Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Hæstiréttur dæmir í máli
Sigurðar Gizurarsonar
Héraðsdóm-
ur dómtaki
bótakröfuna
HÆSTIRÉTTUR felldi í gær að
hluta úr gildi úrskurð héraðsdóms
þess efnis að vísa máli Sigurðar
Gizurarsonar fyi-rverandi sýslu-
manns á Akranesi gegn ríkinu al-
farið frá héraðsdómi þann 1. febr-
úar sl.
Eftir að úrskurður héraðsdóms
um frávísun málsins lá fyrir kærði
Sigurður úrskurðinn til Hæsta-
réttar.
Gerir sjö milljóna
króna bótakröfu
Samkvæmt dómi Hæstaréttar
verður héraðsdómur að taka málið
til efnismeðferðar að því er varðar
7 milljóna króna bótakröfu Sigurð-
ar, sem hann gerði vegna miska
sem hann taldi dómsmálaráðherra
hafa valdið sér með þeirri ákvörð-
un að flytja sig úr embætti sýslu-
manns á Akranesi í embætti sýslu-
manns á Hólmavík síðastliðið sum-
ar.
Hæstiréttur staðfesti hins vegar
frávísun héraðsdóms að því er
varðar þá dómkröfu Sigurðar að
staðfest yrði með dómi að fyrr-
greind ákvörðun dómsmálaráð-
herra yrði ógild og ólögmæt og
ennfremur að Sigurður tæki aftur
við sýslumannsembættinu á Akra-
nesi.
♦♦♦
Dorgveiði-
maður í
gegnum ís
MAÐUR sem hafði verið á dorg-
veiðum gegnum ís á Elliðaárvatni
hringdi í lögregluna í Reykjavík og
sagði farir sínar ekki sléttar.
Hafði ísinn gefíð sig undan hon-
um þannig að hann lenti í vatninu
og hlaut kalt bað. Honum tókst þó
að krafla sig í land og komast í
síma tU að láta lögregluna vita af
atvikinu. Þótti honum sérstök
ástæða til að benda lögreglu á að
ísinn væri ótraustur.
Varist ísilögð vötn
Lögreglan tók þessa ágætu
ábendingu tU greina og fóru lag-
anna verðir á staðinn til að kanna
aðstæður. Vert er að benda al-
menningi á að með auknum hlýind-
um er varhugavert að fara út á ísi-
lögð vötn eða tjamir, þar sem
óvisst er að ísinn beri mikinn
þunga.
FRÉTTIR
S O) co cr,
8--0 g 'O'-g '1 'O Q. §■•§ 1
2>eecccecccc
copoppooooop
^ccocococococococococo
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
Sköðanakönnum Félagsvísindastöfnunar um fylgi stjómmálaflokka nzm.rÆ m$)
Alls
Framsóknar-
flokkur
Sjálfstæðisflokkur
Samfylkingin
Frjáls- Vinstri hr.
lyndir grænt fr.
316,3%
41,3%
] 33,5%
12,5%
6,3%
Flokkað eftir kyni
Karlar
Konur
Flokkað eftir búsetu
Landsbyggðin
Reykjanes
Reykjavík
Flokkað eftir aldri
60 ára og eldri
45-59 ára
35-44 ára
25-34 ára
18-24 ára
Flokkað eftir starfi
Stjómendur/Æðstu emb.m. [U~~; iq i%
Sérfræðingar/Kennarar
Tæknar og skrifstofufólk
Þjónustu- og afgreiðsluf.
Iðnaðarm. og sérh. í iðnaði
Sjómenn og bændur
Vélafólk og ófaglærðir
Ekki útivinnandi
46,0%
%
□ 28,1% H 3,6% [3] 6,1%
139.5% 11,0% EZZl 6,4%
J 28,2%
47,1%
42,8%
! 35,3%
H 3,9%
i 2,9%
38,4% 10,4%
5,9%
4,1%
8,3%
21,7%
22,2%
139,4%
J 31,6%
□ 33,2%
□ 33,0%
I 29,2%
14,1 %
12,4%
12,1%
S 1,6%
H,2%
18,2%
16,7%
1235,6%
13 4,7%
i'J 5,8%
20,1%
18,5%
24,5%
B 1,4% H 4,3%
□□] 45,3% 11,1% 06,7%
10,0% 0 3,5%
10,9% |Hj 5,7%
■ 5,1% 95,1%
IBI 8,2% EU 10,3%
15,19
10,0%
7,2%
9,5%
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar um fylgi stjórnmálaflokka
Minnst fylgi D-listans er
meðal elstu kjósendanna
ANDLEGUR ^UÐUR
I Ching,
Veraldan/iska,
List friðarins og
Leið pílagrímsins.
Fjögur klassísk rit
um andleg málefni,
áhugaverðar
handbækur um
leiðir að farsæld
I lífi og starfi.
Bækur sem vekja
til umhugsunar.
4>
FORLAGIÐ
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
nýtur aðeins 26,6% fylgis meðal
kjósenda eldri en 60 ára, en fylgi
flokksins í öðrum aldurshópum er
yfir 40%. Samfylkingin nýtur hins
vegar mests stuðnings meðal eldri
kjósenda, en minnsts meðal yngstu
kjósendanna. Þetta kemur fram í
nýrri þjóðmálakönnun Félagsvís-
indastofnunar Háskóla íslands, sem
gerð var fyrir Morgunblaðið dagana
18. til 24. mars.
Fylgi Samfylkingarinnar er til-
tölulega jafnt í öllum aldursflokkum
en Framsóknarflokkinn styðja flest-
ir á aldrinum 18-24 ára eða 22,2%
en minnst fylgi við hann er meðal
25-34 ára kjósenda eða 11%. Frjáls-
lyndi flokkurinn hefur frá 1,2% til
4,1% fylgi, mest meðal elsta hópsins
og það hefur Vinstri hreyflngin
sömuleiðis.
Könnunin fór fram símleiðis og
svöruðu 1.024, 241 neitaði að svara,
190 náðist ekki í, 30 voru veikir eða
gátu ekki svarað og 15 úr úrtakinu
eru búsettir erlendis eða látnir.
Svarhlutfallið er því 68,3%.
Miðað við kosningar í aprfl 1995
bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig
fylgi en þá fékk hann 37,1% at-
kvæða en Framsóknarflokkurinn
tapar fylgi, fer úr 23,3% niður í
16,3%. Miðað við síðustu könnun,
sem fram fór í nóvember 1998, tapa
báðir ríkisstjómarflokkarnir fylgi
en þá hafði Sjálfstæðisflokkur
44,8% fylgi og Framsóknarflokkur-
inn 19,7% fylgi.
Ríkissljórnai-flokkar
fengju 37 þingmenn
Sé litið á fylgi flokkanna eftir
kjördæmum kemur í ljós að fylgi
Sjálfstæðisflokks er 35,3% á lands-
byggðinni en 42,8% í Reykjavík og
47,1% í Reykjaneskjördæmi. Þessu
er öfugt farið með Framsóknar-
flokkinn sem hefur 26,7% fylgi í
landsbyggðarkjördæmunum en
9,6% fylgi í Reykjavík og 10,6% á
Reykjanesi. Fylgi Samfylkingarinn-
ar er 28,2% á landsbyggðinni, 38,4%
í Reykjavík og 35,3% á Reykjanesi
og Frjálslyndir fá 3,9% fylgi á
landsbyggðinni, 0,4% í Reykjavík
og 2,9% á Reykjanesi. Vinstri hreyf-
ingin fær 5,9% fylgi á landsbyggð-
inni, 8,3% í Reykjavík og 4,1% á
Reykjanesi.
I greinargerð Félagsvísinda-
stofnunar um niðurstöður könnun-
arinnar segir að erfitt sé að segja til
um hversu mörg þingsæti flokkarn-
ir fengju. Þær bendi þó til þess að
núverandi ríkisstjómarflokkar
fengju samanlagt 37 þingmenn en
þeir hafa 40 þingmenn í dag, Sam-
fylkingin fengi 22 þingmenn en
flokkarnir sem að henni standa
fengu 23 þingmenn í síðustu kosn-
ingum. Vinstri hreyfingin grasnt
framboð fengi fjóra þingmenn, þ.e.
næði inn kjördæmakjörnum manni í
Reykjavík og fengi þar með þrjá
uppbótarþingmenn.
I niðurstöðu könnunarinnar kem-
ur einnig fram að hinn kjördæma-
kjömi þingmaður Vinstri hreyfing-
arinnar er síðasti kjördæmakosni
þingmaður Reykvíkinga og gætu
litlar breytingar haft í fór með sér
að þeir misstu þann mann og þar
með uppbótarmennina. Yrði sú
raunin fengi Samfylkingin 23 þing-
menn, Framsóknarflokkurinn 11 og
Sjálfstæðisflokkurinn 29.