Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Öflugasta sprenging sem mælst hefur í alheimi Hinn 23. janúar síðastliðinn varð öflugasta ur við Háskóla íslands. Niðurstöður sprenging í alheimi sem stjarnfræðingar rannsóknanna birtast í tímaritinu Science hafa orðið vitni að. Einn þeirra sem unnið í dag. Gunnlaugur sagði Salvöru Nordal hafa úr mælingum sem gerðar voru á frá þessum ótrúlegu fyrirbærum í alheimi sprengingunni eða gammablossanum er sem í raun eru atburðir er áttu sér stað Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðing- fyrir milljörðum ára. GAMMABLOSSAR eru öflugar sprengingar sem verða langt útí alheimi og sjást einstaka sinnum frá jörðu. A undanfórnum árum hafa stjarnfræðingar unnið að rann- sóknum á þessu fyrirbæri. Þekking á þeim er ennþá takmörkuð en nokkrar tilgátur hafa verið settar fram um hvers konar fyrirbæri þeir eru. Gunnlaugur Bjömsson, stjarneðlisfræðingur, vinnur að rannsóknum á gammablossum ásamt hópi norrænna vísinda- manna. Til rannsóknanna afia þeir gagna með norræna stjörnu- sjónaukanum á Kanaríeyjum. Nú hefur rannsóknarhópurinn birt nið- urstöður nýjustu rannsókna í tíma- ritinu Seience, fyi'stur allra. Að sögn Gunnlaugs er tiltölu- lega stutt síðan menn gerðu sér fyrst grein fyrir gammablossum. „Fyrstu vísbendingar um þessi fyrirbæri komu í kalda stríðinu rétt fyrir 1970. Þá sendu Banda- ríkjamenn á braut gervitungl til að fylgjast með gammageislun sem verður samfara tilraunum með kjarnorkuvopn, en gamma- geislar eru líkir röntgengeislum, bara mun orkumeiri. Tilgangurinn var að fylgjast með því hvort slík- ar tilraunir færu fram á jörðinni í trássi við sáttmála. Mælingar sem þessi gervitungl gerðu bentu til tilvistar slíkrar gammageislunar en þegar betur var að gáð kom geislunin úr öfugri átt - utan úr geimnum." Gera gammablossamir boð á undan sér? „Þeir gera engin boð á undan sér og hver blossi varir mjög stutt, allt frá sekúndum til 2-3 mínútna. Frá því að fyrstu vísbendingar komu um fyiirbærin hefur á þriðja þús- und atburða mælst, en miklum erf- iðleikum er bundið að staðsetja upprunastað blossanna út frá gammageislunum einum saman. Það varð því ákveðin bylting í þess- um efnum fyrir rúmum tveimur ár- um eða 28. febrúar 1997, þegar menn sáu í fyrsta sinn sýnilegan glampa í kjölfar gammablossa og hægt var að ákvarða hvaðan hann kom. Með mælingum á sýnilegu ljósi frá slíkum atburðum verða líka fjarlægðai'mælingar mögulegar. Til þessa hafa níu blossar einnig sést í sýnilegu ljósi og tekist hefur að mæla fjarlægðina til sex __________ þeirra. Þeir blossar eiga uppruna sinn í gríðarlegri fjar- lægð, langt utan við okkar vetrar- braut - langleiðina að mörkum hins sýnilega heims. „ Tilviljun hvort þeir sjást frá jörðu Þar sem gammablossar gera engin boð á undan sér er ekki auð- velt að vera viðbúinn þegar þeir verða. Gervitungl eru á braut um jörðu sem mæla gammageislunina og veita fyrstu upplýsingar um staðsetningu á himinhvelfíngunni. „Gammablossar verða að meðal- tali einn á hverjum sólarhring en þeir eru ekki alltaf mælanlegir í sýnilegu Ijósi. Astæðan gæti verið sú að ólíkt venjulegum sprenging- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins GUNNLAUGUR segir að þótt visindamenn hafi náð að mæla sprengingnna hafi menn enn ekki skilið til fulls orsakir þessa náttúrufyrirbæris. Fyrstu vís- bendingarnar komu í kalda stríðinu um virðist sem birtan frá blossun- um dreifist ekki frá þeim jafnt í aO- ar áttir heldur í ákveðnar stefnur. Þetta líkist ljósi af vita sem beinist í tvær gagnstæðar áttir. Ef stefna birtunnar frá þessum blossum beinist til okkar þá getum við greint þá en annars sjáum við þá ekki. Það væri því algjör tilviljun sem réði því hvort við lendum í ljósgeislanum frá þeim eða ekki.“ Þann 23. janúar klukkan 9:47 ár- degis mældist gammablossi sem er sá aflmesti sem menn hafa orðið vitni að og getað gert mælingar á. „Sjálfvirk myndavél, staðsett í Bandaríkjunum, fór af stað og náði myndum af honum 20 sekúndum eftir að mælitæki gervitunglsins urðu hans fyrst vör. Við sem höfum aðgang að norræna sjónaukanum byrjuðum að mæla um kvöldið þeg- ar fór að skyggja og gerðum ýmsar mælingar eins og ljós- og litrófs- mælingai' og reyndum einnig að mæla skautun á ljósinu. Slíkar mælingar gefa upplýsingar um að- stæður sem ljósið er upprunnið í. Venjulega verða menn fyrst varir við gamma- geislunina í svona fyrir- bærum, en sjá ekki sýni- lega ljósgeislun fyrr en _________ mörgum klukkustund- um síðar. Nú tókst hins vegar að fylgjast með sýnilegu út- geisluninni nánast frá upphafi blossans vegna samstillts átaks stjömufræðinga um allan heim. I ljós kom að sýnilegi glampinn var ofsalega bjartur í byrjun, svo bjartur að hann hefði verið sýnileg- ur með litlum handsjónauka ef menn hefðu vitað hvar og hvenær hans var að vænta. Hann dofnar hins vegar tiltölulega hratt og þá þarf að nota öflugri sjónauka til að fylgjast með honum. I þessu tilfelli var birtan nánast horfin með öllu eftir fjórar vikur.“ Norrænt vísindasamstarf Gunnlaugur Bjömsson vinnur að rannsóknum sínum með hópi nor- rænna vísindamanna og notar til þess stjömusjónauka sem er á Kanaríeyjum. „Það eru allmörg ár frá því að samstarf hófst á Norðurlöndum um rekstur öflugs sjónauka sem er staðsettur er á Kanaríeyjum. Við Islendingar komum ekld inní þetta samstarf fyrr en árið 1997, þegar Háskóli Islands gerðist aðili að verkefninu með stuðningi menntamálaráðuneytisins. Þessi aðild hefur gjörbreytt aðstöðu okkar. Arin þar á undan hafði ég fyrst og fremst unnið að fræðileg- um rannsóknum en nú eru megin- verkefni mín tengd mælingum og úi’vinnslu úr þessum rannsóknum. Sjónaukinn er í 2.500 metra hæð á eyjunum. Staðsetningin var valin með tilliti til veðurskilyrða en þarna er oftast heiðskírt enda staðsetningin skýjum ofar í flest- um tilfellum." Fjöldi vísindahópa notar nor- ræna sjónaukanum á Kanaríeyjum við rannsóknir sínar og Gunnlaug- ur tilheyrir átta manna hópi sem stundar rannsóknir á gammabloss- um. „Rannsóknarhópum er úthlutað tíma til mælinga við sjónaukann. Okkar verkefni hefur hins vegar forgang þannig að þegar fréttir berast af gammablossum þá verða önnur verkefni að víkja og sjón- aukanum er beint að blossunum og mælingar hefjast. Einn úr okkar rannsóknarhópi vinnur við kíkinn svo það má segja að við séum alltaf á vaktinni. Við reynum líka að bæta mönnum sem „verða fyrir barðinu“ á okkur mælingatapið síð- ar. Annars næðist aldrei sátt um svona íýrirkomulag." Mikill áhugi ineðal visindamanna Þegar fréttir berast af svona blossum, rjúka menn ekki strax af stað að skoða? „Við erurn auðvitað með starfs- mann við sjónaukann sem gerir fyrir okkur fyrstu mælingar. Við byrjum að vinna úr gögnunum um leið og þau berast og þegar svona gerist fresta menn því að sofa í lengstu lög. Það er unnið eins hratt og mögulegt er.“ Mikill áhugi er meðal stjarn- fræðinga á fyrirbærinu að sögn Gunnlaugs. „Sem dæmi um spennuna yfir þessum janúarblossa þá tók yfir- maður stofnunarinnar sem stjórn- ar Hubblessjónaukanum, en hann er öflugur stjörnukíkir sem geng- ur á braut um jörðu, þá ákvörðun að láta snúa honum í átt að gammablossanum til að gera mæl- ingar og taka myndir. Þetta er nánast aldrei gert enda eru rann- sóknir sem gerðar eru með Hubblessjónaukanum ákvarðaðar með löngum fyrirvara. En þetta þótti svo mikill atburður að ákveð- ið var að gera sérstakar ráðstafan- ir. Ólíkt öðrum upplýsingum sem fengnar eru með Huþblessjónauk- anum voru mælingarnar á gammablossunum birtar strax þannig að allir gátu nýtt sér þær. Þessi sjónauki aflaði ná- kvæmra upplýsinga og mynda af heimkynnum og upprunastað bloss- ans“. Hafa ekki margir ___________ rannsóknarhópar verið að vinna úr þessum upplýsingum? „Það hefur verið mikil keppni að vinna úr gögnunum eins hratt og mögulegt er. Við erum í mikilli samkeppni, m.a. við bandarískan rannsóknarhóp sem gerir mæling- ar með mun stærri sjónauka á Hawaii. Þeir koma til með að birta sínar niðurstöður í Nature í næstu viku.“ Hvað hafa svo mælingamar sýnt? „Fjarlægð þessa síðasta gammablossa var gríðarleg, hann átti sér stað í rúmlega 10 milljarða ljósaára íjarlægð, sem þýðir að það hefur tekið Ijósið frá þessum atburði yfir 10 milljarða ára að ferðast hingað svo þetta er nú ekki Er í tíu millj- arða Ijósára fjarlægð frá jörðinni beint nýskeð“ segir Gunnlaugur og brosu. „Þegar búið var að reikna fjar- lægðina þá var tekið til við að reikna út hve mikil orka hefði leyst úr læðingi við þennan at- burð. Þessir útreikningar sýna að þarna varð atburður sem sam- svarar því að á einu augnabliki hafi stjörnu tvöfalt massameiri en sólin verið breytt í orku. Ef þetta er rétt þá hefur orkan sem losnaði þarna verið a.m.k. 50 sinnum meiri en menn hafa nokkru sinni séð áður. Sýnilega ljósið af þess- um atburði er jafnmikið og ljósið frá milljón vetrarbrautum eins og okkar. Var þó sýnilega Ijósið að- eins örlítið þrot af því sem barst um geiminn í formi gammageisla. Þetta hefur því verið óheyrileg orka sem þarna leystist úr læð- ingi.“ Risastór sólstjarna sprungið? Hvað telja stjarnfræðingar að hafi verið að gerast? „Það eru einkum tvær tilgátur um uppruna gammablossa. Annars vegar að þeir stafi af sprengingu sem verður þegar tvær nifteinda- stjörnur, eða nifteindastjarna og svarthol rekast saman. Hins vegar eru uppi tilgátur um að risastór sólstjarna springi inní sig og myndi svarthol. Vandræðin við þessar tilgátur er að orkan við slíkar hamfarir er mun minni en var í þessum blossa. Það er hins vegar hugsanlegt að orkan sem losnar í slíkum atburði dreifíst ekki jafnt í allar áttir heldur að meginhluta til í tvær gagnstæðar stefnur. Og þá þarf mun minni orku til að útskýra fyrirbærin heldur en ef orkan dreifist í allar áttir. Slíkt gæti líka skýii: af hverju við sjáum bara sýnilegt ljós frá einstaka gammablossum eins og ég nefndi áðan. Þessi sprenging sem sást í janúar hefur staðfest ákveðnar hugmyndir eða tilgátur sem settar hafa verið fram en það er þó sumt sem enn veldur nokkrum vandræðum. Ef við skoð- um ljósið í gegnum ákveðnar Ijóss- íur eða filtera þá sýna mælingarn- ar að litirnir dofna mishratt með tímanum ólíkt því sem við áttum von á. Við vitum ekki ennþá hvern- ig við eigum að túlka þessar upp- lýsingar." Upplýsingar um stjörnmyndun Hvemig tengjast þessar upplýs- ingar öðrum hugmyndum um al- heiminn eins og myndun hans eða þenslu? „Blossinn í janúar varð í útjaðri stórrar afar fjarlægrar vetrar- brautar á svæði þar sem er virk stjörnumyndun og þar sem margar sólstjömur era að myndast. Það bendir því margt til að þama hafi risastjarna spnmgið inní sig og myndað svarthol. Það em uppi hugmyndir um að flestir gamma- blossai' eigi uppmna sinn á stjörnumyndunarsvæðum og það þýðir að ef hægt er að safna saman nægum upplýsingum um staðsetn- ingu gammaþlossa getum við kort- lagt hvenær stjömu- myndunin er virkust í þróunarsögu alheimsins. Rannsóknir á gamma- blossum gætu því orðið eitt helsta hjálpartæki í heimsfræðum framtíð- arinnar og gefið okkur ómetanleg- ar upplýsingar um tilurð alheims- ins. En við gætum þurft að bíða talsvert lengi eftir svona upplýs- ingum og þurfum ömgglega tals- vert að hafa fyrir því að afla þeirra “ Verða engir gammablossar nær okkur í tíma og rúmi en þessi sem þið hafið verið rannsaka? „Það eiga sér stað sprengingar í nágrenni okkar sem em hugsan- lega skyldar þessu fyrirbæri og tengjast myndun svarthola, þ®1' em hins vegar af miklu minni stærðargráðu. Sem betur fer hefur ekkert þessu líkt gerst í næsta ná- grenni enda yrðum við þá óþyrmi- lega vör við það.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.