Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 46

Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 46
46 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ + Jósefína Guðný Þórðardóttir fæddist að Kleifar- stekk í Breiðdal 26. júlí 1910. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónas- dóttir, f. 4. júní 1880, d. 3. júní 1945 og Þórður Gunnars- son, f. 25. júlí 1883, d. 7. janúar 1948. Eftirlifandi bróðir Jósefínu er Björg- vin, f. 11. maí 1924. Látin systk- ini hennar voru Gunnar, f. 2. júní 1903; Gunnar Pétur, f. 19. október 1904; Aðalheiður, f. ll.júlí 1907; Jónína Guðlaug, f. 2. mars 1909; Petra Jóhanna, f. 9. desember 1911; Gunnar Jónas, f. 20. maí 1914; Stefanía, f. 6. febrúar 1916 og Benedikt, f. 7. nóvember 1919. Jósefína giftist Ástvaldi Jóhanni Jónassyni, f. 28. september 1908, d. 16. febrúar 1983. Synir 'i I fáeinum orðum langar mig að minnast kærrar ömmu minnar. Fyrstu minningarnar sem á hug- ann leita tengjast ferðalögum að sumri til seint á sjötta ártatugnum. Esjan er tekin frá Vestmannaeyjum og siglt endalaust austur með til- heyrandi sjóveiki og heitstrenging- um um að verða aldrei sjómaður. Skyndilega breytist allt þegar komið er inn á Fáskrúðsfjörð í glampandi sól og logni. Amma Bína og afí Jói taka á móti ferðalöngum, allar ^hremmingarnar á skipinu eru á bak og burt. Við taka dagar fullir af endalausri athygli og undanlátssemi við „Nafna“ sem lengi er eina barna- bamið. Farið er í fjósið á Búðum, kusan mjólkuð og teymd út í sumar- ið á eftir. Leikið er í hlöðunni, farið í berjamó og gönguferðir upp með læknum. Tíminn líður og gamanið tekur brátt enda. Sársaukafull skiln- aðarstund á bryggjunni og sjóferðin fyrirkvíðanlega framundan. En svo merkilega vill til að sjóveikin lætur ekkert á sér kræla. Maður hlakkar þeirra: 1) Olgeir Jónas, f. 26. júlí 1933, d. 30. apríl 1991. Eginkona hans var Guðrún Jónína Guðmunds- dóttir, f. 17. apríl 1932, d. 6. septem- ber 1989. Eignuðust þau fimm börn: Guðmund Jóhann, Sigríði Bínu, Þór- hildi Ýr, Gyðu Björgu og Olgu Hrönn. 2) Rúnar Björgvin, f .8. ágúst 1942. Eginkona hans er Ásta Selma Þorvarðar- dóttir, f. 25. febrúar 1943. Eiga þau einn son, Björgvin, f. 2. des- ember 1968. Barnabarnabörn Jósefínu eru orðin sex. Jósefína bjó alla ævi sína á Fáskrúðsfirði, lengst af á Innri Búðum en síðustu árin á Dval- arheimili aldraðra á Fáskrúðs- firði. títför Jósefínu fer fram frá Fáskrúðsíjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. strax til næsta sumars með nýjum ævintýrum hjá ömmu og afa. Næstu árin fer ég að geta skrifað bréf milli þess að hist er á sumrin og ekki stendur á svari. Síminn kemur síðar og munur er að geta nú heyrt í ömmu og afa hvenær sem er. Pakk- arnir á jólum og afmælum voru sér- stakt tilhlökkunarefni. Alltaf kom „eitthvað í gogginn" eftir sláturtíð- ina á hverju hausti og súkkulaði að auki fyrir „Nafna“. Minningin um ömmu er samofin minningunni um afa Jóa enda voru þau alltaf eins og eitt í mínum huga. Einstakir dýravinir voru þau enda síðar sögupersónur í lestrarkennslu- bókum og myndböndum sem halda minningu þeirra vel á lofti. Þeir voru ófáir sekkirnir af fóðri sem dúfurnar á Fáskrúðsfirði fengu í gegnum tíð- ina. Þegar ég var níu ára var ég í fyrsta skipti sendur einn til sumar- dvalar til ömmu og afa. Var ekki að sökum að spyrja að allt var látið eft- ir stráknum. Minnisstæðar eru stundirnar eftir hádegismatinn þeg- ar amma settist niður og las rímur, sögur og ævintýri. Á meðan var stofan á Búðum gerð að einu leik- svæði þar sem allskonar dóti úr „gullakistunni" var komið fyrir og ímyndunaraflinu gefinn laus taum- urinn. Amma var hagmælt og hafði góða frásagnarhæfileika. Fannst mér sér- lega mikið til ömmu minnar koma þegar hún sagði stolt frá því að lesin væni ljóð og kvæði eftir hana á mannamótum þar eystra. Margar skemmtilegar vísur og gamankvæði liggja eftir hana sem gaman er að eiga nú þegar hún er farin frá okkur. Fyrir tíu árum flutti ég og fjöl- skylda mín austur á Hornafjörð. Nú var orðið stutt að skreppa í heim- sókn til ömmu og langömmu. Gauk- að var að öllum fjölskyldumeðlimum súkkulaði og kóngabrjóstsykri sem amma kallaði alltaf „bensínbrjóst- sykur“. Alltaf var tekið á móti mér með sama innilega faðmlaginu en alltaf var jafn erfitt að kveðja líkt og á bryggjunni forðum. Fyrir sextán ár- um síðan missti amma manninn sinn. Bjó hún lengi ein á Búðum en síðustu árin á Dvalarheimili aldr- aðra á Fáskrúðsfirði þar sem henni leið vel og vel var um hana hugsað. Fyrir það kann ég starfsfólkinu bestu þakkir. Af öllum öðrum ólöst- uðum þakka ég þó frænku minni Guðrúnu Níelsdóttur og Eiríki Olafssyni, manni hennar, fyrir um- hyggjusemi þeiira í garð ömmu minnar undanfarin ár. Víst er að vel er tekið á móti ömmu „hinum megin" enda var amma alltaf viss um líf að lokinni jarðvist. Þeim áföllum sem urðu á vegi hennar tók hún með rósemd og æðruleysi. Aldrei fór maður samur eftir af hennar fundi, alltaf var ein- hverju jákvæðu sáð í huga manns. Kæra amma mín. Bestu þakkir fyrir allt. Guðmundur Jóhann Olgeirsson. Mig langar til að kveðja hana ömmu mína með fáeinum orðum nú þegar hún hefur lokið kafla sínum hér með okkur og um leið hafið nýj- an á stað þar sem henni verður vel tekið. Nú hefur hún hitt sinn besta vin, hann afa Jóa. Þær eru margar minningarnar sem streyma að þegar mér verður hugsað til ömmu. Sumarfríin austur, réglulegu sunnudagssímtölin og sú lífsspeki sem hún hafði og deildi með öðrum. Efst í huga mér er þegar ég fór með foreldrum mínum og systrum á hverju sumri til afa og ömmu fram að sextán ára aldri en eftir það urðu ferðirnar færri austur. Vegna þess hversu langt það var að fara frá Reykjavík til Fáskrúðsfjarðar gát- um við systurnar ekki farið eins oft og okkur langaði til þeirra heldur þurftum við að bíða eftir sumarleyf- istíma foreldra okkar og láta þann tíma duga. Spenningurinn sem fylgdi hven-i ferð til afa og ömmu var ólýsanlegur. Eftir því sem við nálguðumst Fáskrúðsfjörð fór hjart- að að slá hraðar og þegar eygði loks Skrúðinn sáum við fyrir endann á löngu ferðalagi. Á leið inn fjörðinn biðu allir eftir því að geta komið auga á litla fallega húsið hennar ömmu og afa - vitandi af þeim heima í stofu með kíkinn að fylgjast með ferð okkar inn fjörðinn. Þegar við vorum loksins komin til þeirra fannst mér eins og við segðum skilið við raunveruleikann og gengjum inn í ævintýraheim. Það var allt svo yndislegt. Fjörðurinn, fjöllin, litla húsið, garðurinn og síðast en ekki síst amma og afi. Ég man hvað mér þótti það notalegt að vakna í litla húsinu við kurrið í dúfunum á þak- inu og brakið í eldhúsgólfinu sem bar því vitni að amma Bína var kom- in á fætur fyrst af öllum að taka til morgunmatinn. Hún passaði vel uppá að allir fengju nóg að borða og yfirleitt var það svo að flestir fóru þyngri suður en þeir komu austur. Best var að vakna fyrst af öllum og trítla fram til ömmu því þá var áreiðanlegt að heyra eina góða sögu. Það voru ótrúlega notalegar stundir að sitja með ömmu inni í eldhúsi og hlusta á hana. Mér fannst enginn geta sagt eins skemmtilega frá og amma. Hún hvíslaði þegar við átti, gretti sig, blótaði og hló og náði að gera sögumar svo lifandi og skemmtilegar. Oftast sagði hún sög- ur af sjálfri sér frá því hún var bam og ekki var verra þegar sögurnar vom dularfullar. En amma Bína sagði ekki bara skemmtilega frá heldur orti hún, og þar vantaði ekki húmorinn. Mér fannst það alltaf merkilegt og ekki síður skemmtilegt að eiga ömmu sem hafði munninn á réttum stað. Hana skorti aldrei orð- in og var ekki að spara tvíræðnina. Amma átti stórt og gott hjarta. Hún hvatti mann til að líta á björtu hlið- arnar í lífinu og þakka Guði fyrir það sem hann hefur gefið okkur. Það held ég að enginn hafi kunnað eins vel og hún. Nú þegar þessar minningar eru skrifaðar hugsa ég austur til Fá- skrúðsfjarðar, sem mér finnst sá allra fallegasti staður á landinu, og velti því fyrir mér hvers vegna hann beri af öðrum. Fyrir mér eru það elsku amma mín og afí minn sem gerðu fjörðinn eins fallegan og hann er og allar þær góðu minningar sem tengjast þeim. Eg bið góðan Guð um að blessa minningu elsku ömmu Bínu og afa Jóa. Olga Hrönn. Þegar ég hugsa til baka þá eru minningar mínar um hana ömmu mina tengdar sumardvölum okkar systra hjá þeim ömmu og afa að Innri-Búðum, Fáskrúðsfirði. Það var nefnilega fóst regla eins og venjulega að foreldrar mínir færu með okkur systur til ömmu og afa í 3-4 vikur um mitt sumar, að ég held 13 sumur í röð. Alltaf hlökkuðum við jafnmikið til að leggja af stað og toppnum var náð þegar Innri-Búðir blöstu við þegar keyrt var inn Fá- skrúðsfjörðinn, litla, fallega, hvíta og rauða húsið með stóra og fallega garðinum sem amma lagði svo mikið í. Garðurinn hennar ömmu skipti okkur systur miklu máli því hann var sannkallaður ævintýraheimur og bauð upp á óteljandi möguleika fyrii- okkur systurnar að leika sér í. Það var yndislegt að vakna á morgnanna á Búðum og heyra að amma var komin á stjá. Það boðaði að eldhús- borðið var hlaðið af smurðu brauði, kexi, kakó og kaffi. Að loknum morgunverði var svo oftast haldið út á hól og þar fengum við að fóðra dúfurnar sem héldu til á hólnum hennar ömmu. Hún amma mín, amma Bína, var einstaklega orðheppin og skemmti- leg kona, og því er það ekki skrýtið hversu auðveldlega hún laðaði að sér fólk, börn jafnt sem fullorðna. Hún var einstaklega beinskeytt í samræðum og ég leyfi mér að full- yrða að hún hafi haft skoðun á hverju sem var, hún var ekki kona sem lá á skoðunum sínum. Það var því mjög fróðlegt og skemmtilegt að eiga samræður við hana ömmu mína og ekki var það verra að hún var einstaklega minnug og hagyrt kona. Eftir hana liggja mörg kvæði sem JOSEFINA GUÐNY ÞÓRÐARDÓTTIR J; :i:: 1 • + Gunnar Svanur Benediktsson var fæddur á Svín- hóli í Miðdölum í Dalasýslu 3. sept- ember 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 22. febrúar síðastliðinn. Hann fluttist ungur að árum með for- eldrum sinum, Benedikt Þórarins- syni og Guðnýju Jó- X hannesdóttur, að Stóra-Skógi í Mið- dölum, þar sem hann ólst síðan upp ásamt bróð- ur sínum, Hlyni Þór, sem nú býr í Búðardal. Gunnar kvæntist Fjólu Bene- diktsdóttur frá Hömrum í Haukadal hinn 24. júlí 1959 og Látinn er, um aldur fram, okkar kæri frændi Gunnar í Álfheimum. Við urðum bæði sem börn og ung- lingar þeirrar gæfu aðnjótandi að .^veljast um lengri eða skemmri tíma, að sumarlagi, í sveitinni hjá Gunnari og foreldrum hans og síð- ar eiginkonu og börnum. Hann var alltaf svo góður við okkur systkin- in og munum við seint gleyma hans léttu lund og fallega brosinu, sem lét okkur líða svo vel í návist hans. Margs er að minnast úr íj|'eitinni forðum daga, vinnan við heyskapinn bæði úti á túni og inni í hófu þau stuttu síð- ar búskap í nýbýli Stóra-Skógs, sem þau nefndu Álf- heima. Þau eignuð- ust þrjú börn, Bryn- dísi, Benedikt Guðna og Þórarin og barnabörnin eni Arni Gunnar, Fjóla Dögg, Harpa Signý og Tinna Rún. Hann gegndi af trú- mennsku þeim ábyrgðarstörfum sem hann var kos- inn til af sínu sveit- arfélagi, m.a. var hann hrepp- stjóri Miðdalahrepps um nokk- urra ára skeið. títför Gunnars fer fram frá Kvennabrekkukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hlöðu, sauðburðurinn, kúarekstur- inn og svo mætti lengi telja. Mikið ævintýri var fyrir okkur að fá að fara með Gunnari upp í Hauka- dalsvatn að vitja um netin og spenningurinn ólýsanlegur að fylgjast með fiskunum sem við drógum að landi. Þegar síðan sest var að borðum og silungurinn eða laxinn borinn fram sögðum við með stolti að við hefðum veitt þennan fisk með Gunnari. Gunnar og Fjóla reistu sér á sín- um fyrstu búskaparárum stór- glæsilegt einbýlishús í nýbýli í tún- fæti Stóra-Skógar og kölluðu þau það Álfheima eftir álfhólnum sem stendur í túninu. Áfram héldu þau með byggingarframkvæmdirnar og voru reist í kjölfarið stór og myndarleg útihús. Gunnar vann mikið sjálfur við smíðar allra þess- ara húsa og naut þar dyggrar að- stoðar föður síns, sem hjálpaði honum við smíðarnar fram á elliár. Gunnar var fljótur að tileinka sér nýjungar í búskaparháttum og kom það sér vel hversu laghentur hann var við vélar og tæki og gat hann því oft sjálfur gert við hin ýmsu landbúnaðartæki, sem stundum tóku upp á því að bila þegar mest reið á að þau ynnu sitt verk. Gunnar hafði mikið yndi af hest- um og nýtti hann þær stundir sem gafst til að bregða sér á hestbak, ýmist einn eða með Fjólu, sem naut útreiðartúranna þeirra ekki síður. Heimili þein-a Gunnars og Fjólu var rómað fyrir gestrisni enda var stöðugur gestagangur hjá þeim öll sumur. Þau voru bæði mjög áhugasöm um garðrækt og hafa komið upp fallegum garði í kringum húsið sitt. Allt umhverfi Álfheima, utan og innan dyra, ber vott um þeirra einstöku snyrti- mennsku og smekkvísi. Gunnar var alla tíð mjög barn- góður og nutum við þess sem börn í sveitinni og seinna meir okkar börn þegar við komum til styttri eða lengri dvalar í Dölunum. Við og fjölskyldur okkar sendum okkar kæru Fjólu, Billa, Bryndísi, Benedikt Guðna, Þórarni og fjöl- skyldum þeirra innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Undir Dalanna sól, við rainn einfalda óð hef ég unað, við kyrrláta fór. Undir Dalanna sól, hef ég lifað mín ljóð, ég hér leitað og fundið mín svör. Undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið, en oftar í fognuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefnstað og skjól. Undir Dalanna sól, man ég dalverjans lönd eins og draumsýn um átthagans rós. Undir Dalanna sól, fann ég heitfenga hönd eins og heillandi, vermandi ljós. Undir Dalanna sól, geymir döggin mín spor, eins og duldir er blessa hið náttlausa vor. Undh- Dalanna sól, hugsjá hjartans ég vann og ég hlustaði, skynjaði, leitaði og fann. (Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum) Hanna Dóra og Birgir. Um mitt sumarið 1990 kynnt- umst við Gunnari S. Benediktssyni, bónda í Álfheimum í Dalasýslu, og fjölskyldu hans. Við höfðum þá gerst kotbændur á næsta bæ og þekktum lítið til landshátta og ræktunar. Fljótlega kom í ljós að að betri nágranna en Gunnar og Fjólu, eftirlifandi konu hans, er ekki unnt að óska sér. Gunnar var ráðagóður og reyndist hin mesta hjálparhella við hin ólíkustu mál sem upp komu og var aldrei komið þar að tómum kofunum, enda leit- uðum við oft ráða hjá honum. Gunnar var rólegur maður í við- kynningu, hafði góða kímnigáfu, var vel gefinn, laginn við smíðar og áhugasamur mjög um alla hiuti, einkum þó um náttúruna, skógi'ækt auk annarra málefna sem lúta að ræktun landsins og landbúnaði. Hann var jákvæður, umtalsgóður um aðra og harðduglegur. Skógrækt var eitt af áhugamál- um Gunnars og hafði verið í ára- tugi, og var hann óspar við að miðla af reynslu sinni. Hann var einn af aðaláhugamönnum um skógrækt í Dölum og hefur gi'óðui'sett mikið magn af trjáplöntum í skógræktar- reiti Dalamanna auk ræktunarinn- ar heima fyrir. Fáir bæir í sveitinni geta státað af slíkum gróðun'eit og þeim sem er í kringum Álfheima, en auk þess var Gunnar með mikla ræktun í undirbúningi fyrir fram- tíðina. Þrátt fyrir illvígan sjúkdóm hélt Gunnar ótrauður áfram rækt- unarstarfi sínu, og sl. sumar vann hann meðal annars hörðum hönd- um við jarðvegsflutning og plöntun trjáa í stóran reit fyrir ofan íbúðar- húsið í Álfheimum. Gunnar var mikill hestamaður og þar var einnig sótt í reynslu hans í þeim málum. Hann var liðtækur járningamaður og óumbeðinn gaf hann hestum okkar ef með þurfti. Er nær dró jólum lét Gunnar vita þegar honum fannst að hestunum væri farið að leiðast og þeir tilbúnir að komast í hús. Hann hafði vakandi auga fyrir umhvei'fínu og vissi alltaf hvaða fuglar gerðu sér gestkvæmt á land- areign hans og fylgdist gi-annt með hegðun þeirra og atferli, hvar þeir áttu hreiður og hvenær þeir komu og fóru. Fyrir utan hjálp og aðstoð við hin margvíslegustu efni var Gunnar okkur bæði góður og tryggur vinur sem við kveðjum nú með söknuði og þakklæti. Við þökk- um Gunnari allar hinar fjölmörgu góðu stundir sem við áttum saman og vottum Fjólu, börnum þeirra og fjölskyldum einlæga samúð okkar. Ella Bjarnarson, Sunna B. Helgadóttir og Helgi Torfason. GUNNAR SVANUR BENEDIKTSSON :Ú : ' J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.