Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Julia Gold hjá Islenska dansflokknum
MYNDBÖND
Morgunblaðið/Ásdís
GUÐMUNDUR Helgason, Katrín Ingvadóttir, Katrín Johnson, Julia Gold og Chad Adam Bantner eru á
meðal dansara á frumsýningunni á fóstudag.
ÞETTA er svolítið spennandi
og öðruvísi verk,“ segir dans-
arinn Julia Gold um verkið
Dýfmgar eða „Diving“ eftir Rui
Horta sem frumsýnt verður á fóstu-
'ílag í Borgarleikhúsinu ásamt verki
hans Flat Space Moving og verki
Hlífar Svavarsdóttur Kæra Lóló.
„Rui Horta sá til dansflokksins á
Expo-sýningunni í Portúgal í sumar
og fengum við verk eftir hann til
uppsetningar," segir Julia. „Dýf-
ingadansinn eftir Horta er
óhefðbundinn og óvenjulegur. Hann
er samofínn leiklist og er ekki para-
dans. I verkinu stendur maður á
dýfingabretti og talar látlaust með-
an á flutningnum stendur. Horta
sagði okkur að þessa manngerð
væri að finna í New York, mann
sem gefur sig á tal við alla, en þykir
ekki trúverðugur og fær enga
áheyrn."
Dansararnir eru dýfingafólk á
sundbolum að gera æfingar og
sinna hugðarefnum sínum og gefur
það hinum málgefna sérvitringi
engan gaum. Hann er aftur á móti
fullur efasemda og má segja að
hann þori ekki að taka stökkið til
fulls. „Við notum vatn í dansinum,"
segir Julia. „Pað kemur vatn að of-
an eins og úr sturtu og við dönsum í
vatninu. Þetta er mjög sjónrænt.
Og maðurinn á brettinu talar um
ailt sem kemur upp í hugann en
ræðan er þó bundin við vatn. Hann
segir til dæmis: „Eg vildi óska að ég
væri fiskur."
Juiia hefur verið fimm ár í ís-
lenska dansflokknum. Hún er rúss-
nesk og byrjaði að dansa 10 ára hjá
Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu. „Eg
flutti til Isiands þegar ég var átján
ára,“ segir hún. „Mamma kom
hingað á undan mér til að kenna í
/Listdansskóla íslands. Þegar ég
Ég vildi óska að
ég væri fískur
heimsótti hana bauðst mér að fara í
prufu og eftir það fékk ég vinnu
hérna. Eg var rétt að klára skólann
í Hollandi þar sem mamma fór að
kenna eftir að við fluttumst frá
Rússlandi."
Að sögn Juliu hefur hún eignast
marga vini hérlendis og segist hún
hafa gaman bæði af landi og þjóð.
Nýlega sótti hún um íslenskan rík-
isborgararétt. „Islenski dansflokk-
urinn er einn af þeim bestu,“ heldur
hún áfram. „Það sem er skemmti-
legt við flokkinn er að hann flytur
verk eftir marga danshöfunda. Er-
lendis flytja flestir dansflokkar verk
eftir sömu höfundana árum saman.
Hér er alltaf eitthvað nýtt og krefj-
andi í boði.“
Julia segist hafa farið einu sinni
áður í Sundhöll Reykjavíkur þar
sem meðfylgjandi myndir voru
teknar. „Hinir dansararnir höfðu
ekki farið síðan í skólasundi," bætir
hún við og hlær. „Við fórum á eftir í
heita pottinn og það var mjög gott
að nota tækifærið og slaka á.“
Er góður a ndi í danshópnum ?
„Já, það er mjög góður andi. Við
hittumst við ýmis tækifæri, fórum
út á lífið, á kaffihús og líka út að
dansa.“
Hvernig dansið þið?
„Bara diskó,“ svarar hún og hlær.
„Okkur iangar að minnsta kosti
ekki tii að dansa eins og dans-
höfundar segja okkur að dansa.“
Heimskur,
en saklaus
Ranglega ásakaður
(Wrongfully Accused)_
Farsi/paródfa
★
Framleiðsla, leikstjórn og handrit:
Pat Proft. Kvikmyndataka: Glen
MacPhearson. Tónlist: Bill Conti.
Aðalhlutverk: Leslie Nielsen. 90 mín.
Bandarísk. Sam-myndbönd, janúar
1999. Ölluin leyfð.
MYNDIR með Leslie Nielsen eru að
ná því marki að vera kvikmyndateg-
und út af fyrir sig.
Ættir tegundar-
innar ætti þó
frekar að rekja til
Zucker-Abra-
hams-Zucker
gengisins sem
stóð að ,Airplane“
myndunum og
mörgum öðrum í
sama anda, m.a.
meistaraverkinu
„Top Secret“.
Venjulega er tekin fyrir ákveðin gerð
kvikmynda og gert grín að henni með
gríðarlegum ýkjum og vitleysisgangi.
Hér eru myndir um saklausa menn á
flótta undan „réttvísinni" í brenni-
punkti, og einn helsti galli myndar-
innar felst í rýrum efniviði til afbök-
unar í þeirri grein. Myndir Nielsens
eru margar og því æði misjafnar að
gæðum. Lætur nærri að þessi sé á
botni bunkans. Það þarf einstaka
jákvæðni til að ná fram svo miklu
sem brosgrettu, hvað þá hlátursrok-
um, nema í einstaka tilfellum. Fyrir
þau fær myndin eina stjörnu, sem er
ef til vill er ofrausn.
Guðmundur Ásgeirsson
Margur
er knár
Madeline
(Madeline)
Fjölskyldumynd
★ ★V2
Framleiðandi: Saul Cooper, Pancho
Kohner og Allyn Stewart. Leikstjóri:
Daisy Von Scherler Mayer. Handrits-
höfundar: Mark Levin og Jennifer
Flackett. Kvikmyndataka: Pierre
Aim. Aðalhlutverk: Frances McDorm-
and, Nigel Hawthorne og Hatty Jo-
nes. (92 mm.) Bandarísk. Skífan,
janúar 1999. Myndin er öllum leyfð.
KVIKMYNDIN um Madeline er
byggð á barnabókum eftir Ludwig
Bemelmans er lýsa prakkarastrikum
rauðhærðrar
telpuhnátu sem er
ein af tólf stúlkum
sem sækja lítinn
heimavistarskóla í
París. Madeline er
áræðin að eðlisfari
og er að gera for-
stöðukonuna, frö-
ken Clavel, grá-
hærða með upp-
átækjum sínum.
En þegar eigandi
skólans hyggst selja bygginguna og
gera stúlkurnar brottrækar, fer
Madeline af stað með ráðabrugg sem
kemur að góðum notum.
Madeline er vel gerð og skemmti-
leg fjölskyldumynd. Þar er leitast við
að endurskapa andrúmsloft
Madeline-bókanna, sem ritaðar voru
eftir seinna stríð og skreyttar
stílfærðum myndum eftir höfundinn
sjálfan. 011 umgjörð kvikmyndarinnar
er skemmtileg, auk þess sem hún
skartar úi-valsleikurum á borð við
Nigel Hawthorne sem leikur eigand-
ann harðbrjósta og óskarsverðlauna-
leikkonuna Frances MacDonnand
(Fargo). Hin unga leikkona Hatty Jo-
nes er lífleg og krúttleg í hlutverki
Madeline litlu, og aðrir leikarar skapa
lifandi persónur. Madeline er ágæt
barnamynd sem hefur sígilt yfir-
bragð, bæði hvað varðar útlit og um-
fjöllunarefni.
Heiða Jóhannsdóttir