Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 15 Y erndun íslenskra erfðaauð- linda X Morgunblaðið/Kristján Arfarvegur Glerár færður NÝ LANDHELGI: Verndun ís- lenskra erí'ðaauðlinda í alþjóðlegi-i samkeppni er heiti á fyrirlestri sem Jakob K. Kristjánsson, rannsóknar- prófessor og framkvæmdastjóri Is- lenskra hveraörvera ehf., flytur á vegum Háskólans á Akureyri i dag, fimmtudag 4. feberúar, kl. 16.15 í Oddfellowhúsinu. Fyrirlesturinn er öllum opinn. I lögum nr. 57/1998 um rannsókn- ir og nýtingu á auðlindum í jörðu sem nýiega voru kynnt í bældingi ríkisstjórnarinnar um hálendi Is- lands eru hveraörverur teknar með sem ein auðlindanna. Eins og al- mennt gildir um ailar auðlindir lands og sjávar eru rannsóknir á hveraörverum því háðar leyfi stjórn- valda. Á grundvelli þessara laga sóttu Islenskar hveraörverur ehf. í júní síðastliðinum um fimm ára sér- leyfi til hagnýtra rannsókna á hveraörverum, gegn skuldbindingu um að setja 350 milljónir króna í rannsóknirnar á sama tímabili. I erindi sínu mun Jakob gera grein fyrir þessu máh og setja það í sam- hengi við þá alþjóðlegu þróun sem átt hefur sér stað á undanfómum ár- um varðandi stöðu erfðaauðlinda. VERIÐ er að færa árfarveg Glerár á móts við gömlu verk- smiðjuhúsin dálítið norðar en hann áður var. Það eru starfs- menn verktakans við gerð Borgarbrautar, Arnarfells, sem vinna við þetta verkefni, en það tengist legu vegarins. Byrjað var á þessu verki í fyrrasumar og möl þá tekin upp úr farveginum sem notuð var í undirbyggingu Borgar- brautar, en nú fljótlega verður hafist handa við að klæða árfar- veginn. Húsnæði Byggðastofnunar Febrúarspá Veðurklúbbsins á Dalbæ Lögmenn og fast- eignasalar í húsið BYGGÐASTOFNUN hefur tekið kauptilboði frá Jóni Kr. Sólnes lög- manni á Akureyri í húsnæði stofn- unarinnar við Strandgötu á Akur- eyi-i. Þrjú tilboð bárust í húseignina, öll frá heimamönnum og voru þau nokkuð svipuð. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar sagði að tilboð Jóns Kr. Sólnes hafi verið metið hagstæðast en hann kaupir húsið á 46 milljónir króna. Brunabótamat eignarinnar er rúmar 78 milljónir króna. Húsið er samtals um 680 fer- metrar að stærð, tvær hæðir og ris. Jón Kr. Sólnes rekur lögmanns- stofu og fasteignasölu í Brekkugötu á Akureyri ásamt fleirum. Hann sagði stefnt að því að flytja starf- semi þeirra á fyrstu hæðina í Strandgötunni og þá jafnvel um næstu mánaðamót. „Við höfum verið að leita að húsnæði að undanfórnu og vildum komast í húsnæði með betra aðgengi, til að geta veitt betri þjónustu," sagði Jón. Aðrar stofnanir áfram í húsinu Byggðastofnun hefur hætt starf- semi á Akureyri en starfsemin var á fyrstu hæð hússins. Til viðbótar eru átta stofnanir í húsinu og hafði leigusamningi þeirra verið sagt upp. Jón sagðist hins vegar gera ráð íýrir því að önnur starfsemi í húsinu yrði þar áfram. Stofnanirnar sem hér um ræðir eru Meistarafélag bygginga- manna Norðurlandi, Verðlagsstofa skiptaverðs, Útvegsmannafélag Norðurlands, Ferðamálaráð ís- lands, Skrifstofa atvinnulífsins, Hér- aðsnefnd Eyjafjarðar, Atvinnumála- nefnd Akureyrar og Eyþing. Leiðindatíð framundan DRAUMAR meðlima Veður- klúbbsins á Dalbæ hafa verið með þeim hætti undanfarnar nætur að þeir sjá sér ekki annað fært en spá leiðinlegri tíð með snjókomu og umhleypingasömu veðri á næst- unni. Febrúartungl kviknar þriðjudag- inn 16. febrúar og er það mál manna að þriðjudagstungl séu ann- að hvort mjög slæm eða mjög góð, á þeim sé enginn millivegur. Þriðju- daginn 16. ber að auki upp á sprengidag, sem ekki eykur bjart- sýni veðurklúbbsmanna. Þykir þeim í febrúarspá sinni liklegast að öskudagur verði leiðinlegur og sem kunnugt er á hann sér 18 bræður. Ekki sé því glæsilegt útlit hvað veð- ur varðar eftir miðjan mánuð og muni þá snjóa meira og verða stormasamara en fyrrihluta mánað- arins. Þá telja þeir Dalbæingar að hætta geti verið á snjóflóðum, sér- staklega ef það fer eftir að snjó kyngi niður í mánuðinum. Spáðu snjóþungum vetri Strax í haust spáðu félagar í Veð- urklúbbnum því að veturinn yrði ekki góður, frekar snjóþungui’ og rysjótt veður og telja þeir að sú spá sé nú að ganga eftir. Að einhverju leyti byggja þeir spá sína á því hvernig veður hefur að jafnaði ver- ið þau ár sem enda á 9, en nær und- antekningarlaust hafa þá verið snjóþungir og erfiðir vetur. Við það bætast svo draumfarir félaga í klúbbnum undanfarið. Formaður húsfélagsins um íbúð sem var yfírfull af sorpi Kröfur um lagfæringar sendar eiganda íbúðarinnar „ÉG TEL að við séum heilt yfir að veita góða félagsþjónustu og því þykir mér sorglegt ef þetta dæmi verður notað sem mælikvarði á þá þjónustu sem við erum að veita, það er fráleitt að slíkt sé hægt,“ sagði Oktavía Jóhannesdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyi’arbæjar, en íbúð öryrkja sem býr í einni af íbúð- um Öryrkjabandalags íslands á Akureyri, reyndist yfirfull af sorpi. Ættingjar komu til að taka til í íbúð- inni eftir að konan hafði leitað sér lækninga. Aðkoman var ófógur og íbúðin mjög illa farin, teppi ónýt og sníkjudýr á sveimi í skápum. Svala Stefánsdóttir formaður hús- félagsins sagði að íbúar og fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar hefðu tekið saman lista yfir þau verk sem þyrfti að vinna í kjölfar þessa atviks, en ýmislegt þyrfti að gera. Myndu þeir snúa sér til Öryrkja- bandalags Islands, eiganda íbúðar- innar, með kröfur sínar. „Vissulega hvarflar að manni hvort maður sé of skeytingarlaus um náungann, við höfum velt upp þeim spurningum, en ég tel líka að einhver hlekkur í kerfinu hafi brugðist en hver hann nákvæmlega er skal ég ekki segja,“ sagði Svala. Ekki haft sérstakt eftirlit með öryrkjum Kvartað hafði verið við Öryrkja- bandalagið sem á íbúðina og félags- málayfirvöld vegna óþefs úr íbúðinni en ekki kom í ljós hvers kyns var fýrr en nú byrjun í vikunnar. „Okkar tengsl eru þau að við tök- um niður biðlista í íbúðh- Öiyrkja- bandalagsins, það er arfur frá Svæð- isskrifstofu um málefni fatlaðra sem við höfum sæst á að taka að okkur án þess að til sé um það skriflegur samningur. Við sjáum ekki um hús- vörslu í þessum íbúðum, en höfum milligöngu þurfi að lagfæra eitt- hvað,“ sagði Oktavía Jóhannesdóttir. Hún kvaðst ósátt við þá gagnrýni sem fram hefði komið, að kerfið hefði brugðist. „Fólk virðist halda að sérstakt eftirlit sé haft með ör- yrkjum, að þeir séu á öðru mann- réttindaplani en aðrir og yfirvöld hafi rétt til að fylgjast með að þeir hafi allt sitt á hreinu. Við getum ekki og megum ekki skipta okkur af einkamálum fólks, nema það sé gert í samkomulagi við viðkomandi. Þetta á við um alla, hvort sem um er að ræða öryrkja, svonefnda skjól- stæðinga Félagsmálastofnunar eða fólk almennt. Mér fmnst umræðan síðustu daga snúast um að öryrkjar séu flokkaðir sem hópur sem á og þarf að hafa sérstakt eftirlit með umfram annað fólk þar sem þeim sé ekki treystandi til að lifa sínu lífi. Atburður sem þessi hefði eins getað átt sér stað í íbúð í einkaeigu," sagði Oktavía. Áleitnar spurningar „Þegar eitthvað kemur upp sem segir okkur frá alvarlegri einangrun einstaklings hlýtur það að vekja margar spurningar. Eg vænti þess að fólk í félagsþjónustu, heilbrigðis- kerfi og almennir borgarar spyrji sig áleitinna spurninga í kjölfar þessa máls. Það er eðlilegt þegar at- vik sem þetta kemur upp að við öll spyrjum sjálf okkur hvað við getum af þessu lært,“ sagði Valgerður Magnúsdóttir, félagsmálastjóri á Akureyri. íþrótta- og tómstundaráð Varað við fljótræði HUGMYNDIR um byggingu verslunarmiðstöðvar á lóð Akureyrarvallar voru ræddar á fundi Iþrótta- og tómstunda- ráðs Akureyrar nýlega en ráð- inu hefur ekki borist formlegt erindi þar um. „Iþrótta- og tómstundaráð mótmælir eindregið þeim hug- myndum sem komið hafa upp um breytingar á Akureyrar- velli án þess að tryggt sé að áður komi sambærileg eða betri aðstaða en þar er,“ segir í ályktun ráðsins og einnig varar ráðið við fljótvirknisleg- um ákvörðunum í þessu máli. Á sama fundi ráðsins er minnt á að Sanavöllurinn á Akureyri var lagður af síðast- liðið haust og Iþróttaskemman verður lögð niður eftir 27 mánuði. Engin framtíðarlausn hefur verið fundin vegna þess- ara mannvirkja. Leggur ráðið brýna áherslu á að farið verði strax í vinnu vegna þeirra vandamála sem skapast hafa og munu skapast í framtíðinni verði ekekrt að gert. Rafveitustjóri Rafveitu Akureyrar Rafveitan verði hluta- félag SVANBJÖRN Sigurðsson raf- veitustjóri hefur lagt fram til- lögu í stjórn veitustofnana um að Rafveita Akureyrar verði gerð að hlutafélagi eigi síðar en á árinu 2000. Tillaga er lögð fram vegna breytinga sem iýrirsjáanlegar eru á skipulagi raforkumála á ís- landi,. til að gera fyrirtækið hæft til að taka þátt í þeirri samkeppni sem framundan er á raforkumarkaðnum. Tillöguna byggir rafveitu- stjóri á þeirri umræðu sem fram hefur farið í landinu á undanfómum áram, þar sem sýnt hefur verið fram á ótví- ræða kosti þess rekstrarforms fram yfir núverandi rekstrar- form Rafveitu Akureyrar. Einnig bendir rafveitustjóri á reynslu annarra þjóða hvað þetta varðar, en hún þykir góð. Miklar umræður urðu um tillöguna, en frekari umræðu og afgreiðslu frestað. Skákþing- Akureyrar • • Onnur umferð í kvöld ÖNNUR umferð á Skákþingi Akureyrar verður tefld í kvöld, fimmtudagskvöldið 4. febrúar, og hefst hún kl. 19.30. Skákþingið hófst síðasta sunnudag. Teflt er í skákheim- ilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri. Fischerklukku- mót verður haldið í skákheim- ilinu annað kvöld, fóstudags- kvöldið 5. febrúar, kl. 20 og hefst það kl. 20. Rúnar Sigurpálsson og sveit hans fór með sigur af hólmi í sveitakeppni í atskák sem fram fór nýlega, fékk 13 vinn- inga af 18 mögulegum. Sveit Gylfa Þórhallssonar fékk 9,5 vinninga og varð í öðru sæti, sveit Hjörleifs Halldórssonar lenti í þriðja sæti með 7 vinn- inga og restina rak sveit for- mannsins Sigurðar Eiríksson- ar með 6,5 vinninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.