Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 13
FRETTIR
Viðbrögð við stefnuyfírlýs-
ingu Samfylkingarinnar
Davíð Oddsson
Sjávarútvegs-
stefnan er
rothögg á
byggðirnar
„ÞESSI yfírlýsing er auðvitað mjög
sérstakt plagg. Alþýðuflokkurinn
hefur haft ákveðna stefnu í fisk-
veiðimálum í
a.m.k. átta eða
níu ár en nú á að
segja: Við ætlum
að breyta þessu
einhvern veginn
fyrir árið 2002
en þó ekki
byggja á neinu
kvótakerfi, bara
breyta þessu ein-
hvem veginn.
Samt sem áður, ef aukning verður á
afla ætla þau að selja hana eða
leigja,“ sagði Davíð Oddsson for-
sætisráðherra þegar hann var
spurður um álit á stefnuyfirlýsingu
Samfylkingarinnar vegna þingkosn-
inganna í vor.
„Hvað þýðir þetta? Það þýðir að
stærstu fyrirtækin, væntanlega Gr-
andi í Reykjavík eða Samherji á
Akureyri, fái alla viðbótina því að
þeir hafa fé til að borga fyrir hana.
Þau tala um að styrkja byggðina í
landinu og nota setningar úr
byggðaáætluninni minni, sem ég er
ánægður með að þau skuli gera.
Jafnframt á samt að taka alla afla-
aukningu og selja eða leigja hana
þeim sem geta borgað, sem er nátt-
úrlega rothögg fyrir byggðimar.
Skyldu veikustu byggðirnar geta
keypt? Nei, það geta ríkustu fyrir-
tækin.
Jafnframt segjast þau ætla að
auðvelda aðkomu fólks að atvinnu-
greininni. Hvemig getur það gengið
upp ef selja á aflaheimildir á upp-
boði þar sem það em bara stærstu
aðilarnir sem geta keypt? Það er því
verið að loka algerlega aðgangi í
greinina.
Ágúst Einarsson talaði um þrjá-
tíu milljarða í veiðileyfagjald, nú
segir Margrét Frímannsdóttir allt í
einu þrír milljarðar. Er þetta stóra
baráttumálið, veiðileyfagjaldið sem
búið er að skrifa þúsundir greina
um, er það þrír milljarðar í ein-
hverjum áfóngum?
Það þarf ekki að ræða öryggis- og
varnarmál af því að ekki er kosið
um þau, segja þeir sömu dagana og
NATO er að gera loftárásir á Jú-
góslavíu, halda upp á 50 ára afmæli
sitt og ákveða stefnuna fyrir næstu
árin.
Margrét Frímannsdóttir sagði að
um utanríkis- og vamarmál ætti að
byggja á plagginu sem var lagt
fram sl. haust en þar stendur að
varnarliðið eigi að hverfa á braut og
stefnt sé að úrsögn úr Atlantshafs-
bandalaginu. Búið var að boða að
þessu yrði breytt, en það var sem
sagt ekki gert, Margrét hefur nú
áréttað stefnuna.
Mikil útgjaldaaukning
I annan stað segja þau að sex
áhersluatriði þeirra muni kosta 35
milljarða. Svo vitna þau til þess að í
tíð núverandi ríkisstjómar hafi út-
gjöldin aukist um yfir 50 milljarða.
Um þá tölu skal ég ekki segja mikið
en það er algerlega ljóst að megin-
aukning útgjalda á þessu kjörtíma-
bili er vegna launahækkana, til op-
inberra starfsmanna og annarra
sem ríkið greiðir.
Annaðhvort ætla þeir aðeins að
eyða 35 milljörðum og engar launa-
hækkanir verða í fjögur ár, þó að
samningar séu að renna út, sem em
mikil tíðindi fyrir launþega, eða þá
að ætlunin er að bæta þessum 35
Morgunblaðið leitaði í gær til forystu-
manna stjórnmálaflokkanna og innti þá
álits á stefnuyiirlýsingu Samfylkingarinn-
ar, sem Margrét Frímannsdóttir kynnti á
blaðamannafundi á miðvikudag.
Halldór
Ásgrímsson
milljörðum ofan á 50 milljarða. Þá
merkja þessi sex áhersluatriði
80-90 milljarða og öll efnahagsmál
yi-ðu komin hér í tóma vitleysu.
Þau segjast ætla að lækka vexti.
Hvernig ætla þau að gera það? Með
því að auka ríkisútgjöldin svona
mikið? Hærri ríkisútgjöld eru ávís-
un á hærri vexti. Þeir ætla að
hækka fjármagnstekjuskattinn í
40% sem allir vita að er bein ávísun
á hækkaða vexti. Öll orðin um lækk-
aða vexti era þá bara vitleysa, mið-
að við þessar lýsingar," sagði Davíð.
>
Halldór Asgrímsson
Þýðir hnignun
í sjávarútvegi
„MÉR finnst þetta nú vera gömul
stefnuskrá og ekkert í henni kom á
óvart,“ sagði Halldór Ásgrímsson,
formaður Fram-
sóknarflokksins,
er álits hans var
leitað á stefnu
Samfylkingar-
innar.
„Mér finnst
snúið til fyrri
hátta í vinstri-
stefnu og sóslíal-
isma. Þama er
mikið af góðum
fyrirheitum og mörg mál sem ég
get tekið undir sem varða velferð
þjóðfélagsþegnanna. Mér finnst
hins vegar allt vera á gjaldahliðina
og mér er engin leið að sjá hvemig
á að standa undir því. Það er lítið
sem ekkert talað um efnahags- og
atvinnumál og ég tel að yrði þessi
stefnuskrá höfð að leiðarljósi í
næstu ríkisstjóm þá myndi hag-
vöxtur verða neikvæður og það
myndi hefjast samdráttarskeið,"
sagði formaðurinn.
Um sjávarútvegsmálakaflann
sagði Halldór að framsóknarmenn
væru á þeirri skoðun að byggt yrði
áfram á núverandi stefnu. „Hins
vegar er breytinga þörf og við erum
tilbúnir að standa að slíkri sátt. Þeir
segja hins vegar að umbylta eigi nú-
verandi sjávarútvegsstefnu eftir
næsta kjörtímabil án þess að segja
nokkuð um það hvernig hún á að
vera. Þeir ætla jafnframt að fara í
róttækar breytingar á núverandi
stefnu og skapa gífurlega óvissu um
framtíð sjávarútvegsins. Þessi
óvissa getur ekki þýtt neitt annað
en mikla hnignun og óstöðugleika í
sjávarútvegi með tilheyrandi afleið-
ingum,“ sagði utanríkisráðherra og
sagðist líta á þögn Samfylkingar um
utanríkismál þannig að hún væri
svo ánægð með núverandi fram-
kvæmd þeirra að ekki þyrfti að
ræða það.
Steingrímur J.
Sigfússon
Margt keim-
líkt stefnu-
yfirlýsingu
okkar
„í ÞESSU nýja plaggi er margt
ágætt að finna og þar er talsvert
önnur nálgun en var hjá Samfylk-
ingunni í haust, þarna er einfalt og
Steingrímur J.
Sigfússon
almennt orðað
plagg og þess
vegna færra í því
sem ég hnýt
um,“ segir Stein-
grímur J. Sigfús-
son, formaður
Vinstri hreyfing-
arinnar - græns
framboðs, er
hann var inntur
álits á stefnu-
Sverrir
Hermannsson
skrá Samfylkingarinnar.
„Þama er margt í áherslum sem
lýtur að félagsmálum og velferðar-
málum sem ég get vel tekið undir
og margt keimlíkt þeirri stefnuyfir-
lýsingu sem við gengum frá fyrir
meira en mánuði. Það er líka at-
hyglisvert að þau nota sama nafn og
við völdum samþykkt okkar á stofn-
fundi flokksins í byrjun febrúar,"
sagði Steingrímur ennfremur.
Finnst vanta stefnu í
utanríkismálum
Hann sagði ýmislegt annað vekja
nokkra undran sína, til dæmis það
að fjalla ekki um utanríkismál. „Ég
átta mig ekki á því ef þetta á að
vera meginstefnuskrá flokksins í
kosningunum þá kemur það mér
spánskt fyrir sjónir ef hægt er að
sleppa alþjóðamálum. Daglegur
veraleiki stjómmálamannsins er æ
meira markaður af alþjóðasam-
skiptum, þannig hafa mál þróast og
það er ýmislegt að gerast á þeim
vettvangi einmitt núna sem minnir
menn á að umheimurinn kemur
okkur við.“
Steingrímur taldi það of mikla
einföldun að geta fellt niður utan-
ríkis- og alþjóðamál og tilkynna
kjósendum að ekki yrði kosið um
slík mál í vor. „Þá gríp ég til þess að
segja það sem ég hef stundum áður
sagt að það er ekki stjómmála-
manna að tilkynna kjósendum hvað
á að kjósa um og hvað ekki og ég er
ósamþykkur því að grundvallar-
þættir utanríkismála muni ekki
skipta máli í kosningunum. Stjóm-
málaflokkarnir verða krafðir um
svör hvað varðar stefnuna í Evrópu-
málum."
Um sjávarútvegsmálin sagði
Steingrímur að ekki virtist í stefnu-
skránni að finna framtíðarstefnu
heldur aðeins tímabundnar aðgerð-
ir. „Þau segja að þjóðarsátt skuli
vera orðin árið 2002 en um hvað er
ekki ljóst og mér sýnist því vera
veikleikar í þessari nálgun Samfylk-
ingarinnai'. Hún virðist því í sömu
sporam og aðrar hreyfingar, hefur
engin skýr svör en leggur til milli-
bilsaðgerðir og millibilsástand.
Annars era það kjósendur sem fella
dómana, við stjómmálamenn eigum
kannski ekkert að vera prófdómar-
ar hver yfir öðram,“ sagði Stein-
grímur að lokum og kvaðst ófeiminn
að mæta Samfylkingunni í kosn-
ingabaráttunni framundan.
Sverrir Hermannsson
Kemur ekki á
óvart þótt
grautarlegt sé
„FÆST af þessu kemur á óvart og
það kemur heldur ekki á óvart þótt
þetta sé dálítið grautarlegt þar sem
mörg mjög ólík sjónarmið eru að
reyna að ná landi saman,“ sagði
Sverrir Her-
mannsson, for-
maður Frjáls-
lynda flokksins,
um stefnuskrá
Samfylkingar-
innar.
Svemir sagði
það vekja athygli
sína að ekki væri
sjáanlegt að ætl-
unin væri að
hefja viðræður við Evrópusamband-
ið. „Aftur á móti er ég þeirrar skoð-
unar að við eigum að hefja viðræður
og kynna okkur málin en jafnvíst er
hitt að ég vil ekki láta af hendi í
neinum skiptum auðlindir okkar
fyrir Evrópulönd.
Þá fáum við að vita í Morgunblað-
inu að ekki verður tekin ákvörðun
um úrsögn úr Atlantshafsbandalag-
inu fym en eftir fjögur ár og er það
nú einn vandræðagangurinn enn í
sambandi við þessa samfylkingu,"
sagði Sverrir ennfremur. Hann
sagði stórt undir lagt í eyðslu fjár
en kvaðst ekki hafa annað um það
að segja.
Verður að gerbylta kerfinu
„Frjálslyndi flokkurinn er ekki
fylgjandi auðlindagjaldi og ég er í
miklum vafa um að hægt verði með
þeim hætti að ná inn þremur millj-
örðum af sjávarútveginum. Ef
breyting á kvótakerfinu á ekki að
taka gildi fym en undir árið 2002 þá
mun auðn blasa við víða á lands-
byggðinni. Við verðum að gerbylta
þessu kerfi. Ég spyr hvort eitthvað
sé víst að LIU samþykki að viðbót-
araflaheimildir verði veittar ef það
ræður áfram ferðinni í sjávarút-/
vegsmálum. En markaðsvæðing er
okkur að skapi þótt við viljum byrja
á því að beita sóknarstýringu.
Við getum vel tekið undir afnám
tekjutengingar elli- og örorkulífeyr-
isbóta því það er stefna okkar líka
og margt í þessu, en þama er ekki
beitt stefna eða hvöss í ýmsum mál-
um. Það er kannski ekki von að
þeim gangi það greitt í sjávarút-
vegsmálum með einn stærsta kvóta-
eiganda landsins, Ágúst Einarsson,
sem aðalráðamann sinn,“ sagði
Sverrir að lokum.
Hraðskákmót
á Grandrokk
Allir stór-
meistarar
Islands
tefla
ALLIR stórmeistarar Is-
lands í skák taka þátt í hrað-
skákmóti sem fram fer á veit-
ingastaðnum Grandrokk við
Smiðjustíg í dag. Þetta er í
fyrsta skipti sem allir ís-
lensku stórmeistararnir, níu
að tölu, keppa saman á skák-
móti. Skákfélagið Grandrokk
stendur fyrir mótinu. Friðrik
Ólafsson og Guðmundur Sig-
urjónsson, fyrstu stórmeist-
arar íslands, hafa ekki teflt
opinberlega um nokkurt
skeið, en þeir mæta núna til
leiks á ný.
Friðrik og Guðmundur
með eftir langt hlé
Auk Friðriks og Guðmund-
ar tefla á mótinu stórmeistar-
arnir Helgi Ólafsson, Mar-
geir Pétursson, Jóhann
Hjartarson, Jón L. Árnason,
Hannes Hlífar Stefánsson,
Þröstur Þórhallsson og Helgi
Áss Grétarsson. Aðrir kepp-
endur eru Sævar Bjarnason
alþjóðameistarf, Róbert
Harðarson, Dan Hansson,
Tómas Björnsson og Sigur-
björn Björnsson.
Mótið hefst kl. 12 í dag og
era áhorfendur velkomnir.
Ekiðá
barn á
fsafirði
EKIÐ var á bam á Engjavegi
á ísafirði um klukkan þrjú í
gærdag.
Bamið var strax flutt á
sjúkrahús í Reykjavík og væri
blaðinu tjáð að líðan þess sögð
góð eftir atvikum.
Ferminqarskór
Vorum að fá hvíta, gráa og svarta skó
Teg. Oliver
Litur: Svartur
St. 36-46
Verð 5.990
Reykjavíkurvegi 50 • Sími 565 4275
^ Teg. Mustang
Litur: Hvitur
Verð 4.990
Dpið til kl. 16.00
laugardag
5% stgreiðsluafsláttur
Ferðahandbókin
1999 os 2000
Lykiil að góðu ferðalagi, sem nýtist þér vel
og kynnir þér listmenningarferðir
Heimsklúbbsins í sérflokki.
Mundu 28* mars - heimsent til þín
með MORGUNBLAÐINU*
FERÐASKKIhSIUhAIN
PRJMA"
HEIMSKLÚBBUR INGÖLFS
Austurstræti 17,4. hæö, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasiöa: hppt//www.heimsklubbur.is J