Morgunblaðið - 27.02.1999, Page 19

Morgunblaðið - 27.02.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 19 Grandi hf. býðst til að kaupa öll hlutabréf í Árnesi hf. í Þorlákshöfn Félagið verður rekið í ná- inni samvinnu við Granda §TJÓRN Granda hf. hefttr boðist til að kaupa öll hlutabréf í Árnesi hf. í Þorlákshöfn og hefur stjórn Arness ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að þeir gangi að tilboðinu. Grandi á nú þegar rúmlega 50% hlutafjár í Arnesi og miðast tilboðið við að hlutabréf annaiTa eigenda verði keypt á genginu 1,3 og greitt verði með reiðufé. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Granda, yrði um að ræða samtals um 300 milljóna króna greiðslu fyrir bréfin. I kjölfar tilkynningar stjórnarinn- ar í gær hækkaði gengi hlutabréfa í Granda um 5,5% og voru í lok dags 5,80 á Verðbréfaþingi Islands. Alls voru viðskipti með bréf í félaginu fytir rúmar 15 milljónir á Verðbréfa- þingi í gær. Rekstur Árness hefur gengið erf- iðlega undanfarin ár, en þeir fiski- stofnar sem félagið hefur byggt af- komu sína á eru í mikilli lægð. Þar vegur þyngst mikill aflasamdráttur í flatfisid, en samanlagðui- landsafli kvótabundinna flatfisktegunda minnkaði um 37% á síðasta _ári. I fréttatilkynningu frá stjórn Árness segir að stjórninni þyki einsýnt að félagið þurfi aukinn stuðning til að takast á við þær breytingar sem nauðsynlegar séu til að bæta rekstr- argrundvöll félagsins. Með tilliti til atvinnulífsins á svæðinu og með hagsmuni hluthafa í huga hafi stjórnin leitað efth- því að öflugur að- ili eignaðist fyrirtækið að mestu eða öllu leyti og héldi áfram rekstri þess. Árnes hf. er ekki á Verðbréfaþingi Islands eða hlutabréfamarkaði, en Brynjólfur Bjamason sagði í samtali við Morgunblaðið að í tilboðinu til hluthafanna hefði verið stuðst við þær reglur sem þar væm til. Góð markaðsstaða erlendis „Við ætlum að bjóða hluthöfunum að greiða 1,3 fyrh' bréfin, sem er það sama og við höfum verið að greiða öðrum sem hafa keypt. Hversu margir selja getum við ekki sagt um í dag, en að minnsta kosti erum við komnir með meirihlutann í fyrirtæk- inu og gemm við frekar ráð fyrir því að fólk vilji láta sína hluti. Þá er þetta viðbótarfjárfesting hjá okkur upp á um 300 milljónir ki-óna,“ sagði Brynjólfur. Hann sagði að það lægi Ijóst fyrir að styrkja þyrfti fyrirtækið, losa um eignir og reyna síðan að halda úti hagkvæmum rekstri. Þá þyrfti að vona að með tímanum kæmu flatfisk- stofnarnir upp aftur þannig að rekst- urinn kæmist í eðlhegt horf. „Fyrirtækið hefur sérhæft sig í flatfiski og öðlast mjög góða mark- aðsstöðu erlendis, bæði í Asíu og Evi-ópu. Það liggja því verðmæti í fyrirtækinu, en því aðeins að það takist að halda utan um flatfiskinn. Þetta verðm’ rekið áfram sem hluta- félag, en auðvitað í mjög náinni sam- vinnu við Granda," sagði Brynjólfur. í lok janúar síðastliðins keypti Sölumiðstöð þraðfrystihúsannadótt- urfyrh'tæki Árness í Hollandi, Ames Europe, sem aðallega hefur fengist við sölu á frystum fiski í Hollandi og víðar í Evrópu. Sagði Brynjólfur að þessi markaðsskrifstofa yrði rekin áfram og hún héldi áfram að selja á Evrópumarkað. / Islensku tölvuverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í gær Opin kerfi hf. og Friðrik Skúlason urðu fyrir valinu OPIN kerfi hf. og Friðrik Skúla- son, stofnandi og eigandi sam- nefnds hugbúnaðarfyrirtækis, fengu Islensku tölvuverðlaunin sem veitt voru í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í gær, Opin kerfi í flokki fyrirtækja en Frið- rik í flokki einstaklinga. Að verðlaununum standa tíma- ritið Tölvuheimur, fslenska álfé- lagið hf., Rafiðnaðarsambandið, Landssamband rafverktaka, Raf- iðnaðarskólinn og Viðskipta- og tölvuskólinn. Ætlunin er sú að þessir aðilar muni árlega heiðra einstakling og fyrirtæki sem skara fram úr í íslenska tölvu- og upplýsingatæknisamfélaginu, og leggja ríkan skerf af mörkum til að efla þróun þess. Jafnframt verða tveimur einstaklingum til viðbótar og tveimur fyrirtælqum veittar sérstakar viðurkenningar. Við athöfnina kom fram að handhafar verðlaunanna væru vel að þeim koninir. Opin kerfi hefðu vakið athygli fyrir glæsi- legan rekstrarárangur síðustu ár og að hafa aukið tiltrú fjár- festa á tölvu- og hugbúnaðar- geira atvinnulífsins. Þá hefði fyrirtækið fjárfest mikið í öðrum fyrirtækjum í greininni og þannig lagt sitt af mörkum til uppbyggingar tölvusamfélagsins hérlendis. Friðrik Skúlason fékk verð- launin í einstaklingsflokki vegna góðs árangurs og hugmynda- auðgi á hugbúnaðarsviðinu. Bent var á að hann væri m.a. braut- ryðjandi í útflutningi á Netinu hérlendis og hefði komið á mark- að hinu virta veiruvarnarforriti F-PROT, sem væri í fremstu röð á sínu sviði. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ afhendingu Islensku tölvuverðlaunanna í gær. Fremri röð f.v.: Frosti Sigurjórisson forstjóri Nýherja, Frosti Bergsson forstjóri Op- inna kerfa, Ólafur Daðason frá Hugviti. Aftari röð f.v.: Guðjón Már Guðjónsson frá Oz, Friðrik Skúlason og Ragnheiður Benediktsson, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Odds Benediktssonar. Auk verðlaunanna voru veittar sérstakar viðurkenningar og r einstaklingsflokki voru þeir Guð- jón Már Guðjónsson, stofnandi Oz, og Oddur Benediktsson, pró- fessor og frumkvöðull kennslu í tölvunarfræði hérlendis, útnefnd- AðalfLindur Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fmuntudaginn 18. mars 1999 í efri þingsölum Hótels Loftleiða og hefst ld. 14:00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til félagsstjómar til kaupa á eigin hlutum skv. 55.gr. laganr. 2/1997. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum íyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Stjóm Flugleióa hf Aðgöngumióar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent í hlutabréfa- deild Flugleiða á 1. hæð á aðalskrifstofu félagsins á Reykjavíkurflugvelli dagana 1S. til 17. mars frá kl. 09:00 til 17:00 og fundardag tíl kl. 12:00. FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi ir. í fyrirtækjaflokknum fengu viðurkenningar Nýherji hf. og Hugvit hf. Um tvö hundruð manna hópur álitsgjafa var fenginn til að senda inn tilnefningar og hafði dómnefndin þær til hliðsjónar við endanlega ákvörðun. Formaður dómnefndar var Rannveig Rist, forstjóri ísal, en auk hennar sátu fulltrúar allra aðstandenda verð- launanna í dómnefndinni. Verð- launagripurinn er hannaður af myndlistarmanninum Jóni Ósk- ari. Hlutabréf í deCode Rúmlega 90% hækk- un frá ára- mótum GENGI hlutabréfa í móðurfélagi Islenskrar erfðagreiningar, deCode, hefur hækkað úr um 10,50 dollurum á hlut í 20 dollara frá ára- mótum. Hefrn' gengi þein-a því hækkað um rúm 90% það sem af er þessu ári. I morgunkomi Fjárfestingar- banka atvinnulífsins í gær kemur fram að eftirspurnin eftir hluta- bréfum í deCode, sem ekki er skráð á almennan hlutabréfamarkað, hafi verið ótráleg og virðist ekkert lát vera þar á. Tæpt ár er síðan hluta- bréf fyrirtækisins voru fyrst seld á íslenskum markaði á genginu 5 dollara á hlut sem þýðir að hækk- unin nemur 300% frá fyrstu við- skiptum með bréf fyrirtækisins. „Eins og áður hefur komið fram er verið að vinna að undirbúningi á skráningu deCode á erlenda markaði og reiknað með að út- boðsgengi þar verði á bilinu 12-14 dollarar á hlut. Þar sem ekki er reiknað með að formleg starfs- leyfisveiting fyrir rekstri miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði verði veitt fyrir kosningar gæti það frestað skráningu erlendis enn frekar. Óvíst er hvort það hefur einhver áhrif á verð hluta- bréfanna," að því er fram kemur í morgunkorni FBA. ---------------- Verðbréfaþing Héðinn- smiðja hækk- ar um 25% VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð- bréfaþingi íslands námu 166 millj- ónum króna í gær. Mest viðskipti voru með bréf Þormóðs ramma- Sæbergs fyrir tæpa 21 milljón króna og hækkaði gengi þeirra um 0,9%. Gengi bréfa í Vinnslustöðinni hækkaði um 5,36% en rúmlega 20 milljón ki'óna viðskipti voru með bréf í félaginu. Mest hækkun var á gengi hluta- bréfa í Héðni - smiðju eða 25% en lítil viðskipti voru að baki hækkun- inni. Gengi bréfa FBA lækkaði mest í gær eða um 2,78% og endaði gengi bréfanna í 2,10. Úrvalsvísi- tala Aðallista hækkaði um 0,96%. Viðskipti á Verðbréfaþingi námu alls 956 milljónum króna. Mest við- skipti voru með húsbréf, um 455 milljónir króna og lækkaði mark- aðsávöxtun markflokkanna um 5-6 punkta. Skuldabréf 2. flokkur 1999 á Verðbréfaþingi íslands Verðbréfaþing íslands hefur ákveðið að taka skuldabréf Sparisjóðs vélstjóra á skrá. Bréfin verða skráð 3. mars næstkomandi. Helstu upplýsingar um 2. flokk 1999: Nafnverð Útgáfudagur Grunnvísitala Vextir Lánstími 2.000.000.000 1. febrúar 1999 Vísitala neysluverös í febrúar 1999, 184,8 stig 4,5% fastir vextir Bréfin í flokknum eru til 25 ára með jöfn- um árlegum afborgunum vaxta og höfuðstóls, fyrsta sinn 1. febrúar 2000 og í síðasta sinn 1. febrúar 2025. Engin upp- sagnarákvæði eru í bréfunum. Skráningarlýsingu og önnur gögn, s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt að náigast hjá umsjónaraðila skráningar- innar, Sparisjóði vélstjóra, Borgartúni 18,105 Reykjavík n SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.