Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 55
Ferðir Or-
lofsnefndar
htísmæðra
kynntar
KYNNINGARFUNDUR verður á
vegum Orlofsnefndar húsmæðra í
Reykjavík á Hótel Loftleiðum, Vík-
ingasal, mánudaignn 1. mars nk. og
hefst hann kl. 20. Kynntar verða
ferðir á vegum Orlofsnefndar í
sumar.
Eftirtaldar ferðir verða famar:
Hvanneyri; tvær 6 daga ferðir í
júní, Hótel Örk; ein fjögurra daga
ferð í maí, Snæfellsnes; ein þriggja
daga ferð í júní, Kirkjubæjar-
klaustur; ein þriggja daga ferð í
maí. Auk þess verða farnar ferðir
til: Mallorca í 10 nætur í apríl, Al-
bufeira-Sevilla í 9 nætur í apríl og
Búdapest í vikuferð í maí.
Reykvískar húsmæður, sem hafa
áhuga á ferðum Orlofsnefndar, era
velkomnar á kynningarfundinn.
„Sérhver kona, sem veitir eða hef-
ur veitt heimili forstöðu án launa-
greiðslna fyrir það starf, á rétt á að
sækja um orlof,“ segir í fréttatil-
kynningu.
Skrifstofa Orlofsnefndar að
Hverfísgötu 69 er opin frá miðviku-
deginum 3. mars nk. kl. 17-19 og
framvegis á sama tíma frá mánu-
degi til fimmtudags.
Póstkortaleikur
Islandspósts og
Matthildar
ÍSLANDSPÓSTUR og útvarps-
stöðin Matthildur 88,5 stóðu fyrir
póstkortaleik í tengslum við valent-
ínusardaginn 14. febrúar sl. Póst-
kort, sem á var happdrættisnúmer,
vora send á öll heimili í landinu. Til
þess að póstkortin gildi sem vinn-
ingar þurfa þau að hafa verið póst-
lögð. Dregin vora út 14 númer.
Eftirfarandi númer hlutu vinn-
inga: Ítalíuferð fyrir tvo með Sam-
vinnuferðum-Landsýn __ 89.578.
Morgunverðarbakki frá Álfheima-
bakaríi 74.381, 2.378, 27.818,
58.832, 11.490, 0745. Kvöídverður á
veitingahúsinu Einari Ben og
blómaaskja frá Stefánsblómum
22.453, 66.231, 39.135, 83.255,
69.792, 55.932. ítölsk baðáhöld að
verðmæti 15 þúsund kr. frá Poul-
sen 97.301.
Vinningshafar geta vitjað vinn-
ingana á Útvarpsstöðinni Matthildi
eða hjá viðkomandi fyrirtækjum
sem veita verðlaunin.
(Vinningsnúmer birt án ábyrgðar)
Kennt að tálga á
Tumastöðum
NÁMSKEIÐ sem ber heitið Að
lesa í skóginn og tálga í tré verður
haldið á Tumastöðum í Fljótshlíð
helgina 5.-7. mars og era það
Skógrækt ríkisins og Garðyrkju-
skóli ríkisins sem standa sameigin-
lega að því. Námskeiðið hefst kl. 16
á föstudeginum og því lýkur kl. 16
á sunnudeginum.
Aðalkennari verður Guðmundur
Magnússon frá Flúðum en aðrir
leiðbeinendur eru starfsfólk Skóg-
ræktarinnar. Markmið námskeið-
anna er að þjálfa þátttakendur í að
tálga í við á réttan og öraggan hátt
og læra að umgangast og hirða
handverkfæri. Viðurinn sem notað-
ur verður er sóttur í skóginn og
þátttakendum er kennt að grisja
skóg og nýta viðinn sem til fellur
sem best. Þátttakendur kynnast
skógarvistfræðilegum þáttum s.s.
vaxtarskilyrðum, vaxtarfomum,
einkennum og eiginleikum ís-
lenskra viðartegunda. Unnið er í
ferskan við og kenndar ýmsar
þurrk- og geymsluaðferðir.
Skráning og nánari upplýsingar
fást hjá endurmenntunarstjóra
skólans.
Mömmumorgnar í
Neskirkju 10 ára
UM ÞESSAR mundir eru tíu ár
liðin frá því mömmumorgnarnir
hófust í Neskirkju. Nafnið
mömmumorgnar hefur upp á
síðkastið vikið fyrir heitinu for-
eldramorgnar, enda starfsemin
ætluð báðum foreldrum ungra
barna.
Starfsemin er á miðvikudags-
morgnum og hafa ýmsir komið
og miðlað fróðleik varðandi
uppeldi og umönnun ungra
barna auk þess sem foreldrar
hafa borið saman bækur sínar
og skipst á ráðum. Elínborg
Lárusdóttir félagsráðgjafi hef-
ur haft umsjón með starfsem-
inni frá upphafi.
Framboðslisti
Samfylkingar-
innar á Austur-
landi
FRAMBOÐSLISTA Samíylkingar-
innnar á Austurlandi skipa eftirfar-
andi:
1. Einar Már Sigurðarson, for-
stöðumaður Skólaskrifstofu Austur-
lands, Neskaupstað, 2. Gunnlaugur
Stefánsson sóknarprestm-, Heydöl-
um, 3. Hjördís Þóra Sigurþórsdótt-
ir, formaður Verkalýðsfélagsins
Jökuls, Höfn, 4. Sigurjón Bjama-
son, starfsmaður KPMG endur-
skoðunar, Egilsstöðum, 5. Guðný
Björg Hauksdóttir stjórnmálafræð-
ingur, Reyðarfirði, 6. Aðalbjörn
Björnsson skólastjóri, Vopnafirði, 7.
Olafía Stefánsdóttir sérkennari,
Seyðisfirði, 8. Jón Björn Hákonar-
son þjónustufulltrúi, Norðfirði, 9.
íris Valsdóttir kennari, Fáskrúðs-
firði og 10. Aðalsteinn Valdimars-
son, ív. skipstjóri, Eskifirði.
Leiðrétting
Opið hús á Holtavegi
í FRÉTT um dag tónlistarskólanna
í blaðinu í gær var ranghermt að
Suzuki-skólinn gengist fyrir opnu
húsi á Holtavegi (húsi KFUM og K)
í dag. Það munu vera Samtök for-
eldra og kennara fyrir stofnun nýs
Suzuki-skóla sem taka á móti fólki.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Rangt föðumafn
í FRÉTT um flutning verslunarinn-
ar Blómaverks í Ólafsvík sl. mið-
vikudag misritaðist föðurnafn eig-
andans, Friðgerðar Pétursdóttur.
Biðst blaðið velvirðingar á þessu.
Nöfn danspara vantaði
NÖFN nokkurra keppenda vantaði
í frétt um opnu Kaupmannahafnar-
keppnina í samkvæmisdönsum í
Morgunblaðinu í gær, þeirra Hauks
Freys og Hönnu Rúnar sem komust
í undanúrslit í flokki I í suður-amer-
ískum dönsum ásamt Bimi Inga
Pálssyni og Ástu Björg Magnús-
dóttur sem komust áfram og unnu
til verðlauna og lentu í 7. sæti.
Einnig vantaði nöfn Unnar Krist-
ínar Óladóttur og Jóns Þórs Jóns-
sonar, sem kepptu í flokkinum börn
II og komust einnig í 25 para úrslit
á fóstudeginum. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
Dómur mildaður
í FYRIRSÖGN fréttar af dómi
Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins á
hendur Ingólfi Margeirssyni var
ranglega sagt að dómur Héraðs-
dóms Reykjavíkur hefði verið stað-
festur. Hið rétta er að Hæstiréttur
mildaði refsingu héraðsdóms úr
450.000 kr. sekt í 350.000 kr. sekt.
Er beðist velvirðingar á þessu.
Stjörnuspá á Netinu
ýÁómbl.is
_ALLT~A/= ern-MV'AÐ rjfnrr
Morgunblaðið/Golli
FIAT Bravo og Brava gerðirnar verða sýndar nýjar og breyttar hjá
ístraktor um helgina.
*
Nýr Fiat Bravo hjá Istraktor
ISTRAKTOR í Garðabæ frumsýnir
um helgina nýja gerð af Fiat gerð-
unum Bravo og Brava sem eru nú
boðnir með talsvert meiri staðal-
búnaði og nokkuð breyttir í útliti að
því er segir í frétt frá umboðinu.
Sýningin stendur í dag og á morgun
milli 13 og 17.
Meðal staðalbúnaðai- má nefna
fjóra loftpúða, hemlalæsivörn og
fleira. í tilefni af 100 ára afmæli Fi-
at á þessu ári og þessari frumsýn-
ingu fylgja aukahlutir að verðmæti
40 þúsund krónur fyrstu 20 bílunum
sem seldir verða.
Gamall lager
Verðum I Kolaportinu
um helgina
Gerið góð skókaup.
*
STOÐTÆKNl
Gísli Ferdinandsson efif
Kringlunni 8-12 • 3. hæð Uppsölum • Sími 581 4711
Bókaðu í sólina
www.urvalutsyn.is
VINTERSPORT
Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavfk • 510 8020 • www.intersport.is
streyma inn.
^ýjum vörum.
Til 28.febrúar seljum við valdar
vörur með góðum afslætti.
Úlpur, skíðagallar, peysur,
íþróttafatnaður, skór o.fl. o.fl.
Komdu og gerðu góð kaup!