Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Eru dagar íslensku kýrinnar senn taldir? Stefán Ólafur Sigurður Aðalsteinsson Ólafsson Sigurðarson Vofir innflutningur fósturvísa yfir? Nú fara örlagadagar í hönd. ís- lenska kýrin, sem hefur þjónað lýð þessa lands í 1100 ár gæti verið á förum út úr heiminum. Sótt hefur verið um að flytja til landsins fóst- urvísa úr mjólkurkúm af norskum stofni til að prófa hann hér á landi. Nokkurt kapp virðist lagt á þennan innflutning nú, þó að Islenskir bændur höfnuðu þessum stofni þeg- ar þeir vora spurðir fyrir rúmu ári. í ljósi nýrrar þekkingar sem fram hefur komið er ástæða til að spyrja bændur aftur. Málið ekki nógu vel undirbúið Engin úttekt hefur verið gerð á hagkvæmni þessa væntanlega inn- flutnings. Menn vitna gjarnan í samanburð á norskum og íslenskum kvígum sem gerður var í Færeyjum fyrir nokkram árum. Norsku kvíg- umar voru 20% (70 kg) þyngri en þær íslensku og skiluðu 24% hærri dagsnyt (norskar 15,5 kg, íslenskar 12,5 kg). Sé dagsnyt reiknuð eftir þunga kvígnanna, skiluðu norsku kvígumar 3,7 kg og þær íslensku 3,6 kg mjólkur á dag á hver 100 kg lifandi þunga. Munur í dagsnyt á hver 100 kg lifandi þunga var aðeins 100 grömm. Hærri dagsnyt hjá norsku kvígunum stafaði af því að þær voru þyngri en þær íslensku. Ágóðinn var því ekki sannfærandi þegar á heildina var litið. Norskar kýr eru of stórar fyrir íslensk fjós. Þær vaða frekar upp beitiland. Þær þurfa meira kjarn- fóður af heildarfóðri. Stórar, þung- ar kýr hafa aðra og að sumu leyti erfíðari sjúkdóma en léttari kýr. I Noregi þekkja menn vel fram- leiðslusjúkdóma sem íslenskh' bændur þekkja lítt eða ekki s.s. kvikublæðingar, súrvömb, snúin vinstur og vöðvaskemmdir, og end- ingin er skemmri. Júgurbólga er al- geng eins og hér, einnig súrdoði. ís- lenskar kýr nýta vel gróffóður, ganga vel um beitiland og komast enn inn í fjósin sín. Þær mjólka meira nú en nokkra sinni fyrr. Smithætta eykst í kúm og sauðfé Innflutningi kúa frá Noregi fylgir hætta á nýjum smitsjúkdómum sem leggjast sumir á bæði nautgripi og sauðfé. Þótt unnt sé að framkvæma innflutning án mikillar áhættu einu sinni, magnast hún í hvert sinn sem flytja þarf inn á ný. Öll varúð sljóvgast þegar frá líður. Sífelldur innflutningur er óhjákvæmilegur ef nýtt kyn er flutt til landsins. Þessa framtíðaráhættu hljóta þeir að meta af alvöru sem bera ábyrgð á vörn- um gegn dýrasjúkdómum. Þetta mál varðar einnig sauðfjárbændur. Til dæmis er illkynjuð slímhúðapest (BVD og Border disease) bæði í nautgripum og sauðfé í Noregi og gæti borist í sauðfé hér eftir inn- flutning. Varasamt betakaseín í mjólk veldur sykursýki í tilraunadýrum í mjólk norskra kúa er prótínið betakaseín A1 algengt. Það veldur insúlínháðri sykursýki í tilrauna- músum og hugsanlega insúhnháðri sykursýki í börnum líka. Þetta prótín er mun sjaldgæfara í ís- lenskri mjólk, og hér er þessi teg- und sykursýki sjaldgæf. I Noregi er hún rúmlega tvöfalt algengari en hér og meira en fjórfalt algengari í Finnlandi. Islendingar drekka álíka mikla mjólk og Finnar, en í fínnskri mjólk er hátt hlutfall af betakaseíni Kúainnflutningur Viljum við flytja inn norskar kýr við aukna áhættu, spyrja Stefán Aðalsteinsson, ---------------------- Olafur Olafsson og Signrður Sigurðar- son, aukin óþægindi, aukinn kostnað og óvissan ágóða? A1 og telja sumir það valda munin- um á sykm'sýki. Norðmenn drekka minna af mjólk en Islendingar og Finnar. íslenski kúastofninn er lítill. Hér mætti með viðráðanlegum kostnaði arfgreina alla nautgripi í landinu og velja gegn A1 geninu sem veldur þessu varasama prótíni. Með kröft- ugu vali mætti útiýma því úr stofn- inum á 5-6 árum. Mjög erfítt yrði að hreinsa hinn óheppilega erfðavísi úr stórum kúakynjum í Evrópu. Með góðri markaðsfærslu gæti ís- lensk kúamjólk þá oroið eftirsótt í mjólkurduft handa börnum víða um heim. Hafa verður nokkurn fyrir- vara á um samband betakaseín A1 prótínsins og sykursýki í börnum. Líkurnar á þessu sambandi virðast hins vegar það sterkar að það hlýt- ur að teljast ábyrgðarhluti að flytja inn kýi- sem gætu aukið tíðni þessa alvarlega sjúkdóms. Islenskir sér- fræðingar í sykursýki hafa varað við þeim breytingum á kúastofnin- um sem myndu verða við innflutn- ing frá Noregi. Þetta mál varðar yf- irvöld heilbrigðismála í landinu. Islensk mjólk er heppileg til ostagerðar í íslenskum kúm er hátt hlutfall af kappakaseín B prótíni sem eykur nýtingu ostefnis í mjólkinni við ostagerð. Þetta hlutfall er lágt í norskum kúm. Erlendis hafa þessi áhrif gensins verið mikið rannsökuð og virðast menn fullvissir um að þau séu fyrir hendi. Það er líka ábyrgð- arhluti að stofna til þess að nýting ostefnis í íslenskri mjólk versni við að breyta um kúakyn. Þessi þáttur hlýtur að varða mjólkuriðnaðinn og þá sem stefnunni ráða þar. Hagkvæmnin óljós - áhættan margþætt Við þessa samantekt vakna áleitnar spurningar. Þegar tekin er margþætt og mikil áhætta þarf vinningsvonin að vera mikil, og það er óverjandi kæraleysi að meta ekki áhættu og ávinning fyrirfram. Hverjir bera ábyrgð hér? Hvers vegna er svo hljótt um þetta af- drifaríka mál? Hvers vegna hefur ekki verið gerð nákvæm úttekt á væntanlegri áhættu og hagkvæmni við þennan innflutning? Viljum við flytja inn norskar kýr við aukna áhættu, aukin óþægindi, aukinn kostnað og óvissan ágóða? Viljum við stefna á ofurbú og fækka bændum stórlega? Viljum við stefna frá vistvænum búskap í verk- smiðjurekin kúabú? Vilja menn með þessum innflutningi rjúfa skarð í þann vamarmúr sem nú umlykur landið og heldur alvarlegum sjúk- dómum í kúm, kindum og hrossum í fjarlægð? Verði skarð rofið í þann múr nú, er líklegt að því verði aldrei lokað aftur. Það segir reynslan okk- ur, frá innflutningi svína, hunda og katta. Þar er varla viðnám gegn innflutningi lengur, enda hafa ýmsir nýir smitsjúkdómar í hundum og köttum borist til landsjns nú þegar. Heilbrigði búfjár á íslandi er ein- stætt hvað smitsjúkdóma varðar. Sú staða leyfir okkur að loka fyrir innflutning búvara frá löndum með sjúkdóma sem sannanlega finnast hér ekki. Vilja íslenskir bændur tefla þeimi stöðu í óvissu? Viljum við taka þá áhættu með innflutningi á kúm að tíðni sykursýki í landinu, á 100.000 einstaklinga á aldrinum 0-15 ára, aukist úr tæpum 10 nú, í 20, 30 eða yfir 40 nýja sjúklinga á ári þegar frá líður? Viljum við fórna þeim möguleikum að nýta prótínin betakaseín A2 og kappakaseín B í verðmætasköpun fyrir bændur í landinu og þjóðina alla? Vilja óbreyttir Islendingar þetta? Vilja ráðamenn þetta, þeir sem ábyrgð munu bera á slíkum innflutningi? Innflutningsáform bíði úttektar Auðvitað vill enginn verða til óþ- urftar með aðgerðum sínum. Menn vona í lengstu lög að allt gangi vel. En hér má ekki láta kylfu ráða kasti. Gera verður úttekt á væntan- legri hagkvæmni þess innflutnings sem sótt er um og þeirri margþættu áhættu sem honum fylgir. Leggja ber til hliðar áform um innflutning meðan á úttekt stendur og endur- meta stöðuna, ef úttektin bendir til verulegs ávinnings. Þess skal að lokum getið að erfðanefnd búfjár hefur varað við fyrirhuguðum inn- flutningi. Virkjanir á landinu munu allar fara í umhverfismat á komandi ár- um. Innflutningur fósturvísa úr norskum kúm ætti að fara í hliðstætt umhverfismat, svo að ekki verði unnin óbætanleg spjöll á þeim verðmæta náttúruauði sem hefur fylgt þjóðinni frá upphafi vega, ís- lensku kúnni. Höfundar eru fyrrv. framkvæmda- stjiíri Norræna genabankans fyrir búfé (S.A.), fyrrv. landlæknir (ÓI.ÓI.) og dýralæknir nautgripa- sjúkdóma (Sig.Sig.). A að hækka eða lækka vexti? ER HIN mikla útlánaþensla í hagkerf- inu eftirspumardrifin eða framboðsdrifin? Miklu skiptir að greina þá krafta rétt sem eru að verki á lánsfjár- markaðnum ef peninga- stjómun á að ná árangri. Hækkun vaxta Ef útlánaþenslan á sér fyrst og fremst ræt- ur á eftirspurnarhlið lánsfjármarkaðarins, þ.e. í vilja heimilanna og fyrirtækjanna til að auka lántökur vegna neyslu og fjárfestinga, er hægt að draga úr lán- fjáreftirspurn með hækkun vaxta. En liggja rætur útlánaþenslunnar á eftirspurnarhlið markaðarins? Til að varpa ljósi á þetta þyrfti að draga fram þá hvata sem búa að baki eftirspurnar-aukningu fyrirtækja og heimila. Er það mikil trú og bjartsýni á framtíðarhagvöxt og á auknar tekj- ur? Erfitt er að sjá augljósar skýr- ingar á framkvæði eftirspyrjenda. Kaupmáttur hefur að vísu aukist verulega og sömuleiðis velta fyrir- tækja, en skýrir það viljann til um- talsverðrar skuldasöfnunar? Eða er líklegra að ofangreindir aðilar séu frekar óvirkir eftirspyrjendur. Vitað er að lánsfjáreftirspum fólks er mjög háð aldri og ræðst af því hvar í lífsgæðastiganum það er statt. Yngra fólk sem er að afla sér menntun- ar, húsnæðis og annarra lífsgæða er mun viljugra til lántöku en eldra fólk sem komið hefur sér upp þeim lífs- gæðum. Það getur því skipt verulegu máli að lánveitingar séu sniðnar að þörfum fólks. Vaxta- stigið, sem oft er breyti- legt og skattatengt, hef- ur að sjálfsögðu þýðingu fyrir viljann til lántöku, en það ræður ekki öllu. Tekjur og ekki síður greiðslubyrði ráða einnig miklu. Mikil kaupmáttaraukning gefur aukið svigrúm til lántöku. En sú staðreynd að bankaþjónusta eins og önnur þjónusta er í ríkara mæli að laga sig að þörfum viðskiptavina hef- ur í raun valdið kerfisbreytingu á lánsfjármarkaðnum. Greiðslubyrði hefur orðið jafnari og nær nú lengra inn í framtíðina. Lántökur hafa því aukist í kjölfarið. Segja má að á lánsfjármarkaðnum eigi sér stað viss aðlögunarferli að nýjum vinnubrögðum. Nú er farið að líta á peninga eins og hverja aðra vöra sem þarf að selja á réttu verði, en ekki skammta. I lok þessa aðlög- unarferlis má greina jafnvægisstöðu þar sem lána- og eignasafn heimil- anna og fyrirtækjanna hefur náð jafnvægi miðað við þetta nýja viðhorf og þær efnahagsforsendur sem ráð. Á meðan þetta ferli á sér stað verður um ójafnvægi að ræða á lánsfjármarkaðnum, sem speglast m.a. í mikilli útlánaaukningu. Við höfum sambærilegt dæmi um ójafn- Lánamarkaður Segja má, segir Jóhann Rúnar Björgvinsson, að á lánsfjármarkaðn- um eigi sér stað viss aðlögunarferli að nýj- um vinnubrögðum. vægi á öðrum mörkuðum vegna aðlögunarferlis. Þannig var til skamms tíma lítið af hlutabréfum í eignasafni heimilanna, en með opnun hlutabréfamarkaðarins hefur orðið gríðarleg breyting þar á. Aðlögunar- ferlið hefur tekið tíma með tilheyr- andi ójafnvægi, framboði hlutabréfa og hækkun á gengi þeirra. Lækkun vaxta Ef útlánaþenslan á sér fyrst og fremst rætur á framboðshlið láns- fjármarkaðarins, þ.e. hjá bankakerf- Jóhann Rúnar Björgvinsson inu sjálfu, þarf að huga að öðram að- ferðum til að draga úr útlánaþensl- unni. Spyrja má hvort ekki hafi orðið það miklar breytingar á framboðs- hlið markaðarins á síðasta ári að í raun sé um kerfisbreytingu að ræða sem breytt hafi markaðsskilyrðum lánsfjármarkaðarins verulega. I þessu sambandi má einkum nefna fjögur atriði, þ.e. breytingu á stjómtækjum Seðlabankans, tilkomu Fjárfestingabanka atvinnulífsins, hai'ðnandi samkeppni bankanna og mikinn vaxtamun milli innlendra og erlendra lána. Stjómtæki Seðlabankans: Á síð- ustu áram hafa mörg stór skref verið stigin sem miða að því að gera stjórntæki Seðlabankans líkari því sem þekkist víða erlendis. Frelsi inn- lánastofnana hefur verið aukið veru- lega, lausafjárkrafa þeirra afnumin og svokölluð bindiskylda nánast gerð að engu samtímis því sem gnmnur hennar hefur verið breikkaður. Helsta stjómtæki bankans nú eru svokölluð endurhverf viðskipti en það eru uppboð á verðbréfum. Seðla- bankinn getur dregið úr peninga- magni eða aukið með sölu eða kaup- um á verðbréfum. Hann getur með þeim hætti haft bein áhrif á vaxta- stigið. Fjárfestingabanki atvinnulífsins (FBA) var stofnaður í byrjun síðasta árs. Eignir hans voru í byrjun ríflega 54 milljarðar króna og eigið fé rúm- lega 8 milljarðar. Eiginfjárhlutfall (CAD-hlutfall) hans var því um 16%, en samkvæmt lögum má það ekki fara niður fyrir 8%. Bankinn hefur því mikið svigrúm til að auka útlán sín án þess að auka eigið fé. I raun- inni er honum mikið í mun að auka útlánin svo ávöxtun eiginfjár verði meiri. Samkeppni bankanna: Með tilkomu hins nýja banka og einka- væðingar ríkisbankanna hefur sam- keppnin harðnað verulega á lánsfjár- markaðnum. Bankamir berjast um viðskiptavinina, sem kemur meðal annars fram í fjölbreyttari og bættri þjónustu þeirra. Boðið er upp á meiri greiðslujöfnun og lengri neyslulán (bflalán) en áður. Þá er bankarnir að ryðja sér nýjar brautir, s.s. inn á trygginga-, lóða-, húsnæðis- og hlutabréfamarkaðinn. Þeir taka í ríkara mæli frumkvæðið að útlánum peninga á lánsfjármarkaðnum. Mikill vaxtamunur á inn- og er- lendum lánamarkaði getur skapað veralegt ójafnvægi á innlendum pen- ingamarkaði. Ef fjársterk innlend fyrirtæki sem njóta trausts erlendis færa lánaviðskipti sín út úr landinu vegna hagstæðari kjara losnar um fjármagn hér innanlands og útlána- geta innlendra banka eykst til ann- arra viðskiptavina. Svipaða sögu er að segja ef bankarnir sjálfir leita á erlendan lánamarkað til að auka útlánagetu sína hér á landi. Ef bank- ar vilja auka útlán sín geta þeir annað tveggja höfðað til sparenda um aukin innlán eða aukið erlenda lántöku til endurlána. Ljóst er af ofangreindum þáttum að mikill þrýstingur er á framboðs- hlið lánsfjármarkaðarins um aukin útlán. Einn lykilþáttur í þeim þrýst- ingi er vaxtamunur milli innlendra og erlendra lána sem gefur banka- kerfinu færi á auknum umsvifum. Væri vaxtamunurinn minni drægi veralega úr hvatningu þeirra til er- lendrar lántöku og endurlána. Lækkun vaxta drægi því verulega úr frumkvæði bankakerfisins að útlánaþenslu. I þessu samhengi má velta upp hvort hinn mikli viðskipta- halli sem þjóðarbúið á við að etja eigi ef til vill rætur í kerfisbreytingum á framboðshlið lánsfjármarkaðarins. Höfundur er hagfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.