Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 64
J4 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Frosið
grænmeti
Að vetrinum segist Kristín Gestsdóttir
nota meira frosið grænmeti en ferskt
nema salat, hvítkál og þess háttar.
UM DAGINN las ég í dagblaði að
alltaf ætti að nota frekar ferskt
grænmeti en frosið. Skýringin var
eitthvað á þá leið að það þyrfti svo
mikið vatn til að sjóða frosið græn-
meti, en hið ferska mætti gufu-
sjóða eða setja í örbylgjuofn. Hví-
lík reginfirra. Er eitthvað því til
fyrirstöðu að sjóða frosið græn-
meti í litlu vatni eða setja í ör-
bylgjuofn? Auðvitað er best að
nota ferskt grænmeti en það er oft
mjög dýrt, mun dýrara en hið
frosna einkum að vetrinum. Auk
þess höfum við enga tryggingu
fyrir því að það ferska grænmeti
sem er flutt hingað til landsins
langa vegu sé ferskt. Mismikið C-
vítamín getur verið í því og jafnvel
alls ekkert og ekki bætir löng vera
í verslunum ástandið. En frosna
grænmetið er forsoðið smástund
fyrir frystingu til að gera
efnakljúfa óvirka, annars eyða þeir
vítamíni - líka í frysti en þeir eru
ekki óvirkir í ferska grænmetinu
sem langt getur verið síðan var
uppskorið. Pegar ég matreiði fros-
ið grænmeti sýð ég það sjaldan í
vatni, heldur set ögn af smjöri á
það og sýð við hægan hita í potti
eða í örbylgjuofni. Yfirleitt rennur
einhver vökvi úr frosna grænmet-
inu sem blandast smjörinu. Líka
má sjóða það í litlu vatni og nota
ekki smjör. Gott er að eiga tilbúið
og hreinsað grænmeti í frysti,
klippa gat á horn pokans og taka
hæfilega skammta úr honum í einu
og loka síðan gatinu með
þvottaklemmu og stinga í frysti á
ný. Eg geri ekki mikið af því að
djúpsteikja mat, en djúpsteikt
frosið brokkál, blómkál, rósakál og
gulrætur finnst mér góður matur,
en því er velt upp úr orly-deigi áð-
ur. Eg á ekki djúpsteikingarpott
en steiki þetta bara í smáskömmt-
um í litlum potti í olíu og nota ekki
mikið af henni. Djúpsteikt græn-
meti þarf að borða strax.
Djúpsteikt
grænmeti
V'j kg frosið blómkól, brokkól,
frekar smóar gulraetur og rósakál,
eða V-i kg blanda af þessu
Vi dl hveiti
4-5 dl ólífuolía
1. Notið ekki mjög smáar hríslur
af blómkáli og brokkáli, meðalstór-
ar gulrætur og rósakál. Þíðið
grænmetið, helst í kæliskáp. Dreif-
ið úr grænmetinu á disk eða fat,
setjið hveitið á sigti og stráið yfir.
2. Hitið olíuna. Dýfið grænmet-
inu í orly-deigið og steikið í olíunni
og á báðum hliðum svo að það taki
aðeins lit. Best er að steikja græn-
metið í smáskömmtum. Setjið á
eldhúspappír þegar þið takið
grænmetið úr pottinum.
Orly-deig
2 dl hveiti
Vi tsk. salt
Vá tsk. pipar
Vi tsk. papríkuduft
2 e99
1 dl pilsner
1. Setjið þurrefni í skál og
blandið saman.
2. Setjið egg og pilsner út í og
hrærið saman með þeytara.
Kjötpönnukakci
með frosnu
grænmeti
200-250 g frosið grænmeti, t.d.
brokkál, blómkál og gulrætur
1 msk, smjör + 1 msk. matarolía
Ó00 g hakk (gjarnan blanda af
________tveimur tegundum)_____
2 tsk. salt
__________'A tsk, pipar_______
1 stór hvítlauksgeiri eða 2 minni
1 Vi dl brauðrasp
2 e99
1. Brjótið eggin í stóra skál,
hrærið í sundur, helst í hrærivél,
og setjið rasp út í. Látið standa í
10 mínútur.
2. Bætið hakki, mörðum hvít-
lauk, pipar og salti út í og hrærið
vel saman. Takið hakkið og þrýst-
ið á disk sem er jafnstór pönnunni
sem þarf helst að vera stór.
3. Setjið smjör og olíu á pönn-
una, hafið hægan hita og leggið
grænmetið í feitina, hvolfið hakk-
inu á disknum ofan á. Setjið lok á
pönnuna og sjóðið þannig í 10
mínútur.
4. Hallið pönnunni og látið soðið
renna af henni í skál. Rennið síðan
pönnukökunni yfir á disk og hvolf-
ið aftur á pönnuna, grænmetið
snúi nú upp. Sjóðið áfram undir
hlemmi í aðrar 10 mínútur. Berið
fram á pönnunni.
Meðlæti: Soðnar kartöflur eða
kartöflumús og soðið af pönnunni
sem bræddu smjöri er bætt í.
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Já, en þú
játaðir...
FALSJÁTNING! Þegar
ég heyrði þetta orð í sjón-
varpsfréttunum 26. janú-
ar flaug í gegnum huga
minn atburður frá því í
æsku. Eg er innan við
fermingu, þegar saga
þessi gerist. Þrír piltar
16-17 ára eru á skyttiríi
suður með sjó. Stefnan er
tekin út á Berg og endað í
Helguvík. Það eru fáir
mávar í skotfæri og lítið
hefur verið keypt af skot-
um, því mestaliur aur fer í
skellinöðrur og bíó.
Nokkrum dögum
seinna eru piltarnir sóttir
og farið með þá niður á
lögreglustöð. Þar er þeim
haldið drjúgan part úr
deginum. Þeir vita ekkert
hvað stendur til og eru
aðskildir allan tímann.
Lögreglan er hin kump-
ánlegasta og viðmótið
nokkuð vingjarnlegt. En
skyndilega breyttist and-
rúmsloftið - það er borið
upp á þá, að hafa skotið á
Hólmbergsvitann.
„Voruð þið ekki þennan
dag á skyttiríi úti á
Bergi?“ „Það sást til ykk-
ar um daginn." „Þið voruð
að sniglast í kringum vit-
ann.“ „Jæja, þið hafið
kannski aldrei komið út á
vita?“ „Játaðu bara að
hafa verið þarna, karlinn
minn.“
Svona hélt strögglið
áfram - fram og til baka,
klefa úr klefa með hurð-
arskellum og alls konar
hljóðum. Piltamir sem
hvorki fengu vott né
þurrt fóru að verða óör-
uggir og hikandi. Þeir
mundu orðið ekkert leng-
ur hvaða dag þeir höfðu
verið úti á Bergi og jánk-
uðu því svo, að einhver
hefði getað séð til þeirra.
Og fyrr en varði var búið
að „tala“ þá út á vita, en
þeir neituðu samt að hafa
skotið á hann.
Þá kom vendipunktur-
inn. Lengi var allt hljótt,
og ekkert komið inn í
klefa neins þeirra. Þá
byrjaði umgangur og það
var lokað hurðum - eins
og farið væri inn í klefana
til skiptis. Piltunum var
farið að líða illa. Feikna-
þorsti sótti að þeim og
mikið rót var komið á
hugann. Hvað var alltaf
verið að fara inn til hinna,
en ég látinn í friði - hvað
var að gerast?
Piltarnir eru komnir út
og ganga hljóðir um
stund. „Af hverju varstu
að játa?“ „Eg að játa, ég
játaði af því að þú játað-
ir.“ „Nei, heyrðu nú! - ég
játaði af því að þið játuð-
uð,“ sagði sá þriðji.
Helgi Sigfússon
Fallegra sjónvarpsefni
ÆTLI dagskrárstjóri
sjónvarps sé ekki fáanleg-
ur til að breyta um stfl, og
lofa okkur bandingjum
Ríkissjónvarpsins að
horfa á eitthvað annað en
ljótar leiðindamyndir.
Myndir sem snúast
stöðugt um ofbeldi og af-
brigðilegt fólk. I
svartasta skammdeginu
væri ágætt að sjá fallegar
sjónvarpsmyndir um
venjulegt fólk, fallegan
gróður, tré og rósir og
söguþráð sem endar vel.
Nóg er til af slíkum
myndum. Ljótu myndirn-
ar hafa lítið listrænt gildi
en vond áhrif á sálarlífið.
Vonandi er dagskrárstjóri
ekki viijandi að búa til at-
vinnu fyrir sálfræðinga.
Kona.
Árið 0 er ekki til
TIL Guðrúnar og Tinnu:
Enn og aftur birtast
bréf í Morgunblaðinu fi-á
fólki sem virðist alls ekki
geta skilið að árið 0 er
ekki til í tímatali okkar.
Miðað er við atburð sem
verður á ákveðnum tíma-
punkti. Atburðurinn, fæð-
ing Ki-ists, er tímapunkt-
ur (ekki heilt ár sem betur
fer fyrir Maríu mey). Tal-
að er um að fyrsta árið
eftir fæðingu Krists rétt
eins og nýfætt bam er á
fyrsta ári þar til það verð-
ur 1 árs, fyrsta árið er því
ár 1. Einnig er talað um
árið 1 fyrir Krist. Árið 0
er því ekki tfl. Eini mis-
skilningurinn e'r því í huga
þess fólks sem alls ekki
getur skilið að árið 0 er
ekki til aðeins árið 1 fyrir
Kristsburð og árið 1 eftir
Kristsburð.
Tímatalið e. Krist hefst
því á fyrsta árinu eftir at-
burðinn fæðingu Krists og
eitt ár er ekki liðið fyrr en
fyrsta árinu er að fullu
lokið. Sama gildir um árin
2000. 2000 ár eru ekki að
fullu liðin fyrr en því 2000.
er að fullu lokið og ný öld
hefst því ekki fyrr en á
miðnætti þegar árinu 2000
lýkur og árið 2001 gengur
í garð.
Eg vísa einnig til fyrra
bréfs míns varðandi þetta
efni sem hefur áður birst í
blaðinu. í von um betri
skilning ykkar því þar
liggur misskilningurinn.
Bestu kveðjur,
Hildur Svavarsdóttir
Aldamót eða ekki
aldamót
í GREIN sinni í Morgun-
blaðinu þriðjudaginn 2.
febrúar skrifar Gunnar
Egilsson um upphaf tíma-
tals okkar og segir þar
helst að þad hafi verið bú-
ið til árið 525 eftir Krist
og að það hafi verið miðað
við /æðingu Krists „árið
0“. Eg spyr: hvernig getur
það hafa gerst þegar sjálft
hugtakið 0 varð ekki til í
vestrænni stærðfræði fyrr
en meira en 500 árum síð-
ar? Hið rétta er að sam-
kvæmt tímatali okkar var
Kristur fæddur árið 1, en
árið þar á undan var árið
1 fyrir Krist. Þess vegna
hefst 21. öldin árið 2001,
en ekki árið 2000. Ég held
að Gunnar þyrfti að rann-
saka heimildir sínar bet-
ur.
Elías Halldór
Ágústsson,
Þingholtsstræti 30
Ánægja með
mánudagsviðtalið
MÁNUDAGSVIÐTAL 1.
febrúar fannst mér sérlega
athyglisvert þar sem rætt
var um menningu. Mér
finnst reyndar þessi viðtöl
vera með því besta sem
sjónvarpið hefur fram að
færa. Samtöl í sjónvarpi
ættu ekki að vera með
undirspili eins og stundum
gerist því það fer í taug-
amar á sumum, skemmir
hlustir hjá mörgum og
truflar samtalið. Þetta ger-
ist einkum ef tveir eða
fleiri sitja á kaffihúsum
þegar rætt er. Margan
fróðleik og góða þætti hef-
ur sjónvarpið fram að færa
undanfarin síðustu ár. Ber
að þakka það.
P.M.
Fasteignagjöldum
mótmælt
HRÖNN hafði samband
við Velvakanda og vildi
lýsa yfir óánægju með það
að fasteignagjöldin hjá
henni höfðu hækkað um
15% á 40 fm íbúð.
Tapað/fundið
Taska
fannst
KARLMAÐUR sem var
að þrifa jeppann sinn á
gamlársdag á Esso-stöð-
inni í Stóragerði skildi eft-
ir tösku með ýmsum hlut-
um í. Uppl. í síma
553 7837 á kvöldin. Inni-
haldslýsing nauðsynleg.
Kápa
týndist
KVENMANNSKÁPA
tapaðist á líkamsræktar-
stöðinni World Class í
janúar sl. Þetta er svört
síð kápa úr vönduðu efni
og er hennar sárt saknað.
Finnandi vinsamlegast
hafið samband í síma
587 5317.
Hringur
fannst
GULLHRINGUR með
steini og stöfum innan í
fannst á Hverfisgötu í síð-
ustu viku. Uppl. í síma
561 5086.
Snotra
týnd
PERSABLÖNDUÐ, ljós-
grá, 9 mánaða læða týnd-
ist frá Barmahlíð 18 31.
janúar sl. um hádegisbil-
ið. Finnandi er vinsam-
legast beðin um að hafa
samband við Guðfinnu
Hákonardóttur, Barma-
hlíð 18, sími 552 8808 eða
897 4027.
Víkverji skrifar...
SUNNUDAGINN 17. janúar
fjallaði Víkveiji um þann sið, að
viðskiptavinir Kaffivagnsins gætu
fengið sér í nefið við kassann í „boði
hússins", um leið og þeir greiddu
reikninginn. Þess var jafnframt
getið, að á bensínstöðvum OLIS
væri þessi háttur viðhafður og hefði
verið lengi. Þar kom fram að Óli
heitinn Sigurðsson, sem jafnan var
kenndur við OLIS, hefði komið
þessum sið á, viðskiptavinum, sem
væru eitthvað stressaðir, væri boð-
ið í nefið til þess að róa taugamar.
I þessu sambandi hafði Friðrik
Kárason hjá OLIS samband við
Víkverja og kvað Óla ekki hafa ver-
ið upphafsmann þessa siðar, heldur
Karl Jónsson, sem lengi var stöðv-
arstjóri á Klappar-stöð OLIS - á
meðan hún var og hét og þjónaði
bifreiðaeigendum á margvíslegan
hátt, þar var smurstöð og allt til-
heyrandi. Karl tók upp þennan sið,
sem breiddist svo út um allar bens-
ínstöðvar fyrirtækisins og mun sú
útbreiðsla hafa verið með velþókn-
un Óla. Friðrik vildi að hlutui-
Karls yrði ekki gleymdur í þessu
sambandi og því er þetta tilfært
hér og nú.
XXX
KUNNINGI Víkverja kom að
máli við hann, því að nú rétt
fyrir áramótin barst honum ávísun
í pósti frá Stefáni Haraldssyni,
framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs
Reykjavíkurborgar, þar sem hon-
um var tilkynnt, að hann hafði of-
greitt í Bílastæðasjóð 1.000 krónur,
hafði sem sagt tvígreitt sekt fyrir
ólöglega bifreiðastöðu við Baldurs-
götu í Reykjavík klukkan 21:15,
hinn 19. júlí 1996. Bréfið með ávís-
uninni var sent út með dagsetning-
unni 17. desember 1998.
Kunninginn var glaður í bragði,
hafði ekki hugmynd um að hann
ætti fjármuni inni hjá Bílastæða-
sjóði. Því var þetta kærkomin end-
urgreiðsla.
Það er þakkarvert, að Bílastæða-
sjóður skuli endurgreiða slíka upp-
hæð, en skrítið finnst Víkverja, að
það skuli taka 2 V2 ár að fá þessa
endurgreiðslu. Er allt í lagi með
endurskoðun reikninga Bílastæða-
sjóðs, þegar svo langan tíma tekur
að finna að tvígreitt hefur verið
fyrir eitt og sama brot? En um
þetta má hafa orðatiltækið „betra
er seint en aldrei“.