Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 34

Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 34
84 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 35 ÁFEN GISDÓMUR HÆSTARÉTTAR ÞAÐ ER VEL að Hæstiréttur hefur tekið af skarið um það að virða skuli auglýsingabann á áfengum drykkjum, án undan- tekninga. Eftir héraðsdóminn hefur ríkt réttaróvissa og ekkert eðlilegra en kerfið taki tillit til þess nú, þegar dómur er fallinn. Fjölmiðlar hljóta að fagna því að vita nákvæmlega hvar þeir standa í þessum efnum, enda er því ekki að leyna að lausung var komin á þessi mál og hvarvetna voru birtar auglýsingar um áfengi, bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum, svo og á opin- berum vettvangi, ekki sízt á svokölluðum flettiskiltum. Reynt var að halda því fram, að auglýsingabann væri brot á mannréttinda- sáttmála Evrópu og Stjórnarskrá íslands, en Hæstiréttur hafnar þeim röksemdum alfarið og telur að löggjafinn hafi haft fullan rétt til þess að stemma stigu við bjórauglýsingum af heilbrigðisástæð- um. Vísar dómurinn til þess, sem ríkissaksóknari benti á við mál- flutninginn um fræðilegar athuganir „sem gerðar hafa verið með- al annars að tilhlutan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um þessi efni, og gefa þær vísbendingar um að áfengisauglýsingar hafi áhrif til aukinnar drykkju, ekki sízt meðal yngri aldurshópa". Telur Hæstiréttur að þær auglýsingar, sem kært var út af, falli ótvírætt undir auglýsingabann áfengislaga, svo að ekki þurfi um að villast, Undir þessar skilgreiningar ber bæði fjölmiðlum og einstak- lingum að ganga og má í því sambandi geta þess, að Morgunblaðið hefur reynt að hlíta þeim boðum og bönnum, sem hér um ræðir, þótt í einstaka tilfellum hafi verið um álitamál að ræða, enda hef- ur mjög losnað um þennan hnút eins og fyrr segir og áfengisaug- lýsingar hvarvetna á boðstólum í þeim erlendu fjölmiðlum, sem hingað berast. Pað hlýtur að vera íhugunarefni fyrir löggjafann hvort íslenzkir fjölmiðlar eigi að lúta öðrum reglum en erlendir og hlýtur lögggafinn nú að snúa sér að því m.a. að finna flöt á því, hvernig við skuli bregðast í þessum efnum. Pað er ekki sízt grund- vallaratriði í allri löggjöf, að almenningi finnist hún sanngjörn og sjálfri sér samkvæm, önnur túlkun á anda laganna kallar á and- stöðu meðan fólki er misboðið og allir sitja ekki við sama borð. Petta er erfitt mál og snúið, en það þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert sé, hér blasir við erfitt vandamál og illviðráðanlegt, ekki sízt vegna þeirrar ósamkvæmni, sem gætir í þessum efnum milli innflutts fjölmiðlaáróðurs og þeirra auglýs- inga sem hér eru leyfðar. Það hlýtur því að verða viðfangsefni AI- þingis að finna á þessu réttláta og nútímalega niðurstöðu, sem al- menningur í landinu getur sætt sig við og öllum finnst sjálfsagt að hlíta. Morgunblaðið hefur komið við sögu í þessu máli og til þess skír- skotað án þess að Hæstiréttur telji ástæðu til að fetta fingur út í gjörðir blaðsins, enda er það svo, að Morgunblaðið hefur þá stefnu að fylgja lögum landsins, bæði hvað varðar venjulegan texta og einnig í auglýsingum. Pað er því sérstaklega eftir því tekið, sem um þetta segir í forsendum hæstaréttardómsins, en þar virðist gert ráð fyrir því að auglýsendur beri sjálfir ábyrgð á ummælum sínum, a.m.k. þegar fyrir liggur hverjir hafa staðið að og eru ábyrgðarmenn auglýsinganna, þótt hitt sé jafnframt áréttað í dómnum að ábyrgðarmenn fjölmiðla verði að axla ábyrgðina alla að öðrum kosti. Hin siðferðilega ábyrgð og lagaskylda er því á herðum þeirra, sem að auglýsingunum standa án þess endilega að dreifingaraðili komi þar við sögu. Um þetta segir m.a. í forsendum dómsins: „Hér er ákært fyrir auglýsingar, sem birtust í Morgun- blaðinu. Annars vegar auglýsingu 8., 15. og 16. maí, 30. og 31. júlí og 1. ágúst 1997. Hins vegar auglýsingu, sem kom í blaðinu 10., 11., 12. og 14. febrúar 1998. Er auglýsingunum réttilega lýst í ákæru, sbr. og kafla I hér að framan. Við yfirheyrslu fyrir dómi sagði ákærði um þessar auglýsingar að enginn einn væri höfundur þeirra. Þær væru unnar af hópi manna innan fyrirtækisins. Væri hann einn úr þeim hópi og bæri ábyrgð á honum. Auglýsingar þessar teljast samkvæmt framan- sögðu brot á tilgreindum ákvæðum áfengislaga í ákæru. í 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt eru ákvæði um ábyrgð á efni blaða, eins og hér um ræðir. Segir þar að höfundur beri refsi- og fébóta- ábyrgð á efni ritsins, ef hann hefur nafngreint sig og er auk þess annaðhvort heimilisfastur hér á landi, þegar ritið kemur út, eða undir íslenskri lögsögu þegar mál er höfðað. Þá segir að hafi eng- inn slíkur höfundur nafngreint sig, beri útgefandi eða ritstjóri ábyrgðina, því næst sá er hefur ritið til sölu eða dreifingar, og loks sá, sem annast hefur prentun þess eða letrun. Hér er fjallað um auglýsingar, sem fyrirtæki ákærða hefur keypt rúm fyrir í umræddu blaði. Oumdeilt er og viðurkennt, svo sem áður segir, að hún er samin á vegum fyrirtækisins undir stjórn ákærða. Auglýsingin varðar tiltekna vöru fyrirtækisins og auk þess koma þar fram auðkenni, sem með greinilegum hætti vísa til þessa fyrirtækis og vörumerkis, sem það hefur fengið skráð. Er hér átt við vörumerki nr. 452, sem skráð var 31. október 1988, með nafninu „EGILL STERKI“. Að þessu virtu verður að telja að fyrir liggi nafngreining, sem fullnægi ákvæði 15. gr. laga nr. 57/1956. Telst ákærði samkvæmt því ábyrgur fyrir birtingu umræddra auglýsinga í Morgunblaðinu.“ Dómur Hæstaréttar um bann við áfengisauglýsingum Tj áningarfr elsið ekki takmarkalaust Pétur Sigurðsson, forseti ASV, um uppsagnir fiskverkafólks á ísafirði REYNSLA síðustu missera sýnir að auglýsendur eru fundvísir á leiðir til að fara í kringum bann laga við áfengisauglýsingum. Eftir dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur 9. október 1998 þar sem framkvæmdastjóri 01- gerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. var sýknaður af ákæru fyrir auglýsingar frá fyrirtækinu á bjórn- um Agli sterka hafa sjálfsagt margir bundið vonir við að auglýsingabann- ið væri fyrir bí. Dóms Hæstaréttar í málinu var því beðið með mikilli eft- irvæntingu en hann féll síðastliðinn fímmtudag. I dómnum reyndi á það annars vegar hvort bann áfengis- laga við auglýsing- um á áfengi stæðist ákvæði stjórnar- skrár og mannrétt- indasáttmála um tjáningarfrelsi. Hins vegar er dóm- urinn athyglisverð- ur vegna þeirrar túlkunar sem þar kemur fram á laga- reglum um ábyrgð á efni fjölmiðla þótt ekki verði fjallað um það að þessu sinni. Tjáningarfrelsi auglýsenda Tjáningarfrelsi nýtur verndar sam- kvæmt 73. gr. stj ómar skrárinnar og 1. mgr. 10. gr. mannréttindasátt- mála Evrópu. I dómum Mannrétt- indadómstóls Evr- ópu hefur komið fram að skilja beri þetta hugtak rúmt þannig að hvers konar tjáning falli undir verndarvæng ákvæðisins, sem sagt ekki eingöngu pólitísk umræða, heldur jafnvel einnig ummæli sem látin eru falla í viðskiptaaugnamiði, þ.e.a.s. auglýsingar. Hins vegar hef- ur dómstóllinn ekki gert strangar kröfur til aðildarríkjanna á þessu sviði, þau hafa mikið svigrúm til að meta hvort nauðsynlegt sé að tak- marka tjáningarfrelsið þegar aug- lýsingai- eiga í hlut. Dómur Hæstaréttar er í samræmi við þessi sjónarmið og þar kemur skýrt fram að rétt sé að vernda aug- lýsingar fyrir of mikilli íhlutun stjómvalda vegna réttar almennings til upplýsinga og vegna þess að fjöl- miðlar, sem þrífast á _____________ auglýsingum, gegna lyk- ilhlutverki í lýðræðis- þjóðfélagi: „Vafalaust er að auglýsingar njóta verndar ofangreindra ákvæða, enda er hér um ------------- að ræða tjáningarform, sem hefur mikla þýðingu í nútímaþjóðfélagi við upplýsingamiðlun til almennings. Þær skipta og máli fyrir fjárhag fjöl- miðla og hafa þar með áhrif á það hvemig þeir sinna hlutverki sínu,“ segir þar. Þarna birtist sem sagt raunsæ afstaða til auglýsinga, sem sé að þær geti vel geymt gagnlegar upplýsingar fyrir almenning og að fram hjá því verði ekki litið að án þeirra hefðu fjölmiðlar mun minna bolmagn til að sinna hlutverki sínu. Tjáningarfrelsi er ekki takmarka- laust, í stjórnarskránni og mannrétt- indasáttmálanum er heimilað að setja skorður við því af ýmsum ástæðum. Athyglisvert er að Hæsti- réttur lætur ekki við það sitja að Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að bann við áfengisauglýsingum stríði ekki gegn tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála. Páll Þórhallsson fjallar um dóminn og telur að ekki hefði verið dæmt öðruvísi þótt málið hefði verið sent til Strassborgar. Mikið svigrúm til að setja aug lýsingafrelsi skorður vísa til heilsuvemdai' heldur einnig til verndar siðgæðis og allsherjar- reglu. Héraðsdómari hafði meðal annars byggt sýknu á því að ekki hefðu verið lögð fram gögn um tengsl milli áfengisauglýsinga og áfengisneyslu. Var sú afstaða hans í samræmi við dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu í þá vera að viðkomandi ríki verður að sýna fram á nauðsyn takmarkana tjáningarfrelsis. Það ber sönnunar- byrðina fyrir því að takmörkun sé nauðsynleg. Ef engin gögn eða rök um tengsl milli auglýsinga og þjóðfé- lagsböls hafa komið fram við undir- búning umdeildrar lagasetningar eða ef ákæruvaldið leggur slíkt ekki _________ fyrir dómarann þá á hann vart annars úrkosti en sýkna. Fyrir Hæstarétti bætti ákæruvaldið úr þessu og vísaði til heil- brigðisáætlunar sem samþykkt hefði verið á Alþingi, stefnumótunar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar og fræðilegra athugana sem gæfu vísbendingar um að áfengisauglýsingar hefðu áhrif til aukinnar drykkju, ekki síst meðal yngri aldurshópa. Niðurstaða Hæstaréttar varð því sú að beiting áfengislaga gagnvart þeim auglýsingum sem hér um ræddi fæli ekki í sér brot á tjáning- arfrelsisákvæðum stjómarskrárinn- ar og mannréttindasáttmála Evr- ópu. Með því orðalagi er reyndar gefið til kynna að annars konar beit- ing áfengislaganna, en þau hafa ver- ið gagnrýnd fyrir að vera of fortaks- laus, gæti þurft að fara í gegnum sömu prófun. f samræmi við evrópsk viðhorf Fram hefur komið að ákærði hyggst una niðurstöðunni og ekki skjóta henni til alþjóðadómstóla. Þótt mál af þessu tagi hafí ekki kom- ið til kasta Mannréttindadómstóls Ewópu er ósennilegt að málskot þangað hefði haft þýðingu. Eins og áður segir hefur aðildarríkjum að mannréttindasáttmálanum verið ját- að mikið svigrúm til að meta hvenær rétt sé að setja auglýsingafrelsi skorður. Þá hefur þýðingu í þessu sambandi sáttmáli Evrópuráðsins um sjónvarp yfír landamæri frá 5. maí 1989 þar sem fínna má nánari útfærslu á meginreglum 10. gr. mannréttindasáttmál- ____________ ans. Rúmlega tuttugu Evrópuríki hafa fullgilt sáttmálann og er Island ekki í þeim hópi. Þar era tóbaksauglýsingar bann- aðar með öllu og vera- legar hömlur lagðar við áfengisaug- lýsingum. Þannig mega slíkar aug- lýsingar ekki beinast sérstaklega að ungu fólki, þær má ekki tengja al- mennri hreysti, ekki má halda því fram að áfengi geti haft lækningar- mátt eða örvandi áhrif. Þær mega ekki hvetja til ofneyslu né sýna hóf- lega notkun áfengis eða bindindis- semi í neikvæðu ljósi. Sáttmálinn heimilar aðildarríkjunum einnig sér- staklega að viðhafa strangari ákvæði í innanlandsrétti gagnvart útsend- ingum innlendra stöðva. I mörgum Evrópuríkjum eru einnig í gildi margháttaðar takmark- anir við áfengisauglýsingum þótt óvíða sé gengið eins langt og á Is- landi. I Svíþjóð og Finnlandi er óheimilt að auglýsa sterkan bjór og sterkt áfengi í tímaritum og í útvarpi og sjónvarpi. I Danmörku era áfeng- isauglýsingar einungis heimilar í prentmiðlum. Jafnvel í Frakklandi eru áfengisauglýsingar bannaðar í sjónvarpi. I sumum öðrum löndum era í gildi reglur sem setja skorður við því hvers eðlis áfengisauglýsingar megi vera (Bretlandi, Holland, Spánn og Portúgal). Hvar liggja mörkin? Áfengislögin banna ekki allar áfengisauglýsingar á íslandi. Þannig er undanþága veitt í 20. gr. íyrir auglýs- ingar á erlendum tungumálum í er- lendum prentritum sem flutt era til landsins nema meg- intilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi. Hins vegar er þar ekki minnst á erlendar sjónvarps- útsendingar. Það vekur auðvitað spumingar um hvort jafnræðisregl- ur leiði ekki til þess að koma verði lög- um yfír slíkar send- ingar, ef í þeim era áfengisauglýsingar, að minnsta kosti þegar þær eiga sér stað fyrir milli- göngu innlendra að- ila. Eins er auðvitað ýmiss konar kynn- ingarstarfsemi áfengisframleiðenda sem getur verið á gráu svæði eins og þegar þeir láta fé renna til íþróttaviðburða og fá nafn síns getið í staðinn eða þegar áfeng- isframleiðandi auglýsir með fírma- heiti sínu vöra sem ekki telst áfengi (til dæmis léttöl). Dómurinn svarar því ekki hvar mörkin liggi í því efni enda fór vart á milli mála að sú til- kynning sem á reyndi var í raun áfengisauglýsing. Því er líka ósvarað hvernig ganga muni að framfylgja auglýsingabann- inu jafn mikið og losnað hefur um hömlurnar að undanförnu. Þótt dómurinn telji áfengislögin ekki stríða gegn stjórnarskránni svarar hann því auðvitað ekki hvort þau sé skynsamleg eða æskileg, það er lög- _________ gjafans að meta það. Ekki var heldur í dómnum tekist á við efnahagslega hlið máls- ins enda þess ekki getið að ákærði hafi borið fyr- ““““ir sig atvinnufrelsi eða samkeppnisreglur. Sú spurning vaknar auðvitað hvort lög séu með þeim hætti að áfengisframleiðend- um sé mismunað eftir þjóðerni. Á vettvangi Evrópusambandsins hef- ur einmitt verið töluvert rætt um þessa hlið áfengisauglýsingabanns. Fær það staðist að leyfa framleiðslu og markaðssetningu vöru en ekki auglýsingar? Þar hafa reyndar komið fram sjónarmið um að slíkt bann geri það að verkum að verðlag og nálægð við markaðinn skipti meira máli en ella í samkeppni. Heimaframleiðsla standi þá betur að vígi en innflutt. Það er því ekki einhlítt að afnám auglýsingabanns myndi koma íslenskum framleið- endum vel. 4- Framleiðsla og markaðssetning leyfð en ekki auglýsingar? ISHUSFELAG Isfirðinga sagði í gær upp 28 starfsmönnum í fiskvinnslu, 17 íslendingum og 11 erlendum verkamönnum. Um 60 starfsmenn í fiskvinnslu hafa misst vinnuna á Isafirði undanfarið, segir Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða, en 28 starfsmönnum hjá Fiskverkun Ás- bergs var nýlega sagt upp, svo og 5 starfsmönnum Básafells. Pétur segh' uppsagnirnar reiðarslag. Munurinn á fyrri samdráttarskeiðum í sjávar- útvegi vestra og því sem nú er að ríða yfir sé sá, að þá hafi verið um að kenna aflabresti eða tímabundnu verðfalli á mörkuðum. Nú sé fátt til ráða því samdrátturinn sé vegna „náttúruhamfara af mannavöldum“; búið sé að selja kvótann úr bænum. Guðni Geir Jóhannesson, stjórnar- formaður Ishúsfélags Isfirðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástæður uppsagnanna væra þríþættar. Fyrirtækið hafi átt við rekstrarörðugleika að etja vegna mikillar skuldasöfnunai-; verið sé að vinna að endurskipulagningu rekst- ursins og loks sé hráefnisskorti um að kenna. íshúsfélagið hefur haft um 150 manns í vinnu til sjós og lands. Guðni Geir sagði að eftir uppsagn- irnar nú mætti gera ráð fyrir að 60- 70 manns störfuðu við fiskvinnsluna. í íshúsfélaginu er hefðbundin bol- fiskvinnsla, þar sem ýmsar tegundir era verkaðar, að miklu leyti fyrir markaði á Spáni og í Ameríku. Viðræður um samein- ingu við Hnífsdal „Við erum að reyna að finna þessu fyrirtæki rekstrargrandvöll. Á 4-5 áram höfum við tapað hátt í 600 milljónum króna,“ sagði Guðni Geir. Hann sagði að viðræður væra í gangi milli Ishúsfélags- ins og Hraðfrystihússins í Hnífsdal um samein- ingu en þær viðræður væru ekki langt komnar. Guðni Geir játti því að vissulega hefði þessi vetur verið erf- iður í atvinnumálum á Isafirði. „Já, það er ekki bjart framundan,“ sagði hann og sagði að sér kæmi ekki á óvart þótt frekari samdráttarfregnir ættu eftir að berast úr bænum þótt hann væri ekki að spá neinu í þá vera. Ishúsfélag Isfirðinga hf. er í eigu Gunnvarar, útgerðaifélagsins sem gerir út frystitogarann Júlíus Geir- mundsson. Áður átti útgerðarfélagið Hrönn hf., sem gerði út Guðbjörgu ÍS-46, hlut í íshúsfélaginu. Fyrir frystitogaravæðingu vora aflaskipin Guðbjörg og Júlíus Geirmundsson ísfisktogarar, sem ísuðu aflann um borð og lögðu upp hjá Ishúsfélaginu. Nú er afli frystitogarans Júlíusar Náttúru- hamfarir af mannavöldum Um 60 starfsmenn í fiskvinnslu hafa misst ------7----------------- vinnuna á Isafirði undanfarið. Pétur Gunn- arsson ræddi við stjórnarformann Ishús- félagsins, forseta Alþýðusambands Vest- fjarða og forseta bæjarstjórnar Isafjarðar. Reyna að finna fyrirtæki rekstr- argrundvöll Geirmundssonar verkaður um borð. Landvinnsla Ishúsfélagsins er að miklu leyti háð togaranum Stefni um hráefni. Fyrirtækið kauph' einnig hráefni á mörkuðum og hefur stund- að vinnslu á Rússafiski. Getum ekki annað en látið í ljós skelfíngu okkar „Það era allir í sjokki,“ sagði Pét- ur Sigurðsson þegar Morgunblaðið leitaði til hans í framhaldi af íréttum um uppsagnirnar. „Það hafa tæplega 60 manns misst vinnuna hér undan- farið. Þetta éf reiðarslag.11 Pétur sagði að gefin hefðu verið fyrirheit í Ishúsfélaginu þegar ný stjórn tók þar við um að engum yrði sagt upp heldur stefnt að því að fækka starfsfólki með því að hætta ráðningum í stað þeirra sem hættu. „Þeir gátu ekki staðið við það og við í verkalýðsfé- laginu getum ekkert gert annað en látið í ljós skelf- __________ ingu okkar.“ Pétur sagði að skelf- ingin blasti við þegar litið væri á stöðuna í víðara samhengi. „Það eru ekki mörg misseri síðan hér á Eyr- inni vora starfandi tvö stór frysti- hús, með um 100 manns í vinnu hvort, og 4-5 rækjuverksmiðjur að auki. Nú er eitt ft'ystihús á Eyiinni, Ishúsfélagið. Það var að segja upp hópi fólks. Hér er nú ein rækjuverk- smiðja með 35 starfsmenn. Búið. Hér hafa tapast 150-200 störf.“ Stærsta stökkið sagði hann að hefði orðið í þessa átt eftir 1997 þegar Norðurtanginn og Rækjuvinnslan hættu starfsemi og þar áður vegna frystitogaravæðingarinnar. Orsaka þessa ástands sagði Pétur að ekki væri að leita nema á einum stað. „Málið er að það er enginn kvóti eftir í bænum, það er búið að selja hann í stóram og litlum skömmtum og það hefur ekkert komið í staðinn. Það, sem enn er í bænum af kvóta, er á frystiskipun- um, sem koma ekki með neitt af sín- um afla hingað til Isafjarðar, nema í besta falli til að setja hann yfir í flutningaskip." N áttúruhamfar ir af mannavöldum „Þetta hefur gríðarlega keðju- verkun í för með sér fyrir alla starf- semi og þjónustu í bænum,“ sagði Pétur. „Sveitarfélagið fær minni tekjur og verður að innheimta skatta og öll gjöld í hæstu þrepum og draga úr þjónustu. Bær eins og Isafjörður á sér engan tilverarétt nema til að sækja sjó og vinna fisk. Það er spurning hvort Isfirðing- ar eigi ekki allir að aug- lýsa sínar húseignir til sölu og sjá hvort ríkis- stjórnin vill ekki koma til ________ móts við okkur. Sumir verða að yfirgefa húsin vegna snjó- flóðahættu, aðrir vegna þess að það er engin störf að fá.“ Pétur sagði einkennilegt að bæj- arstjórnin á Isafirði hefði ekkert fjallað um ástandið. „Þar era líklega samankomnir menn sem halda að við lifum á einhverju öðra hér á ísa- firði heldur en fiskvinnslu.“ Pétur sagði að víst væri þessi boð- skapur hans drangalegur en þótt samdráttur í fiskvinnslu væri ekkert nýmæli væri munur á því sem nú er að gerast og niðursveiflum sem orð- ið hefðu vegna tímabundinna verð- sveiflna eða aflabrests. „Það var hlutur, sem við réðum ekki við, en núna er raunveralega um að ræða náttúrahamfarir af mannavöldum. Ég er ekki að segja að við hefðum ekki átt að geta staðið jafnt að vígi og aðrir gagnvart lög- gjöfinni um aflaheimildir,“ sagði Pétur. „En við báram ekki gæfu til þess að safna saman veiðiheimildum meðan þær fengust. Reyndar gerð- ist hið gagnstæða. Þegar verðið varð nógu hátt vora veiðiheimildimar seldar burt úr bænum. Þetta undir- strikar það sem ég hef sagt mestalla mína ævi að einstaklingunum er ekki treystandi fyrir fjöreggi at- , vinnulífsins. Einhvers konar bæjar- útgerð er það sem menn geta treyst á og ekkert annað, þ.e.a.s. það þarf að vera breiður hópur sem ræður yf- ir þeim grundvelli sem Isafjarðar- bær er byggður á.“ Pétur sagði að á hinn bóginn væru vissulega ljós í myrkrinu. Hrað- frystihúsið í Hnífsdal sé og hafi ver- ið keyrt á fullum afköstum, án nokk- urra sjáanlegra þreytumerkja. Leiði sameiningarviðræður Ishúsfélagsins við Hraðfrystihúsið í Hnífsdal til þess að vinnsla Ishúsfélagsins kom- ist í fulla nýtingu vonist menn til að sameiningin gangi í gegn sem fyrst. Annað jákvætt í atvinnulífi á Vest- fjörðum sé að „það hörmungará- ' stand sem var fyrir tveimur árum á Suðureyri og Flateyri hefur breyst til batnaðar. Þar er að vísu ekki meira umleikis en þegar mest var um að vera hér áður. En þar virðist vera mjög gott ástand, sem betur fer. Einnig hefur ræst úr á Þingeyi'i, en þar er að vísu ekki byggt á eigin kvóta heldur rússneskum fiski.“ Ber allt að sama brunni Birna Lárasdóttir, forseti bæjar- stjómar ísafjai-ðarbæjar, sem er í barnsburðarleyfi, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar fréttir kæmu mjög illa við menn. Hins veg- ____________________ ar kvaðst hún ekki vilja . Veiðiheimildirn- leggja mat á stjórnun- ar voru seldar arleear . ákvarðanir burt úr bænum stjórnenda Ishúsfélags- ____________ ms. Um samdráttinn sem nú er að verða í fískvinnslu á Isa- firði, sagði hún: „Þetta ber allt að sama brunni, hér er ekki nógur kvóti til að vinna úr. Það ber öllum saman um að það er ástæða þess hversu erfiðlega gengur hjá þessum fyi-ir- tækjum. Þetta era engar gleðifréttir og við vildum sannarlega lifa hér án þess að fá slíkar fréttir. En stjómendur fyrirtækisins telja sig ná betri i'ekstrargrundvelli með þessu og ég get náttúrlega ekki tjáð mig um það mat þeirra og þöi'fina á þessum breytingum. Ur því sem komið er vonar maður að þetta skjóti styrkari stoðum undir Ishús- félagið, sem er einn af máttarstólp- um atvinnulífs í bænum,“ sagði Birna. PliargmmMíiMli STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.