Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Forsætisráðherra Tyrklands gagnrýnir loftárásir Bandarfkjamanna og Breta á Irak Óttast stofnun sjálfstæðs ríkis íraskra Kúrda Incirlik. Reuters. BANDARÍSKAR herflugvélar flugu í gær óáreittar yfír flugbannssvæðið í norðurhluta íraks frá flugvöllum í Tyi-klandi, en tyrknesk stjórnvöld lýstu vaxandi áhyggjum af nýjustu loftárásum bandamanna á Irak og stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Bagdad-stjórn- inni. Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagðist hræddur um að stefna Bandaríkja- manna gæti haft í för með sér stofnun sjálf- stæðs ríkis Kúrda í norðurhéruðum íraks. Verði af því óttast Tyrkir að í Kúrdahéraðum Tyrklands eflist hi-eyfing aðskilnaðarsinna um allan helming. Orrastu- og sprengjuþotur af gerðinni F-15 og F-16 hófu sig í gærmorgun til flugs ásamt „Prowler“-vél segm búin er radartruflunar- búnaði og AWACS-þotu frá NATÓ-flugvellin- um við Ineirlik í Austur-Tyrklandi og sneru til baka um þremur stundum síðar án þess að vart hefði orðið við tilburði Iraka til að ögra þeim með loftvarnaskothríð, en undanfamar vikur hefur það ítrekað komið fyrir. Banda- rískar herþotur gerðu árásir á fímm loft- vamastöðvar írakshers á þriðjudag. Bandaríkjamenn og Bretar hafa sinnt loft- ferðaeftirliti í verndarskyni við íbúa Kúrda- héraðanna í fjallahéraðum Norður-íraks frá því Persaflóastríðinu lauk árið 1991. Saddam Hussein hafði áður ítrekað látið Kúrda gjalda andstöðu sinnar við stjórnina í Bagdad. Frá því Ecevit tók við stjórnartaumum bráðabirgðastjórnar í janúar hefur hann lýst vaxandi áhyggjum af því að aðgerðir Banda- ríkjamanna verki gegn tyrkneskum hagsmun- um. „Það má vera að Bandaríkjamenn stefni Reuters ekki að þvi að sjálfstætt ríki Kúrda komist á fót, en atburðarásin er að leiða til þess,“ hafði opinbera fréttastofan Anatolian eftir Ecevit. „Það er ljóst að stefnan sem Bandaríkja- menn eru byrjaðir að fylgja opnar fyrir mögu- leikann á klofningi Iraksríkis og að Tyi-kland muni líða mest fyrir það,“ sagði hann. Ocalan lentur í Rússlandi? Tyrklandsstjórn óttast að slíkt ástand handan landamæranna myndi hleypa upp- reisnaranda í kúrdíska íbúa Suðaustur-Tyrk- lands, en þeir hafa í 14 ár staðið í vopnaðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrir þessari bai'áttu hef- ur Abdullah Öcalan farið, leiðtogi Kúrdíska verkamannaflokksins, PKK. Skæraliðar PKK hafa stundað árásir sínar á tyrkneska stjóm- arhermenn út frá bækistöðvum í Norður- Irak. Enn er óljóst hvar Öcalan er niðurkominn, en miklar vangaveltur hafa verið uppi um það frá því hann bað um að fá að lenda einkaþotu, sem hann mun vera með á leigu, í Hollandi, en var vísað þaðan. Tyrkneskir embættismenn halda því fram að hann hafi fengið að lenda í Rússlandi, en þarlend yfirvöld vísa því á bug. BREZKUR orrustuflugmaður, sem tekið hefur þátt í eftirlitsflugi yfir syðra flug- bannssvæðið í írak, gengui' í fullum her- klæðum frá Harrier-þotu um borð í flug- móðurskipinu HMS Invincible í gær, en það er nú statt á Persaflóa. Vesturbæjar apótek hefur tekiö uiö rekstri Qrænu línunnar, áöur aö Laugavegi 46 í Reykjauík. Á þessum tímamótum bjóöum viö allar heilsuvörurnar frá Marja Entrich og Ledins meö 25% kynningarafslætti. VORCIKYNNING í DAG OG FÖSTUDAG Guöný Guömundsdóttir heilsuráögjafi mun veita ráöleggingar í apótekinu frá kl. 14-18 í dag og kl. 11-14 á morgun, föstudag. afíxna’Hná Guöný Guömundsdóttir heilsuráögjafi, stofnandi Grænu línunnar þakkar uiöskiptauinum sínum síöustu 16 árin, ánægjuleg samskipti og óskar Vesturbæjarapóteki lil hamingju. Marja ‘Entrich LEDINSÉ VESTURBÆJAR APÓTEK Melhaga 20-22, gegnt Sundlaug Vesturbæjar, sími 552 2190, Ruík. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 9-19 OG LAUGARDAGA 10-16 Fabius fyrir rétt London. The Daily Telegraph. LAURENT Fabius, forseti franska þingsins, sagði tíma- bundið af sér embætti á þriðju- dag á meðan hann svarar til saka í réttarhaldi yfir þremur fyrrver- andi ráðherrum, sem hefst í næstu viku. Fabius, sem var for- sætisráðherra 1984-1986, sætir ásamt fyrrverandi ráðherrum fé- lags- og heilbrigðismála mann- drápsákæru vegna hneykslis sem snerist um alnæmismengað blóð. Réttur verður settur yfir ráð- herrunum fyrrverandi í nýskip- uðum Lýðveldisdómstól 9. febrú- ar. Þá verða þau Fabius, Georg- ina Dufoix og Edmond Herve kölluð fyrir en þau voru í emb- ætti árið 1985, þegar um 1.250 dreyrasjúklingum var gefið al- næmissmitað blóð á ríkisreknum sjúkrahúsum. Málið var stærsta hneykslið sem upp hefur komið í frönsku heilbrigðisþjónustunni. Yfir 400 sjúkiinganna hafa látizt á þeim tíma sem liðinn er frá því þetta gerðist. Ferill Fabius, sem nú er 52 ára og var einn yngsti forsætisráð- herrann í sögu Frakklands, hefur liðið fyrir hneykslið, en áður var talið líklegt að hann yrði framtíð- arforsetaframbjóðandi sósíalista. Embættismenn dæmdir Fjórir háttsettir embættismenn í heilbrigðiskerfinu voru dæmdir fyrir svik árið 1992 og hlutu allt að fjögurra ára fangelsisdóma fyrir að láta það meðvitað við- gangast að dreyrasjúkiingum væri gefíð smitað blóð. Fabius og hinir fyrrverandi ráðherrar hans hafa sætt rannsókn frá því 1994, en þeir halda því fram að hafa ekki vitað neitt um hið alnæmis- mengaða blóð. Þetta er fyrsta málið sem Lýð- veldisdómstóllinn t.ekur fyrir, en hann var stofnaður árið 1993 og er ætlað að fjalla um mál þar sem ráðherrar sem enn gegna embættum sínum eru meðal sak- borninga. Þeir njóta friðhelgi fyrir málaferlum fyrir venjuleg- um dómstólum. I dómstólnum sitja þrír dómarar og 12 þing- menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.