Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Magnús Óskars- son fæddist á Akureyri 10. júní 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. janúar síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Dómkirkjunni 2. febrúar. I fáum orðum langar mig að^ minnast Magn- úsar. Ég hitti Magnús fyrst þegar ég var bam en hann var faðir stjúp- föður míns, Óskars Magnússonar. Mér eru eftirminni- legir sunnudagsbíltúrarnir er Óskar fékk hreina og gljáandi Fordinn hans pabba síns lánaðan þegar Bjallan dugði ekki til. Þegar við svo skiluðum bílnum til baka í Barða- voginn bauð Lína iðulega upp á ný- bakaða ljúffenga súkkulaðiköku. Magnús hálfbróðir minn var fyi'sta barnabarn Magnúsar og Línu. Mamma og Óskar báðu mig að halda þeim ónefnda undir skírn, en sú athöfn fór fram í Hlíðarenda- kirkju í Fljótshlíð. Þetta var látlaus og persónuleg athöfn og voru aðeins nánustu skyldmenni viðstödd. Það er mér ógleymanleg stund þegar ég stóð við altarið í fermingarkjólnum mínum sem mamma saumaði, hélt á þeim óskírða og beið eftir að séra Sváfnir spyrði mig hvað barnið ætti að heita. Ég, unglingurinn, var nefnilega ekki sátt við nafnið sem mamma og Óskar höfðu valið, það er nafnið Magnús. Ég átti fyrir eldri bróður sem heitir Magnús og fannst það nóg. En þegar séra Sváfnir spurði mig loksins og ég svaraði skjálfandi röddu: „Magnús", heyrðist snökt í kirkjunni. Afi þess litla hafði ekki búist við að eignast alnafna og er því ekki að undra að honum skyldi vökna um augu. Þennan dag komst ég að því að mannanöfn eru ekki bara merking- arlaus orð. Við kveðjum mikinn mann. Elsku Lína, Nonni, Óskar, Hildur og Haukur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Andrea Magdalena. Enn heggur maðurinn með ljáinn í raðir okkar bekkjarsystkina frá MA 1950, og nú kveðjum við Magn- ús Óskarsson, einn af okkar kær- ustu bekkjarbræðrum. Öll þau ár, sem liðin eru frá skólaárunum norður á Akureyri, hefur Magnús reynst okkur sannur og tryggur vinur, og alltaf reiðubú- inn að hjálpa og veita góð ráð, er til hans var leitað. Reyndar var sem honum fyndist hann vera sá, sem við ættuny að leita til ef eitthvað bjátaði á. í slíkum tilfellum fórum við ekki erindisleysu, því Magnús var mjög fylginn sér, glöggur og lauk með sóma hverju því verki, sem hann tók að sér. Magnús naut líka algjörrar sér- stöðu, þegar við bekkjarsystur komum saman hin seinni ár, því er gleðin og gamlar minningar tóku vöid var vinurinn það ofarlega í huga okkar, að við skrifuðum hon- um ætíð persónulega kveðju frá samkundunni. Sem kunnugt er, m.a. af bókum hans, hafði Magnús einstaklega gott skopskyn og var fljótur að sjá spaugilegu hliðamar á tilverunni. Bekkjarhóf okkar voru svipur hjá sjón, ef hann einhverra hluta vegna mætti ekki. Ræður hans fengu okk- ur til að gráta af hlátri - hann bók- staflega hellti yfir okkur skemmti- legheitunum. Hann kryddaði líka alltaf þessar samverustundir með síbreytiiegu framlagi sínu og kom okkur æði oft á óvart. Fyrir 10 ára stúdentsafmæli okkar hafði honum tekist eftir krókaleiðum að útvega glænýtt „Maríu, Maríu“-kvæði Sig- urðar Þórarinssonar, sem var sung- ið við mikla hrifningu þá fjóra svefnlausu sólarhringa, sem hófið stóð. Þótt kynnin væru orðin löng átti hann enn eftir að koma okk- ur algjörlega á óvart á 40 ára stúdentsafmæl- inu. Engum viðstödd- um mun gleymast er við marseruðum um Kjarnaskóg með Magnús í broddi fylk- ingar - leikandi á munnhörpu. Hann var sannarlega mörgum kostum búinn og margt til lista lagt. Það er sjónarsviptir að slíkum mönnum. A sl. ári vissi Magnús að hverju stefndi og að stundaglas hans var að renna út. I veikindum sínum sýndi hann ótrúlega karlmennsku. Fum- laust og æðrulaust skipulagði hann það sem gera þurfti fyrir brottfór- ina, og eins og með annað sem hann tók sér fyrir hendur lauk hann því verki með sóma. Blessuð sé minning Magnúsar Óskarssonar. Sendum fjölskyldu hans samúð- arkveðjur. Bekkjarsystur frá MA. Magnús Óskarsson fv. borgarlög- maður var mikill baráttumaður í ræðu og riti og hann gekk jafnan skipulega til verks er hann lagði til atlögu eða undirbjó vöm sína. Þeg- ar hann veiktist af hættulegum sjúkdómi fyrir nokkrum mánuðum tók hann því sem hverri annarri ögrun í lífinu. Hann kynnti sér nán- ast allt sem hægt var að nálgast á prenti eða á veraldarvef um sjúk- dóminn og bjó sig til baráttunnar með sinni venjulegu bjartsýni og krafti. Og þegar honum varð ljóst að þennan slag myndi hann ekki vinna tók hann því með hetjulund og hóf að skipuleggja undanhaldið sem varði kröftuglega unz yfir lauk hinn 23. janúar sl. Með fráfalli Magnúsar erum við samferðamenn hans og vinir sviptir frábærlega skörpum og skemmti- legum félaga. Magnús var félags- vera og návist hans gaf samferða- mönnunum oft mikinn ánægjuauka. Hann var líka snjall lögfræðingur og kunni vel þá list að greina kjarn- ann frá hisminu. Hnífskaipar at- hugasemdir Magnúsar opnuðu oft nýjar leiðir til lausnar erfiðum vandamálum sem hópur manna glímdi við og ekki síður voru knappt orðaðar athugasemdir, sem hann stundum ritaði í blöð um ýmis dæg- urmál, til þess fallnar að vekja kátínu og færa ýmsa uppskrúfaða úr ímynduðu hásæti sínu niður á jörðina til okkar hinna. Magnús safnaði skringilegum blaðaummæl- um og fleira gamanefni og gaf út og hann ritaði einnig víðlesna og skemmtilega bók með minningum um ýmsa samferðamenn og um eitt og annað sem fyrir hann hafði borið í lífinu. Magnús hóf störf hjá Reykjavík- urborg skömmu eftir að hann lauk embættisprófi í lögum. Honum var þá falið að sinna starfsmannamálum og kjarasamningum og var honum í upphafi tekið af nokkurri tortryggni af forystumönnum viðsemjenda borgarinnar, en staða hans var þá nýmæli í stjórnkerfinu. Sú afstaða átti þó eftir að breytast þegar við- semjendurnir kynntust framkomu Magnúsar í kjarasamningum. Hann gat verið harður í hom að taka fyrir hönd Reykjavíkurborgar, en jafn- framt sýndi hann lipurð og sann- girni, þegar að því var komið að ljúka samningum eða komið var „samningahljóð í mannskapinn" eins og hann stundum orðaði það. Hann hafði orð á sér fyrir heiðar- leika í samningum. Orð hans „stóðu“ og hann ætlaðist líka til þess að sama gilti um orð viðsemj- endanna. Þegar Magnús tók við starfi borgarlögmanns nýttist skarp- skyggni, reynsla og þekking hans vel í samningum og málfiutningi og hygg ég að hann hafi kunnað því hlutverki best þeirra margvíslegu verkefna, sem hann vann á lífsleið- inni. Sá sem þetta ritar átti þess kost að starfa með Magnúsi um alllangt skeið við margs konar samninga- gerð á vegum Reykjavíkurborgar og verður mér ávallt minnisstætt það traust og vinátta sem hann naut hjá viðsemjendum okkar og þá ekki síður hin mikla gamansemi sem lífg- að gat upp á annars leiðinlegar næt- urvökur, þegar lítið þokaði í samn- ingunum og jafnvel gert þær að hreinum skemmtifundum. Eg eign- aðist einnig í Magnúsi traustan vin, sem ávallt var boðinn og búinn til hjálpar, þar sem hann vissi að hún gæti að gagni komið. Um leið og ég bið Drottin að varðveita minningu Magnúsar Óskarssonar vil ég votta Ragnheiði konu hans og fjölskyldu þein'a inni- lega hluttekningu í þeirra missi. Björn Friðfinnsson. „Mínir vinir fara fjöld“ ... sagði Hjálmar frá Bólu. Enn er rofið skarð í hóp vina minna. Magnús Óskarsson er dáinn, lagður að velli af vondum sjúkdómi. Ég kynntist honum fyrst þegar ég 15 ára, varla mælandi vegna feimni, fékk vist í MA. Þekkti þó til föður hans af lofsamlegum frásögn- um móðursystur minnar. Magnús var enginn bergrisi, að vallarsýn, en þeim mun betur gerður til höfuðs- ins. Snöfurmannlegt fas og smekk- vís búningur gerðu hann ævinlega auðþekktan, þótt umkringdur væri beljökum. Ég heyrði einhvern tíma sagt um þennan mikilúðlega mann að betra væri að eiga hann að vini en óvini. Smám saman urðum við vinir og bilaði það aldrei. Við áttum samleið á mörgum sviðum og þótt stundum sætum við ekki sömu megin borðs vorum við miklu oftar staðfastir samherjar. Aðstoð í orði og verki sem hann veitti mér og mínum hefur verið okkur ómetanleg. Starfsferill hans, mest hjá Reykjavíkurborg, var til fyrirmynd- ar, og gætti þar mest góðgirni, en einnig sanngjarnrar festu. Hann átti fjölda áhugamála og voru þá íþróttamál mjög framar- lega, enda margheiðraður af íþróttahreyfingunni. Það er bókarefni að gera ævi- stai-fi hans skil. En þess má þó geta að hann var góður rithöfundur og hafði meira skopskyn en flestir aðr- ir. En ég tel ekki við hæfi að taka vin minn látinn til andlegrar krufn- ingar. Þó langar mig að bæta við þvi sem Gunnar á Hlíðarenda sagði við Njál forðum og hefði ég fyrir löngu átt að segja við Magnús. „Góðar eru gjafír þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.“ I framangreindu hefði mátt segja fleira. Ég kveð með djúpri virðingu og söknuði góðan vin, jafnframt því sem ég votta Línu, börnum þeirra og öðrum skyldmennum innilegustu samúð. Björn Þórhallsson og fjölskylda. Hann varð þjóðsagnapersóna strax á unga aldri. A menntaskóla- árum sínum og í Háskólanum gat Magnús sér orð sem gleðimaður, ræðumaður og riddari þess akademíska hringborðs sem gekk til móts við lífið í krafti lærdóms jafnt sem lífsgleði. Magnús varð frægur heimavistarmaður á Garði, þar sem stundum fór meira fyrir gleðskap en gáfnaprófum. Magnús hefur skrifað ógleymanlegar sögur frá þeim árum og sagt ennþá fleiri sögur sem ekki voru prenthæfar. Enda þótt Magnús hafi verið sögu- maðurinn þá var hann líka oftast aðalpersónan, enda einstaklega lag- inn við að gera grín að sjálfum sér. Ekki vorum við Magnús samferða í skóla, enda tiu ára aldursmunur á okkur. En andi Magnúsar sveif enn- þá yfir vötnum lagadeildar löngu eftir að hann var farinn þaðan og gerði sjálfsagt allar götur þangað til laganemar neyddust til að læra jús- inn. Háskólanámið hjá kynslóð Magnúsar og minni kynslóð gekk nefnilega út á það að eyða sem minnstum tíma í námið. Félagslíf, pólitík og aðrar lífsins nauðsynjar nætur sem daga voru hins vegar fyrirferðarmeiri í júridísku uppeldi Magnúsar Oskarssonar og hann varð ekki verri lögræðingur fyrir það. Raunar miklu betri, vegna hinnar marghátt- uðu mannlegu þekkingar sem þessi spaugsami og skarpgreindi öðlingur og mannvinur aflaði sér. Þegar ég hóf störf á skrifstofu borgarverkfræðings á miðjum sjö- unda áratugnum var Magnús vinnu- málafulltrúi hjá Reykjavíkurborg og hafði aðsetur fyrir ofan Reykja- víkurapótek. Þar kynntist ég hon- um fyrst með því að fá í nefið hjá honum og leysa mörg kjaramálin með heiðursmannasamkomulagi og svo leystum við heimsmálin og önn- ur vandamál Sjálfstæðisflokksins í leiðinni. Magnús var mikill og góður sjálf- stæðismaður og hafði það umfram flesta aðra að þekkja flesta Reykvíkinga með nafni og þekkja þá persónulega. Hann var heimsins mesti og besti kosningasmali og glöggur á úrslit og gat sagt um það með nefinu einu hverjir næðu kosn- ingu. Magnús var mikill stuðningsmað- ur Gunnars Thoroddsen á þeim ár- um, og galt fyrir það, eftir að Gunn- ar féll í ónáð. Davíð Oddsson naut foringjahollustu Magnúsar á hinum síðari árum og munaði um minna. Sjálfur hefði Magnús notið sín sem alþingismaður, svo mikla þekkingu og tilfinningu sem hann hafði fyrir pólitískum straumum sinnar sam- tíðar. Sú upphefð hlotnaðist honum aldrei, enda Magnús slíkur lífs- nautnamaður að hann fórnaði aldrei persónu sinni fyrir framann. Hann fékk sín upphefð í öðrum störfum og þeirri virðingu og gleði sem margvísleg mannleg samskipti færðu honum. Starf sitt hjá borginni endaði Magnús sem borgarritari og vara- borgarstjóri og sómdi sér vel sem slíkur. En Magnús kom víðar við og meðal annars í íþróttahreyfingunni. Hann var óþreytandi knattspyrnuá- hugamaður, fyrst sem mikill stuðn- ingsmaður KA, enda Akureyringur eins og þeir gerast bestir, og síðar sem félagi og formaður í Knatt- spyrnufélaginu Þrótti. Þar starfaði Magnús af mikilli ósérhlífni og þar endumýjuðum við kynnin í góðu samstarfi, sem hélt áfram þegar Magnús _tók að sér formennsku í dómstól ÍSÍ. Það var í sumar sem leið að Magnús hringdi í mig og greindi mér frá veikindum sínum og við átt- um aftur spjall saman fyrir áramót- in, oftar en einu sinni, og enda þótt hann léti vel af sjálfum sér mátti ljóst vera að Magnús var að undir- búa leikslokin. Það gerði hann eins og allt annað, af smekkvisi, æðruleysi og þeirri hráu kímni sem honum var svo töm og alþjóð kynntist svo vel í stuttum en hnitmiðuðum greinum Magnúsar í Morgunblaðinu og bókum sem hann gaf út Magnús Óskarsson setti svip sinn á bæjarlífið. Hann var gleðigjafi, sagnabrunnur, vinur vina sinna, þekktur af háum sem lágum. Lágur maður vexti en fasmikill, hafði sterka útgeislun og brothætta lund. Fulltrai frjálslyndis, málsvari smæ- lingja. Með Magnúsi er genginn einn af litríkustu samferðamönnum okkar kynslóðar. Ég sendi konu hans og afkom- endum innilegustu samúðarkveðjur. Ellert B. Schram. Kveðja frá Kjaradómi Þegar ég var ungur lögmaður fyrir margt löngu voru í stéttinni nokkrir eldri lögmenn sem maður bar mikla virðingu fyrir. Einn þeirra var Magnús Óskarsson, þá borgarlögmaður. Hann var maður virðulegur og ætíð vel klæddur. MAGNUS ÓSKARSSON Hann var frekar lágvaxinn en þrátt fyrir það var alltaf litið upp til hans. Fundum okkar bar stundum saman við úrlausn einhverra mála, eins og gerist í þessu starfi, og stundum einnig er menn voru að gera sér glaðan dag. Magnús var þá hrókur alls fagnaðar og mikill fengur var að því að fá að sitja með honum til borðs. Kynni mín af Magnúsi hófust þó fyrst fyrir alvöru er ég tók sæti í Kjaradómi árið 1997, en þar sat Magnús fyrir. Kjaradómi eru falin vandasöm verk þar sem reynir mik- ið á kunnáttu dómenda í lögfræði, sérstaklega á sviði vinnu- og stjórn- sýsluréttar. Það var ekki komið að tómum kofunum þar sem Magnús var. Hann hafði áratuga reynslu af flutningi mála fyrir Kjaradómi, meðan það tíðkaðist, og síðar sem dómari þar. Þá hafði hann einnig tekið þátt í gerð óteljandi kjara- samninga sem borgarlögmaður og þekkti vinnuréttinn og umhverfi kjarasamninga út og inn. Hann var ráðagóður og fús af veita af reynslu sinni. Hann var stílisti svo af bar og mikill íslenskumaður. Ekki vorum við alltaf sammála eins og gengur, en ætíð náðum við sáttum þegar málin höfðu verið rædd í þaula. En þrátt fyrir að það séu alvöru- mál sem rædd eru á fundum Kjara- dóms, þá lumaði Magnús alltaf á góðum sögum eða hnyttnum tilsvör- um sem léttu mönnum lundina. Það bar þó við á einum fundinum í haust að Magnús kvaddi sér hljóðs að loknum fundi til segja okkur að hann hefði þá nýlega greinst með banvænan sjúkdóm og hefði hann ákveðið ganga ekki til lækninga. Þetta sagði hann af ótrúlegri rósemi og yfirvegun og sýndi að bak við gamanyrðin sem hann hafði ætíð á vörum var maður alvöru og sjálf- sögunar. Af miklu æðruleysi tók hann síðan þátt í öllum störfum Kjaradóms til dauðadags, eins og ekkert hefði í skorist, og hélt áfram að segja okkur skemmilegar sögur þótt hann væri orðinn dauðveikur. Ég vil fyi-ir hönd okkar Kjara- dómsmanna þakka fyrir samstarfið við Magnús um leið og ég ber fram samúðarkveðjur til allra hans skyld- menna. Garðar Garðarsson hrl. Vinur minn Magnús er látinn. Hann vissi að hverju stefndi, en höggið var þungt, þegar andláts- fregnin barst. Magnús sýndi mikið æðruleysi og hetjuskap í baráttu sinni gegn illvígum sjúkdómi, sem að lokum lagði hann að velli. Hans er og verður sárt saknað og þá ekki síst af fjölskyldu sinni, sem umvafði hann kærleika og hlýju allt til enda. Magnús var mikill heiðursmaður og heimsborgari, greindur og glöggur og hafði dálæti á gríni og gaman- málum og var öðrum mönnum fremri að skynja skoplegu hliðar til- verunnar. Ég kynntist þeim bræðrum Magnúsi og Sæmundi fyrir allmörg- um árum og mikið hefði ég gefið fyrir að vera þeim samferða á upp- vaxtarárum þeirra á Akureyri eða ferðalögum síðar meir, því gleði- gjafar og grínistar voru þeir miklir og sjaldan lognmolla í kringum þá. Vinátta okkar Magnúsar þróaðist í gegnum árin og aldrei bar skugga þar á. Einhver ólýsanlegur strengur myndaðist á milli okkar, svo sterk- ur, að við hleyptum hvor öðrum óhikað inn í sálartetur hvor annars. Hann gaf mér mörg heilræði um dagana og virtist alltaf vera til þjón- ustu og vináttu reiðubúinn. Magnús var baráttumaður, hvort heldur var í stjórnmála eða íþróttastarfi. Hann þurfti ekki að sitja í foringjasæti, það nægði honum að berjast fyrir góðu málefni. Hann skilaði knattspyrnufélaginu Þrótti í hóp alvörufélaga og stund- um fannst mér, að Sjálfstæðisflokk- urinn væri Magnús, svo hart gekk hann fram fyrir skjöldu að verja hann og styrkja. Þegar leið að kosningum rann mikill móður á Magnús og hann var í essinu sínu. En á bak við þennan skemmtilega baráttumann leyndist traustur, góð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.