Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Golli TÓNLISTARFÓLKIÐ á æfingu íyrir tónleikana. Síðdegisstund í g-moll í Garðabæ Á KAMMERTÓNLEIKUM í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ í dag kl. 17 munu þau Guðný Guðmundsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Gunnar Kvaran flytja píanókvartetta eftir Mozart og Brahms ásamt píanóleikaranum Gerrit Schuil. „Tónleikarnir hefjast á píanó- kvartett í g-moll KV 478 eftir W.A. Mozart. Þennan kvartett samdi hann í Vínarborg árið 1785 um sama leyti og hann vann af kappi að Brúðkaupi Fígarós. Hann bauð útgefanda sínum verkið en sá taldi það ekki útgáfuhæft þar sem það væri of ei-fitt fyrir áheyrendur, og þar skildi leiðir þeirra. Þegar Moz- art semur verk í g-moll tekur ákveðin dramatík völdin og nær- tækt er að bera þetta verk saman við sinfóníuna og strengjakvartett- inn sem hann samdi í sömu tónteg- und. Sams konar dramatík svífur yfir vötnum í öllum þessum verk- um. Það vekur athygli að píanó- þáttur verksins er í senn bæði sjálfstæður og ofinn inn í strengja- þáttinn. Hér er ekki á ferðinni pí- anó í einleikshlutverki eins og áheyrendur höfðu svo oft átt að venjast til þess tíma, heldur er þetta ósvikið kammerverk þar sem öllum hljóðfærum er gert jafnhátt undir höfði. Síðara verkið á efnisskránni er píanókvartett í g-moll opus 25 eftir Johannes Brahms. Verkið samdi hann ungur að árum, hann hóf að vinna að kvartettinum árið 1857, en lauk honum ekki fyrr en fjórum árum síðar og það var Clara Schumann sem tók þátt í að frum- flytja hann í Hamborg í nóvember 1861. Aðeins lokaþátturinn vakti hrifningu áheyrenda og umsagnir gagnrýnenda voru kuldalegar. Við --------------------- Sex í sveit sýnt í 70. sinn GAMANLEIKURINN Sex í sveit, eftir Marc Camoletti verður sýndur í sjötugasta sinn á Stóra sviði Borgarleikhússins nú á sunnudag. Leikritið var frum- sýnt 12. mars 1998. Hjónakornin Benedikt og Þór- unn eiga sín leyndarmál og þeg- ar frúin hyggur á heimsókn til móður sinnar sér eiginmaðurinn sér leik á borði til að bregða undir sig betri fætinum í fjar- veru konunnar. Leikendur eru Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björgvins- dóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guð- ný Þórsdóttir og Halldóra Geir- harðsdóttir. frumflutning í Vínarborg ári síðar tóku áheyrendur verkinu vinsam- lega en gagnrýnendur voru enn við sama heygarðshornið. Stuttu síðar lýsti hinn frægi gagnrýnandi Ed- ward Hanslick því yfir að hér væri að finna burðarásinn í list Brahms. Þetta mikla verk einkennist af fjaðurmögnuðum krafti, gnótt syngjandi stefja og glæsileika. Kvartettinn hefst á upphrópunum hins unga og ástsjúka manns og þær eru síðan leiddar í gegnum skapandi sjálfskoðun sem lýkur með yfirlýsingu hins frjálsa sígaunaanda sem kann að vísa beint til þeirrar ákvörðunar tón- skáldsins að lífa lífi „sígaunans“, kæra sig kollóttan um hefðbundið miðstéttarlíf og fylgja tónlistar- gyðju sinni hvert sem hún kynni að leiða hann,“ segir í kynningu. Gerrit Schuil er listrænn stjórn- andi þeiiTa sex kammertónleika sem haldnir eru í Garðabæ á þess- um vetri á vegum menningarmála- nefndar bæjarins og er þetta þriðji veturinn í röð sem nefndin stendur fyrir slíkum tónleikum í samvinnu við Gerrit. Námskeið og fyrir- lestur ÍMHÍ NÁMSKEIÐ um efnisfræði verður haldið í Iðnskóla Hafn- arfjarðar og hefst fimmtudag- inn 4. mars. Unnið verður með silikon, úrítan og pólyester- kvoðu. Kennari er Helgi Skaftason, kennari í hönnun- ardeild Iðnskólans í Hafnar- firði. Ríkharður Valtingojer myndlistarmaður leiðbeinir á námskeiðinu Grafík III. Kenndar verða aðferðir í málmgrafík með notkun sýi-u (línuæting, aquatinata, ljós- myndatækni). Unnið á kop- arplötu. Kennt verður í gi-afík- deild MHÍ og hefst kennsla mánudaginn 8. mars. Fyrirlestrar SÖB (Sigurður Örn Brynj- ólfsson) heldur fyrirlestur í húsnæði MHI í Laugarnesi mánudaginn 1. mars kl. 12.30 og fjallar um eigin teikni- myndagerð og hugmyndafræði hennar. Gunnar Kristjánsson pró- fastm- heldur fyrirlestur í Barmahlíð, Skipholti 1, mið- vikudaginn 3. mars kl. 12.30 er nefnist Síðasta kvöldmáltíðin og Andy Warhol. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 39 ^ _________UMRÆÐAN________ Snertiþörfin er ein af grunnþörfum mannsins FLESTIR eru sam- mála um mikilvægi snertingar fyrir ung- börn. Margar rann- sóknir hafa sýnt fram á að ef ungbörn fá ekki snertingu getur það haft áhrif á tilfinninga- legan þroska þeirra. Þegar við verðum full- orðin höfum við áfram sterka þörf fyrir að finna að einhver er til staðar sem snertir okk- ur og okkur langar til að snerta. Auðveldara að snerta börn Flestir eiga auðveldara með að snerta börn en fullorðna. Börn vekja hjá okkur þessa þörf fyrir að snerta aðra manneskju og þau eru líka opnari fyrir henni en fullorðnir. Það er mjög eðlilegt en ef við getum ekki sótt snertingu til annarra full- orðinna erum við að leggja það á börnin að bera okkar eigin þörf fyr- ir snertingu og það getur verið þungt fyrir barn að bera ábyrgð á þörfum fullorðinnar manneskju á þennan hátt. Börn þurfa snertingu á sínum eigin forsendum. Óttinn við höfnun Stundum þurfum við að telja í okkur kjark til að biðja aðra full- orðna manneskju um eitthvað sem við viljum að hún geri fyrir okkur. Hún gæti sagt nei og þá stöndum við berskjölduð frammi fyrir henni og finnst við alveg nakin. En þetta er áhætta sem fylgir því að verða fullorðinn. Ekki snertivæn menning Af einhverjum ástæðum er okkar menning ekki mjög snertivæn. Ein- hvers staðar á leiðinni frá því að vera ungbörn og yfir í að verða full- orðið fólk þróum við með okkur ákveðna snertifælni og hættum að geta tekið við og veitt snertingu bara fyrir snertinguna sjálfa. Snerting verður eitthvað sem til- heyrir bara ákveðnum kringum- stæðum. Við höfum tilhneigingu til að tengja saman kynlíf og snert- ingu og rugla saman þöifinni fyrir snertingu og kynlífsþörf. Þörfin fyrir snertingu er hluti af gi'unn- þörfum mannsins eins og við verð- um svöng og þyrst. Nudd og snerting Nudd er eitt elsta meðferðarform sem til er og gott nudd veitir okkur þessa nærandi snertingu sem við öll þurfum. Hlutverk nuddarans er fyrst og fremst að kenna okkur að hlusta á líkamann, hjálpa okkur að taka eftir hvar við geymum spennu með þvi að beina athygli okkar að henni. Þetta tekur okkur út úr hug- anum um stund og það eitt og sér veitir okkur djúpa hvíld. Við deyfum okkur til að flýja spennuna Þegar við erum búin að safna upp mikilli spennu eða vöðvabólgu eða þreytu í vöðvana hættir okkur til að taka athyglina í burtu frá því svæði í líkamanum og deyfa það með því að halda niðri í okkur andanum eða anda mjög grunnt. En gallinn við þessa „flóttaleið" er að spennan er þarna enn og hún heldur áfram að safnast upp. Líkaininn verður óhamingju- samur undir spennuálagi Besta leiðin til að forðast þennan vítahring er að bregðast við nógu snemma og sýna þessum líkama sem við fáum til afnota tilhlýðilega virðingu. Eitt af því sem við getum gert fyrirbyggjandi er að fara reglulega í nudd. Ekki bara þegar axlirnar eru komnar upp að eyrum og lífið er orðið tómlegt og óspenn- andi. Með því að fara reglulega í gott nudd búum við okkur til góðan grunn, þar sem við tökum sjálf ábyrgð á eigin heilsu og lærum að hlusta á þarftr líkam- ans jafnóðum svo við getum brugðist við áð- ur en eitthvað gefur sig. Þegar við erum utan við okkur Stundum verðum við óhamingjusöm og vit- um ekki af hverju. Við getum verið eirðarlaus og kannski utan við okkur, förum að gleyma hlutum, hættum að vera al- veg í sambandi við annað fólk og ná- um ekki að hvfla í því sem við erum Nudd Með því að fara reglu- lega í gott nudd, segir Guðrún Arnalds, búum við okkur til góðan grunn, þar sem við tökum sjálf ábyrgð á eigin heilsu. að gera. Það er yfirleitt merki um að við séum komin úr tengslum við líkamann. Að næra líkamann Þegar við nærum líkamann gegn- um nudd erum við að fóðra ónæmis- kerfið, örva og koma jafnvægi á vökva- og orkuflæði líkamans, losa um spennta vöðva og við fyliumst vellíðan, njótum þess að vera í lík- ama og vera til. Ondunin hefur líka mikið að segja í þessu sambandi. Við öndum flest of lítið og njótum lífsins þess vegna ekki til fulls. I nuddi getur því verið gott að nota öndunina til að hjálpa okkur að tengjast líkamanum og losa um spennu. Margar aðferðir í nuddi Nudd býður upp á óteljandi að- ferðir og nuddarar era eins ólíkir og þeir eru margir. Þar verðum við að treysta eigin tilfinningu og innsæi og finna þann sem hentar okkur. Fyrir mér byggist nudd fyrst og fremst á tilflnningu og næmi fyrir þeim sem liggur á nuddbekknum. Tæknin kemur á eftir eins og afleið- ing frekar en aðalatriði og byggist á því hverjar þarfir einstaklingsins eru. Hægt er að nýta sér nudd til að ná djúpri slökun, vinna með líkam- lega þætti eins og vöðvabólgu, bak- verk, höfuðverk, svefnleysi, sí- þreytu, meltingarvandamál, þreytu á meðgöngu, tíðaverki og tíðatrufl- anir svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að nota nudd til að hjálpa til við að losa um tilfinningar eins og sorg, leiða, kvíða, fæðingarþung- lyndi, reiði, ótta, ótjáða gleði og ást. Nudd sem tilfinningalosun Líkaminn geymir allt sem hann hefur upplifað og með því að tengjast minningunni í líkamanum getum við losað um og sleppt henni. Þar finnst mér yfirleitt nauðsynlegt að tengja saman öndun og líkamsvitund. Þetta krefst mikfls trausts svo að við upp- lifum okkrn- örugg og það getur tetóð tíma að byggja upp slíkt ti-aust. Einnig getur það tekið tíma að læra að hlusta á líkamann. Það er nokkuð sem verður að koma af sjálfu sér og er eins og afleiðing af því að okkur fer að finnast merkilegt að hlusta á það sem líkaminn er að segja okkur. Einfaldleikinn getur gert kraftaverk. Yið megum líka njóta h'fsins Nudd sem stundað er reglulega gerir okkur mýkri og sveigjanlegri og hæfari til að takast á við óvænta snúninga lífsins á yfirvegaðan hátt. Þegar okkur líður vel verður lífið auðveldara og ánægjulegra. Með þvi að sinna sjálfum okkur og taka okkur tíma bara fyrir okkur sjálf getum við sinnt vinnu okkar og okk- ar nánastu af meiri einbeitingu og hlýju og notið þess um leið. Höfundur er nuddari, hónwpati og leiðbeinandi í líföndun. HAPPDRÆl HÚSNÆDISFÉIAG B* f seidio Þeir sem hafa hlotið vinning hafi samband við skrifstofu félagsins í síma 588 7470. Útdráttur 25. febrúar 1999 Bifreið að eigin vali frá Heklu kr. 2.200.000 29204 Ferðavinningar frá Flugleiðum kr. 100.000 3774 12574 22176 27422 33767 45663 50483 63445 72390 93369 5914 13036 22375 28266 35005 47100 50533 67451 78731 93974 7764 16334 24603 29830 37238 48713 51067 68373 80848 95712 7971 16562 24717 31322 43845 49355 54929 71259 84565 97019 9803 20971 25713 31709 44109 49933 58402 72177 86524103933 Vinningar frá Rúmfatalagernum kr. 50.000 1044 11152 2337 11505 2500 11735 3010 12719 3527 13001 3656 14349 3852 14752 5616 15815 5783 17646 5903 18513 6168 18760 6346 19458 6403 20043 6617 23353 6761 23376 7165 24725 7219 24891 8075 25816 9260 26618 10087 27570 27944 27954 28076 28992 29262 30268 30891 31099 31197 31208 31593 33149 34422 34949 35192 35641 35716 36771 37080 37241 37914 38499 39816 40318 40506 40560 41288 41393 42194 42223 42972 43035 43570 44380 44878 45155 45608 45917 47078 47900 48039 48131 49019 49420 50246 50793 50884 51496 51535 52404 52705 52846 53279 53280 53693 53768 53867 53937 55028 55403 55666 55750 57959 58135 58843 58942 58948 58993 59014 59416 59638 62549 64216 64869 65007 65243 66099 66285 66302 67258 67983 68547 68703 68984 69361 69583 71566 73492 75572 75619 75715 76305 76770 78562 78616 78909 78991 79166 79546 79759 80441 80774 81584 81935 82025 82752 83511 83786 84150 84175 84196 84366 85084 85849 85954 86684 86963 89675 90839 91128 91129101636 91192 102107 91264 102130 91440102243 91897 102518 92335 102647 92525 103240 92787 103524 92811 105236 93325 108104 94178108738 94795 108821 95062 97783 98407 98888 99677 99812 100303 101534 Guðrún Arnalds

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.