Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tilboðsverð - sem er komið til að vera!
, '
Þvottavél WG1035
Þú þarft ekki að bíða
eítir næsta tilboði.
Þu tærð okkar lága
tniDESIT verð alla daga
M
Þurrkari SG 510
/
nj r
Jí'úhli ii'úunujij húhií jjíuúÍ.
• Barki fylgir
• Tekur 4.5 kg
• Snýrtromlu í báöar áttir
• Ryöfrí tromla
• Hnappur fyrir kaldan blástur
• Tvö þurrkkerfi
• Barki fylgir
• Mál: hxbxd 85x60x54 cm
Kr.29.9Q0.- stgr.
• Tekur 5,0 kg
• Þvottakerfi 15
• Hitastillir stiglaus
• Vinduhraöi 1000 - 600 sn/mín.
• Sjálfvirk vatnsskömtun
• Öryggislæsing
• Belgur ryðfrír
• Tromla ryðfrí
• Mál: hxbxd 85x60x60 cm
Kr. 49.900.-stgr.
Þvottavél WG 935
• Tekur 5,0 kg
• Þvottakerfi 15
• Hitastillir stiglaus
• Vinduhraði 900 - 500 sn/mín.
• Sjálfvirk vatnsskömtun
• Öryggislæsing
• Tromla ryöfrí
• Mál: hxbxd 85x60x60 cm
Kr. 39.900.- stgr.
00
• Með þéttibúnaði (þarf ekki barka)
• Tekur 5,0 kg
• Snýr tromlu í báöar áttir
• Ryðfrí tromla
• Valhnappur fyrir venjulegt
eða viðkvæmt tau
• Tvö þurrkkerfi
• Aðvörunarljós fyrir vatnslosun
• Aðvörunarljós fyrir lósigti
• Rúmmál tromlu 106 Itr.
• Stórt hurðarop 40 cm
• Hægt að breyta hurðaropnun
• Mál: hxbxd: 85x60x60 cm
Kr. 56.900.- stgr.
Þvottavél WG 1235
• Tekur 5,0 kg
• Þvottakerfi 15
• Hitastillir stiglaus
• Vinduhraði 1200 - 600 sn/mín.
• Sjálfvirk vatnsskömtun
• Öryggislæsing
• Belgur ryðfrír
• Tromla ryðfrí
• Mál: hxbxd 85x60x60 cm
Kr. 52.900.- stgr.
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 53 3 2800
mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is
LLTAf= Œ/TTH\Sy\T> A/
Matarkassi Þjóðminjasafnsins
Matur og
mataráhöld
frá 19. öld
Sigurborg Hilmarsdóttir
JÓÐMINJASAFN
íslands kynnir nú á
þorranum nýjan
safnkassa sem lánaður er
skólum. Hlutverk kassans
er að kynna mat og matar-
áhöld sem voru notuð á 19.
öld. Sigurborg Hilmars-
dóttir safnkennari hafði
umsjón með gerð kassans.
„Þetta er fjórði kassinn
sem við setjum á laggirnar
hér á Þjóðminjasafninu.
Einn kassinn er um barna-
leiki. I honum eru horn,
kjálkai-, leggir, völur og
þeytispjöld og ýmislegt
sem krakkar léku sér með
fyrir hundrað árum.
Annar kassi er um tó-
vinnu. I honum eru ull,
lopi, halasnældur, skyggn-
ur og greinar um tóvinnu.
Sá kassi hefur ferðast
víða. Auk þessa lánum við
farandsýningu til skólanna. Hún
er um landnám íslands og var
gerð í samvinnu Þjóðminjasafns;
ins og Minjasafnsins á Akui’eyri. I
fimmta bekk grunnskóla er kennt
um landnám og á meðan sýningar
Þjóðminjasafnins voru opnar á
Suðurgötu kom stór hluti grunn-
skólabarna þangað og skoðaði
sýninguna og unnu verkefni í kjöl-
farið.“
Sigurborg segir að farandsýn-
ingin hafi upprunalega verði
skipulögð til að mæta þörfum
skólanna úti á landi sem ekki gátu
komið með nemendur á Þjóð-
minjasafnið. Nú er sýningarhús-
næði okkar lokað fram til ársins
2000 og því komast grunnskóla-
nemendur ekki á sýningar. Þess
vegna leggjum við nú meiri
áherslu á safnkassana og að þjóna
skólunum með þeim hætti. Um
þessar mundir erum við að kynna
kassa um mat og mataráhöld frá
19. öldinni.“
- Hvað er íþeim kassa?
„I honum eru eftirlíkingar af
mataráhöldum sem Kári Þor-
steinsson, smiður á Sauðárkróki,
smíðaði. Það eru askar, trog,
brauðmót, kerdiskur, þvörur,
sleifar og fleira. í kassanum er
einnig myndband með fimm stutt-
um fræðsluþáttum um foma mat-
gerð sem Hallgerður Gísladóttir
sá um og hefti sem heitir Súrt og
sætt eftir Sigríði Sigurðardóttur,
safnstjóra í Glaumbæ. Þá er í
kassanum mappa með ýmsum
greinum um mat og mataráhöld
og öðru fræðsluefni."
- Verða fleiri kassar sem þessir
útbúnir á næstunni?
„Við erum með í undirbúningi
kassa um steinöldina sem er ætl-
aður eldri nemendum, þ.e.a.s.
elstu bekkjum grunnskóla og
framhaldsskólum. Ég er að leggja
drög að þeim kassa í samvinnu við
Guðmund J. Guðmundsson kenn-
ara og vona að hann verði tilbúinn
næstkomandi haust.“
- Hvernig er þessi
hugmynd með safn-
kassana til komin?
„Víða á söfnum er-
lendis tíðkast að útbúa
svona kassa og frumkvöðullinn að
þessu framtaki á Þjóðminjasafn-
inu var Bryndís Sverrisdóttir
safnkennari. Hún sá um gerð
fyrstu tveggja kassanna.
Markmiðið með kössunum er
að kynna safnið og safngripina og
gefa kennurum tækifæri á til-
breytingu í kennslunni. Það er
tvennt ólíkt fyrir börn að lesa um
hlut eða fá að handfjatla hann.
Það má læra svo margt af hlutum.
Til dæmis er hægt að kenna
► Sigurborg Hilmarsdóttir er
fædd á Eskifirði árið 1946. Hún
lauk BA prófi í íslensku og sagn-
fræði frá Háskóla Islands árið
1971 og cand.mag. prófi í ís-
lenskum bókmenntum frá Há-
skóla íslands árið 1983.
Sigurborg starfaði sem fram-
haldsskólakennari frá
1972-1991, lengst við Mennta-
skólann á Laugarvatni. Hún var
sendikennari í íslensku máli og
bókmenntum við Óslóarháskóla
frá 1991-1994 og hefur verið
safnkennari á Þjóðminjasafninu
frá árinu 1996.
Eiginmaður hennar er Krist-
ján Eiríksson kennari og eiga
þau þrjú börn.
margt um gamla bændasamfélag-
ið út frá einum aski sem maður
hefur í höndunum. Lögun asksins
hentar vel í þröngum húsakynn-
um torfbæjanna þar sem ekki var
rúm fyrir matarborð og menn
mötuðust sitjandi á rúmi sínu. Þá
er gott að halda á aski en askar
fara hins vegar heldur illa á borði.
Og svona mætti lengi telja."
- Hvemig hefur safnkössunum
veríð tekið?
„Þeim hefur verið tekið afskap-
lega vel. Kassamir eru á stöðug-
um ferðalögum bæði hér á höfuð-
borgarsvæðinu og um land allt.
Þeir eru lánaðir í viku í senn og á
ákveðnum tímum á veturna
myndast biðlisti. Yfirleitt komast
þó allir að lokum.“
Sigurborg segir að börn séu
mjög áhugasöm þegæ- þau koma
og heimsækja Þjóðminjasafnið.
Þau hafa næman smekk fyrir list-
rænu handbragði og eru áhuga-
söm um tréskurð, vefnað og út-
saum. „Þeim finnst líka mjög
gaman að skoða fallega
kirkjumuni, Maríulíkneski og alt-
aristöflur og heyra sögur tengdar
þeim. Börnin eru líka upptekin af
mannabeinunum og beinagrind-
inni í kumlinu og þegar
þau hafa verið að skoða
þá hluti hafa komið upp
skondnar athugasemd-
ir. „Sjö ára piltur kom
til dæmis einu sinni
með hóp til okkar og var mjög
upptekinn af þremur hauskúpum í
fornaldarsalnum á Suðurgötu.
„Eru þetta ekta hauskúpur?"
spurði drengurinn og starði á fyr-
irbærin. Hann fékk jáyrði við
þessari spurningu og þá kom sú
næsta. „Eru þetta hauskúpur úr
fólki?“ Aftur fékk hann jákvætt
svar og þá horfði hann á mig um
sund en sagði svo með tilþrifum:
„Djö, maður, þú verður sett í
fangelsi!"
Kassi um
steinöldina í
undirbúningi