Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sírai 569 1100 • Símbréf 569 1329 Agreiningur um lokun Bólstaðarhlíðar Grettir Hundalíf CLONKciONfC 'h/áaueJi - \criice ég þekkí 7 þau á'U— PLIP PLOP StíUnn. e/nri éféir m erihin k.unnug - legy h/jóó óóms þettou eri/issc}. \ lcga nc/tt éi/jót A. iriM/r uv. \n Smáfólk Ég vona að þú hafir kunnað að Það var ekki réttur meta þessa góðu þjónustu. litur á regnhlífinni. Frá Sveni Ólafssyni: í BRÉFI til blaðsins 21. janúar 1999 frá Umferðarnefnd Háteigsskóla er lýst yfir góðum árangri af lokun Ból- staðarhlíðar. Ætla má, að hér ríki einhugur að baki og fundin hafi verið leið, sem henti nánast öllum fyrir forgöngu Umferðai-nefndar Háteigsskóla og felst í því að loka Bólstaðarhlíð fyrir umferð ökutækja. Þeir, sem í hverfinu búa, starfa og hafa víðari sjóndeildarhring en með- limir téðrar nefndar, sjá hins vegar að hér er um einkennilega meinloku að ræða. Lokun götunnar er til bölv- unar fyrir samskipti innan hverfis- ins, menn þurfa að leggja óþarfa króka á leið sína til að komast leiðar sinnar, komið er í veg fyrir að stræt- isvagn geti gengið um götuna, um- ferðarálag leggst á aðrar götur svo sem Stakkahlíð, sem síður eru ætlað- ar til að bera slíkt álag, og umferðar- öngþveiti verður á öðrum stöðum svo sem á gatnamótum Stakkahlíðar og Skaftahlíðar og við Isaksskóla, sem er bein afieiðing þessa ráðslags. Hættur í umferð flytjast því aðeins til. Þeim er ekki forðað. Umferðamefnd Háteigsskóla virð- ist tæpast hafa annan augljósan til- gang en að minnka umferð við Há- teigsskóla. Nefndin lætm- sig engu skipta óskir íbúa hverfisins og þeirra, sem þar stunda atvinnurekstur og mótmælt hafa þessari lokun. Umferð- aryfirvöld borgarinnar hafa til þessa hunzað hag heildarinnar, þar á meðal óskh' aldraðra, sbr. ágætt bréf Hjálmars Hafliðasonar formanns fé- lags aldraðra, Bólstaðarhlíð, til blaðs- ins í ágúst sl. Mál er að linni. Lausn- ina verður að finna með hag heildar- innar fyrir augum, ekki síst vegna þess að lausnin er tiltölulega auðveld. I ofangreindu bréfí er hrósað góð- um árangri af lokum Bólstaðarhlíðar með því að gegnumstreymisumferð um hverfið hafi minnkað verulega og sé slík umferð um Bólstaðarhlíð frá Háteigsvegi að Stakkahlíð úr sög- unni. Skyldi nokkurn undra? Á Há- teigsvegi er yfir tvær erfiðar hraða- hindranir að fara og Bólstaðarhlíð er lokuð með þeim hætti að gatan er ekki einu sinni fær skriðdrekum. Bólstaðarhlíð er upphaflega hugs- uð sem breiðstræti gerð fyrir fjórar akreinar. Tenging milli Bólstaðar- hlíðar og Ki’inglumýrarbrautar var breyting á íyiTa skipulagi og nokkuð vanhugsuð á sínum tíma en er engu að síður staðreynd og orsök þess vanda, sem nú er uppi. Hann ber að leysa með hag heildarinnar fyrir augum og er full ástæða til að hlusta á rök félags aldraðra í þessu máli í stað þess að leiða þau hjá sér eins og umferðaryfirvöld virðast ætla að gera. Rétt er þó að geta þess, að skiptar skoðanir hafa verið um málið í borgarstjóm, er það hefui- verið þar til umfjöllunar. Með opnun Bólstaðarhlíðai', hæfi- legum hraðahindrunum og umferð- ai'ljósum má koma í veg fyrir hraða gegnumstreymisumferð, tryggja ör- yggi nemenda í Háteigsskóla en jafnframt mæta eðlilegum óskum íbúa og fyrirtækja í hverfinu, sem komið hafa sér fyrir miðað við það skipulag, sem verið hefur í hverfinu áratugum saman. SVERRIR ÓLAFSSON, viðskiptafræðingur, Lækjarási 12, Reykjavík. Hver kann að telja og hver kann ekki að telja? Frá Leifi Jónssyni: ÞVÍ NÆR sem dregur aldamótum, því ákafar er deilt um tímasetningu þeirra. Eru aldamót þegar við skrifum árið 2000 eða þegar við skrifum 2001? Því lærðari, sem menn eru í tölfræði, því sannfærð- ari virðast þeir vera um að alda- mótin renni ekki upp fyrr en við skrifum 2001. Hinn 19/1 sl. skrifaði Baldur Ragnarsson kerfisfræðingur grein í Morgunblaðið og var hún í þessum dúr. Hann segir þá, sem álíta alda- mótin vera um næstu áramót, ekki kunna að telja. Hann kveður þá reikna út frá röngum forsendum. Þeir reikni frá 0, en 0 þýðir ekkert og bak við 0 standi engin eining. Kerfisfræðilega má þessi staðhæf- ing Baldurs rétt vera, en hinu má ekki gleyma, að kristnir menn miða tímatal sitt við fæðingu Krists, Krists burð. Hvenær skyldi þá Kristur hafa lagt fyrsta ár sitt að baki? Skyldi það ekki hafa verið árið, sem hann fagnaði fyrsta afmælisdegi sínum, varð eins árs, árið 1 eftir Krists burð? Árið 10 eftir Krist varð Krist- ur þannig 10 ára og árið 2000 er hann samkvæmt þessum útreikn- ingi 2000 ára eða tuttugu alda gam- all. Það er, 2000 ár eru liðin frá fæð- ingu Ki'ists og 21. öldin gengur í garð. Lífsklukkan byrjar að tifa með fæðingunni og gildir það um allt líf á jörðinni. Hvort fæðingar- stundin er síðan kölluð 0 eða hvaða álit menn hafa á þeirru tölu, skiptir ekki máli. Hitt er víst, að enginn heldur upp á eins árs afmælisdag- inn sinn við fæðingu. Þegar árið 2000 gengur í garð, eru samkvæmt voru tímatali 2000 ár liðin frá fæðingu Krists, þá eru aldamót. LEIFUR JÓNSSON, læknir. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.