Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ellert B. Schram um nýtt óháð framboð Heftekið þátt í viðræðum Heilbrigðisráðherra segir mikið hafa áunnist í heilbrigðis- málum á síðustu árum Laun á Ríkisspítölum hækkuðu um 43% frá 1995 „ÉG get staðfest að ég hef tekið þátt í viðræðum um óháð framboð í kosningunum í vor,“ sagði Ellert B. Schram þegar Morgunblaðið innti hann eftir því í gær hvort slíkt væri á döfinni hjá honum. Ellert staðfesti að rætt hefði verið um óháð fram- boð hans á ákveðnum forsendum og þá með beinum eða óbeinum stuðn- ingi eða tengslum við Frjálslynda- flokkinn. Ellert sagði málið á viðræðustig en sagði jafnframt hugmyndina að bjóða fram í öllum kjördæmum ef af framboði yrði á annað borð. „Alvar- an er misjafnlega mikil hjá mönnum en að svo miklu leyti sem málið snertir mig þá tel ég nauðsynlegt að ákvörðun um framboð á landsvísu verði tekin um eða eftir helgina," sagði Ellert ennfremur. Hann sagð- ist vita til þess að skoðanakönnun væri í gangi þar sem spurt væri um áhuga kjósenda á stuðningi við óháð framboð. „Fyrst og fremst er ætlunin að bjóða fram undir þeim merkjum að afnema gjafakvótann, að gefa fólki kost á því að kjósa með eða á móti gjafakvóta. Þeir sem hafa rætt um þetta framboð koma úr ólíkum átt- um, úr ýmsum flokkum eða engum flokkum en hafa sameinast um þetta og það er ætlunin að láta brjóta á þessu máli.“ LAUNAVÍSITALA greiddra launa á Ríkisspítölunum hefur hækkað frá árinu 1995 um 43% á meðan neyslu- verðsvísitala hefur á sama tíma hækkað um 6%. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðis- og tryggingaráðherra við upphaf heilbrigðisþings í gær. Ingibjörg sagði að í heilbrigðisþjón- ustu ættu sér nú stað meiri og örari breytingar en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Mikilvægt væri að greina meginstrauma þessara breytinga en viðfangsefni okkar væri ekki síður að finna þeim æskilegan farveg og setja heilbrigðisþjónust- unni vel skilgreind markmið. Til þess þurfi heilbrigðisþjónustan trúverð- ugar hugmyndir um framtíðina og verkefni næstu ára. „I ljósi þessa er framtíðarsýn heil- brigðisþjónustunnar og heilbrigðisá- ætlun viðfangsefni heilbrigðisþings árið 1999. Árið 1995 var faraldsfræði sjúkdóma meginviðfangsefnið, en þjónusta heilbrigðiskerfisins nú. Hvernig er staðan nú og horfurnar næstu árin og hver eru áform heil- brigðisyfirvalda?" sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði enn fremur að undanfarin misseri hefði verið unnið að endurskoðun heilbrigðisáætlunar sem gilt hefur frá árinu 1991. Við endurskoðunina hefði annars vegar verið tekið mið af áætlunum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinn- ar(WHO) um heilbrigði allra og heil- brigðisáætlunum annaiTa ríkja og hins vegar stefnumótun og úttektum á fjölmörgum þáttum heilbrigðis- mála hér á landi. Þá hefði Evrópu- þing WHO nýverið samþykkt nýja Evrópuáætlun með 21 meginmark- miði sem ná í flestum tilvikum til ársins 2020. í áætluninni er lögð áhersla á jafnræði og samábyrgð í verki, bætt heilsufar, forvarnir, þverfaglegar aðgerðir, árangursríka heilbrigðisþjónustu og breytta stjómunarhætti. Reglur um forgangsröðun „Hér á landi hafa verið mótaðar reglur um forgangsröðun í heil- brigðismálum, skipulagsmál heil- brigðisþjónustunnar em í deiglunni, upplýsingamálum heilbrigðiskerfis- ins hefui' verið rudd braut og upp- bygging fjarlækninga og fjarsam- skipta er hafin. Sömuleiðis er unnið að gerð áætlunar í gæðamálum, sér- staklega hefur verið hugað að mál- efnum sjúkrahúsa, efling heilsu- gæslu er forgangsmál, forvarnir hafa fengið veglegri sess, geðheil- brigðismálum er nú veitt meiri at- hygli, rannsóknir og vísindastarf- semi fara vaxandi og stuðlað er að uppbyggingu heilbrigðistækniiðnað- ar,“ sagði Ingibjörg. ■ Heilbrigðisþing/43 Hæstiréttur staðfestir frá- vísunarúrskurð Félagsdóms HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Félagsdóms frá 4. mars þar sem hafnað var frávísunar- kröfu íslenska ríkisins í máli sem Starfsmannafélag ríkisstofnana höfðaði fýrir hönd eins félags- manna sinna, sem er læknaritari hjá ríkinu. Málið varðaði skilning á reglum kjarasamnings sem ætti undir lögsögu Félagsdóms. Dómkröfur Starfsmannafélags ríkisins voru þær að viðurkennt yrði með dómi að ríkinu væri skylt að greiða læknaritai-anum stað- gengilslaun, þar sem hún vann í forfijllum í rúmt ár fyrir deildar- læknaritara á Landspítalanum. Fyrir Félagsdómi greindi deilu- aðila á um hvort læknaritarinn ætti rétt til staðgengilslauna sam- kvæmt ákvæði í kjarasamningi SFR þar sem segir að „Starfsmað- ur sem ekki er í stöðu staðgengils yfírmanns, en er falið að gegna störfum yfirmanns í forfóllum hans eða störfum annars hærra launaðs starfsmanns, skal taka laun hans skv. launaflokki hins forfallaða starfsmanns þann tíma, er hann gegnir starfi hans.“ ! TEMPUh-PEDIC Heilsunnar vegna Vlit V 00!) íjóktttþjnlfðfot, IsifóppióiÉ (»1 liX'knttr utti Héliti ollun tft'dlo tiioð Tempui Pctlit Befra Fax.ilcni 5-1 Rvk » Siiní;588-8477 Sighvatur Bjarnason Gefur ekki kost á sér sem stjérn- arformaður SIF SIGHVATUR Bjarnason, formaður stjórnar SÍF, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi for- mennsku, en aðalfundui' SÍF verður haldinn í lok mánaðarins. Sighvatur segir í samtali við Morgunblaðið, að ástæðan sé sú að hann telji stjórnar- formennsku í SÍF ekki samræmast þeim störfum, sem framundan séu hjá honum. Hann segist á hinn bóg- inn ekki tilbúinn til að tjá sig um það hvaða störf bíði hans. Ekki fæst upp- gefið hver muni taka við af Sighvati. „Ég hef verið stjórnarformaður hjá SIF í 6 ár og á þeim tíma hefur verið mikill gangur hjá félaginu. Markaðsvirði félagsins hefur aukizt úr 290 milljónum í 6.000 milljónir. Við höfum byggt upp mjög öflugt sölu- og markaðskerfi í SÍF. Við vor- um eingöngu með starfsemi á Islandi og í Frakklandi þegar ég byrjaði og nú er starfsemin í níu löndum. Velt- an var 6 milljarðar þegar við byrjuð- um og nú er hún 19 milljarðar og verður enn meiri á þessu ári. Félagið var í erfiðri stöðu þegar við tókum við, en er nú orðið eitt af öflugri fyr- irtækjum landsins, þannig að við megum vel við una og þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími. Ég hef verið tengdur SIF frá árinu 1981, þegar ég hóf þar störf í bók- haldinu og nú er mál að linni. Nú tekur annað við, pn það er vissulega mikil eftirsjá í SÍF. Mér hefur alltaf þótt nyög vænt um þetta fyrirtæki," sagði Sighvatur Bjarnason. Pést- og fjarskiptastofnun reyndi sætt- ir í deilu um innheimtu símgjalda Landssiminn hafn- aði tillögunni LANDSSIMI Islands hf. hefur hafnað málamiðlunartillögu Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi samtengingu milli fjarskiptanets Landssímans og millilandasím- stöðvar Tals hf. og innheimtu á reikningum vegna þjónustunnar. Fyrirtækin hafa deilt um hvort Landssímanum beri að innheimta gjöld fyrir símtöl viðskiptamanna Tals til útlanda. Tal hf. hafði sam- þykkt málamiðlunina. Meðal þess sem Póst- og fjar- skiptastofnun lagði til var að Lands- sími Islands hf. tæki að sér að inn- heimta hjá notendum sem eru áskrifendur í fjarskiptanetum hans gjöld fyrir símtöl sem þeir beina um útlandasímstöð Tals með því að velja forskeytið 1010. Tal afhendi því Landssímanum upplýsingar um fjölda og lengd símtala úr hverju einstöku númeri og taxta og skulu ekki líða meira en sex vikur frá því upplýsingarnar eru afhentar og þar til innheimta fer fram með útsend- ingu reiknings. Þá er gert ráð fyrir því að Tal greiði Landssímanum fyrir sannanlegan kostnað af öllum þáttum innheimtunnar. Lægsta fargjald # • •• / í sjo ar Frá London til Boston fyrir 7 þúsund UNITED-flugfélagið banda- ríska býður um þessar mundir fargjald frá London til Boston á 99 dollara eða sem svarar rúmum sjö þúsund krónum ís- lenskum. Segja sérfræðingar í fargjaldamálum þetta ódýrasta gjald á Norður-Atlantshafinu í sjö ár. Einar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða, segir ýmis sértilboð jafnan í gangi hjá flugfélögun- um sem fljúga yfir Norður-Atl- antshaf á þessum tíma en þetta sé með því lægsta sem menn hafi séð. Ódýrasta gjald milli Reykjavíkur og Boston eru rúmar 56 þúsund krónur báðar leiðir nú í mars en Einar kvaðst ekki vita gjörla hvaða tilboð væru í gildi um þessar mundir hjá Flugleiðum milli Evrópu og Bandaríkjanna. Slík tilboð væru auglýst á hverju markaðssvæði fyrir sig og stæðu yfir í afmarkaðan tíma. Tvö lömb heimt af fjalli Eyja- og Miklaholtshreppi - Tvö samstæð gimbrarlönd voru heimt af Fagraskógar- fjalli síðastliðinn sunnudag. Það var Kristbjörn Steinars- son, bóndi í Hraunsmúla í Kol- beinsstaðahreppi, sem fann lömbin og hafði þá verið að svipast um eftir kind og hrút- lömbum sem hann er búinn að sakna frá því í haust. Lömbin voru horuð en að öðru leyti í ágætu ásigkomu- lagi. Þau eru í eigu Ólafs Sig- valdasonar, bónda í Ásbnín. Aðspurður sagðist Ólafur ekki hafa átt von á að heimta þessi lömb og sagðist aldrei áður hafa heimt svo seint. Hann taldi einnig sérstakt að gimbr- arnar eru tvílembingar úr sama burði, en kindin kom heim á réttum tíma í haust. „Þær hafa eflaust orðið eftir í einhverri laut í haust og svo hrakist undan norðanáttinni," sagði Ólafur. Lömbin eru farin að éta og búið er að rýja ullina af þeim sem var of mikil eftir að þau voru tekin á hús. Stríðsástandið í Kosovo Ekki vitað um Islending-a á svæðinu AÐ SÖGN Hjálmars W. Hann- essonar sendiherra er utanrík- isráðuneytinu ekki kunnugt um að Islendingar séu staddir á átakasvæðum í Kosovo eða Serbíu þar sem sprengjuárásir ríða yfir. Þeir íslendingar sem vitað er um í aðliggjandi lönd- um eru lögreglumenn og hjúkrunarfólk við uppbygging- arstarf í Bosníu og Urður Gunnarsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, starfsmenn hjá ÖSE, sem nú dvelja í Skopje í Makedóníu. Ekki er þó hægt að útiloka að fleiri íslendingar séu á svæðinu. Urður Gunnars- dóttir, blaðafulltrúi hjá ÖSE. Hún kvað nokkra spennu og óvissu liggja í loftinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.