Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Nýr minnisvarði
um Kólumbus
Reuters
RÁÐGERT er að reisa rninnis-
varða, sem verður tileinkaður
Kristófer Kólumbus, í Puerto
Rico fyrir Kólumbusardaginn
12. október á aldamótaárinu.
Rússneski arkitektinn Zurab
Tsereteli sýnir hér teikningu
af minnisvarðanum, sem
nefnist „Fæðing Nýja heimsins"
þegar hann var kynntur á
blaðamannafundi í New York
í gær.
Líkur aukast á að George Bush yngri
bjóði sig fram í forvali repúblikana
Kveðst afar
áhugasamur
um starfíð
Washington, Los Angeles. Reuters.
GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í
Texas og sonur fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna, sagði í gær ekkert
grafið í fortíð sinni sem
gæti skaðað forseta-
framboð hans, ákveði
hann að skella sér í
slaginn. Skaut Bush sér
hins vegar undan því að
svara spumingum um
hvort hann hefði ein-
hvern tíma notað eitur-
lyf. Bush hefur ekki til-
kynnt hvort hann hygg-
ist bjóða sig fram í for-
vali Repúblikanaflokks-
ins vegna kosninganna
á næsta ári en sagðist
þó hafa „mikinn áhuga“
á þvi í samtali við sjón-
varpsfréttastöðina
CNN.
Var haft eftir George
George Bush
yngri
Bush eldri, forseta Bandaríkjanna
1989-1993, í franska dagblaðinu Le
Figaro í fyrradag, að hann teldi að
sonur sinn myndi líklega bjóða sig
fram. Sagðist Bush eldri reyndar
skilja ósköp vel ef sonur sinn færi
ekki fram, enda myndi fjölskylda
hans án efa þurfa að þola mjög
aukna ágengni fjölmiðla. „En hann
er heiðarlegur og sterkur persónu-
leiki. Eg held að góðar líkur séu á
þvi að hann fari fram.“
Viðurkenndi Bush yngri í viðtal-
inu á CNN að hann hefði hætt að
drekka áfengi vegna þess að „áfengi
tók að rýra þrek mitt mjög“. Sagðist
Bush þó aldrei hafa verið áfengis-
sjúkur. Er Bush var spurður hvort
hann hefði einhvern tíma notað eit-
urlyf sagðist hann ekki ætla að ræða
um neitt sem hann hefði gert þegar
hann var unglingur.
„Það sem skiptir máli
er að ég hef lært af
mistökum mínum. Eg
ætla ekki að senda þau
skilaboð til fólks að
spennandi sé að prófa
eitthvað sem Bush rík-
isstjóri gerði fyrir þrjá-
tíu áram.“
Bæði Dole og Bush
ynnu Gore
Bæði Elizabeth Dole
og George Bush yngri,
sem búist er við að
muni sækjast eftir til-
efningu Repúblikana-
fiokksins í bandarísku
forsetakosningunum
árið 2000, myndu bera sigurorð af
demókratanum og varaforsetanum
A1 Gore ef gengið yrði til kosninga
nú. Þetta er niðurstaða skoðana-
könnunar sem birt var í Los Angel-
es Times á mánudag.
Um 2.000 manns voru spurð
hvern þau vildu helst í framboð fyrir
flokkana og hvern þau myndu kjósa.
Flestir demókratar reyndust styðja
Gore en repúblikanar skiptust nokk-
uð jafnt á milli Bush og Dole. Niður-
staðan varð sú að væri Bush í fram-
boði gegn Gore myndu 57% kjósa
Bush en sá síðarnefndi fengi 39%.
Stæði valið á milli Dole og Gore,
myndi hún vinna varaforsetann með
50% gegn 42% atkvæða.
Yfírheyrslum öldungadeildar yfír þremur vitnum lokið
Endurtóku fyrri
framburð sinn
SAKSOKNARAR fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings yfirheyrðu í gær
Sidney Blumenthal, vin og ráðgjafa
Bills Clintons Bandaríkjaforseta, en
hann er þriðja og síðasta vitni
þeirra í málarekstrinum yfir Clint-
on. Öldungadeildarþingmenn hafa
nú horft á upptökur af yfirheyrslun-
um yfir hinum vitnunum tveimur,
Monicu Lewinsky og Vemon Jord-
an, og rökræddu í gær hvort kalla
ætti vitnin fyrir öldungadeildina
sjálfa. Þingið mun koma saman á
nýjan leik í dag, fimmtudag, og
skýrist þá hver afstaða þeirra er
hvað þetta varðar. Var þó talið
ósennilegt í gær að nægum fjölda
þingmanna fyndist nauðsynlegt að
kalla vitnin fyrir enda mun lítið hafa
komið fram við yfirheyrslur
sem ekld var vitað fyrir.
Lögfræðingurinn Vernon
Jordan, sem er einkavinur
Clintons og aðstoðaði Lewin-
sky í atvinnuleit skömmu áður
en samband forsetans við
hana komst í hámæli fyrir
rúmu ári, mun hafa bitið veru-
lega frá sér í yfirheyrslum á
þriðjudag. Sitthvað smávægi-
legt nýtt mun hafa komið á
daginn í yfirheyrslunni en
heimildarmenn, sem séð hafa
upptökur af vitnisburði Jor-
dans, sögðu engar „sprengj-
ur“ hafa fallið, ekki frekar en í
vitnisburði Lewinsky á mánu-
dag. Munu lögmenn Clintons
enda ekki hafa séð ástæðu til
að spyrja Lewinsky neinna spurn-
inga og spurðu Jordan einungis
nokkurra almennra spurninga sem
þykir vísbending um að ekkert nýtt
hafi komið fram, sem þeim hafi
fundist þeir verða að hrekja.
Repúblikananum Asa Hutchin-
son, sem yfirheyrði Jordan, þykir
engu að síður hafa tekist nokkuð vel
upp. Einbeitti hann sér að því ósam-
ræmi sem var á fyrri yfirlýsingum
Jordans og Lewinskys en þetta var
í fyrsta skipti sem Jordan er yfir-
heyrður eftir að Lewinsky ákvað að
hefja samvinnu við Kenneth Stara í
rannsókn hans á málum forsetans.
Viðurkenndi Jordan nú að hafa
borðað morgunverð með Lewinsky
á gamlársdag 1997 en því hafði
hann staðfastlega neitað er hann
gaf vitnisburð fyrir rannsóknar-
kviðdómi í mars á síðasta ári. Neit-
aði Jordan hins vegar algerlega að
hann hefði sagt Lewinsky að eyða
öllum eintökum af orðsendingu sem
hún hugðist senda Clinton, og sem
sannað hefði, svo ekki varð um
villst, að þau höfðu átt í ástarsam-
bandi.
Byrsti sig og varði
mannorð sitt
Yfirheyrslan yfir Jordan tók
þrjár klukkustundir og reyndist
hann saksóknurum alls ekki eftir-
gefanlegt vitni. Byrsti hann sig yfir
nokkrum spurningum Asa
Hutchinsons, varði mannorð sitt af
hörku og kvaðst engan glæp hafa
framið. I raun er Jordan lykilvitni í
málinu því saksóknarar halda því
Lítið nýtt virðist hafa
komið fram í yfír-
heyrslum yfír Monicu
Lewinsky og Vernon
Jordan í málarekstrin-
um á hendur Bill Clint-
on Bandaríkjaforseta,
segir Davíð Logi Sig-
urðsson. Er nú enn
deilt um framhald mála
í öldungadeildinni.
Monica
Lewinsky
Vernon
Jordan
fram að aðstoð hans við Lewinsky,
er hún var í atvinnuleit, hafi verið
bein tilraun, runnin undan rifjum
forsetans, til að halda henni
ánægðri rétt í þann mund sem hún
iét frá sér vottaða yfirlýsingu um
að hún hefði aldrei átt í ástarsam-
bandi við Clinton.
Fyrir rannsóknarkviðdómi 5.
mars á síðasta ári sagðist Jordan
ekki hafa borðað morgunverð með
Lewinsky á gamlársdag 1997 en
fimm mánuðum síðar, þegar Lewin-
sky hafði hafið samvinnu við Kenn-
eth Stara, staðfesti hún að þessi
fundur hefði átt sér stað. Þegar sak-
sóknarar sýndu Jordan á þriðjudag
kreditkortakvittanir sem sýndu að
þessi fundur átti sér sannarlega
stað sagðist hann ekki hafa munað
þennan fund, er hann var spurður í
mars, en að hann hefði rifjast upp
fyrir honum seinna.
Jordan hélt hins vegar áfram að
neita því að hann hefði beðið Lewin-
sky um að eyða minnismiðum sem
hún hafði ritað til Clintons. „Ég er
lögfræðingur en ég er ekkert fífl,“
sagði Jordan. „Ég myndi aldrei ráð-
leggja henni neitt slíkt.“
Lewinsky hefur „blendnar
tilfinningar“ til Clint.ons
Öldungadeildarþingmenn ræddu
í gær og fyraadag ákaft um það
hvort kalla ætti Lewinsky til að
bera vitni í eigin persónu fyrir öld-
ungadeildinni en þótt margir þeiraa
hafi sagt, eftir að þeir höfðu horft á
upptökur af yfirheyrslunni yfir
Lewinsky, að hún hafi verið afar
gott vitni virtist sem flestir þeirra
væru sammála um að ekkert nýtt
hefði komið fram við yfirheyrslurn-
ar og að ólíklegt væri að hún yrði
kölluð fyrir öldungadeildina.
Lýstu margir þingmanna yfir
undrun sinni á því hversu Lewinsky
virtist vel gefin og trúverðug. „En á
þessu stigi málsins," sagði
repúblikaninn James M. Jeffords,
„sé ég ekki ástæðu til að kalla hana
fyrir.“ Kvað hann Lewinsky einfald-
lega hafa endurtekið vitnisburð sem
þegar lægi fyrir. Orrin Hatch, þing-
maður repúblikana frá Utah, sagði
bandarískan almenning hins vegar
hafa rétt á því að sjá vitnisburð
Lewinskys til að móta afstöðu sína
til forsetans, og þvi hvort svipta
beri hann embætti. Talsmenn
Hvíta hússins sögðust hins
vegar ekki sjá þörfina á því að
vitnisburði hennar, eða ann-
arra, yrði „skellt framan í al-
menning".
Greindi öldungadeildar-
þingmaðurinn Laray Craig
frá því í þættinum Good
Morning America á ABC-
sjónvarpsstöðinni í gær að
Lewinsky hefði á mánudag
sagst hafa „blendnar tilfinn-
ingar“ til Bills Clintons
Bandaríkjaforseta, en Craig
horfði á upptökur af yfir-
heyrslunni yfir Lewinsky í
fyraadag. „Það er augljóst að
hér var kona sem einu sinni
bar afar sterkar tilfinningar í
brjósti til forsetans,“ sagði Craig,
en hann er þingmaður
Repúblikanaflokksins fyrir Idaho-
ríki. Sagði hann afsökunarbeiðni
lögmanna Clintons til Lewinsky
hafa verið heldur lágkúrulega. Eft-
ir að hún hafði verið lesin upp
„gretti Lewinsky sig, horfði í
gaupnir sér, undrandi og þreytt,"
sagði Craig.
Áttu aldrei von á
„sprengjum“
Repúblikaninn Henry Hyde, sem
fer fyrir saksóknurum fulltrúa-
deildarinnar, sagðist í fyrrakvöld
aldrei hafa átt von á því að
„sprengjur" féllu í þessum vitna-
leiðslum. „Yið vorum aldrei á þeirri
skoðun að við þyrftum á slíku að
halda til að færa sönnur á mál okk-
ar. Það sem við þurftum var að
staðfesta þær staðreyndir, sem
þegar liggja fyrir í eiðsvörnum yfir-
lýsingum, að Clinton framdi mein-
særi og reyndi að hindra framgang
réttvísinnar. Og okkur er að takast
þetta.“
Hvað sem því líður lætur enginn
sér detta í hug að Clinton verði vís-
að úr embætti. Ræða þingmenn nú
sín á milli hvernig þeir geta lokið
réttarhöldunum fljótt og vel. Deila
repúblikanar um það sín á milli
hvort semja eigi langa og afar ná-
kvæma yfirlýsingu um það hvað
Clinton hefði gert rangt eða hvort
semja eigi styttri yfirlýsingu, sem
sumir demóki-atar gætu stutt þar
sem hegðun forsetans væri átalin en
látið þar við sitja.
.
™sIlÉf
Seljum í nokkra daga lítið útlitsgölluð hásgögn
með allt að 50% afslætti
Opið:
virka daga kl. 12-18
lau. 6/2 kl. 11-16
sun. 7/2 kl. 13-17
Mörkinni 3
sími 588 0640
fax 588 0641
casa@islandia.is