Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þórlaug Ólafs- dóttir fæddist á Þórkötlustöðum, austurbæ í Grinda- vík, 15. október 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 15. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ragnheiður Helga Jónsdóttir frá Isa- S firði, fædd 22.9. 1884, dain 18.1. 1964 og Ólafur Þor- leifsson ættaður úr Þingvallasveit, fæddur 23.8. 1870, dáinn 7.9. 1960. Þórlaug átti tvo albræður: Kristin, f. 5.3. 1923, d. 8.3. 1998 og Jón Ágúst, f. 10.8. 1925. Hún átti átta hálfsystkini. Sam- mæðra voru: Elín Jónína Hammer, f. 21.12. 1906, d. 29.5. 1943; Þorvaldur Ragnar Hammer, f. 23.6. 1912, d. 30.10.1933 og Lára Carlotta Hammer, f. 29.11. 1909. Sam- feðra voru: Sigríður, f.29.8. 1899, d. 7.3. 1981; Þorsteinn, f. * 13.3. 1901, d. 20.5. 1982; Magn- úsa Aðalveig, f. 23.9 1902, d. 26.10. 1987; Margrét, f. 18.4. 1904, d. 6.1. 1993 og Sigurður Jóhann, f. 12.7. 1905, d. 15.1. 1984. Hinn 19. október 1940 giftist Elsku mamma. Nú er komið að kveðjustund. Margs er að minnast. Þá kemur mér fyrst í huga þegar afastrákurinn minn, hann Dagur, var í heimsókn hjá Gauja afa í Gr- indavík. Þegar við vorum að búa "* okkur til að fara út í gönguferð eða í bíltúr og ég spurði hann hvert við ættum að fara, þá sagði sá stutti „langamma“. Þá var stefnan tekin austur í Víðihlíð. Þegar við komum inn hljóp hann skrefstuttur inn ganginn og stoppaði við einhverja hurðina, leit á afa sinn til að spyrja hvort þetta væru réttu dymar. Þeg- ar hann hafði fundið þá réttu teygði hann sig upp í húninn og opnaði. Þá varst þú, elsku mamma, þar inni og tókst brosandi á móti okkur. Faðm- aðir Dag að þér þótt þú ættir ekki gott með það vegna lasleika þíns. Þórlaug Sigurði Magnússyni skip- stjóra frá Tálkna- firði. Þau eignuðust sjö börn, þau eru: 1) Olafur Ragnar, f. 14.2. 1941. 2) Guð- nín, f. 11.9. 1943, maki Sigurður Sveinbjörnsson. 3) Sóley Jóhanna, f. 25.3. 1945, d. 26.10. 1957. 4) Bjarney Kristín, f. 25.3. 1945, d. 6.12. 1962. 5) Guðjón, f. 12.6. 1950, maki Guðrún Einarsdóttir. 6) Sóley Þórlaug, f. 17.6. 1958, maki Þorgeir Reynisson. 7) Hrafnhildur, f. 13.6. 1962, maki Magnús Högnason. Barnabörn Þórlaug- ar eru 21 og barnabarnabörn eru 23. Þórlaug og Sigurður hófu bú- skap í Innstu-Tungu í Tálkna- firði hjá móður Sigurðar, sem þá var orðin ekkja. Þar fæddist þeirra fyrsta barn, Ólafur, 1941. Haustið 1941 fluttu þau tií Grindavíkur og leigðu í Bjarma- landi. 1942 keyptu þau Sól- heima og þar bjuggu þau Iengst af sínum búskap. Utför Þórlaugar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég hafði klætt hann úr úlp- unni og tekið af honum húfu og vettlinga, náði hann sér í í litla bláa skammelið settist á það og hafði einn eldhússtólinn fyrir borð, því þetta hafðir þú kennt honum, og beið eftir því að þú gæfir honum mjólk í krús og kexköku. Því alltaf þegar gest bar að garði var það þitt fyrsta verk að laga kaffí og bera góðgæti á borð. Já, það var alltaf svo gott að koma til þín. Þú varst ætíð svo jákvæð, alltaf brosandi og hafðir gamanyrði á vörum. Þrátt fyrir veikindi þín, sem þú gerðir svo lítið úr, varstu svo ótrúlega dugleg. Nú hefur þú fengið hvfld og ert komin til pabba og tvíburanna. Við sem eftir erum, minnumst þín með hlýju og þakklæti. Elsku mamma, ástarþakkir fyrir það sem þú varst mér, konunni minni, dætrum okkar, þeim Ragnheiði, Eyrúnu, Ágústu og unnustum þeirra, og afastráknum mínum. Guð geymi þig. Þinn sonur, Guðjón. Mig langar að minnast elskulegr- ar tengdamóður minnar, Þórlaugar Ólafsdóttur, með nokkrum orðum. En útfor hennar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag. Já henni Laugu lá á, að morgni mánudagsins 15. febrúar, þegar hún kvaddi okk- ur. Það var eins og svo oft áður, þegar stóð til að fara eitthvað að þá var lagt af stað strax og hún var ferðbúin. Og hún var vissulega ferð- búin þennan morgun. Þótt okkur dytti það ekki í hug þegar við heim- sóttum hana kvöldið áður, að svona stutt yrði í kveðjustundina. Hún sem hafði verið svo hress og hugs- unin svo skýr eins og ætíð áður, gerði jafnvel að gamni sínu við okk- ur. Þegar ég sit hér og læt hugann reika líða hjá hugljúfar minningar um konu með stórt hjarta, blítt bros og dillandi hlátur. Já, hún Lauga gat svo sannarlega komið manni til að hlæja. Það var oft gaman að glettast við hana og hlusta á græskulausan hlátur hennar. Þegar þessum skemmtilegu samverustundum lauk sagði hún gjarnan: „Þú ert nú meiri garmurinn," en það var merki þess að hún hafði skemmt sér vel. Lauga var mikil félagsvera og átti auðvelt með að umgangast fólk. Og með sinni léttu lund og leiftrandi kímni eignaðist hún marga góða kunningja og vini. Samt held ég að hún hafi kunnað best við sig í hópi bamanna. Oft var það, þegar fjölskyldan kom saman að Lauga amma, eins og bömin kölluðu hana safnaði öllum bama- og bamabamabömunum í kringum sig og talaði við þau og lét vel að þeim. Þá ljómaði hún, ekki síður en börnin og var þá auðséð að hún Lauga amma átti sérstakan sess í brjósti bamanna. Lítill þriggja ára snáði sagði þegar honum var sagt að Lauga amma væri veik og væri á sjúkrahúsi. „Eg vil fara til ömmu, því ég ætla að kyssa á bágtið, þá batnar henni.“ Og það gerði hann og kvaddi þannig Laugu ömmu með kossi. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á Lyngheimana, sumarbú- staðinn í Þrastarskógi. En þar höfðu þau Lauga og Siggi búið sér til litla paradís. Þar dvöldu þau löngum á sumrin á meðan hans naut við. En eftir að hann lést fækkaði ferðum hennar þangað mjög. Þó reyndi hún að komast þangað a.m.k. einu sinni á hverju sumri. Það var gaman að fara með henni í bústaðinn. Heyx-a og sjá hvemig nágrannarnir í bústöðunum í kring tóku á móti henni. Strax og Lauga birtist fóm grannarnir að kalla. „Lauga, varst þú að koma, viltu ekki skreppa í kaffi?“ Ég veit að það sem ég hef verið að setja á blað eru aðeins minningarbrot sem koma upp í hugann. En ég veit líka, Lauga mín, að þú ert komin til hans Sigga þíns og tvíburanna Sóleyjar og Bjarneyjar og að þér líður vel með þeim. Ég bið Guð að gæta þín og okkar allra. Hafðu þökk fyrir allt það sem þú varst okkur. Já, elsku Lauga, þakka þér fyiir sólargeisl- ann sem þú sendir okkur. Hann mun lýsa upp minninguna um þig. Friður Guðs sé með þér. Sigurður Sveinbjörnsson. Tengdamóðir mín hún Þórlaug Ólafsdóttir er'látin. Síminn hringdi snemma á mánudagsmorgni þann 15. febrúar en ég var staddur á lítilli eyju norður af Stavanger í Noregi. Vegna vinnu minnar og á ferðum mínum um Noreg voru þau ófá sím- töl sem ég átti við hana Laugu, mér leið alltaf svo vel eftir þessi símtöl, við bulluðum og göntuðumst um vini og ættingja og komum að því að það væri nú sennilega allt í lagi með þessa ættingja sem hún ætti. Það hrannast upp allskonar minningar og atburðir þegar hugurinn reikar aftur á svona stundum, t.d. ferðir upp í sumarbústað og þegar við fengum hana Laugu til að kaupa sér ís með súkkulaði í brauðboxi í Hveragerði, eftir 5 mínútur í sólar- hita mátti ég stoppa bflinn og þrífa Laugu og bflinn því ísinn var kom- inn yfir allt og það var mikið hlegið og hún Lauga hló mest. Ég man eftir súra slátrinu og hafragrautnum að Norðurvör 1 þegar ég bjó í Grindavík og smurða brauðina og vínarbrauðslengjum þegar maður kom í kaffi. Já, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég átti tengdamóður sem mér þótti afskaplega vænt um og vil ég þakka henni fyrir að hafa eignast hana Sóleyju. Óli, Gógó, Gaui, Sóley og Hrafn- hildur, ég votta ykkur innilega sam- úð. Þorgeir. Við kveðjum þig, Lauga amma, með söknuð í huga. Þú varst alltaf svo hress og kát þegar við heimsótt- um þig. Þegar við vorum lítil feng- um við að leika okkur inni í gesta- herbergi með fullan kassa af gömlu dóti. Svo komstu alltaf með góðgæti handa okkur að borða. Og svo sagð- ir þú okkur skemmtilegar sögur og komst okkur alltaf til að hlæja. Elsku amma, nú vitum við að þú ert komin til Sigga afa og við biðj- um Guð um að varðveita ykkur. Minningin um þig mun lifa í hugum okkar. Kristján Ástþór, Magna Magdalena, María Rut og Andrés Páll. Elskuleg amma mín, Þórlaug Ólafsdóttir, er látin. Það er erfitt að sætta sig við að fá ekki að sjá þig aftur. En nú ertu búin að fá hvfld eftir erfið veikindi sem þú barðist svo hetjulega við. Minningarnar streyma fram í hugann. Þegai' ég var lítil þá fékk ég svo oft að heimsækja þig og Sigga afa í Grindavík. Var það mik- ið tilhlökkunarefni fyrir okkur systkinin þegar haldið var til ykk- ar. Ein af fyi'stu minningum mínum í barnæsku var þegar þú elsku amma sast með mig í kjöltu þér og kenndir mér bænirnar. Alltaf ríkti mikil gleði og kátína í kringum þig. Sama var hvort ég heimsótti þig á Sólheima eða í sumarbústaðinn Lyngheima, tókst þú alltaf svo vel á móti mér. Ég man hversu oft þú talaðir um öll börnin þín og hversu heppin þú værir að eiga svo góðan hóp heil- brigðra og hraustra barna. Þú varst alltaf að hugsa um okkur bömin þín í verkum þínum og bænum. Ofarlega í huga mér er þegar við fómm saman til Svíþjóðar að heim- sækja mömmu, Jonna og bræður mína fyrir þremur árum. Þú fórst þessa ferð þótt hún væri þér erfið. En þér leið mjög vel úti og hitinn átti vel við þig. Þessi ferð með þér gaf mér mikið, að fá að ræða við þig um heima og geima. Elsku amma, þú varst þannig að allt sem sagt var við þig var geymt á góðum stað, í huga þér. Þú varst mér ekki eingöngu amma heldur líka svo góð vinkona. Góður Guð geymi þig í ljósinu sínu eilífa. Minningin um þig mun lifa. Þín Ágústa Guðrún Ólafsdóttir. ÞÓRLAUG ÓLAFSDÓTTIR + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG JÓHANNA ÁRNADÓTTIR, lést fimmtudaginn 25. febrúar. Finnbogi Finnbogason, Sigríður Hanna Kristinsdóttir, Mörður Finnbogason, Freyja Dögg Finnbogadóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG L. ÞORSTEINSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 24. febrúar, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu mánudaginn 1. mars kl. 10.30. Svala Pálsdóttir, Kristjón Sævar Pálsson, Pálína Ármannsdóttir, Kristján Þráinn Benediktsson, Þórdís Vala Bragadóttir, Benedikt Guðni Líndal, Sigríður Ævarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÁLFDÁN ÓLAFSSON, Þórsgötu 29, Reykjavík, áður Hafnargötu 7, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 1. mars kl. 13.30. Sigríður Jóna Norðl Unnur Guðbjartsdóttir, Garðar E Elísabet María Hálfdánsdóttir, Halldór Árný Hafborg Hálfdánsdóttir, Helgi La barnabörn og barnabai cvist, enediktsson, ískarsson, xdal Helgason, nabörn. iíiiijmx&tAaiatanRtasa»aqLnat7nifl<f»ika«7Ti.i>'ntiiiniiimfiamM»fKW»»iatttB»a«ag«aai»agi33at*fauia + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför AÐALSTEINS SVEINBJÖRNS ÓSKARSSONAR, Víðilundi 24, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Guðbrandsdóttir, Haukur Haraldsson, Snjólaug Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Pétursson, Karlotta Aðalsteinsdóttir, Lárus Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku amma. Nú þegar þú ert farin frá okkur þá rifjast upp fyrir okkur allar þær stundir sem við áttum saman. Þegar þú sagðir okkur af því þegar þú varst lítil. Þegar þú gafst okkur vettlinga sem þú prjónaðir. Þegar við fengum að horfa á videó hjá ykkur afa. Þegar þú kenndir okkur að spila kapal. Þegar við fengum að skreyta skrítna jólatréð ykkar afa. Þegar við leituðum að trjánum sem þú gróðursettir fyrir barnabömin í Lyngheimum. Þegar við pússuðum silfrið þitt fyrir jólin. Þegar við komum og sýndum ykkur afa einkunnirnar á vorin. Þegar þú stjórnaðir leikjunum í jólaboðun- um. Þegar við komum með passa- myndina þegar við fengum bflpróf. Þegar við komum í Víðihlíð og kynntum kærastana okkar fyrir þér. Þegar við kveikjum á jólatrján- um sem þú gafst okkur, munum við ávallt hugsa til þín. Ragnheiður Helga, Eyrún Ósk og Ágústa Sigurlaug Guðjónsdætur. Lauga amma dó 15. febrúar 1999 um morguninn kl. 9.20. Ég fór að gráta af því að mér þótti svo vænt um hana. Kannski var bara gott fyrir hana Laugu ömmu að deyja. Okkur Laugu ömmu þótti mjög gaman að spila. Ég vann hana alltaf en stundum vann hún. O Lauga amma, ég sakna þín svo mikið. Viltu koma aftur heim, ég sakna þín svo mikið. Sigrún Inga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.