Morgunblaðið - 27.02.1999, Page 33

Morgunblaðið - 27.02.1999, Page 33
r LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 33 í w MORGUNBLAÐIÐ BON Appetit Café er ekM raegrunarmiðstöð eins og sjá má á veggskreytingunni. GOTT er að borða brasaðan raat meðan beðið er eftir að þvottavélarnar ljúki verki sínu. og er á þeim að heyra að þau hafi ekki látið sitt eftir liggja. „Við höf- um til dæmis farið í hópferð á hverfispöbbinn með nokkrum af hin- um íslendingunum sem búa í húsinu okkar, en þeir eru alls á annan tug talsins. Svo höfum við horft á knatt- spyrnuleik á krá, sem er auðvitað toppurinn. Annars höfum við haft ýmislegt fyrir stafni síðan við settumst hér að. Við höfum farið talsvert í leikhús, mikið í bíó og heilmikið á myndlist- arsýningar. Kvikmyndaflóran hér er mjög fjölbreytt, sýndar eru myndir frá öllum heimshornum og hægt er að velja milli bíóhúsa þar sem miðinn kostar allt frá 3 pundum upp í 9 pund.“ Þau nefna fleiri dæmi um hvernig mögulegt sé að lifa ódýrt í borginni með örlítilli útsjónarsemi. „Indversku veitingastaðimir eru til dæmis marg- ir hverjir ódýrir þannig að maður get- ur leyft sér að fara út að borða án þess að steypa sér í skuldir." I það heila tekið líkar þeim vel að búa í London en segjast þó enn vera að kynnast borginni almennilega. „Sumir segja að kúltúrsjokkið komi í raun ekki fyrr en eftir sex mánaða búsetu. Vitanlega er ekki allt full- komið hér frekar en annars staðar en þetta er mjög spennandi þjóðfélag," segja þau samhljóða. „Bretar eru þekktir fyrir íhalds- semi en á móti kemur vaxandi frjáls- lyndi sem skapar skemmtilegan bræðing. I myndlist er til dæmis mikill uppgangur, nýjungar á öðru hverju horni, en á hinum hornunum stendur fólk sem er enn tilbúið til að hneykslast. Þannig skapast frjóar umræður og hér eiga sér í raun stað miklar þjóðfélagslegar hræringar yf- irleitt," segja frónsku hjónin, heilluð af andrúmsloftinu í gömlu heims- veldi sem reynir að finna sér stað í fjölbreytilegum samtíma. Þá er kominn tími til þess að þurrka steikarfeitina af fingrunum og vitja þvottarins sem biður tandur- hreinn í tromlunum skáhallt á móti kaffistofunni góðu. þau hvít“. Mér fannst ég svo fin að ég var „ósnertanleg“. Nú kom ég auga á rektorinn sem ætlaði að fara að stjórna fjöldasöng. Hún var glæsileg sem endranær. En allt í einu er ég mjög nálægt henni og hugsa að hárið á henni sé ekki fallegt. Næst er ég stödd niður við Tjörn, það er rökkur, ég horfi milli húsa og sé fólk standa hinum megin við Tjörnina og veifa einhverjum sem það á von á. Ég hugsaði „er þetta ekki fyndið, hér er samankom- in heil fjölskyla á aðfangadagskvöld til að fagna brúðhjónunum". I sömu svipan komu brúðhjón þeysandi framhjá á hraðbát. Ég sneri til baka og hljóp, leit niður á fötin sem nú voru svört. Skrýtið „voru þau svört“? Ég hefði frekar viljað vera í bjartari lit en „ég var samt fín, fólki fannst ég mjög fín svona". Ráðning Eins og þú nefnir, snýst draum- urinn um liti en það er samspil lit- anna við önnur atriði sem gerir hann að ákveðinni mynd af hluta lífs þíns. Litirnir merkja: Rauður; orku, ást, löngun, þrá. Hvítur; upphaf, hreinsun, ósnertanlegur, einn. Svartur; missir, falinn, dulin orka. Önnur afgerandi tákn draumsins eru; Tjörnin/sál, aðfanga- dagskvöld/væntingar, samkoman í skólanum og brúðhjónin/óskir. Sam- an lítur þetta út sem þú berir ugg í brjósti um að hlutirnir fari ekki sem þú væntir og sért því hálft í hvoru tilbúin að afstýra hugsanlegri fram- tíð fyrirfram til að koma í veg fyrir hugsanlegar ófarir. Þessar hug- renningar þínar birtast í íyiTnefnd- um táknum en draumurinn segir meira, hann sýnir þér að fjarlæg fegurð/glæsimennska eða ytra prjál (skólastýi’an var glæsileg sem endranær en nálægt var hár hennar ljótt) er ekki eftirsóknarvert og kannist maður við tilfinningar sínar (þú reyndir að breiða yfir rauðu föt- in með gríni) og eðli muni lífið hafa sinn eðlilega gang. •Þeir lesendur sem vilja fá draumu si'na birta ug ráðim sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt hcimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni I 103 Rcykjavik Einnig geta lcsendur sent draunia sína með tölvupósti á nctfang Kristjáns Frímanns: krifri@xnet.is Bjarna Brugg 54 kr. Dönskum dögum lýkur um helgina Ekki missa af frábærum tilboðum og vörukynningum! OpiðfNettó - z Mjódd og Akureyri: < mán.- fim ..12-19 föstudaga ..10-19 0 laugardaga .10-17 z sunnudaga ..12-17 z Bóður kostur! I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.