Morgunblaðið - 27.02.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 27.02.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 51 * vottaði ekki fyiir gleymsku hjá henni eða öðrum merkjum um háan aldur og þó svo að fæturnir væru orðnii- henni ei’fiðir var hún ávallt við hestaheilsu. Síðastliðið haust veiktist amma þó af krabbameini en með mikilli baráttu tókst henni að yflr- stíga þann sjúkdóm og erfíða læknis- meðferð. Það var ekki ömmu líkt að kvai-ta, heldur tókst hún á við hlut- ina af röggsemi eins og ævi hennar öll segir til um. Ég geymi hjá mér samtöl okkar nú í vetur og veturna þar á undan í gegnum síma, hún á Selfossi en ég á Akureyri. I samtöl- um okkar ræddum við um allt milli himins og jarðar og var það þrosk- andi og gagnlegt að heyra hennar skoðun á hinum ýmsu umræðuefnum okkar. Það er því með miklum trega og söknuði að ég kveð ömmu mína hinsta sinni en um leið þakka ég fyr- ir að hafa átt slíka konu fyrir ömmu og góðan vin. Guð blessi hana og minningu hennar. Guðni Eiríkur Guðmundsson. Nú er hún amma Kristín dáin. Hún var alltaf svo góð. Þegar ég var lítill sat ég oft hjá henni og hún sagði mér söguna af Búkollu eða las fyrir mig. Ég á síðustu vettlingana sem hún prjónaði á mig. Hún sendi mér pakka fyrir nokkrum dögum. Þar voru vettlingarnir og annar var full- ur af nammi. Svona var amma^ alltaf að gera eitthvað fyrir okkur. Ég hef oft hugsað að ég ætti bestu ömmu í heimi. Sigfús Jónsson. Nú er komið að kveðjustund og þá rifjast upp skemmtilegar minningai’ frá liðnum árum þegar veröldin var björt og hvergi bar skugga á. Það var á sólbjörtum laugardegi í ágúst- mánuði árið 1969 að fundum okkar Kristínar bar fyrst saman. Svo stóð á að við hjónin áttum ungan svein sem gefa átti nafn og varð að ráði að fá séra Eirík J. Eiríksson til að skíra hann í Þingvallakirkju. Sú athöfn fór fram af þeim skörungsskap sem ein- kenndi séra Eirík, sem lét ekki hávær mótmæli sveinsins trufla sig heldur hækkaði aðeins róminn og náði þá yflrhöndinni. Eftir athöfnina bauð séra Eiríkur öllum viðstöddum að veisluborði. Ég reyndi að malda í móinn þar sem mér fannst þetta ein- um of mikil gestrisni við ókunnugt fólk. Þá kom það í ljós að ég þekkti ekki Þingvallahjónin. Þeim var gest- risni svo í blóð borin að jafnvel á góðveðursdegi kom ekki annað til gi-eina en að kirkjugestir fengju góð- gerðir. Móttökur húsfreyjunnar voru slíkar að ekki var annað að finna en við værum aldavinir og það urðum við svo sannarlega því þetta var bara upphafið að langri og traustri vináttu. Þegar skírnarathöfnin fór fram lá dótturdóttir þeirra Þingvallahjóna í vagni undir húsvegg og svaf værum svefni án þess að gruna nokkuð á hvern hátt örlagadísirnar mundu binda hana við þessa gestakomu. Árin liðu hratt og þessi börn uxu úr grasi og fundu hvoi't annað með þeim afleiðingum að þau hafa nú hamingjusöm búið saman í röskan áratug. Kunningsskapur við þau Þingvallahjónin varð fljótt að vináttu sem styrktist með hverju ár- inu sem leið. Mér hefur einhvern veginn fundist eins og hún Kristín væri náskyld mér, eitthvert sam- bland af þvi að hún væri móðir mín eða amma. Það var bæði fræðandi og skemmtilegt að sitja að spjalli við Kristínu sem var mjög fróð og minnug á fólk og atburði og hún sagði svo vel og skemmtilega frá að unun var á að hlýða. Sterkur per- sónuleiki geislaði út frá henni og í frásögnum sínum hreif hún svo áheyrendur að þeim fannst þeir hafa verið beinii' þátttakendur í sögunni. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni Kristínu. Nú þegar þessar samverustundir eru að baki og minningarnar einar eftir er það hamingja hvers og eins að minnast þess sem horflnn er með söknuði og þakklæti því það sannai' hvers vhði vinátta er. Við hjónin sem vorum svo lánsöm að kynnast Kristínu þökkum henni fyrir samveruna. Ástvinum hennai' sendum við samúðarkveðjur. Hergeir Kristgeirsson. Margs er að minnast þó hæst standi óneitanlega ferð mín með þeim systrum Kristínu og Ingi- björgu, móðm' minni, í heimahaga þehTa í Dýrafirði. Slíkur auður er vandfundinn sem fannst í þeirri ferð. Þarna var áratuga löng saga rifjuð upp á einni viku með hlátrasköllum og upphrópunum sem gengu á víxl. Þar sem fimm ára aldursmunur var á þeim systrum, voru ýmis bernsku- brek dregin fram sem einungis önn- ur þeirra hafði tekið þátt í. Þannig gall í þeim til skiptis: „Þú segir það ekki, gerðuð þið það virkilega!“ eða „Dáleidduð þið allar hænumar henn- ar mömmu?“ Skýrust stendur minningin af Kristínu, þar sem hún stóð í miðri berjabrekku við Gerðhamra í Dýrafírði. Sú hamingja og lífsfylling sem skein úr andliti frænku á þeirri stundu á efth að orna mér um ókom- in ár. Þessi ferðalúni líkami varð eins og ungrar stúlku þar sem hún beygði sig eftir safaríkum berjunum sem glóðu eins og perlur í sólinni. Hún kunni sannarlega að njóta augna- bliksins. Perlur þær sem ástkær frænka mín skilur eftir hjá þeim sem hana þekktu eru áþekkar lýsingu hennar sjálft'ai’ á berjaferðinni. Þar líkti hún berjunum við glitrandi perl- ur sem skreyta móður jörð. Guð blessi minningu hennar. Sigríður Kristín Gísladóttir. í dag verður borin til grafar á Sel- fossi merkiskonan Kristín Jónsdótt- ir. Einhvern veginn er það svo að þó Kristín væri orðin vel við aldur og hefði átt við nokkurt heilsuleysi að stríða var hún einhvern veginn svo lifandi manneskja, svo glöð og skemmtileg að ekki hvarflaði að manni að við yrðum að sjá á bak henni svo snemma. En það er jú gangur lífsins að eitt sinn skal hver deyja og þvi verðum við að taka. Hitt finnst mér öllu vafasamari speki að maður komi í manns í stað. Ég á erfitt með að ímynda mér að í mínu lífí geti nokkuð komið í stað þeirra séra Eiríks J. Eiríkssonar, frænda míns og hans ágætu konu, Krístínar. Svo náin voru þau lífi minnai' fjöl- skyldu frá því ég man fyrst eftir þeim. Þeir samfundir við þau hjón og börn þeirra er ég minnist fyrst urðu þegar ég vai' sex ára gömul og for- eldrar mínir höfðu lagt upp í ferð til Vestfjarða. Farið var vestur með Esjunni og fyrsti viðkomustaðurinn var auðvitað hjá Eiríki og Kristínu á Núpi í Dýrafh'ði þar sem tekið var frábær- lega á móti okkur eins og vænta mátti. Þai' vorum við í nokkra dýrð- lega daga og var það mikil sorgar- stund þegar þurfti að yfírgefa bæði þau hjón og mín yndislegu frændsystkin. Þegar þau voru svo að sinna erind- um sínum í Reykjavík gegnum árin gistu þau oftar en ekki heima á Hverfísgötu 58, en móðir mín og séra Eiríkur voru systkinabörn og var hann mjög nákominn ömmu minni og systrunum, dætrum henn- ar. Það var alltaf mikil hátíðastund að fá þau Eirík og Kristínu í heimsókn. Það var svo glatt á hjalla í kringum þau að maður tímdi varla að fai'a úr húsi og ég man enn hvað ég var heilluð af skærum hlátri Kristínar sem hljómaði um húsið og af sögum Eiríks en hann hafði þvflíka frásagnargáfu að vart verður við jafnast. Seinna fluttu þau svo tfl Þingvalla og þar bjuggu þau þegar séra Eh'ík- ur gifti okkur hjónin og létu ekki þar við sitja fremur en við var að búast af þeim heldur héldu líka brúðkaups- veisluna á sínu heimili af alkunnum myndarskap og minnist ég þessa dags sem eins hins besta í lífi mínu. Ég undraðist oft alla þá fyrirhöfn sem þau lögðu á sig bæði fyrir mig og aðra, skylda og vandalausa, þrátt fyrir allar þær annir sem ætíð voru á heimilinu. Því ekki var nóg með að barnahópurinn væri stór heldur var að auki gestagangur lengst af meiri á heimili þein-a en ég hefi annars staðar kynnst. En hún Kristín mín hafði svo einstaklega stórt hjarta; hún vildi öllum gott' gera og það stafaði frá henni slíkri hlýju að fólk sóttist efth' að vera í návist hennar. Oft hefur því reynt á hagsýni þessar- ai' góðu konu að standa fyrir allri þessari rausn af tiltölulega lágum embættislaunum séra Eiríks. Eftir að hann lét af störfum sem þjóðg- arðsvörður og prestur á Þingvöllum fluttust þau hjón á Selfoss. Það var gott að vita af Kristínu á Selfossi á síðustu árum þó ekki yrðu samfundirnir eins margir og ég hefði gjarnan viljað. Ur því verður ekki bætt héðan af en ég og systumar, Maggí og Aldís Jóna, og okkai' fjöl- skyldur sendum frændfólki okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls þessarar ágætu konu. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Jóhannesdóttir. Dagur er að kveldi kominn. Fai’- sælu og löngu lífsstarfi er lokið. Framundan er ferðin sem öllum er fyrirbúin. Yfir langi-i vegferð er heiðríkja. Dagsverki er skilað í sátt við lífíð. Horft er til bjartrar heim- komu móts við ástvinina handan móðunnar miklu. Allt þetta gi'und- vallast á staðfastri trú á lífsgildinu, sem var ríkur þáttur í fari Kristínar vinkonu minnar. Vagga okkar beggja stóð á sömu slóðum. Samtím- is slitum við barnsskónum í hinni fógru sveit í Dýraflrðinum. Gemlu- fall, bernskuheimili Kristínar, var ofið sterkum þáttum íslenskrar bændamenningar. Þar ólst Kristín upp elst í efnilegum systkinahóp. Ég minnist þess á unglingsárum okkar hve þessi æskuglaða stúlka virtist til forystu fallin, enda reyndi á sjálf- stæði hennar heima við þar sem henni voru oft falin ábyi'gðarstörf svo sem ferjuflutningar í forföllum fóður síns, sem var ferjumaður yfir Dýrafjörð. Æskuárin liðu líka með þátttöku í félagsstörfum. Á þessum tímum voru ungmennafélögin mikill menntunaraflvaki. Þau styrktu sjálfsgildi og hvöttu til fylgdar og lið- veislu góðra mála. í þessu umhverfi lék andblær menntastrauma frá Núpsskóla. Það var ekki sjálfgefið á þessum árum að unglingar frá barnmörgum heimilum ættu kost á skólanámi. Með atorku og gott veganesti heiman að hóf Kristín nám í Núpsskóla. Þar reynd- ist hún góður nemandi og áhrifarík í félagsstarfi. I skólanum kynnist hún lífsförunaut sínum, Eiríki J. Eiríks- syni guðfræðingi frá Eyrarbakka. Fóru þar saman mannkostii' og gjöi'vuleiki. Eiríkur kom sem kenn- ari að skólanum ásamt því að gerast aðstoðarprestur prófasts, sr. Sig- tryggs Guðlaugssonar, þáverandi skólastjóra. Ki-istín og Eiríkur gengu í hjóna- band árið 1938. Árið áður vígðist hann sóknarprestur Núpspresta- kalls. Ungu hjónin reistu prestsset- urshús á staðnum. Snemma hlóðust félagsstörf á heimili þeirra Kristínar og sr. Eiríks og var hún þar veitull þátttakandi. Ávallt var heimilið opið námsfólki, kennurum og öðrum sem bar að garði. Árið 1942 varð sr. Eiríkur skólastjóri Núpsskóla og gegndi því starfi ásamt prestsskap nær aldarfjórðung. Skólinn var fjöl- mennur, enda blómaskeið héraðs- skólanna. Mjög voru þau hjón sam- hent um vöxt og viðgang skólans, sem frá fyrstu tíð var landskunn uppeldisstofnun með valið kenn- aralið. Hlutur Kristínar í þágu skól- ans var stór. Á prestssetrinu voru sí- vaxandi störf við barnauppeldi og heimilishald. Þó var Kristín reiðu- búin til liðs við skólahaldið ef við lá. Þau störf leysti hún af hendi með festu og ósérhlífni. Ráðskonustarf við Núpsskóla tók hún að sér með ung börn heima fyr- ir. Einnig tóku þau hjón nemendur inn á heimili sitt til dvalar á skólatíma. En aðsókn að skólanum var mikil í starfstíð þeirra. Á þessum árum var Kvenfélag Mýrahrepps stofnað og var Kristín kjörin fyrsti formaður þess. Strax lét félagið að sér kveða, hóf leikstarf- semi á sínum vegum. En leiksýning- ar höfðu um langa tíð áður verið stór þáttur í félagslífi sveitar og skóla. Þá stofnaði félagið til þorrablóta að vetri og ferðalaga að sumrinu. Undir SJÁ BLS. 52 Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, VIGFÚS RUNÓLFSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést miðvikudaginn 24. febrúar. Margrét Vigfúsdóttir, Sigbergur Friðriksson og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORGEIRS IBSEN fyrrverandi skólastjóra, Sævangi 31, Hafnarfirði. Ebba Lárusdóttir, Ásgerður Þorgeirsdóttir, Júlíus Valgeirsson, Þorgeir Ibsen Þorgeirsson, Denise M. Ibsen, Heiðrún Þorgeirsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Magni Baldursson, Árni Ibsen Þorgeirsson, Hildur Kristjánsdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hiýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS BJÖRGVINS GUNNARSSONAR frá Kirkjubæ í Hróarstungu, Austurvegi 40, Selfossi. Gestur Stefánsson, Ingibjörg Hjálmarsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Karl Stefánsson, Auður Helga Hafsteinsdóttir, ína Sigurborg Stefánsdóttir, Guðjón Ásmundsson, Valborg ísleifsdóttir, afa- og langafabörn. t Bróðir minn og frændi, EGGERT KRISTJÁN VÍDALÍN KRISTJÁNSSON, sem lést þriðjudaginn 16. febrúar, var jarð- sunginn 26. febrúar í kyrrþey, að ósk hins látna. Þökkum starfsfólki og vistmönnum á elliheimil- inu Grund fyrir góða aðhlynningu og viðmót. Sérstakar þakkir til Halldórs Jónssonar. Dýrðfinna Vídalin Kristjánsdóttir og vandamenn. t Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför PÁLÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Nýbýlavegi 28, Hvolsvelli. Fyrir hönd ástvina, Þuríður Salome Guðmundsdóttir, Bjarni Heiðar Þorsteinsson, Guðmundur Páll Steinarsson, Hrafnhildur Elísabet Guðmundsdóttir. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu gi'eina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.