Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 27
ERLENT
Staðfesting Amster-
dam-sáttmála ESB
Frakkar
hvetja til
aukinna
umbóta
París. Reuters.
FRÖNSK stjórnvöld hyggja á að
bæta sérstökum viðauka við laga-
frumvarpið sem felur í sér lögform-
lega staðfestingu Frakka á Amster-
dam-sáttmála Evrópusambandsins
(ESB), hinum endurskpðaða
stofnsáttmála sambandsins. I við-
aukanum er hvatt til þess að gerðar
verði frekari breytingar á stofnana-
þætti og ákvarðanatöku ESB áður
en ný aðildarríki í Mið- og Austur-
Evrópu verða tekin inn í samband-
ið.
Talsmaður frönsku stjórnarinnar
sagði í gær að umrætt frumvarp,
sem ríkisstjórnin afgreiddi hálfum
mánuði eftir að sameinað þing
breytti stjórnarskránni til þess að
stjórninni væri heimilt að framselja
hluta af fullveldinu til stofnana
ESB, gengi ekki nógu langt. Stjórn-
in myndi fljótlega leggja til að
smákafla yrði bætt við staðfesting-
arfrumvarpið, þar sem m.a. væri
lagt til, að samsetning fram-
kvæmdastjórnar ESB yrði endm--
skoðuð, sem og atkvæðavægi aðild-
arríkjanna í ráðherraráðinu, áður
en viðræðum um inngöngu væntan-
legra nýrra aðildai'ríkja lýkur.
Frumvai'pið tekur að sögn tals-
mannsins eins og er „ekki tillit til
hinnar eindregnu óskar bæði
stjómarinnar og margra þing-
manna um að leggja áherzlu á nauð-
synina á endurskoðun stofnanaupp-
byggingar ESB áður en af stækkun
þess verður".
Ennfremur minnti talsmaðurinn
á að bæði Belgía og Italía hefðu
hvatt til umbóta á stofnanaþættin-
um fyrir stækkun ESB.
Ellefu hafa lokið staðfest-
ingarferlinu
Fram að þessu hafa ellefu af
fimmtán aðildarríkjum ESB stað-
fest Amsterdam-sáttmálann, en þar
sem hann felur í sér aukna tíðni
ákvarðana sem teknar eru með
meirihlutaatkvæði í stað samhljóða
samþykkis felur hann í sér visst
framsal á fullveldi aðildarríkjanna.
Frakkar, Belgar, Grikkir og Portú-
galar eru síðastir til að staðfesta
sáttmálann, sem var undirritaður á
leiðtogafundi ESB í Amsterdam í
júní 1997.
Þú skalt ekki drýgja ost!
Hjá Domino's drýgjum við
ekki ostinn með ostlíki.
Við notum eingöngu
tSLENSKA V
OSTA^
á pizzurnar okkar.
58 12345
^finpusíjiivar
8515 æfingastöð
Fimm stöðvar [ einni. Alhliða ætinga-
stöð með yfir 30 æfingamöguleikum.
Pressu/togbekkur ásamt þrekstiga
með tvívirkum dempurum. Einföld f
notkun, fyrirferðalítil, engar plötu- eða
víraskiptingar. Æfir og stælir allan
líkamann.
Staðgreitt 49.975, kr. 52.500.
Stærðir: L. 145 x br. 94 x h. 188 cm.
Mikið úrval æfingastöðva ásamt mesta úrvali
landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum.
Aðeins topp-merki.
öbninnF*
STOFNAÐ1925
- ÞREKTÆKJADEILD -
Skeifan 11, sími 588-9890