Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 52
--52 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JAKOB
BENEDIKTSSON
+ Sigurður Jakob
Benediktsson
fæddist á Fjalli í
Seyluhreppi í
Skagafirði 20. júlí
1907. Hann lést á
dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Skóg-
arbæ 23. janúar
síðastliðinn. Minn-
ingarathöfn um
Jakob fór fram frá
Fossvogskirkju 1.
.v febrúar.
Árið 1952 fóru
nokkrir Islendingar til Kínverska
alþýðulýðveldisins. I hópnum voru
meðal annarra Jóhannes úr Kötlum
og Þórbergur Þórðarson. Eftir að
þeir félagar voru komnir heim var
stofnuð sérstök Kínanefnd sem
undirbjó m.a. kínverska listmuna-
og vörusýningu og stofnun Kín-
versk-íslenska menningarfélagsins.
Jakob Benediktsson hafði áhuga
á öðrum þjóðum og háttum fólks í
ýmsum löndum. Hið nýja þjóð-
skipulag Kínverja undir forystu
Maos var honum forvitnisefni og
var því eðlilegt að hann væri í for-
ystusveit þeirra er stóðu að stofnun
Kínversk-íslenska menningarfé-
lagsins. Hann var kjörinn formaður
þess á stofnfundinum 20. október
1953.
Jakob markaði þegar í upphafi
þá stefnu að félagið tæki ekki af-
stöðu til stjórnmála. Hélt hann
þessari skoðun jafnan fram og
stýrði félaginu þannig um brimsjói
pólitískra átaka hér á landi og aust-
ur í Kínaveldi. Jakob var formaður
Kím tO ársins 1975, en þá tók hann
við embætti varaformanns. Arið
1994 óskaði hann eftir lausn frá
stjórnarstörfum og var kjörinn
heiðursformaður félagsins.
Ljúfmennska Jakobs og vinsæld-
ir hafa vafalítið orðið til þess að efla
félagið. Hann hafði einstakt lag á
að vinna með fólki úr öllum þjóðfé-
lagshópum og á ýmsum aldri. Eng-
inn kenndi þess nokkru sinni að
hann væri tekinn að gamlast í
hugsun. Þekking hans og víðsýni
var slík að hann dró jafnan réttar
ályktanir af því sem undir kraum-
aði hverju sinni. Skipti þá engu
hvort rætt var um kínversk mál-
efni, stjórnmál á íslandi og í öðrum
Evrópulöndum eða ýmsa þætti
fornrar og nýrrar menningar og
tækni. Eitt sinn greindi ég honum
frá því að ný tækni gerði mönnum
kleift að lesa texta inn á tölvur og
vinna hann þar. Jakob var þegar
heima og greindi frá margvíslegum
vandkvæðum við að skima inn
texta. Sagðist hann hafa fylgst með
slíkum tilraunum frá því snemma á
8. áratugnum. Eftir því sem tíminn
hefur liðið hafa þessar vangaveltur
Jakobs komið æ oftar upp í hugann
þegar glímt er við íslenska brodd-
stafí og annað sem einkennir okkar
elskuðu tungu.
Á fyrstu tveimur áratugum Kín-
versk-íslenska menningarfélagsins
Var það aðaltengiliður íslendinga
við Kínverska alþýðylýðveldið. Jak-
ob beitti áhrifum sínum til þess að
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Síxni 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
ýmsum stjórnmála-
mönnum og forkólfum
íslenskrar menningar
væri boðið að sækja
landið heim. Hlutu
sumir þeirra bágt fýrir
hjá forystu stjórn-
málaflokka sinna og
voru jafnvel sviptir
mannvirðingum sínum.
Kalda stríðið var þá í
algleymingi og voru
þeir illa séðir sem
dönsuðu ekki eftir
réttri línu. Þessi sam-
skipti íslenskra
menntamanna við Kín-
verja áttu síðar eftir að greiða götu
þess að þjóðirnar tvær tækju upp
eðlileg samskipti.
Jakob veitti tveimur rnenningar-
sendinefndum forystu. Árið 1956
hélt hann ásamt nokkrum þjóð-
þekktum Islendingum til Kína.
Hefur Björn Þorsteinsson, prófess-
or, gert þeirri ferð glögg skil í bók-
inni Kínaævintýrinu. Hafði Jakob
unun af að segja ýmsar sögur úr
ferðinni. Einhvern veginn var það
svo að hann var sjaldan aðalper-
sóna sagna sinna en greindi frá
ýmsu sem dreif á daga annarra.
Sem dæmi er sagan af ökuferð
þeirra félaga meðfram strönd Vest-
urvatns þar sem náttúran skartar
sínu fegursta. Með þeim var ung
stúlka sem túlkaði fyrir þá. Hún
söng á leiðinni og hafði þá einn
þeirra orð á því að hún mætti ekki
syngja svo vel að bílstjórinn æki út
í vatnið og drekkti þeim eins og
Lorelei hefði gert forðum.
„Hver var hún?“ spurði stúlkan.
Björn Þorsteinsson varð iyrir
svörum og sagði: „She was a Germ-
an...“ Framburður hans á g-inu í
German líktist dálítið ch-hljóðinu í
chairman svo að Jón Helgason
greip af honum orðið og sagði: „She
was the chairman of the taxydri-
ver’s association."
Einnig minnast margir sagna
Jakobs um íslenska námsmenn í
Kaupmannahöfn á fjórða áratugn-
um, þar á meðal réttarhaldanna yf-
ir Sverri Kristjánssyni sem hafði
vikið af hinni réttu leið vinstri sann-
leikans. Var haldinn yfír honum
réttur, en dómararnir tóku saman
fóggur sínar þegar ung, íslensk
stúlka bar á Sverri að hann hefði
„haft mök við borgaralegar konur“.
Á fyrstu áratugum Kínversk-ís-
lenska menningarfélagsins sóttu
ýmsai- sendinefndir frá Kína Is-
lendinga heim og hópar listamanna.
Jakob og kona hans veittu þessu
fólki ýmsa fyrirgreiðslu og heimili
þein-a stóð jafnan opið þeim sem
huguðu að kínverskum málefnum.
Hann átti þá einnig gott samstarf
við kínverska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn og kom ýmsu til leiðar
með aðstoð starfsmanna þar.
I minningunni finnst mér eins og
ég hafí alltaf vitað af Jakobi. Hann
sá lengi um þættina „Islenskt mál“
í Ríkisútvarpinu og flutti erindi um
ýmis hugðarefni sín. Árið 1962
kynnti hann kínverska tónlist í út-
varpinu og urðu þá straumhvörf í
lífí mínu; Kína hefur ekki vikið úr
huga mér síðan. Þegar ég hóf nám
við Menntaskólann í Reykjavík risu
öldur menningarbyltingarinnar
sem hæst og ég hóf samskipti við
kínverskar stofnanir. Það var ýms-
um annmörkum háð. í unggæðings-
hætti mínum vildi ég koma hinum
rétta boðskap á framfæri og kynna
Islendingum þær tilraunir á sviði
bókmennta, tónlistar og leiklistar
sem gerðar voru þar eystra í anda
„hugsunar Maos formanns“. Stefán
Blómttbúðin
öak*3sKom
v/ T-ossvogsi<i»*i<juc|ar3
Símú 554 0500
Jónsson, fréttamaður hjá Ríkisút-
varpinu, var þá nýkominn frá Kina
og benti mér á að hafa samband við
Jakob. Eg herjaði nokkrum sinnum
á hann og truflaði hann stundum
við fræðistörf. Eg hlýt að hafa vald-
ið honum ónæði því að eitt sinn
sagði hann: „Ég hef lítið hugsað um
þessi Kínamál, ungi maður; ég er
um þessar mundir á kafí í fræðun-
um.“
Þegar Kínversk-íslenska menn-
ingarfélagið var endurvakið árið
1971 eftir að hafa legið í dvala um
þriggja ára skeið, hófust kynni okk-
ar Jakobs og samstarf. Þegar ég
var kjörinn í stjórn Kím árið 1974
vorum við yngri mennirnir í stjórn-
inni fullir af eldmóði. Jakob lét okk-
ur leika lausum hala og fól okkur að
hrinda því í framkvæmd sem við
vildum. Á aðalfundi félagsins 1975
var kjörinn nýr formaður öllum að
óvörum. Jakob tók því af æðruleysi
og féllst á að starfa sem varafor-
maður félagsins.
Þótt Jakob gegndi stöðu varafor-
manns vissu allir að mestu skipti
hvað honum þætti um störf félags-
ins. Þegar félagið riðaði til falls árið
1989 vegna atburðanna á Torgi hins
himneska friðar í Beijing, taldi Jak-
ob menn á að taka þessum atburð-
um með stillingu; ef menn ein-
blíndu jafnan á einhvern stóra
sannleik hlyti hann að standa í
þeim. „Hvernig heldurðu að mér
hefði farnast ef ég hefði tekið allt
gott og gilt sem ég heyrði eða las?“
spurði hann mig. Menn áttuðu sig
Aog félagið er ennþá til.
Með Jakobi er horfínn merkur
fræðimaður, hugrakkur baráttu-
maður og mannvinur. Hann hefur
markað djúp spor víða um þjóðfé-
lagið. Það eru menn á borð við Jak-
ob sem hafa veitt okkur þann unað
að Islendingar búa nú við ríkulegt
menningarstarf á ýmsum sviðum.
Hans verður því lengi minnst.
Arnþór Helgason, formaður
sljórnar Kínversk-íslenska
menningarfélagsins.
Þegar Jakob Benediktsson var
kvaddur til þess að veita Orðabók
Háskólans forystu fertugur að aldri
var hann undir það búinn svo sem
best mátti verða, gagnmenntaður í
klassískum fræðum með forntung-
urnar latínu og grísku á valdi sínu
og þjálfaður í rannsóknum á frum-
heimildum íslenskrar tungu og
menningar undir handarjaðri Jóns
Helgasonar. Tímabilið eftir siða-
skipti hafði þegar fangað athygli
Jakobs sem rannsóknarefni svo að
hann var sannarlega á heimavelli
þegar farið var að huga að fyrstu
viðfangsefnum nýrrar stofnunar,
skipulegri könnun og orðtöku mál-
heimilda 16. og 17. aldar. Orðabók
Háskólans varð hinn fasti starfs-
vettvangur Jakobs Benediktssonar
í 30 ár, allt til þess er hann lét af
störfum forstöðumanns fyrir aldurs
sakir árið 1977. Það mikla orðíræði-
starf sem fram fór á þessu tímabili
var og er enn sýnilegast í umfangs-
miklum söfnum Orðabókarinnar,
bæði úr rituðum heimildum og úr
mæltu máli. Segja má að megin-
hluti safnanna hafí farið um hendur
Jakobs sjálfs, því að hann fór að
jafnaði yfir allt það sem aðrir höfðu
orðtekið, lagfærði og jók við. Og þá
er ekki öll sagan sögð, því að eitt
safnið er bókstaflega handarverk
Jakobs eins, hið mikla safn orða og
orðskýringa í íslensk-latnesku
orðabókarhandriti Jóns Olafssonar
úr Grunnavík. Að því verki vann
Jakob um margra ára bil meðfram
öðrum daglegum störfum. Stóðst
það nokkuð á endum að glímunni
við Grunnavíkur-Jón lauk er komið
var að starfslokum á Orðabókinni.
Það mætti ætla að maður sem
svo miklu kom í verk hafí haft
óvenjulegt lag á því að skapa sér
næði og víkja sér undan ágangi og
kvabbi. En það var fjarri því að
Jakob sæti ótruflaður að verki sínu
því að hann var allra manna eftir-
sóttastur til viðræðu þegar fræði-
legan vanda bar að höndum, leita
þurfti skýringa á torræðum texta
eða þörf þótti á að viðra nýja hug-
mynd við málsmetandi sérfræðing.
Því svo mátti heita að Jakob væri
hvarvetna heima þegar mál, menn-
ing og menntir voru annars vegar,
og var óspar á að miðla þekkingu
sinni og kunnáttu. Og oft bar við að
menn úr nálægum herbergjum og
jafnvel lengra að slæddust í kaffi á
Orðabókinni, gagngert til að hlýða
á og nærast af umræðunum sem
þar fóru fram og Jakob átti drýgst-
an hlut í og kryddaði margvíslegum
fróðleik og skemmtisögum. Fyrh-
okkur, sem áttum því láni að fagna
að fá sumarstarf á Orðabókinni á
námsárunum, gat góður kaffitími
jafnast á við bestu kennslustund að
menntunargildi.
Ég hygg að þeir sem unnu undir
stjórn Jakobs á Orðabókinni hafi
lítt verið látnir kenna á húsbónda-
valdi en hafi þeim mun betur notið
ljúfmannlegrar handlpiðslu. Ég
minnist þess að þegar Ásgeir Blön-
dal talaði um húsbóndann gætti
sérstakrar hlýju í röddinni. Þeir fé-
lagarnir Jakob, Ásgeh- og Jón Aðal-
steinn voru ólíkir menn að skapferli
en þeir voru samrýndir í starfi og
samstarf þeirra dugði vel og lengi.
Og þeir sem yngstir voru í starfí á
þeim tíma er Jakob lét af störfum
bundu við hann vináttu og tryggð.
Orðabókarmenn héldu áfram að
leita til Jakobs þegar upp komu úr-
lausnarefni sem vita mátti að hann
myndi best kunna um að fjalla. Eitt
síðasta verkefnið sem Jakob átti
hlut að var undirbúningur að út-
gáfu á orðabók Guðmundar
Andréssonar frá 17. öld, þess sama
Guðmundar og nýlega var endur-
vakinn sem aðalpersóna í sögulegri
skáldsögu Þórarins Eldjárns. Þar
með var hringnum á vissan hátt
lokað, því að 50 árum fyrr hafði
Jakob sökkt sér niður í örlög og
ævi þessa sérstæða frumherja ís-
lenskrar orðabókargerðar og gefið
út Deilurit hans sama ár og hann
hóf störf á Orðabókinni.
Þegar hugsað var til málþinga
um orðfræðileg efni þótti ekki full-
skipað fyiT en rætt hafði verið við
Jakob og hann beðinn að leggja sitt
af mörkum. Á orðabókarþingi árið
1995, sem helgað var orðabók Blön-
dals, hélt Jakob eftirminnilegt er-
indi um kynni sín af manninum Sig-
fúsi Blöndal og brúaði heillrar aldar
bil íslenskrar orðabókarsögu. Og
fyrir tveimur árum, þegar efnt var
til hliðstæðrar samkomu um Orða-
bók Menningarsjóðs, var Jakob aft-
ur viðstaddur.
Við sem nú berum ábyrgð á
starfsemi Orðabókarinnar eigum
Jakobi Benediktssyni margt að
þakka. Á kveðjustund er hugurinn
fullur af ljúfum minningum um
hógværan lærdómsmann, mildan
húsbónda, glaðværan félaga og vin.
Með verkum sínum hefur hann
tryggt að við munum áfram fínna
fyrir návist hans þegar seðlum er
flett og rýnt er í gamalt letur á
Orðabók Háskólans.
Jón Hilmar Jónsson.
Kveðja frá fslenskri málnefnd
Jakob Benediktsson átti langa og
giftudrjúga starfsævi, og mun nafn
hans lengi uppi meðal þeirra sem
stunda íslensk fræði og unna ís-
lenskri tungu. Störf hans við Orða-
bók Háskólans verða seint metin til
fulls, en hann var forstöðumaður
hennar í áratugi. Einnig liggur eftir
hann ótölulegur ijöldi verka sem
fjalla um margvíslegustu þætti ís-
lenskra fræða, bókmenntir, sögu og
málfræði. Hann stundaði klassísk
fræði í Kaupmannahöfn en helgaði
sig síðar íslenskum fræðum og varð
einn af helstu jöfrum á því sviði. En
mannvirðingar stigu honum ekki til
höfuðs né vísindaframi; hann var
ljúfmennskan sjálf og logaði jafnan
af kæti og lífskrafti. Þótt aðalstarf
Jakobs hafi verið á sviði vísinda,
átti hann mörg áhugamál og kom
víða við, og skylt er að bera fram
fáein þakkarorð í nafni Islenskrar
málnefndar, en Jakob var foi-maður
hennar 1966-1977. Þótt Jakob hafí
e.t.v. aldrei talist til þeirra sem
strangastir hafa þótt um málvönd-
un, hefur það starf sem hann innti
af hendi reynst íslenskri málrækt
sérlega mikilvægt. Hér má nefna
þáttinn íslenskt mál í ríkisútvarp-
inu, sem hann mótaði ásamt sam-
starfsmönnum sínum við Orðabók-
ina. Sá þáttur hefur stuðlað mjög
að því að halda við þeim lifandi
áhuga á íslenskri tungu sem nauð-
synlegur er til að málræktarstarf
beri árangur. Þátturinn hefur fallið
í frjóan jarðveg hjá almenningi og
orðið geysivinsæll, og margt hefur
borið á góma í hlustendabréfum.
Að leiðarlokum minnist ég Jak-
obs Benediktssonar með þakklæti
fyrir margar góðar stundir og mik-
inn fróðleik og þakka starf hans í
þágu Islenskrar málnefndar.
Kristján Árnason, formaður
Islenskrar inálnefndar.
Rómverjar höfðu þann sið til
forna að flytja lofræðu, „laudatio",
á opinberum vettvangi yfir látnum
merkismönnum. Full ástæða væri
til að gera slíkt þegar minnst er dr.
Jakobs Benediktssonar, ekki síst
þegai- haft er í huga að hann var
einn helsti merkisberi íslenskur
þeirra fræða sem fjalla um þá arf-
leifð Rómverja og Grikkja sem
vestræn menning byggist á. Hins
vegar er ekki víst að slík ræða væri
í anda hins látna og því verður hér
einungis nokkrum minningabrotum
raðað saman til að minnast latínu-
fræðarans og húmanistans Jakobs
Benediktssonar.
Kynni mín af Jakobi hófust við
prófborð í Háskóla Islands í janúar
1966. Verið var að prófa einn nem-
anda til 1. stigs í latínu til BA-prófs.
Sá nemandi var undirritaður og
gegnt honum sátu þrír jöfrar klass-
ískra fræða á Islandi á þessari öld,
kennarinn Kristinn Ármannsson og
prófdómararnir dr. Jón Gíslason og
Jakob Benediktsson. Stúdent fann
mikið til smæðar sinnar en eftir á
að hyggja var þetta í raun söguleg
stund. Þetta var í síðasta sinn að
þessir þrír menn sátu saman á rök-
stólum vegna prófs í latínu. Eftir
lát Kristins Armannssonar átti það
fyrir mér að liggja að kynnast báð-
um þessum prófdómurum mínum.
Nánust urðu þó kynni mín af Jak-
obi Benediktssyni því að ég var svo
lánsamur að njóta kennslu hans í
klassískri latínu við Háskóla Is-
lands um tveggja ára skeið. Oft sat
ég einn á skrifstofu hans og því má
með sanni segja að hann hafí verið
minn „praeceptor privatus" eins og
sérstakir umsjónarkennarar voru
nefndir fyrr á öldum við Hafnarhá-
skóla. Þessar kennslustundir eru
mér ógleymanlegar. Jakob miðlaði
ekki aðeins faglegri þekkingu, ná-
kvæmni og virðingu fyrir fræðun-
um. Hann tengdi þau svo mörgu
öðru, sjálfri tilverunni og mannleg-
um málefnum en ekki svo að hann
gleymdi kjarna málsins og ætíð
hafði hann hressandi og glettin til-
svör á hraðbergi.
Annar kafli samskipta minna við
Jakob hófst þegar ég sneri heim frá
Danmörku að námi loknu og tók við
kennslu í latínu af honum. Til hans
gat ég alltaf sótt holl ráð jafnt í
kennslu sem í rannsóknum þegar
ég smám saman fór að fikra mig
áfram á þeirri braut latínurann-
sókna sem hann hafði lagt svo
drjúgan skerf til fyrr á starfsævi
sinni. Með rannsóknum sínum og
útgáfu á ritum Arngríms _ lærða
Jónssonar, bréfaskiptum Islend-
inga á 17. öld við lærdómsmanninn
Ole Worm og ýmsu öðru latínuefni
var Jakob Benediktsson mun meiri
frumkvöðull en margan grunar. Á
íslandi þótti 17. öldin e.t.v. ekki
ýkja áhugaverð og harðsnúnir lat-
ínufræðingar fyrirlitu mest af því
sem ekki taldist til klassískrar lat-
ínu. Jakob var því langt á undan
sinni tíð. Með þessum rannsóknum
skilaði hann komandi kynslóðum
gagnmerkum fræðiritum um menn-
ingarsögu íslands á fyrri hluta 17.
aldar og á alþjóðavettvangi mark-
aði hann sér bás í forystusveit
þeirra sem tóku að stunda rann-
sóknir á þeirri latínu sem þróaðist í
skjóli húmanismans og sem nú er
viðurkennd sem sjálfstæð fræði-
grein og oftast nefnd nýlatína.
Fulla viðurkenningu fyrir þetta