Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 23 ÚR VERINU Mikilvægt að komandi loðnuvertíð fyrir frysta loðnu og hrogn heppnist vel Stærð loðmmnar ræður úrslitum LOÐNUVINNSLAN á mikið undir því komið að loðnan, sem fer í frystíngu verði stór, því þá fæst hæsta mögulega verðið. GÓÐ flokkun loðnunnar skiptir höf- uðmáli á komandi loðnuvertíð. Japanskii- kaupendur hafa lítinn sem engan áhuga á smáloðnu og verð fyrir minnstu stærðarflokkana hefur lækk- að mikið frá síðustu vertíð. Afkoma framleiðenda hér á landi byggist því á hvernig loðna kemur úr hafínu þegar frystingin hefst á næstu vikum. Þó að sjómenn hafí orðið varir við mikið af loðnu út af Austfjörðum síð- ustu vikur þá hafa margir áhyggjur af því að stóra loðnan hafí enn ekki skilað sér inn í veiðina. Af þeirri loðnu sem skipin hafa borið á land að undanfórnu, bendir flest til þess að hún fari í stærðarflokkinn 60 stk. eða meira í kílói. A síðustu vertíð var mun minna framleitt af stærstu og verðmætustu Japansloðnunni en á vertíðinni 1997. I fyrra flokkuðust um 60% fram- leiðslunnar í stærðarflokkinn 60 stk. eða meira í kílói. A móti kom að fyr- ir vertíðina í fyrra varð um 20% verðhækkun á Japansloðnunni, einkum vegna skorts á loðnu þar í landi. Reyndar var verðhækkunin mismunandi eftir stærðarflokkum en áætla má að þá hafí fengist í kringum 60 krónur fyrir kílóið að meðaltali. Ekkert fryst á Rússlandsmarkað A síðustu vertíð flutti Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. út um 10 þús- und tonn af frystri loðnu til Japans en um 14 þúsund tonn á vertíðinni árið 1997. Þá voru einnig fryst um 12 þúsund tonn fyrir Rússlands- markað í fyrra. Islenskar sjávaraf- urðir seldu um 8 þúsund tonn af frystri loðnu til Japans í fyrra sem var nokkru meira en á vertíðinni 1997 þegar fryst voru um 5.800 tonn hjá framleiðendum ÍS. Rúm 20 þús- und tonn af loðnu voru fryst hjá IS fyrir Rússlandsmarkað á síðasta ári. Úmboðs- og heildverslunin Nes hf. seldi um 900 tonn af Japansloðnu í fyrra. Samtals voru því aðeins fryst tæp 20 þúsund tonn af loðnu fyrir Japansmarkað á síðustu vertíð. Framleiðslan olli nokkrum von- brigðum þar sem áætlað var að hægt yrði að selja allt að 30 þúsund tonn til Japan. Áætluð verðmæti Japansloðnunnar í fyrra var 1,1 milljarður króna. Mikilvægt að framleiða í stærstu flokkana Pétur ísleifsson, deildarstjóri hjá Islenskum sjávarafurðum, segist vongóður um að takist að framleiða mikið fyrir Japan og ílokkun verði góð. Mikilvægt sé að framleiða sem mest í stærðarflokkunum 50-55 stk./kg og 56-60 stk./kg. „Á síðustu vertíð náðist ekki að framleiða nema sáralítið í þessa flokka. Eg hef haldið því fram að stóra loðnan hafi verið veidd á sumrin og þá fáist ekki eins góð loðna á vetrarvertíð- inni, líkt og gerðist í fyrra. Síðast- liðið sumar var veitt mun minna en oft áður og því hlýt ég að telja að stóra loðnan eigi eftir að láta sjá sig, þó enn sé fátt sem bendir til þess,“ segir Pétur. Pétur segir loðnuveiðar Norð- manna og Kanadamanna ekki þurfa að hafa mikil áhrif á markaðsstöðu íslendinga í Japan. „Vertíðin hér heima er á undan þeirra og því tel ég að við ættum að geta selt eins mikið til Japans og við getum framleitt. Ef við framleiðum ekki nóg þá leita Jap- anir annað til að fullnægja eftir- spum. Þar fyrir utan hafa bæði hrá- efnis- og bragðgæði verið hvað mest hjá okkur og þess vegna vilja Japan- ir fá sem mest frá Islandi," segir Pétur. Aukin samkeppni frá Noregi og Kanada Steindór Gunnarsson, markaðs- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, segir það skipta sköpum fyrir framleiðendur, og reyndar þjóðarbú- ið allt, að loðnuvertíðin heppnist vel. „Það em aðrar þjóðir að banka á dyrnar hjá Japönum, svo sem Norð- menn og Kanadamenn. Ef við höld- um ekki okkar hlut þá missum við hreinlega af lestinni.“ Steindór segir loðnuveiðar Norð- manna enn sem komið er óskrifað blað, en ljóst sé að þeir geti framleitt sambærilega loðnu við þá sem ís- lendingar framleiða. Kanadaloðnan hafí það fram yfír þá íslensku að hún er tiltölulega stærri, þó stærsti hluti hennar á vertíðinni í sumar hafí farið í stærðai'flokkinn 50-60 stk./kg. „Það er einmitt sá stærðarflokkur sem við þurfum að framleiða sem mest af á komandi vertíð. Reyndar var hluti Kanadaloðnunnar ekki nógu góður og Japanir eru ekki sér- lega ánægðir með hana.“ Eins og greint hefur verið frá hef- ur SH samið við Japani um verð á loðnu á komandi vertíð. Ljóst er að verð mun lækka talsvert frá síðustu vertíð í yenum talið, einkum á smæstu loðnunni. Steindór segir að rekja megi verðlækkanirnar til efna- hagsástandsins í Japan. „Japanir bregðast mjög skjótt við fjárhags- vanda ríkisins og fólk sem er að spara kaupir ódýra vöru. Þeir sem hafa unnið matvörur úr íslensku loðnunni koma illa undan síðustu vertíð, því hráefnið vai’ léleg smá- loðna og samkeppnin er mikil á markaðnum. Það var því ekki mikill möguleiki á sveigjanleika í verðá- kvörðunum,“ segir Steindór. Stóra loðnan gæti Iátið sjá sig Steindór segir ljóst að flokkist loðnan jafn illa og á síðustu vertíð verði mun minna framleitt hér á landi. Japanskir kaupendur vilji ekki smáloðnu, enda séu til nógar birgðir af henni í Japan. Auk þess sé fryst- ingin ekki spennandi kostur fyrir framleiðendur á íslandi þar sem verð á smáloðnunni sé tiltölulega lágt. ,Afkoma framleiðenda byggist á því hvaða stærð kemur upp úr sjónum þegar vertíðin hefst. Þeir þurfa hins vegar ekki að örvænta þó loðnan sem veiðst hefur síðustu vik- ur sé smá. Loðnan er oft smá á fyrri- hluta vertíðarinnar en síðan gengur stærri loðnan saman við. Það reynd- ar brást í fyrra og þá telja menn að stóra loðnan hafi farið dýpra en komið upp í Breiðafírði rétt undir hrygningu," segir Steindór. OKKAR MARKMIÐ ER AÐ ÞU NAIR ÞINU Það krefst sérstakrar þekkingar og taekni að búa til þægilegan en jafnframt kraftmikinn fjölskyldubíl. Við nýtum reynslu okkar úr kappaksturskeppnum viða um heim til að gera spræka og kraftmikla vél, þjált gírakerfi og sportlega fjöðrun. Við nýtum áratugalangt þróunarstarf okkar færustu vísindamanna til að tryggja hámarks öryggi ökumanns og farþega. Við nýtum rannsóknir NASA á líkamsstuðningi og plássþörf við hönnun innra rýmis til að ná hámarksþægindum og nýtingu. Takmark okkar er að búa til bil sem þjónar þér betur. Prófaðu Honda Civic - og þú finnur um leið að okkur hefur tekist það býsna vel. Frá 1.459.000 kr. - hér eru gæði á ferðinni Honda i íslandi • Vatnagörðum 24 • Sími 520 1100 Opið virka daga kl.9-18 og kl. 12-16 á laugardögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.