Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Handhægur kostagripur MIKIÐ hefur verið að gerast á lófa- og handtölvumarkaði á undanförn- um misserum. Vöxtm' hefur verið mikill á þeim markaði, rúm 60% á síðasta ári, og því spáð að hann eigi eftir að margfaldast. Tveir fram- leiðendur hafa verið með yfirburði á markaðnum, 3Com á lófatölvumark- aði en Psion með sterka stöðu á handtölvumarkaði. Ymis teikn eru á lofti um að það kunni að breytast. 3Com framleiðir lófa- tölvuna frægu Palm, en fimmta útgáfa hennar kom á markað fyrir skemmstu, og hefur haldið sínum hlut og vel það, jók markaðs- hlutdeild sína nokkuð á síð- asta ári þrátt fyrir harða hríð tölva af ýmsum toga sem keyra WindowsCE. Psion hefur aftur á móti gengið verr að halda sínu, enda hefur atgangurinn verið einna mestur á því sviði, og þar verið sterkir framleiðend- ur eins og Sharp og Hewlett- Packard, sem styrkt hefur verulega markaðsstöðu sína. Þeir HP-menn hyggjast og bæta um betur, kynntu fyrir skemmstu bráðgagnlega hand- tölvu, sem reyndar sprengir formið utan af sér, og hyggja á lófagerð á næstu mánuðum. HP hefur náð talsverðum ár- angri í sölu á ýmiskonar handtölv- um, þar á meðal handtölvum með litaskjá og var reyndar meðal brautryðjenda í þeim efnum. Þegar Microsoft kynnti fituskerta útgáfu sína af Windows sem kallast Windows CE var HP meðal fyrstu fyrirtækja að kynna vélar sem keyrðu það stýrikerfi, 620LX-gerð- ina, og fyrir skemmstu vai- það með þeim fyrstu sem komu á markað tölvum sem hannaðar voru fyrir Jupiter-gerð Windows CE 2.x. Tölva H3P er með lyklaborði í nánast fullri stærð, litaskjá og ýmsum aukabúnaði, rafhlöðu sem dugir í tíu tíma eða meira. HP kallar sína vél Jomada, sem er spænska og táknar ferðaiag, og hefst sala á henni hér á landi á næstu dögum. Nýttur dauður tími Þeir sem þurfa að ferðast mikið starfs síns vegna taka gjaman með sér fartölvu og nýta dauðan tíma í ferðinni, til að mynda þegar beðið er á flugvelli, setið í flugvél eða að kvöldi á hóteh, til þess að grípa í vinnu, lesa tölvupóst, skrifa bréf eða skýrslur, eða eins og í mínu tilfelli skrifa greinar. Á síðasta ári fór ég fimm ferðir til útlanda sem þýddu að vinnutími sem nemur einni vinnuviku fór í súginn. Iðulega var fartölva með í för, en þær áttu það sameiginlegt að vera þungar og illa meðfærilegar, utan ein, og rafhlöð- umar dugðu ekki nema skamma hríð; ekkert sem hægt var að treysta á. Psion-handtölva reyndist betur hvað líftíma varðaði, en hún hentar illa til skrifa þó hún sé fram- úrskarandi dagbók, símanúmera- skrá og góð til að skrifa stutt skila- Mikið er um að vera í heimi handtölvanna. Árni Matthíasson kynnti sér nýja vél á því sviði, HP Jornada, sem hann segir mikinn kostagrip. boð eða hugmyndir. Með það að leiðarljósi er Jornada-tölva HP mik- ill kostagripur. Jomada er til í tveimur úgáfum, 820 og 820e (reyndar kemur brátt á markað lófagerð hennar sem heitir 420). 820-gerðin er sú sem seld er vestan hafs, en 820e Evrópuútgáfa. Vélamar eru eins í öllum aðalatrið- um, en í bandarísku gerðinni er inn- byggt 56,6 Kbás mótald. í þeirri evrópsku er aftur á móti íslenskt lyklaborð sem ekki er til fyrir bandarísku útgáfuna sem stendur þó WindowsCE styðji fullkomlega íslenskt letur. Ég komst fyrst yfir bandarísku útgáfuna, enda kom hún einhverjum vikum á undan þeirri evrópsku á markað, en síðan barst til landsins kynningareintak af þeirri evrópsku sem var þegar tekin til kosta. 190 MHz 32 bita RISC StrongARM örgjörvi Jornada 820 er með 190 MHz 32 bita RISC StrongARM örgjörva, 16 MB Burst Mode ROM minni, sem notandi getur uppfært, og 16 MB RAM, USB-tengi, VGÁ-tengi fyrir ytri skjá, mótald ef um bandarísku útgáfuna er að ræða, PC-Card II tengi og annað CompactFlash II tengi. Einnig er 155 Kbás raðtengi og straumtengi. Rafhlaðan dugir í um tíu tíma í samfelldri vinnslu, en um 100 tíma ef vélin er látin standa óhreyfð, en þá taka við vararafhlöð- ur, að vísu litlar, og halda í henni líf- inu nokkum tíma enn. Tölvan er um 24x17,5 lokuð, en skjárinn er 21 sm (8,2“) VGA CSTN. Vélin er með hljóðnema, og því hægt að taka upp á hana, og hátalara. Einnig er á henni IrDA innrautt tengi sem styður alla staðla og að sögn er hægt að senda skjöl í prentara neð innrauðu tengi, tengjast öðrum tölv- um og þar fram eftir götunum, en ekki gafst færi á að reyna það að neinu viti. Hægt er að fá í vélina 15 tíma rafhlöðu. Eins og getið er var ekki til ís- lenskt lyklaborðsforrit fyrir banda- rísku útgáfuna og óljóst hvenær slíkt verður til. Það er aftur á móti í þeirri evrópsku og þó það sé ekki alveg eins og hefðbundið lyklaborð, til að gera broddstafi er slegið á AltGr og síðan á stafinn, þá tekur skamman tíma að ná tökum á því. Með Jornada 820/820e fylgir ýmis hugbúnaður en í ROM á vélinni er stýrikerfið og forrit eins og Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Inter- net Explorer, Calendar og Tasks, allt sérstakar útgáfur fyrir WindowsCE og talsvert minni um sig en útgáfur fyrir Windows 9x eða NT. Einnig íylgh' dagbókai’forritið HP Viewer, en annar hugbúnaður er á diskum sem fylgja, meðal ann- ars myndvinnsluhugbúnaður sem gerir mönnum kleift að smella CompactFlash-korti úr stafrænni myndavél í viðeigandi rauf á tölv- unni, skoða myndir, skala og klippa til og síðan senda með tölvupósti ef vill. Lyklaborðið er nálægt fullri stærð eins og getið er og vanda- laust að skrifa á það langan texta eins og þessa grein til að mynda, þó ævinlega taki tíma að venjast nýju lyklaborði. Fyrir neðan lyklaborðið á tölvunni er reitur til að stýra bendlinum, sem er kærkomin tilbreyting frá snertiskjánum, mun fljótlegri og öruggari. Minni glampi er og af skjánum fyrir vikið, því snertiskjáir hafa jafnan meiri gljáa en venjulegir LCD- skjáir. Öll samskipti við borðtölv- ur era einföld svo framar- lega sem viðkomandi tölva sé með lausu COM-tengi og uppsettan viðeigandi hug- búnað. Nóg er að setja Jomada-tölvuna i sam- band við borðtölvuna með snúru sem fylgir og ef hugbúnaðurinn er rétt upp settur tengjast þær sam- stundis. Þá er hægt að skoða skjöl á Jornada-tölvunni, færa þau til og frá. Ef lesa á gögn á milli tölvanna sér sérstakur hugbúnaður um að breyta sniðinu jafnharðan. Þetta er óneitanlega nokkuð seinlegt ef um mikið gagnamagn er að ræða, enda er raðtengið 115 Kbás, en þá er hægt að fá sér Ethernet-tengi sem passar í CompactFlash-raufina. Samþætting við hugbúnað eins og Outlook er einfóld og nánast sjálf- krafa. Jornadan er ekki verkfæri fyrir þá sem þurfa að keyra flókinn við- skiptabúnað á ferðum sínum og ekki þá sem skrifa þurfa flóknar ritgerðir með fjölda fonta, neðan- málsgreina, efnisyfirlita og þar fram eftir götunum. Hún hentar aftur á móti bráðvel fyrir þá sem vilja fylgjast með tölvupóstinum, skrifa bréf eða lengri texta, fara yf- ir Excel-skjöl eða PowerPont- kynningar svo dæmi séu tekin. Verð á Jornada 820e verður líklega í kringum 90.000 kr. og ef litið er til dauða tímans hjá þeim sem eru mikið á faraldsfæti er hún fljót að borga sig. 52 hraða geisla- drif HRAÐINN í geisladrifum eykst sífellt, en heldur hefur samt hægt á þróuninni undanfarið. Kenwood kynnti á dögunum nýja gerð geisladrifa, 52 hraða. Hraði á geisladrifum miðast við þann hraða sem var á geisla- drifum framan af og er marg- feldi af því. Með tímanum hafa' þau orðið sífellt hraðvirkari, en eftir því sem hraðinn hefur auk- ist hafa komið upp ýmis tækni- leg vandamál, meðal annars vegna titringsins sem myndast þegar diskarnir eru farnir að snúast svo hratt, ekkert má útaf bera við gerð þeirra, og svo þess að gögnunum er þannig komið fyrir að ekki næst að lesa af þeim á fullum hraða eftir því hvar verið er að lesa á disknum. Þannig ná velflest 42 hraða geisladrif sem svo kallast ekki nema 19 hraða gagnaflutningi þegar verið er að lesa af innstu raufum diska. Kenwood segist hafa fundið lausn á þessu og beitir tækni frá Zen rannsókamiðstöðinni sem kallast TraeX. Með þeirri tækni næst samfelldur 52 hraði yfir all- an diskinn og gagnaflutningur upp á 6.750 Kbás uppí 7.800 KBás. Þessi gagnafiutningsgeta næst meðal annars með því að drifið les margar gagnarásir samtímis og því snýst diskurinn hægar en ella sem þýðir að titr- ingur er minni og hávaði einnig. Að sögn Kenwood-manna jafn- gildir þetta því að drifið sé 75 hraða sé miðað við hefðbundin drif. Sony gefur nasasjón LEIKJATÖLVUVINIR bíða spenntir eftu- Dreamcast-tölvu Sega, sem kemur á mai'kað 9. september næstkomandi eins og áður hefur komið fram. Hönnuðir Sony sitja þó ekki auðum hönd- um og íyrir skemmstu kynntu þeir innvolsið í næstu gerð Pla- yStation. Sony-menn kalla kjama vélar- innar nýju Emotion Engine, sem kannski má útleggja sem „tilfinn- ingavél", en hún byggist á 128 bita örgjörva, er með íjölda reikniörgjörva og innbyggðan MPEG2 túlk. Að sögn Sony skil- ar vélin 2,1 MIPS og ef marka má yfirlýsingar tæknimanna Sony verður afkastageta hans meiri en nokkurs örgjörva sem nú er á markaði, fimm milljón að- gerðir á sekúndu. Þetta er ríflega fjórfalt meira reikniafl en í núver- andi PlayStation-tölvum. Toshiba hannai- vélina með Sony og smíð- ar helstu örgjörva hennar. arleikur allra tíma Leikur sem enginn | ætti að láta fram hjá sér fara! Komið sjáið og sannfærist! Opið laugardag 10:00-16:00 • sunnudagur 13:00-17:00 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.