Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 33
LISTIR
forma á ýmsan hátt til nútímans.
Fágaðir tréskúlptúrar hennar
jaðra þó við að geta kallast hönn-
un eins og svo margt í nú-
tímaskúlptúr, þótt hún leitist við
að gæða þá einfaldleika og
frumorku. Hins vegar sækja blýr-
issin meira til átthaganna og sum
þeirra líkjast furðumikið þreifíng-
um íslenzkra listamanna hér áður
fyrr svo sem Þorbjargar
Höskuldsdóttur og Hrings Jó-
hannessonar, þótt ekkert beint
samband sé þar á milli. Marja
Helander, f. 1965, er væntanlega
frá finnsku héruðunum með hlið-
sjón af nafninu og verkum henn-
ar, en gleymst hefur að geta upp-
runans á einblöðungnum. Hún er
ljósmyndari út í fíngurgóma og
það má vera alveg rétt sem skrif-
að stendur, að í myndum hennar
sameinast sjónræn mannfræði,
samískt landslag og nútíma að-
ferðir á tæknisviðinu. Um yfír-
stærðir er að ræða, sem eru þegar
best lætur afar vel gerðar og út-
færðar, áhrifín sterk og eftir-
minnileg svo sem í myndunum,
Teno-áin í Talvados, frá 1997, sem
er afar traust, samhverf og hrif-
mikil í myndbyggingu og,
Aimtjoki áin, frá sama ári þar
sem nakinn kvenlíkami samsam-
ast náttúrunni.
Framkvæmdin er þokkalega
sett upp, en engin skrá með heim-
ildargildi fylgir henni, hins vegar
full mikið af lausablöðum sem gefa
henni ekki alveg rétta yfírbragðið,
og einblöðungurinn um myndlist-
arkonurnar ófullkominn. Hér vant-
ar flem listamenn sem virkir era
og einnig má gera þá athugasemd,
að svo er hverju sinni sem verið sé
að kynna list Sama hér á landi í
fyrsta skipti og að viðkomandi hafi
litla hugmynd um hvað áður hefur
verið gert í þeim efnum og á sama
stað. Yfír það má síður valta og
hér verða að vera einhver meðvit-
uð og greinileg tengsl, að öðram
kosti er sú hætta innan seilingar,
að framkvæmdirnar verði tuggu-
kenndar og missi marks, sem væri
versta mál. Áhugasömum skal
bent á góða viðbót í bókasafninu í
formi margvíslegra rita, bæklinga
og upplýsinga, ásamt viðamikillar
kynningarstarfsemi í formi kvik-
mynda og fyrirlestra alla fyrstu
vikuna.
Það er líkast annað mál að sá er
hér ritar verður aldrei leiður á
uppranalegri list, gildum og jarð-
tengdum íðum, þakkar með virkt-
um fyrir sig.
Bragi Ásgeirsson
Leiðrétting:
í listdómi mínum um sýningu
Sigríðar Rutar Hreinsdóttur í
Gerðarsafni, sem lauk sl. sunnu-
dag, raglaði ég henni á einn veg
við Línu Rut Karlsdóttur, þegar
ég sagði hana viðriðna annars kon-
ar málun en á striga, sem væri
sjálfur mannslíkaminn. Gerðist
vegna línuteikninga hennar inn í
málverkin sem báru svip af þekkt-
um tízkumyndum fyrri tíma úr
Frans. Þá var ljósmynd af Sigríði
á ljósprentuðum einblöðungi mjög
dökk og klesst, þannig að hún bar
lítinn svip af henni. Hér var um
fljótfærni að ræða sem ég er þó
ekki alveg ábyrgur fyi-ir. Lista-
konuna bið ég velvirðingar á mis-
tökunum, sem hefðu verið óhugs-
andi undir öðrum kringumstæðum
og aðeins skilvirkari kynningu.
Að taka
myndlist inn
reglulega
ÞETTA vil ég sjá er yfirskriftin á
nýrri röð myndlistarsýninga sem
hefur göngu sína í Gerðubergi á
laugardaginn kl. 16. Kári Stefáns-
son, forstjóri Islenskrar erfða-
gi-einingar, velur verkin á þessa
fyrstu sýningu og er ætlunin að
halda tvær slíkar á ári, þar sem
leikmenn velja til sýningar verk
eftir listamenn sem þeir hafa vel-
þóknun á. Sýningin stendur fram
til 28. febrúar nk.
Ég veit ekki nokkurn skap-
aðan hlut um myndlist
Á sýningunni verður á fimmta
tug verka eftir myndlistarmenn
þriggja kynslóða, þá Kristján Da-
víðsson, Magnús Kjartansson og
Sigtrygg Bjarna Baldvinsson.
„Ég veit ekki nokkurn skapaðan
hlut um myndlist og mér líður
ósköp vel þannig. En ég hef hins
vegar tiltölulega sterkar tilfínning-
ar til ýmissar myndlistar,“ segir
Kári þegar hann er spurður hvað
hafi ráðið vali hans.
„Kristján og ég erum búnir að
vera vinir í þrjátíu ár og ég byrjaði
raunverulega ekki að taka mynd-
list inn reglulega fyrr en ég kynnt-
ist honum. Hann hefur náttúralega
haft töluverð áhrif á það hvernig ég
horfi á myndir. Ég er með á veggj-
unum heima hjá mér fjöldann allan
af myndum eftir Kristján, sem era
hluti af mínu daglega umhverfi, því
sem ég nota til þess að slappa af og
sem býr til það skjól sem ég hef
heima,“ segir Kári.
Alveg ævintýralega
flinkur málari
„Magnús Kjartansson er að
vissu leyti líka hluti af minni fortíð,
því við voram samtíða í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Hann var
alveg ævintýi-alega flinkur málari
strax sem kornungm- maður og ég
er alveg viss um að hann hefur
ekki hugmynd um hvað hann var
flinkur tæknilega strax sem barn.
Hann hefur farið í gegnum gífur-
legar breytingar mjög oft. Kannski
er ein af ástæðunum fyrir því að
hann er ekki enn orðinn frægari en
Nýjungar í vetrarstarfí Gerðubergs
Ritþing Guðbergs og sýn
ingar að vali leikmanna
RITÞING, myndlistarsýningar að
vali leikmanna, næfistasýning, æv-
intýranámskeið og hönnun fyrir
börn eru meðal þeirra nýjunga sem
bryddað verður upp á í dagskrá
menningarmiðstöðvarinnar Gerðu-
bergs á nýbyrjuðu ári.
Nýstárlegar myndlistarsýningar
hefja göngu sína í Gerðubergi nk.
laugardag, undir yfirskriftinni
„Þetta vil ég sjá“. Þær verða ólíkar
öðram myndlistarsýningum að því
leyti að fengnir verða leikmenn til
að velja verk eftir núlifandi mynd-
listarmenn til sýningar og mun
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskr-
ar erfðagreiningar, ríða á vaðið.
Á fyrsta Ritþingi Gerðubergs,
sem haldið verður laugardaginn 27.
mars nk., verður fjallað um Guð-
berg Bergsson
rithöfund og
verk hans - á
svipaðan hátt og
gert hefur verið
á Sjónþingum,
þar sem þekkth-
myndlistarmenn
og verk þeirra
hafa verið í
brennidepli. „Á
Ritþingunum
gefst fólki kostur
á að kynnast rithöfundinum, við-
horfum hans, áhrifavöldum og lífs-
hlaupi. Hann segir frá ferli sínum
með aðstoð tveggja spyrla ásamt
stjórnanda og dagskráin verður
krydduð með stuttum lestram úr
verkum hans,“ segir í nýútkomnu
fréttabréfi Gerðubergs. Lifandi
leikskáld er yfirskrift annars Rit-
þingsins, sem haldið verður í lok
maí, en þar verður viðfangsefnið
Árni Ibsen og leikrit hans.
Næstu Sjónþing Gerðubergs eru
fyrirhuguð á hausti komanda. í
september verður sjónum beint að
Þorvaldi Þorsteinssyni og verkum
hans og Eiríki Smith í nóvember.
Hjartans list næfísta
Danski leikhópurinn Ga-
desjakket frá Oðinsvéum sækir
Gerðuberg heim 21. febrúar með
brúðuleikhússýningu byggða á sí-
gildu ævintýri H.C. Andersens um
Þumalínu. Að sýningu lokinni gefst
áhorfendum kostur á að spreyta
sig á brúðugerð undir leiðsögn
leikaranna tveggja, Lars Holmsted
og Piu Gredal. Þau munu ennfrem-
ur halda tvö námskeið í Gerðubergi
22.-26. febrúar. Annað er nám-
skeið í leikrænni tjáningu fyrir
börn en hitt er ætlað fullorðnum
sem vinna með börnum og verður
þar farið í trumbuslátt, rytmaleiki
og afríska dansa.
Hjartans list er yfirskrift stórrar
samsýningar næfistanna Svövu
Skúladóttur, Hjartar Guðmunds-
sonar, Kíkó Korríró o.fl. sem hefst
laugardaginn 6. mars og stendur til
9. maí. Helgina 13.-14. mars verð-
ur námskeið í Gerðubergi á vegum
íslandsdeildar Evrópusambands
píanókennara fyrir byrjendur jafnt
sem lengra komna í píanóleik. Þá
hefur Ingveldur Yr Jónsdóttir
mezzósópran tekið upp þráðinn frá
því í haust og heldur áfram með
söngnámskeið fyrir byrjendur, þar
sem þátttakendur læra grannatriði
í söng og öndun, heilbrigða líkams-
stöðu og einfaldar raddæfingar.
Gerðuberg og Félag íslenskra tón-
listarmanna stendur fyrir Degi
flautunnar 17. apríl, þar sem flaut-
an verður kynnt í tali og tónum.
Sýning Ástu
grasalæknis
Félagsstai-fið í Gerðubergi býður
upp á margvíslega dægi’advöl fyiir
fólk á öllum aldri úr öllum hverf'um
borgarinnar. Má þar nefna bók-
band, postulínsmálun, tréskurð,
glerskurð, brids, boccia og skák.
Auk þess er þar starfandi myndlist-
arklúbbur, kór, hljómsveit og sjálf-
boðaliðahópar. Þar er einnig að-
staða til myndlistarsýninga en nú
stendur þar yfir sýning á verkum
Ástu Erlingsdóttur gi’asalæknis.
Enn er ótalið samnorræna verk-
efnið Fantasi Design, sem felst í því
að kynna hönnun fyrir börnum á
grunnskólaaldri og endar með
stórri sýningu í Gerðubergi. Þaðan
fara íslensku hugmyndirnar til Sví-
þjóðar á samnorræna farandsýn-
ingu sem verður opnuð í Kalmar 1.
apríl 2000, en kemur hingað til
lands í september sama ár og verð-
ur á dagskrá Reykjavíkur Menn-
ingarborgar Evrópu árið 2000.
Guðbergur
Bergsson
Morgunblaðið/Ásdís
LISTAMENNIRNIR á spjalli við Kára og listfræðinginn Aðalstein Ingólfsson, sem aðstoðar við uppsetningu
sýningarinnar. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Aðalsteinn, Magnús Kjartansson, Kári og Kristján Davíðsson.
hann er í dag sú að hann hefur til-
hneigingu til þess að fá leið á því
sem hann er að gera og byrja á ein-
hverju nýju. Hann er forfallinn
fönixisti.
Strákur af Brettings-
staðaættinni
Síðan er það þessi strákur hér,“
segir Kári og bendir á Sigtrygg
Bjarna, „hann var ekki nema átta
ára gamall eða svo þegar ég fór til
Bandaríkjanna á sínum tíma, svo
ég hafði nú ekki séð mikið af verk-
um eftir hann þá. Ég á það Aðal-
steini Ingólfssyni algerlega að
þakka að ég kynntist hans verkum.
Það kom mér líka mjög skemmti-
lega á óvart að komast að raun um
að hann er af Brettingsstaðaætt-
inni frægu, en þangað á ég líka
rætur að rekja, Thor Vilhjálmsson
og ýmsir aðrir góðir menn. Sig-
tryggur er raunverulega sá fyrsti
af þeirri ætt sem sýnir fram á að
menn þaðan geta málað.“
Sýningum lýkur
Hafnarborg
ÞRJÁR sýningar standa nú yfir í
sölum Hafnarborgar. I aðalsal er
sýning á verkum textílhönnuðarins
Kaffe Fasett. í Sverrissal eru sýnd
verk í eigu safnsins og í Apótekinu
eru sýnd málverk og ljósmyndir frá
Minjasafninu á Akureyri. Þessum
sýningum lýkur nú á sunnudag.
Hafnarborg er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 12-18.
Gerum árshátíðina að ógleymanlegu ævintýri.
Fagurt umhverfi, glæsilegir
salir, Ijúffengur matur,
fullvissa um Ijúft kvöld,
óvæntar uppákomur.
Sjáum um flutning
fram og til baka
. \ FAÐM/
Hringdu og kannaðu máiið.
Hveradöíum
uppl. og bókanir í s. 567 2020