Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 49
+ Kristín Aðal-
heiður Júlíus-
dóttir fæddist, á Dal-
vík 9. apríl 1917.
Hún lést á heimili
sínu Dalbæ, Dalvík
16. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voi-u hjónin
Jóm'na Jónsdóttir, f.
7.4. 1887, d. 25.2
1967, og Júlíus Jó-
hann Björnsson, f.
15.6. 1885, d. 1.6.
1946. Systkini Krist-
ínar: Jón Egill, f.
11.3. 1908, d. 21.12.
1993; Nanna Amalía, f. 7.10.
1909, d. 19.12. 1909; Sigrún, f.
25.7. 1911, d. 22.12. 1979; Hrefna
f. 7.8. 1914, d. 11.3. 1990; Baldur
Þórir, f. 15.9. 1919, d. 2.11. 1996;
María, f. 20.9. 1921, d. 14.5. 1941;
Hjálmar Blómkvist, f. 16.9. 1924;
Ragnheiður Hlíf, f. 10.7. 1927;
Gunnar Skjöldur, f. 1.4. 1931, d.
13.7. 1998.
Hinn 17. nóvember 1938 gift-
ist Kristín Snorra A. Arngríms-
syni frá Vegamótum á Dalvík, f.
17.3. 1908, hann lést 9.2. 1981.
Börn þeirra eru: 1) Júlíus, f.
26.3. 1938, maki Aðalbjörg
Árnadóttii’, f. 4.12. 1934. Börn
þeirra eru: Anna Jóna, f. 8.10.
1954, Kristín, f. 27.2. 1958, Árni
Elsku mamma mín. Ég kveð þig
með djúpum söknuði og þakka þér
allar samverustundirnar okkar. Það
er mér huggun að vita að nú ert þú í
öðrum heimi, í faðmi horfinna ást-
vina þar sem engar þjáningar
þekkjast.
Égminnistþín, ómóðir,
þó mér nú sértu fjær.
Þig annast englar góðir
ogungivorsinsblær.
Eg man þær mætu stundir
er mig þú kysstir hlýtt,
sem vorsól grænar grundir,
og gerðir lífið blítt.
í faðmi þínum fann ég,
þann frið, er beztan veit,
því það var alit, sem ann ég,
þín ástin móður heit.
Þar huggun fann ég hæsta
frá hjarta, er aldrei brást,
því konu gerir glæsta
hin göfga móðurást.
Og öll við hittumst aftur
og ævin hérna dvin.
Og einhver æðri kraftur,
semofar jörðuskín,
mun okkur göfga og gleðja;
það Guð á hæðum er.
Með kossi vii ég kveðja
þig kærsta af öllu mér.
(E.H.)
Guð blessi þig og varðveiti.
Þín dóttir,
María.
Elsku amma Stína. Okkur langar
til að kveðja þig og þakka þér sam-
verustundirnar á liðnum árum. Það
verður okkur alltaf ógleymanlegt að
sjá brosið þitt og hlýjuna breiðast
yfir andlitið þegar við gægðumst inn
í herbergið þitt á Dalbæ. Ailtaf var
nammiskálin full og tilbúin fyrir
okkur og aldrei varstu ánægð fyrr
en þú gast með einhverju nóti glatt
okkur, hvort sem það var með gjöf
eða hlýlegum orðum og óþrjótandi
áhuga yfir hverju því er við höfð-
umst að á degi hverjum. Það var
ekki séð að fyrirgangurinn í okkur
gerði annað en að gleðja þig og þér
þótti það bara fyndið þótt foreldrar
okkar væm ekki alltaf á sama máli
og sendu okkur fram að skoða í
fiskabúrið í setustofunni til að fá frið
til að tala við þig! Þakka þér amma
fyrir allar stundirnar okkar saman,
við munum ávallt minnast þeirra,
góður Guð geymi þig og varðveiti.
Anton, f. 7.9. 1959,
Jónína Amalía, f.
2.6. 1961, og Ingi-
gerður Sigríður, f.
4.8. 1965. 2) Snorri,
f. 14.2. 1940, maki
Anna Björnsdóttir,
f. 3.3. 1943. Börn
þeirra eru: Aðal-
björg, f. 7.9. 1960,
Snorri, f. 20.5. 1962,
Guðrún, f. 17.6.
1963, Bergljót, 24.4.
1966, Baldur, f. 21.2.
1973, og Björn f.
21.2. 1973. 3) Jónína
María, f. 8.5. 1943,
maki Símon Ellertsson, f. 25.7.
1939. Böm þeirra era: Jónína, f.
12.10. 1963, Kristín Aðalheiður,
f. 19.9. 1964, Arnar, f. 19.8. 1966,
og Svana Rún, f. 16.8. 1981. 4)
Ingigerður, f. 1.2. 1946, maki St-
urla Krisljánsson, f. 12.3. 1943.
Synir þeirra eru: Snorri, f. 4.2.
1967, og Krislján, f. 9.2. 1980. 5)
Valdimar, f. 7.12. 1949, maki
Ágústína Jónsdóttir, f. 2.5. 1949.
Böra þeirra eru: Jenný, f. 10.5.
1966, og Daði, f. 4.11. 1979.
Barnabörn Kristínar era 19 og
baraabarnaböra 34.
Útför Kristínar Aðalheiðar
fer fram frá Dalvíkurkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sáu raína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla gejma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Anna Margrét, María, Símon
Darri, Iris Hlín og Petrea
Kristín.
Elsku amma Stína. Þá ertu farin í
ferðina löngu og vist þinni hérna
megin lokið. Þegar snjókornin féllu
svo létt til jarðar og frostrósimar
settust á gluggann þinn þetta fal-
lega vetrarkvöld, kvaddir þú þennan
heim með sæmd, tilbúin að takast á
við hið ókunna.
Mikið eigum við eftir að sakna
þín. Þegar við lítum til baka til þess
tíma er við áttum saman, er svo
margt sem kemur upp í hugann. Um
ókomin ár eigum við systkinin eftir
að ylja okkur við þær ljúfu minning-
ar.
Þú varst svo góð kona, hjartahlý
og hrein og til þín var gott að leita
með málefni líðandi stundar. Þú
hafðir skilning á svo mörgu enda bú-
in að reyna margt á langri ævi.
Oll erum við sammála um að það
eisntaka í fari þínu var þessi mikla
virðing sem þú barst fyrir öðrum,
sama hvernig á stóð, aldrei gleymdir
þú að þakka fyrir verkin sem að þér
snéru og aldrei gleymdir þú að
minnast á það sem vel var gert.
Þú bjóst yfir miklum og góðum
eiginleikum, lítillát, auðmjúk og
fórnfús, öllum vildir þú vel. Þú
kunnir að gleðjast yfir litlu.
Þú gafst mikið af þér, óþrjótandi
að leiðbeina okkur hinum og þolin-
mæði var eitthvað sem þú áttir nóg
af, jafnvel undir það síðasta þegar
vitað var að hverju stefndi.
Þú tókst yfirleitt hlutunum eins
og þeir komu fyrir.
Við minnumst stundanna hjá þér í
Torginu forðum, notalegt tifið í
stóru stofuklukkunni, kaffikannan
malandi í eldhúsinu, þú sitjandi í
gí-æna stólnum í horninu með heklu-
nálina á lofti. Það var ljúft að fá að
vera hjá þér þá.
Við minnumst þín að verki í fal-
lega garðinum þínum sem þú lagðir
mikla rækt við, litríkar stjúpur í
beinum röðum, bóndarósir og morg-
unfrúr, allt sett niður af smekkvísi
og alúð eins og þér einni var lagið.
Við minnumst jólaboðanna þegar
við komum saman hjá þér fjölskyld-
urnar forðum, þú á þönum að gera
okkur krökkunum til geðs, heitt
kakó og kræsingar á veisluborðinu,
hlátur, skvaldur og glaðværð.
Við minnumst hátíðarstundanna
með þér heima í Ásveginum þessi
síðustu ár, þú svo fín og settleg með
pakkahráguna í kringum þig og
gleðin allsráðandi.
Það er svo margs að minnast með
þér og öll þökkum við æðri máttar-
völdum fyrir þau spor sem við feng-
um að stíga saman í blíðu og stríðu.
Innst inni vitum við að þér líður
vel jafnvel þó að það hafi verið erfitt
að kveðjast, sjá á eftir þér hverfa af
þessu sjónarsviði.
Okkur finnst eins og það sé svo
margt sem við áttum eftir að segja
þér, tjá þér, en kannski skynjaðir þú
þessar tilfinningar sem bærðust
innra með okkur undir það síðasta.
Tárin þorna, sársaukinn sefast,
hyldýpisgjáin sem myndaðist við
fráfall þitt mun fyllast þegar fram
líða stundir en söknuðinn viljum við
eiga fyrir okkur sjálf, hvert og eitt á
sinn hátt.
Elsku hjartans amma,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Jónina, Heiða, Araar og Svana.
Þegar ég var lítill var ég viss um
að amma í gula væri amman sem
skrifað var um í bókum. Ommurnar
þar eru ijúfar, skilningsríkar, skyn-
samar og fallegar konur og fyrir-
myndin hlaut að vera amma mín.
Stína Júl. var hin íslenska kona,
sem samin hafa verið um lög og ljóð;
atorkukonan sem skilaði góðu dags-
verki en átti alltaf nóg eftir til að
sinna þeim er stóðu henni næst.
Hún var alltaf tilbúin til að rétta
hjálparhönd, gi-æða sár eða hlaupa
undir bagga, en miklaðist ekki af
verkum sínum. Ég lít á það sem for-
réttindi að hafa átt hana sem ömmu,
ekki síst vegna þess að hún átti hlut
í því að kenna mér á lífið. Það er
skrítið að kveðja ömmu í síðasta
sinn. Þegar ég hugsa til baka minn-
ist ég þess að mér fannst alltaf sárt
að kveðja hana eftir sumardvöl á
Dalvík. Amma og afi stóðu veifandi
á tröppunum í Karlsrauðatorgi og
heimurinn hrundi rétt sem
snöggvast. Það var gott að koma til
ömmu og afa, þar tóku á móti manni
opnir armar og fólskvalaus væntum-
þykja, sem maður finnur ekki hvar
sem er, og þótt við værum mörg
sem leituðum í þennan brunn var
alltaf tími fyrir hvern og einn.
Amma passaði alltaf upp á það að
manni liði vel og kippti sér ekki upp
við strákapör, sem hún vissi að voru
hluti af því að alast upp. Hún var t.d
ekki stolt af mér þegar ég skar að
mér fannst fallegar rendur í nýja
gólfteppið hennar með dúkahníf, en
hún áleit þetta greinilega framlag
mitt til teppalagningarinnar og tók
framtaksseminni með hægð. Garð-
urinn hennar heima í Karlsrauða-
torgi bar vott um eljusemi og natni,
sem flestir stefna að í lífinu en ekki
öllum er gefið. Amma var glettin og
skemmtileg þegar sá gállinn var á
henni og ég á eftir að minnast bross-
ins og hlýjunnar sem hún átti og gaf
í svo ríkum mæli. Þótt við kveðjumst
veit ég að amma er ekki farin, spor
hennar verða ekki afmáð og það sem
hún gaf okkur er eitthvað sem ekki
verður af okkur tekið. Amma lagði í
ferðalag sem liggur fyrir okkm- öll-
um og ég veit að henni á eftir að
farnast vel. Hún er komin á góðan
stað þar sem hún hittir þann sem
skipti hana mestu máli þegar allt
kemur til alls. Ég á eftir að hitta
ömmu og afa síðar meir, en þangað
til lifir minningin með mér. Takk
fyrir allt, elsku amma mín.
Snorri Sturluson.
Kveðja til ömmu Stínu.
Ég sakna þín svo mikið. Ég sagði
við þig: „Þetta er í síðasta sinn sem
ég sé þig.“ Ég kom og fór. Það
einasta sem ég veit er að þú ert
farin, farin frá mér.
Laufey Jónsdóttir.
KRISTIN
AÐALHEIÐUR
JÚLÍUSDÓTTIR
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VIGFÚS HELGASON
frá Borgarfirði eystra,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. mars kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóna Vigfúsdóttir,
Haltgrímur Vigfússon,
Vigfús Kröyer,
Vala Björg Kröyer.
Ástkær faðir okkar,
FRIÐRIK GARÐAR JÓNSSON
fyrrv. lögregluþjónn,
frá Arnarbæli,
andaðist föstudaginn 26. febrúar.
Baldur Friðriksson,
Sigurður Kr. Friðriksson,
Hildur Jóna Friðriksdóttir.
+
Dóttir okkar og systir mín,
NÍNA SKÚLADÓTTIR,
er látin.
Skúli Þorvaldsson, Susann Schumacher,
Þorvaldur Skúlason.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
EDDU ÞÓRZ,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi.
Magnús Ó. Valdimarsson,
Katrín Edda Magnúsdóttir,
Björn Pétursson,
Ágústa Edda Björnsdóttir,
Eva Björnsdóttir,
Hugrún Björnsdóttir.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og
langafa,
VILMUNDAR KRISTINS JÓNSSONAR,
Háholti 9,
Akranesi.
Matthildur Nikulásdóttir,
Svandís Vilmundardóttir,
Kristný Vilmundardóttir, Hallfreður Vilhjálmsson,
Ingvar Friðriksson, Erla F. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt
okkur samúð og vinarhug vegna andláts
SKÚLA ÍSLEIFSSONAR,
Völvufelli 46,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins.
Sigrún Torfadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.