Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 69 FÓLK í FRÉTTUM Skilgreiningar til vansa -Nú virðast margir eiga í erfíð- ieikum með að skilgreina tónlist þína; setja hana í eitt ákveðið hólf. „Eg held að endalausar skilgi-ein- ingar geti ruglað fólk frekar í ríminu heldur en að vera hjálplegt tæki til að nálgast tónlistina. Pá kemur fólk með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig tónlistin sé, þegar betra er að nema hana með opnum huga sem er frír af skilgreiningum. Það er mikilvægt að fólk hlusti á tónlistina og meti hana á eigin forsendum." - Nú er síðasta plata þín, „I See a Darkness", mjög seiðandi og text- arnir virðast mjög persónulegir. Byggir þú þá að einhverju leyti á eigin reynslu? „Já, þeir virðast mjög persónuleg- ir,“ segir Oldham og leggur áherslu á „virðast". „En ég hugsa þá ekki þannig því ég vil að áhorfendur geti tengst þeim persónulega án þess að mín persóna standi þar í veginum." - Nú virðist þunglyndislegur blær á mörgum lögunum. „Fólk talar svolítið um það, en þannig sé ég hlutina. Kannski sjá aðrir heiminn ekki á sama hátt. Eg veit ekki hvort betra er að sjá heim- inn í öðru ljósi, hvort dimman er nokkuð verri en ljósið?“ - Má sjá sömu breytingu í tónlist þinni og mismunandi listamannsnöfn þín gefa tii kynna? „Eg held að þótt mismunandi nöfn gefi til kynna einhverja breytingu á tónlistinni, þjóni nafnaskiptin frekar þeÚTÍ tilfinningu að byrja ferskur á nýju verki. Hvert tímabil verður þá einstakt í sjálfu sér, ný byrjun, og það eina sem máli skiptir." I leiklist framan af - Geturðu sagt mér meira frá sjálfum þér? „Ég var leikari sem barn og fram að 18 ára aldri. Þegar ég fór að heim- an 18 ára ákvað ég að leikarastarfið væri ekki heillandi staif. Það er eifitt að fá góð verkefni sem maður er sátt- ur við og maður þarf að vinna í IKVÖLD mun tónlistarmaðurinn Bonnie Prince Billy leika á Gauk á Stöng ásamt hljómsveitinni Ea- sytimes sem er frá New York. I sveit- inni eru Matt Sweeney og James Low úr hljómsveitinni Spavez, en bassa- leikari er Mike Fellows sem er frá Washington DC og leikur með pönk- hljómsveitinni Righteous Spring. Tónleikamir hefjast kl. 22 og munu KK og Sigur Rós spila á undan. Will Oldham hefur gefið út plötm- undir mismunandi nöfnum og hefui- þá iðulega kennt sig við nafnið Palace, en fyrsta smáskífa hans kom út árið 1993 undir nafninu Palace Songs, en aðrar plötur hafa verið tileinkaðar Palace Brothers, Palace Music eða bara Palace. Nýjasta listamannsnafh Oldhams er síðan Bonnie Prince Billy, en fýrir viku kom út breiðskífan „I See a Darkness" kennd við prinsinn. Will Oldham kemur fyrir sem ró- legur og örlítið feiminn maður sem fer sínar eigin leiðir. Það örlar á því að manni finnist sem hann vilji sem minnst taka þátt í darraðardansi nú- tímalífs, enda hafa margir lýst tón- list hans sem tímalausri og hlustun á plötur hans sem seiðandi ferðalagi. Oldham kemur hingað eftir tónleika- ferð í Evrópu en hann hefur verið að spila í Frakklandi, írlandi, Englandi og Hollandi. mörgu sem hefur ekki góð áhrif á mann sem hugsandi manneskju.“ - Hvernig kemur þá tónlistin inn í Ufþitt? „Ég hlustaði mikið á tónlist sem bai-n, og þá mest á eldri tónlist frá því fyrir 1960. Þegar ég var þrettán ára fór ég svo að hlusta á alls konar nýbylgju- og pönksveitir. Þá fór ég talsvert á tónleika ,og frá þeim tíma byrjaði ég að fá áhuga á tónlist. En ég held að ég hafi orðið fyrir áhrifum Samstarf við Björk? -Eru einhverjir ákveðnir lista- menn sem þú getur nefnt sem áhrifavalda? „Fyrir nýjustu plötuna mína hlust- aði ég talsvert á Bob Marley frá fyrri hluta áttunda áratugarins, plötur sem framleiddar voru af Lee Scratch Perry. Síðan hlustaði ég líka svolítið á „Darkness on the Edge of Town“ með Bruce Springsteen. Platan „Ha- ving Fun“ með Memphis Slim kemur Laugarasbio kynnir grmsmellinn A Night At The Roxbury Þeir eru ekki kúl Þeir eru ekki fJottll Þeir erujp^jega hámskir r LAUGARAS- Bonnie Prince Billy á Gauknum Nýtt nafn táknar nýja byrjun í kvöld leikur bandarískl tónlistarmaður- inn Will Oldham, sem kallar sig Bonnie Prince Billy, á Gauk á Stöng. Dóra Ósk Halldórsdóttir hringdi í kappann og spjall- aði við hann um tónlist, nafngiftir og hugs- anlegt samstarf við Björk. frá bandarískri tónlistarhefð. I dag hlusta ég talsvert á eldri tónlist, og reyni að forðast að hlusta á það allra nýjasta. Ný tónlist ber þess oft merki að þurfa að sanna sig, komast í gegn. Ég hef meiri áhuga á tónlist sem maður þarf að leggja sig eftfr, þarf tíma, og er jafnvel erfitt að nálgast. Þá veit ég að tónlistin hefur þurft að fara í gegnum ákveðið ferðalag áður en hún komst í mínar hendur.“ líka upp hugann, en þetta eru þær plötur sem ég hlust- aði mest á áður en ég gerði síðustu plötuna.“ - En að allt öðru. Eg frétti að þú værir hugsanlega að fara í samstarf við Björk og þá hugsanlega í sam- bandi við væntanlega kvikmynd Lars von Trier. Er eitthvað til íþví? „Ég get ekki svarað því, en ég myndi svo sannarlega vilja taka þátt í því verkefni," segir Oldham og verður öllu léttari í bragði. „En eitt- hvað er í gangi, en ég veit ekki ná- kvæmlega um hvað það snýst.“ - Ertu að segja að Björk hafí haft samband við þig? „Já, en ég veit ekki meira en það. A alveg eftir að skoða málið. En ég skildi eftir skilaboð á símsvaranum hennar.“ - Ætlarðu að hitta hana þegar þú kemur til Islands? „Já, ef hún er heima, þá væri það gaman.“ Það orðspor hefui’ farið af Will Old- ham að hann vilji ekki gefa viðtöl svo blaðamaður skýtur því að honum að þetta hafi nú bara gengið ágætlega. „Já, ég er svo spenntur fyrir að koma til Islands. Þess vegna finnst mér mun auðveldara að eiga samræður, eins og við þig núna,“ segir hann að lokum. iV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.