrabörn.
t
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar og ömmu,
HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR.
Erla Sveinbjörnsdóttir,
Jón Ingi Sigursteinsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra er vottað hafa
okkur hluttekningu sína og samúð vegna
andláts okkar ástkæru móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
JÓNÍNU ÞÓRU SIGURJÓNSDÓTTUR,
áður húsmóðir á
Kaplaskjólsvegi 11,
Reykjavík.
Einnig sérstakt þakklæti til starfsfólks á deild 4B Hrafnistu, Hafnarfirði.
Þorsteinn K. Ingimarsson, Matthildur Friðriksdóttir,
Steinþóra Ingimarsdóttir, Friðrik Lindberg,
Sigurjón Ingimarsson, Magnea Guðjónsdóttir,
Kristín I. Ingimarsdóttir, Sigurd Ebbe Thomsen,
Jón I. Ingimarsson, Magnea Ragna Ögmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
þau beittu og vönduðu verkfæri sem
þar voru. Mér eru stundirnar í
smíðahúsinu með honum ógleyman-
legar. Eina lexíu varð ég að læra ef
ég ætti að fá þar aðgang við mitt
dund seinna meir og hún var sú að
ganga frá öllum verkfærum eftir mig
á sinn stað, og sópa upp eftir mig
bæði sag og spæni.
Tvær byssur átti pabbi, Husqu-
ama-haglabyssu og 22 kalibera riffil
sem aðallega var notaður til að aflífa
lömb að hausti, svo og kálf, sem ár-
viss var meðan við höfðum kú. Það
var hátíðleg stund þegar ég fékk
fyrst að skjóta úr rifflinum. Þá var
ekki byrjað á að skjóta á fúgl, því ekki
mátti særa hann og missa síðan, held-
ur voru notaðar dósir eða spýtur, sem
svo var hent í sjóinn til að fá enn betri
æfingu. Voru þau mamma trúlega
ekki alveg sammála um að minn aldur
væri orðinn nægilega hár til að fara
með byssu. Enda haglabyssan tekin
fyrir í notkun af einhverri alvöru.
Tveimiu- atvikum man ég eftir þar
sem pabba mislíkaði verulega mínar
gjörðir. Átti ég þó ekki sök nema í
annað skiptið. Þá hafði ég ásamt fé-
laga mínum skotið vírlykkju úr
teygjubyssu að frænku minni og hitt
hana á löngu færi, fyrir einskæra til-
viljun. Hún síðan sagt foreldrum mín-
um frá athæfinu. Hitt tilvikið var að
ég álpaðist með tveimur eða þremur
eldri strákum upp í fjall að vorlagi.
Voru þeir að prófa riffil sem einn
þeirra var þá nýlega búinn að fá sér.
Skaut einn þeirra rjúpu í þeirri ferð.
Henni átti síðan að henda, enda ekki
rjúpnaveiðitími. Mér varð hinsvegar
hugsað heim til mömmu, að hún yrði
glöð að fá fuglinn í pottinn. Það varð
hún að sjálfsögðu ekki. Ekki bætti úr
skák að þetta var á sunnudegi. Pabbi
sagði að ég skyldi ekki koma til sín að
fá byssuna lánaða á næstunni, og orð-
ið þokkapiltur lét hann sér um munn
fara við mig í þessu sambandi.
Hans veganesti til mín þegar ég
byrjaði að vinna í frystihúsinu hér á
Stöðvarfirði, þá sennilega 13-14 ára
gamall, var að ég skyldi vera eins
duglegur og ég gæti, og alls ekki
svíkjast um í vinnunni. Hann og
Denni mágur hans voru nánast einu
smiðimir hér á þessum árum. Það
voru ófá skiptin sem verkstjórinn í
frystihúsinu sagði við pabba að lokn-
um vinnudegi: Jæja, Albert minn,
ætli þú komir ekki með verkfærin þín
á morgun. Þetta þýddi að hann yrði
að sjá um viðhald eða smíði í stað
þess að vera á kafi í fiskvinnu. Ekki
veit ég til að honum hafi verið greitt
hærra kaup þótt hann væri með öll
sín verkfæri með sér við þá vinnu.
Líta má til dagsins í dag þegar aðrir
en fiskvinnslufólkið, er með þrisvar
til fjórum sinnum hærra kaup ef þeir
inna svipuð störf af hendi og pabbi
gerði. Hann fylgdist mjög vel með
hvað trillurnar voru hlaðnar þegar
þær sigldu inn fjörðinn, gat oftast
giskað á aflann hjá hverjum og ein-
um. Ekki brást það að hann kæmi út
á tröppur í Hjarðarholti þegar ég á
mínum bát kom í land. Svo fremi að
hann væri heima við. Þegar ég byrj-
aði að róa á trillu, teiknaði hann upp
fyrir mig fjallgarðana og miðin sem
vera átti í. Þau voru honum í fersku
minni, en mér ókunn.
Mamma var það sem kallað er í
dag heimavinnandi húsmóðir. Hún
vildi hafa tilbúinn mat handa pabba
þegar hann kæmi heim úr vinnunni,
stundum kaldur og hrakinn eftir úti-
vinnu. Ekki hefur það heldur hugn-
ast henni að láta okkur systkinin
ganga sjálfala heilu og hálfu dagana.
Meðan við áttum kú og kindur, var
það oft hlutverk mömmu og mín að
breiða úr heyinu á morgnana, þegar
orðið var þurrt á. Var þá mamma búin
að mjólka og fleira, en ég síðan vakinn
til að reka kúna í hagann. Síðan þurfti
að sjálfsögðu að snúa heyinu á daginn
og raka saman á kvöldin. Pabbi og
mamma vildu vera sjálfum sér nóg í
flestu. Mamma átti til dæmis mjög
góða skilvindu til að sjá okkur fyrir
rjóma og smjöri úr mjólkinm. Einnig
átti hún bæði pijónavél og saumavél
sem mikið voru notaðar. Ekki aðeins
til að sauma fót á okkur heldur fjölda
annarra. Ég er sannfærður um að
ekki hefur nein flík verið keypt tilbúin
handa íjölskyldunni í Hjarðarholti
fyrr en ég komst á unglingsár. Enda
þá ört að breytast tímamir.
Mamma var óskaplega lítillát og
nægjusöm, aldrei kvartaði hún yfir
neinu þótt efnin væru lítil.
Hún hafði mikið yndi af blómum og
hugsaði afar vel um þau. Hún hafði
mikið dálæti á mér og bar ótakmark-
að traust til mín og skildi ég ekki
lengi hvað hún hafði leyft mér að vera
mikið niðri við sjó og leika mér. En
við nánari umhugsun þá tel ég að þær
hafi verið tvær, sem fylgdust með
mér niður á klöppum því næsta ná-
grannakona okkar var Aldís í Grund-
arstekk, sem var mér oft sem önnur
móðir, ásamt Steina manni hennar,
sem ég var í miklu uppáhaldi hjá.
Það eina sem mamma lét eftir sér,
mér vitanlega, var að heimsækja
systur sínar, þær Döggu í Vest-
mannaeyjum og Veigu í Reykjavík,
ásamt frændfólkinu. Hún var mjög
frændrækin. Erfitt var oft að skiija
blómin eftir heima ef pabbi kom með í
þessar ferðir. Mikið lagði hún á sig til
að hitta fólkið sitt og gamlar vinkon-
ur, því oft voru hálf slarksamar ferð-
imar út í strandferðaskipin þau
Heklu, Esju og Herðubreið. Oft farið
út í þau á smábátum, líka í svarta
myrkri og misjöfnu veðri. Ég man vel
eftir slíkum tilvikum frá Djúpavogi.
Það væri ekki talið bjóðandi núna að
príla úr veltandi smábát upp margra
mannhæða kaðalstiga hangandi utan
á skipshlið. Þetta lét hún sig þó hafa,
auk þess að vera alltaf sjóveik. Eins
fór hún oft með pabba og fleirum á
milli fjarða á trillu því ekki voru alltaf
vegimir. Einni svaðilfór lenti hún í
með pabba á leið frá Berufirði til
Stöðvarfjarðar. Lentu þá í aftaka
norðan áhlaupi, með bátinn fullan af
skel úr Hamarsfirði. Töpuðu skektu
aftan úr og komust við illan leik í land
í Breiðdalseyjum þar sem beðið var
eftir að veðrið gengi niður.
Hvað varðar dálætið á mér þá held
ég að ekkert, hvað illt sem það væri,
hefði ég getað gert af mér án þess að
hún gæti réttlætt það. Sem dæmi þá
var ég, þá nýlega 17 ára gamall, tek-
inn undir áhrifum áfengis á bílnum
mínum. Hafði verið að drekka með
skipsfélögum mínum á bát sem ég
var þá á. Yfirvaldi þáverandi var
bent á þetta athæfi mitt og bað hann
mig að keyra strax heim, en ég neit-
aði og sagði hann verða að keyra mig
sjálfur. Mamma spurði mig síðan af
hverju hann hefði keyrt bílinn, og
varð öskureið þegar ég sagði henni
ástæðuna. Taldi nær hefði verið að
taka aðra, sem hún tilnefndi og voru
iðnir við að keyra fullir.
Hvorki hún né pabbi máttu til þess
hugsa að láta aðra hafa nokkuð fyrir
sér. Eins hvað elliárin snerti. Að mér
forspurðum pöntuðu þau pláss fyrir
sig á Hrafnistu í Reykjavík, sem
nokkurra ára bið var eftir með venju-
legum gangi. Atvik höguðu því þó á
þann veg að innan árs frá þeirri pönt-
un, gátu þau fengið íbúð fyrir sig þar.
Þessi skammi tími kom þeim svo á
óvart að þau slepptu henni með von
um næstu sem losnaði. Erfitt var fyr-
ir þau að yfirgefa svona skyndilega
heimili sitt, mig, einkasoninn, Ingu
og barnabömin hér á Stöðvarfirði
ásamt heimahögunum. En þetta
ákváðu þau að gera samt, því betra
væri að fara sjálfviljug með góða
heilsu bæði, frekar en bíða kannski
heilsubrests, þannig að annað veikt-
ist og hitt yrði þá eftir fyrir austan
eða í hálfgerðu reiðileysi yfir hinu
veiku á einhverri sjúkrastofnun. Síð-
ustu æviárunum eyddu þau í Reykja-
vík, hún búin að losa sig við pijóna og
saumavél, en hélt áfram sinni fín-
gerðu handavinnu til hins síðasta. En
hann með öll verkfærin sín með sér
og hélt áfram að smíða sína fallegu
hluti, allt þar til heilsan gaf sig.
Ég stórefa að ég eigi eftir að
kynnast betri manneskjum en þeim
tveimur. Ég er þakklátur fyrir það
sem þau hafa gefið mér í veganesti á
lífsleiðinni. Mín trú er að við munum
hittast í annarri tilveru.
Birgir Albertsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og útför
mannsins míns, föður okkar, tengdafööur og afa,
GUÐMUNDAR BJARNASONAR,
Urðarteigi 23,
Neskaupstað.
Guö blessi ykkur öll.
Inga Sigríður Ragnarsdóttir,
Halldóra Guðmundsdóttir, Gunnar Hróðmarsson,
Bjarni Guðmundsson, Gyða Björg Svansdóttir,
Ragnar Guðmundsson,
Gyða Guðmundsdóttir, Sigurgísli Kristinsson,
Viðar Guðmundsson
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og
útför
RAGNARS JÚLÍUSSONAR
fyrrverandi skólastjóra,
og vottuðu honum virðingu sína.
Guð blessi ykkur öll.
Jóna Igibjörg Guðmundsdóttir,
Guðmundur Ragnarsson, Jónína G. Jónsdóttir,
Jórunn Ragnarsdóttir, Arno Lederer,
Magnús Ragnarsson, Lauren Hauser,
Steinunn Ragnarsdóttir, Halldór Þ. Birgisson,
Ragna Jóna Ragnarsdóttir
og barnabörn.
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGTRYGGS SVEINBJÖRNSSONAR
frá Sandhólum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristnesspítala
fyrir frábæra umönnun.
Helga Margrét Jóhannesdóttir,
Sveinbjörn Sigtryggsson,
Jóhannes Rúnar Sigtryggsson, Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir,
Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Haukur Magnússon,
Grétar Sigtryggsson,
barnabörn og barnabarnabarn.