Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 13 FRETTIR Viðbrögð við stefnuyfírlýs- ingu Samfylkingarinnar Davíð Oddsson Sjávarútvegs- stefnan er rothögg á byggðirnar „ÞESSI yfírlýsing er auðvitað mjög sérstakt plagg. Alþýðuflokkurinn hefur haft ákveðna stefnu í fisk- veiðimálum í a.m.k. átta eða níu ár en nú á að segja: Við ætlum að breyta þessu einhvern veginn fyrir árið 2002 en þó ekki byggja á neinu kvótakerfi, bara breyta þessu ein- hvem veginn. Samt sem áður, ef aukning verður á afla ætla þau að selja hana eða leigja,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra þegar hann var spurður um álit á stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar vegna þingkosn- inganna í vor. „Hvað þýðir þetta? Það þýðir að stærstu fyrirtækin, væntanlega Gr- andi í Reykjavík eða Samherji á Akureyri, fái alla viðbótina því að þeir hafa fé til að borga fyrir hana. Þau tala um að styrkja byggðina í landinu og nota setningar úr byggðaáætluninni minni, sem ég er ánægður með að þau skuli gera. Jafnframt á samt að taka alla afla- aukningu og selja eða leigja hana þeim sem geta borgað, sem er nátt- úrlega rothögg fyrir byggðimar. Skyldu veikustu byggðirnar geta keypt? Nei, það geta ríkustu fyrir- tækin. Jafnframt segjast þau ætla að auðvelda aðkomu fólks að atvinnu- greininni. Hvemig getur það gengið upp ef selja á aflaheimildir á upp- boði þar sem það em bara stærstu aðilarnir sem geta keypt? Það er því verið að loka algerlega aðgangi í greinina. Ágúst Einarsson talaði um þrjá- tíu milljarða í veiðileyfagjald, nú segir Margrét Frímannsdóttir allt í einu þrír milljarðar. Er þetta stóra baráttumálið, veiðileyfagjaldið sem búið er að skrifa þúsundir greina um, er það þrír milljarðar í ein- hverjum áfóngum? Það þarf ekki að ræða öryggis- og varnarmál af því að ekki er kosið um þau, segja þeir sömu dagana og NATO er að gera loftárásir á Jú- góslavíu, halda upp á 50 ára afmæli sitt og ákveða stefnuna fyrir næstu árin. Margrét Frímannsdóttir sagði að um utanríkis- og vamarmál ætti að byggja á plagginu sem var lagt fram sl. haust en þar stendur að varnarliðið eigi að hverfa á braut og stefnt sé að úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu. Búið var að boða að þessu yrði breytt, en það var sem sagt ekki gert, Margrét hefur nú áréttað stefnuna. Mikil útgjaldaaukning I annan stað segja þau að sex áhersluatriði þeirra muni kosta 35 milljarða. Svo vitna þau til þess að í tíð núverandi ríkisstjómar hafi út- gjöldin aukist um yfir 50 milljarða. Um þá tölu skal ég ekki segja mikið en það er algerlega ljóst að megin- aukning útgjalda á þessu kjörtíma- bili er vegna launahækkana, til op- inberra starfsmanna og annarra sem ríkið greiðir. Annaðhvort ætla þeir aðeins að eyða 35 milljörðum og engar launa- hækkanir verða í fjögur ár, þó að samningar séu að renna út, sem em mikil tíðindi fyrir launþega, eða þá að ætlunin er að bæta þessum 35 Morgunblaðið leitaði í gær til forystu- manna stjórnmálaflokkanna og innti þá álits á stefnuyiirlýsingu Samfylkingarinn- ar, sem Margrét Frímannsdóttir kynnti á blaðamannafundi á miðvikudag. Halldór Ásgrímsson milljörðum ofan á 50 milljarða. Þá merkja þessi sex áhersluatriði 80-90 milljarða og öll efnahagsmál yi-ðu komin hér í tóma vitleysu. Þau segjast ætla að lækka vexti. Hvernig ætla þau að gera það? Með því að auka ríkisútgjöldin svona mikið? Hærri ríkisútgjöld eru ávís- un á hærri vexti. Þeir ætla að hækka fjármagnstekjuskattinn í 40% sem allir vita að er bein ávísun á hækkaða vexti. Öll orðin um lækk- aða vexti era þá bara vitleysa, mið- að við þessar lýsingar," sagði Davíð. > Halldór Asgrímsson Þýðir hnignun í sjávarútvegi „MÉR finnst þetta nú vera gömul stefnuskrá og ekkert í henni kom á óvart,“ sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, er álits hans var leitað á stefnu Samfylkingar- innar. „Mér finnst snúið til fyrri hátta í vinstri- stefnu og sóslíal- isma. Þama er mikið af góðum fyrirheitum og mörg mál sem ég get tekið undir sem varða velferð þjóðfélagsþegnanna. Mér finnst hins vegar allt vera á gjaldahliðina og mér er engin leið að sjá hvemig á að standa undir því. Það er lítið sem ekkert talað um efnahags- og atvinnumál og ég tel að yrði þessi stefnuskrá höfð að leiðarljósi í næstu ríkisstjóm þá myndi hag- vöxtur verða neikvæður og það myndi hefjast samdráttarskeið," sagði formaðurinn. Um sjávarútvegsmálakaflann sagði Halldór að framsóknarmenn væru á þeirri skoðun að byggt yrði áfram á núverandi stefnu. „Hins vegar er breytinga þörf og við erum tilbúnir að standa að slíkri sátt. Þeir segja hins vegar að umbylta eigi nú- verandi sjávarútvegsstefnu eftir næsta kjörtímabil án þess að segja nokkuð um það hvernig hún á að vera. Þeir ætla jafnframt að fara í róttækar breytingar á núverandi stefnu og skapa gífurlega óvissu um framtíð sjávarútvegsins. Þessi óvissa getur ekki þýtt neitt annað en mikla hnignun og óstöðugleika í sjávarútvegi með tilheyrandi afleið- ingum,“ sagði utanríkisráðherra og sagðist líta á þögn Samfylkingar um utanríkismál þannig að hún væri svo ánægð með núverandi fram- kvæmd þeirra að ekki þyrfti að ræða það. Steingrímur J. Sigfússon Margt keim- líkt stefnu- yfirlýsingu okkar „í ÞESSU nýja plaggi er margt ágætt að finna og þar er talsvert önnur nálgun en var hjá Samfylk- ingunni í haust, þarna er einfalt og Steingrímur J. Sigfússon almennt orðað plagg og þess vegna færra í því sem ég hnýt um,“ segir Stein- grímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs, er hann var inntur álits á stefnu- Sverrir Hermannsson skrá Samfylkingarinnar. „Þama er margt í áherslum sem lýtur að félagsmálum og velferðar- málum sem ég get vel tekið undir og margt keimlíkt þeirri stefnuyfir- lýsingu sem við gengum frá fyrir meira en mánuði. Það er líka at- hyglisvert að þau nota sama nafn og við völdum samþykkt okkar á stofn- fundi flokksins í byrjun febrúar," sagði Steingrímur ennfremur. Finnst vanta stefnu í utanríkismálum Hann sagði ýmislegt annað vekja nokkra undran sína, til dæmis það að fjalla ekki um utanríkismál. „Ég átta mig ekki á því ef þetta á að vera meginstefnuskrá flokksins í kosningunum þá kemur það mér spánskt fyrir sjónir ef hægt er að sleppa alþjóðamálum. Daglegur veraleiki stjómmálamannsins er æ meira markaður af alþjóðasam- skiptum, þannig hafa mál þróast og það er ýmislegt að gerast á þeim vettvangi einmitt núna sem minnir menn á að umheimurinn kemur okkur við.“ Steingrímur taldi það of mikla einföldun að geta fellt niður utan- ríkis- og alþjóðamál og tilkynna kjósendum að ekki yrði kosið um slík mál í vor. „Þá gríp ég til þess að segja það sem ég hef stundum áður sagt að það er ekki stjómmála- manna að tilkynna kjósendum hvað á að kjósa um og hvað ekki og ég er ósamþykkur því að grundvallar- þættir utanríkismála muni ekki skipta máli í kosningunum. Stjóm- málaflokkarnir verða krafðir um svör hvað varðar stefnuna í Evrópu- málum." Um sjávarútvegsmálin sagði Steingrímur að ekki virtist í stefnu- skránni að finna framtíðarstefnu heldur aðeins tímabundnar aðgerð- ir. „Þau segja að þjóðarsátt skuli vera orðin árið 2002 en um hvað er ekki ljóst og mér sýnist því vera veikleikar í þessari nálgun Samfylk- ingarinnai'. Hún virðist því í sömu sporam og aðrar hreyfingar, hefur engin skýr svör en leggur til milli- bilsaðgerðir og millibilsástand. Annars era það kjósendur sem fella dómana, við stjómmálamenn eigum kannski ekkert að vera prófdómar- ar hver yfir öðram,“ sagði Stein- grímur að lokum og kvaðst ófeiminn að mæta Samfylkingunni í kosn- ingabaráttunni framundan. Sverrir Hermannsson Kemur ekki á óvart þótt grautarlegt sé „FÆST af þessu kemur á óvart og það kemur heldur ekki á óvart þótt þetta sé dálítið grautarlegt þar sem mörg mjög ólík sjónarmið eru að reyna að ná landi saman,“ sagði Sverrir Her- mannsson, for- maður Frjáls- lynda flokksins, um stefnuskrá Samfylkingar- innar. Svemir sagði það vekja athygli sína að ekki væri sjáanlegt að ætl- unin væri að hefja viðræður við Evrópusamband- ið. „Aftur á móti er ég þeirrar skoð- unar að við eigum að hefja viðræður og kynna okkur málin en jafnvíst er hitt að ég vil ekki láta af hendi í neinum skiptum auðlindir okkar fyrir Evrópulönd. Þá fáum við að vita í Morgunblað- inu að ekki verður tekin ákvörðun um úrsögn úr Atlantshafsbandalag- inu fym en eftir fjögur ár og er það nú einn vandræðagangurinn enn í sambandi við þessa samfylkingu," sagði Sverrir ennfremur. Hann sagði stórt undir lagt í eyðslu fjár en kvaðst ekki hafa annað um það að segja. Verður að gerbylta kerfinu „Frjálslyndi flokkurinn er ekki fylgjandi auðlindagjaldi og ég er í miklum vafa um að hægt verði með þeim hætti að ná inn þremur millj- örðum af sjávarútveginum. Ef breyting á kvótakerfinu á ekki að taka gildi fym en undir árið 2002 þá mun auðn blasa við víða á lands- byggðinni. Við verðum að gerbylta þessu kerfi. Ég spyr hvort eitthvað sé víst að LIU samþykki að viðbót- araflaheimildir verði veittar ef það ræður áfram ferðinni í sjávarút-/ vegsmálum. En markaðsvæðing er okkur að skapi þótt við viljum byrja á því að beita sóknarstýringu. Við getum vel tekið undir afnám tekjutengingar elli- og örorkulífeyr- isbóta því það er stefna okkar líka og margt í þessu, en þama er ekki beitt stefna eða hvöss í ýmsum mál- um. Það er kannski ekki von að þeim gangi það greitt í sjávarút- vegsmálum með einn stærsta kvóta- eiganda landsins, Ágúst Einarsson, sem aðalráðamann sinn,“ sagði Sverrir að lokum. Hraðskákmót á Grandrokk Allir stór- meistarar Islands tefla ALLIR stórmeistarar Is- lands í skák taka þátt í hrað- skákmóti sem fram fer á veit- ingastaðnum Grandrokk við Smiðjustíg í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem allir ís- lensku stórmeistararnir, níu að tölu, keppa saman á skák- móti. Skákfélagið Grandrokk stendur fyrir mótinu. Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sig- urjónsson, fyrstu stórmeist- arar íslands, hafa ekki teflt opinberlega um nokkurt skeið, en þeir mæta núna til leiks á ný. Friðrik og Guðmundur með eftir langt hlé Auk Friðriks og Guðmund- ar tefla á mótinu stórmeistar- arnir Helgi Ólafsson, Mar- geir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson. Aðrir kepp- endur eru Sævar Bjarnason alþjóðameistarf, Róbert Harðarson, Dan Hansson, Tómas Björnsson og Sigur- björn Björnsson. Mótið hefst kl. 12 í dag og era áhorfendur velkomnir. Ekiðá barn á fsafirði EKIÐ var á bam á Engjavegi á ísafirði um klukkan þrjú í gærdag. Bamið var strax flutt á sjúkrahús í Reykjavík og væri blaðinu tjáð að líðan þess sögð góð eftir atvikum. Ferminqarskór Vorum að fá hvíta, gráa og svarta skó Teg. Oliver Litur: Svartur St. 36-46 Verð 5.990 Reykjavíkurvegi 50 • Sími 565 4275 ^ Teg. Mustang Litur: Hvitur Verð 4.990 Dpið til kl. 16.00 laugardag 5% stgreiðsluafsláttur Ferðahandbókin 1999 os 2000 Lykiil að góðu ferðalagi, sem nýtist þér vel og kynnir þér listmenningarferðir Heimsklúbbsins í sérflokki. Mundu 28* mars - heimsent til þín með MORGUNBLAÐINU* FERÐASKKIhSIUhAIN PRJMA" HEIMSKLÚBBUR INGÖLFS Austurstræti 17,4. hæö, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564 netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasiöa: hppt//www.heimsklubbur.is J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.