Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
Fékk örorku-
mati breytt
úr 7% í 70%
71 ÁRS gömul kona, sem höfðaði
mál gegn Sjóvá-Almennum trygg-
ingum hf. fyrir að greiða sér bætur
byggðar á 7% örorkumati í kjölfar
bflslyss í janúar 1995 fékk Héraðs-
dóm Reykjavíkur til að fallast á að
varanleg örorka sín væri 70% en
ekki 7% eins og örorkunefnd, sem
starfai' á grundvelli skaðabótalaga,
komst að.
Konunni voru dæmdar 957 þús-
und krónur, en bæturnar sem kon-
an fékk upphaflega voru 263 þús-
und krónur að meðtalinni bóta-
skerðingu vegna aldurs.
I dómsniðurstöðu kom fram að
útreikningur á bótum skyldi mið-
ast við árslaun, að fjárhæð rúm-
lega eina milljón króna, en sam-
kvæmt 1. mgr. 6. gr. skaðabóta-
laga eins og hún var orðuð þegar
tjónsatburð bar að höndum, bar að
margfalda þá fjárhæð með 7,5 og
síðan 70% örorkustigi. Fékkst þá
fjárhæðin 5.414.745 krónur, en sú
fjárhæð sætti lækkun samkvæmt
reglu 1. mgr. 9. gr. skaðabótalaga
um 84% vegna aldurs konunnar og
eftir lækkunina stóðu 866.359
krónur. Umreiknuð fjárhæð miðað
við breytingu á lánskjaravísitölu
frá janúar 1995 varð 927.785 krón-
ur. Því bar tryggingafélaginu að
greiða konunni 927.785 krónur í
bætur vegna varanlegrar örorku
og 30.000 krónur vegna annars
fjártjóns eða samtals 957.785
krónur.
í niðurstöðu dómsins kom fram
að matsgerð dómkvaddra mats-
manna væri mun ítarlegri en mats-
gerð örorkunefndar og þótti sýnt
að konan hefði orðið að hætta störf-
um vegna slyssins. Er slysið átti
sér stað var konan 67 ára og töldu
hinir dómkvöddu matsmenn að með
hliðsjón af atvinnuþátttöku kon-
unnar og góðri heilsu hennar væri
ekki ástæða til að draga í efa að
hún hefði getað náð því markmiði
að halda áfram í fullu starfi meðan
hún gæti, þ.e. til 70 ára aldurs.
Utanríkisráðherra kynnir nýja skýrslu um alþjóðavæðingu
Miðað verði við að hægt
verði að taka upp evruna
í NÝRRI skýrslu um alþjóðavæð-
ingu og hugsanlega þróun í efna-
hags- og atvinnulífí landsmanna til
2010 er mælt með að peninga- og
efnahagsstefnan verði miðuð við að
hægt verði að óbreyttu að taka upp
evruna á íslandi á árabilinu 2005-
2010. Jafnframt er lagt til að gerð-
ar verði ráðstafanir til að unnt
verði að taka afstöðu til aðildar ís-
lands að ESB á raunhæfum
grunni, ekki seinna en á árunum
2005-2010. Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra kynnti skýrsluna á
spástefnu um alþjóða- og byggða-
þróun á Sauðárkróki í gær.
Skýrslan er unnin af Þórði Frið-
jónssyni ráðuneytisstjóra, Guð-
brandi Sigurðssyni framkvæmda-
stjóra ÚA, Kristni F. Árnasyni
sendiherra, Páli Sigurjónssyni
formanni stjórnar Útflutnings-
ráðs, Rannveigu Rist forstjóra
ÍSAL, Runólfí Smára Steinþórs-
syni frá Háskóla íslands og Sig-
urði Einarssyni forstjóra Kaup-
þings.
í skýrslunni er lagt til að gerðar
verði úrbætur á skattalegri stöðu
fyrirtækja og einstaklinga sem
starfa erlendis, skattalegir hvatar
teknir upp vegna þróunar- og
markaðsstarfsemi og skattar og
gjöld aflögð sem skerða samkeppn-
isstöðu innlendra fyrirtækja, s.s.
stimpilgjöld á fjármálastarfsemi.
Áhersla á uppbyggingu
þekkingariðnaðar
Halldór lagði á spástefnunni
áherslu á uppbyggingu þekkingar-
iðnaðar og örvun erlendrar fjár-
festingar hér á landi. Sagði hann
jafnframt að ýmislegt hefði mistek-
ist í byggðamálum, svo að hefja
þyrfti á ný markvissa vinnu til að
tryggja möguleika fólks til búsetu
á landsbyggðinni.
I erindi Halldórs kom fram að
margt benti til að mannauður yrði
stöðugt mikilvægari í samkeppnis-
hæfni þjóða og mikilvægt væri
fyrir Island að tryggja nýtingu
hans.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
HALLDÓR Ásgrímsson fjallaði
um alþjóðavæðingu og byggða-
þróun á spástefnu á Sauðár-
króki í gær.
„Eg tel því biýnt að íslensk
stjórnvöld geri sitt til að skapa
hugvitsfyrirtækjum lífvænleg skil-
yrði enda er þróun og uppbygging
þekkingariðnaðarins mikilvægur
vaxtarbroddur og frjór jarðvegur
fyrir hæfa og vel menntaða ein-
staklinga," sagði Halldór.
Halldór benti á að byggðastefna
núverandi ríkisstjórnar tæki mið af
uppbyggingu atvinnustarfsemi ut-
an höfuðborgarsvæðisins og nefndi
nýlegan flutning íbúðalánasjóðs
sem dæmi, sem og fyrirhugaða
uppbyggingu stóriðju á Austur-
landi. Byggðastefnan sem hingað
til hefði verið rekin væri þó ekki
fullkomin.
„Ljóst er að ýmislegt hefur mis-
tekist í byggðamálum, svo hefja
verður nýja og markvissa sókn til
að tryggja möguleika þeirra sem
búa utan suðvesturhornsins. Að
mínu mati verður það ekki síst í
þátttöku í alþjóðasamstarfi sem
tækifæri landsbyggðarinnar liggja.
Hins vegar þarf að sýna frum-
kvæði og kjark til að nýta þau ótal-
mörgu tækifæri sem framtíðin býð-
ur upp á.“
Hækkun
hlutabréfa
í Granda
GENGI hlutabréfa í Granda
hf. hækkaði um 5,5% í kjölfar
boðs stjórnar félagsins um að
kaupa öll hlutabréf í Árnesi
hf. í Þorlákshöfn. Stjórn Ár-
ness hefur ákveðið að mæla
með því við hluthafa félagsins
að þeir gangi að tilboðinu.
Grandi á nú þegar rúmlega
50% hlutafjár í Amesi og mið-
ast tilboðið við að hlutabréf
annarra eigenda verði keypt á
genginu 1,3 og greitt verði
með reiðufé. Að sögn Brynj-
ólfs Bjamasonar, forstjóra
Granda, yrði um að ræða sam-
tals um 300 milljóna króna
greiðslu fyrir bréfin.
■ Félagið verður /19
Þemadagar í
Hamraskóla
S
1
ÞEMADOGUM í Hamraskóla
lauk í gær með því að nemend-
ur og kennarar klæddu sig í
búninga og skemmtu sér og
öðrum með gríni og glensi.
Skemmtunin tókst í alla staði
vel. Eftir helgina taka nemend-
ur og starfslið skólans síðan til
við lærdóminn af fullum krafti
áný.
Grafarvogi
Annar Nígeríumaður í gæslu
FARIÐ hefur verið fram á gæslu-
varðhald yfir Nígeríumanni en
hann tengist Nígeríumanni sem
lagði falskar ávísanir í banka og er
talið að hann hafi ætlað að svíkja út
fjármuni og koma úr landi. Héraðs-
dómur Reykjavíkur hafði ekki af-
greitt málið í gærkvöld.
Helgi Magnús Gunnarsson, lög-
fræðingur og fulltrúi í efnahags-
brotadeild nTdslögreglustjóra, seg-
ir að vegna tengsla Nígeríumann-
anna hafi í gær verið krafist gæslu-
varðhalds í viku yfir þessum síðar-
nefnda manni.
Starfsmaður íslandsbanka, sem
tók við erlendum ávísunum sem Ní-
geríumaðurinn lagði inn í bankann
og reyndust við nánari athugan
vera falsaðar, hefur látið af störfum
að eigin ósk. Regla bankans er sú
að hann tekur ekki við erlendum
ávísunum og var hún brotin.
Jón Þórisson, framkvæmdastjóri
hjá Islandsbanka, segir að bankinn
hafi ekki farið fram á uppsögn við-
komandi starfsmanns en hann hafi
hætt að eigin ósk þegar mistökin
urðu ljós og hafi þegar látið af
störfum. Hann segir Islandsbanka
ekki taka við erlendum ávísunum
nema í undantekningartilvikum og
þá beri viðskiptavinurinn ábyrgð á
slíkri ávísun þar til sannreynt hef-
ur verið að innstæða sé fyrir hendi
í hinum erlenda banka. Unnið er
enn að rannsókn málsins og sagðist
Jón vonast til að öll kurl kæmu
sem fyrst til grafar.
SllMimiiiIlllylEMfc
SIÉi
ÁLAUGARDÖGUM
Eitt stærsta
hagsaiunamál
Austurlands
MEÐ blaðinu í
dag fylgir 8 síðna
auglýsingablað
frá Sambandi
sveitarfélaga í
Austurlandskjör-
dæmi „Eitt
stærsta hags-
munamál Austur-
lands“.
Einar Þór Daníelsson
ánægður á Krít / B3
)••••••••••••••••••••••
Sigfús Sigurðsson á ný
með Valsmönnum / B1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is