Morgunblaðið - 27.02.1999, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 61
Fátæktin þeirra fylgikona
KVIKMYNDAGERÐ er skyld
skáldskap, en tekur sig ekki alvar-
lega sem slík nema örsjaldan.
Kvikmyndagerðin verður þó ekki
sökuð um hugmyndaleysi. Segja
má að hún vinni upp skort á skáld-
skap með gnægð hugmynda. Þær
eru þó oftar en hitt á skjön við það
sem talið er fallegt í lífinu. Banda-
ríkjamenn hafa nokkra forystu um
að „skemmta" almenningi með
kvikmyndum irá
neikvæðari hliðum
tilvistarinnar og
hafa raunar gert
slikar kvikmyndir
að stórfelldum iðnaði.
I þessum
iðnaði mætti álíta að giltu einhverj-
ar hömlur eða siðareglur, en svo er
ekld. Mikið er barist gegn klámi og
ber ekki að lasta það. En aldrei er
barist gegn ofbeldi, hvorki reglu-
gerðarofbeldi samtímans né of-
beldi gagnvart manneskjunni. Að
minnsta kosti verður þess ekki
vart í kvikmyndaiðnaðinum, sem
hér er til umræðu af því verið er að
tala um efni í sjónvarpi.
Tilefni þessara hugleiðinga er
kvikmyndin Alræðisvald, sem sýnd
var á Stöð 2 á laugardagskvöld.
Myndin er frá 1997 en Clint
Eastwood stjómaði henni og lék
annað aðalhlutverkið, en hitt aðal-
hlutverkið lék Gene Hackman, svo
segja má að það hafi verið valinn
maður í hverju rúmi. Efni myndar-
innar kom nokkuð á óvart miðað
við að hún var tekin í hitteðfyrra.
Heimurinn, a.m.k. hinn vestræni,
hefur verið nokkuð lengi upptekinn
af kvennafarssögum um núverandi
Bandaríkjaforseta öllum til ama og
leiðinda nema repúblikönum. I
rauninni eru flestir hissa á þessum
fyrirgangi í landi, þar sem forseta-
sagan er jaíníramt saga hjákvenna
lengst af öldinni. Sá eini sem virð-
ist alveg undanskilinn er Truman
forseti, en þá hengdu menn á hann
atómsprengjuna í staðinn.
Kvikmyndin Alræðisvald er sem
sagt um forseta Bandaríkjanna á
, , kvennafari sem
SJONVARP A hefur þann
ógæfulega endi,
LAUGARDEGI að öryggisverðir
---:-------------------- drepa konuna í
þann mund sem hún ætlar að
stinga forsetann. Þetta er kona
mikils vinar forsetans og forsetinn
er að beita hana ofbeldi, þegar at-
vikið á sér stað. Miðað við þær
hremmingar, sem forsetaembættið
í Bandaríkjunum varð fyrir á með-
an á gerð myndarinnar stóð, þótt
ekkert í myndinni geti talist sann-
sögulegt, er djarflega farið inn á
eitt sérsvið embættisins. Nægir
þar að telja upp, fyrir utan Clinton
og Monicu, sjálfan Roosevelt, sem
átti í löngu sambandi við ritara
konu sinnar, Eisenhower, sem hélt
við bílstjórann sinn í stríðinu og
Kennedy, sem um margt er fyrir-
mynd CUntons og ástundaði fræki-
legt kvennafar. Eru þá einhverjir
nefndir. En það verður að teljast
furðu djarft verk að gera svo
mynd eins og Alræðisvald á árinu
1997, m.a. til að sýna, að ekki er
við venjulegan mann að eiga þar
sem forseti Bandaríkjanna er,
enda hefur hann meira vald en
mönnum er almennt gefið.
Smám saman varð mikil breyt-
ing á þjóðfélaginu með tilkomu út-
varps upp úr 1930. Á fyrstu árum
þess var vandað mjög til efnis,
jafnvel svo að sumum þótti nóg
um. Einkum músikflutninginn,
sem ekki var af léttara taginu.
Menn vfidu jafnvel láta kveða rím-
ur. Nú er poppríman þulin enda-
laust og þykir afbragð. En menn-
ingarhlutverk útvarpsins er engu
síður mikið, því skyldi enginn
neita. Svo er um sjónvarpið, sem er
grein af sama meiði. Einhverjar ýt-
ingar þurfti til að koma því á stað,
en nú eru þær gleymdar. Þetta
minnti svona á sig þegar þáttur
kom með Þrándi Thoroddsen á
mánudagskvöld. Hann var eins-
konar tæknilegur sjónvarpsgúrú í
byrjun og hafði lært og lært ekki í
Póllandi. En maðurinn hefur góðar
náttúrugáfur og þær fleyttu hon-
um áfram. Þrándur er sögumaður
og sjónvarpið þarf á slíkum að
halda til að bæta upp það sem
vantað hefur á dagskrána í gegn-
um árin. Jafnvel draugagangur er
betri en ekki neitt.
Þriðji þáttur kalda stríðsins er
kominn og færist nú fjör í leikinn.
Churchill kominn með yfirlýsing-
una um jámtjaldið og Traman bú-
inn að lýsa yfir, að það verði að
snúast tÖ vamar ágangi kommún-
ista. Þeir stefndu eins og kunnugt
er að heimsyfirráðum og helsti
bandamaður þeirra var fátæktin
eftir stríð og þær rústir sem þeir
m.a. skildu eftir sig.
Indriði G. Þorsteinsson
KLÍSTURMAÐURINN var rek-
inn fyrir að hæðast að
blökkumönnum.
Ekki allt
leyfilegt í
útvarpi
►VINSÆLL útvarpsmaður í
Bandaríkjunum, Doug „The Grea-
seman“ [Klísturmaðurinn] Tracht,
var rekinn sl. fimmtudag fyrir að
gera ósmekklega athugasemd er
hann tengdi tóniist Grammy-verð-
launahafans Lauryn Hill við morð
á blökkumanni í Texas.
Doug, sem starfaði við WARW-
FM útvarpsstöðina, lék hluta úr
lagi Lauryn, sem er svört, á há-
annatíma á miðvikudaginn var.
Síðan sagði hann við hlustendur:
„Engin furða að fólk dragi það á
eftir bílum." Ummælin féllu rétt
eftir að John William King var
dæmdur fyrir morðið á James
Byrd, blökkumanni sem hann
hlekkjaði við bíl sinn og dró svo
eftir þjóðvegi með þeim afleiðing-
um að hann lét lífíð.
„Mér þykir mjög leitt að hafa
valdið sárindum með harðbijósta
ummælum mínum,“ sagði Doug.
„Ef ég gæti tekið þau til baka
myndi ég liiklaust gera það.“
Doug hefur starfað við útvarp síð-
an í byrjun 9. áratugarins og hef-
ur verið líkt við hinn umdeilda út-
varpsmann Howard Stern. Þeir
eru báðir þekktir fyrir að láta allt
flakka og að hafa óvenjulegar
skoðanir á málefnum líðandi
stundar. Talsmenn WARW segja
að Doug hafi komist upp með ým-
islegt en ekki með að tala háðs-
lega um viðbjóðslegt ofbeldisverk.
Því var hann sjálfur látinn flakka
að þessu sinni.
íA(œ-turgaCinn
Smiðjuvegi 14, ‘Kópavofli, sími 587 6080
I kvöld leikur eldhressa
Þotuliðið
frá Borgarnesi
Opið frá kl. 22—3
Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080
Næturgalinn þar sem stuðið er
og alltaf lifandi tónlist
Heilsubótar dansleikur
eftir skemmlidagskiá Ladda og
RadissonSAS
SagaHotel
Reykjavík
Araa Þorsteinsdóttir og Stefán Jdkulsson
Gleðigjafavika - Góugleði
í kvöld
Hljómsveitin
Karma leikur fyrir dansi
28. feb.
Dúettinn
BSátt áfram
1. mars______
Biúavinafélagið
Lennon kvöld
aðeíns í þetta eina skipti!
2. mars___________
Geiri Olafs og
Furstarnir
3. mars___________
Ifðvmo
Hafllia
4. mars
8villt
5. mars___________
_ 8villt
o. mars___________
8villt
7. mars
Rut Reginaíds/
: Maggi Kjartans
Bestu tónlistarmennirnir
_____- lifandi tónlist öll kvöld
TILBOÐ Á J/AFFl
MATOGDRYKK RFY\IAV K
ALLA VIKUNA A 1 1 ' A v 1 1X
HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM