Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 15

Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 15 FRÉTTIR Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI Markmiðið að búa til ný heildarsamtök PÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands, segist alveg geta tek- ið undir lýsingu Ólafs Ölafssonar, stjómarformanns Vinnumálasam- bandsins, á markmiðum með endur- skipulagningu á hagsmunasamtök- um atvinnurekenda. Ólafur gerir í Morgunblaðinu í gær athugasemd við frétt í Morgun- blaðinu á miðvikudag þar sem segir frá tillögu um sameiningu VMS og VSÍ í haust. Segir hann að mjög vill- andi framsetning og óheppilegur misskilningur birtist í fréttinni, þar sem skýrt sé frá viðræðum samtaka atvinnurekenda um skipulagsmál og sameiningu. Fullmikil einföldun „Það sem haft er eftir mér í Morg- unblaðinu er fullmikil einföldun, því að sú uppstokkun sem að er stefnt snýst ekki um sameiningu Vinnu- veitendasambandsins og Vinnumála- sambandsins, þó að hún leiði til þess að fyrirtækin innan þessara samtaka verði aðilar að sömu heildarsamtök- unum. Markmiðið er að búa til ný heildarsamtök sem taki til fleiri aðila og hafi öflugra skipulag heldur en núverandi samtök. í því felst hins vegar að Vinnuveitendasambandið og Vinnumálasambandið munu hverfa inn í þessi nýju samtök, sem stefnt er að að stofna, og við von- umst til að geti orðið á hausti kom- anda. Málið er hins vegar enn til um- ræðu innan stjóma allra þeirra sam- taka sem að málinu koma. Það var til umræðu á aðalfundi Kaupmanna- samtaka Islands í gær [fyrradag], þar sem veigamikill þáttur í þessari skipulagsbreytingu fékk yfirgnæf- andi stuðning, nefnilega sá að stofna ný samtök verslunar og þjónustu sem verði hluti af heildarsamtökum atvinnulífsins. Það er enginn ágrein- ingur milli þessara samtaka um hvað er verið að gera, en vera kann að mönnum þyki sú lýsing á formi sem fram kemur í fyrirsögn viðtalsins við Morgunblaðið sé ónákvæm," sagði Þórarinn ennfremur. Guðmundur Kjærnested um forval vegna varnarliðsflutninga Gerum athugasemd við aðferðina „VIÐ höfum þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir íyrripart vikunnar ekki fengið nein gögn um forvalið og okkur var heldur ekki sagt að forvalinu hefði verið frestað," sagði Guðmundur Kjæmested, framkvæmdastjóri Trans Atlant- ic Liners í Bandaríkjunum, en fyrirtækið hyggst taka þátt í væntanlegu forvali vegna flutn- inga fyrir Vamarliðið. Umsýslustofnun vamarmála auglýsti forval sl. sunnudag með viku skilafresti en í blaðinu í gær kom fram að fresturinn hefði verið framlengdur í óákveðinn tíma. „Það sem ég er hissa á er að nú skuli þurfa forval. Árið 1995 fór ekkert forval fram þeg- ar Eimskip fékk flutningana og heldur ekki 1998 þegar núver- andi samningur við okkur tók gildi. Þess vegna spyr ég af hverju er forval núna? Við erum ákveðnir í að fara í forvalið þrátt fyrir að við séum ekki vissir um rétt stjórnvalda tU að hafa slíkt forval," sagði Guðmundur og kvað fyrirtækið myndu gera at- hugasemd við þessa aðferð. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson BLARALDUR Haraldsson, formaður skíðadeildar Ármanns, er ánægður með nýju lyftuna í Suðurgili í Bláfjöllum sem vígð verður formlega á morgun. Armenningar vígja nýja skíðalyftu SKÍÐADEILD Ármanns hefur að- setur fyrir starfsemi sína í Suður- gili í Bláfjöllum og þar verður formleg vígsla á nýrri skíðalyftu á morgun, laugardag. Gestum og gangandi verður boðið upp á frítt kaffi og veitingar í Armannsskál- anum í tilefni dagsins. Lyftan, sem er af Doppelmayr- gerð, var sett upjj í samvinnu við Bláijallanefnd. Armann átti tvær lyftur fyrir á svæðinu, en þær voru farnar að ganga úr sér og teknar niður sl. sumar og þessi nýja sett upp í staðinn. Lyftan er 385 metra löng og er fallhæð 106 metrar. Hún er nyög afkastamik- il, enda tvöföld, og er flutnings- geta hennar 1.326 manns á klukkustund. Til samanburðar er flutningsgeta stólalyftunnar í Kóngsgili um 1.100 manns á klukkustund. Haraldur Haraldsson, formað- ur skíðadeildar Ármanns, segir lyftuna breyta æfingaaðstöðu deildarinnar til batnaðar. „Puma-lyftan var orðin injög þreytt og því var nauðsynlegt að skipta henni út. Við erum með fjölmennustu skíðadeiidina á öllu ■ landinu. Hjá okkur æfa um 130 krakkar undir handleiðslu tíu þjálfara og mikilvægt að æfinga- aðstaðan sé góð,“ sagði Harald- ur. Hann segir foreldrafélag deildarinnar nyög öflugt og hefði það séð um veitingasöluna f Ár- mannsskálanum frá upphafi af miklum myndarskap. Suðurgilið fjölskyldusvæði Grétar Þórisson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins f Bláfjöllum, sagði að skfðafólk væri f auknum mæli farið að uppgötva skíðasvæðið í Suðurgili. „Aðstaðan þar er orðin mjög góð eftir að nýja lyftan kom. Við lítum á Suðurgilið meira sem Ijölskyldusvæði, enda brekkur þar við allra hæfi. Þar er barnalyfta, stólalyfta og nýja lyftan fyrir ofan Ármannsskál- ann, auk þess sem boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu. Gott er að komast frá stólalyftunni í Kóngsgili og yfir í Suðurgilið því það er alltaf troðin braut á milli svæðanna. Við erum með ellefu lyftur í Bláfjöllum og flutnings- geta þeirra er samtals 8.000 manns á klukkustund. Fólk dreif- ir sér nú meira um svæðið og því eru styttri biðraðir en áður,“ sagði Grétar. Hann sagði að tíðarfarið í febr- úar hefði verið slæmt og aðeins verið hægt að hafa opið í Bláfjöll- um í sjö daga. í mars hefur verið þokkalegt veður, en framundan eru páskarnir. „Við eigum von á að fólk flykkist til fjalla um pásk- ana. Nú er nægur siyór í brekk- unum og vonandi verður veðrið gott,“ sagði Grétar. Kortastríð skollið á eftir að Sparisjóður Reykjavíkur kynnti útgáfu á nýju greiðslukorti Visa krefst lögbanns á Veltukort SPRON FORSVARSMENN Visa íslands telja nýja „Veltukort SPRON“, sem kynnt var fyrr í þessari viku, ský- laust brot á vöruheiti sínu „veltikort“ sem Visa hefur átt einkarétt á um tveggja ára skeið og hafa sótt um lögbann á notkun heit- isins til sýslumannsins í Reykjavík og er úrskurðar að vænta fljótlega. Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri segir lögbannskröfuna engu breyta, jafnvel þó hún nái fram að ganga. Sparisjóðurinn geti áfram markaðssett kortin, en hann útilok- ar ekki að niðurstaðan geti orðið sú að SPRON verði að breyta um nafn á kortinu. Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir nýju Veltukortum SPRON síð- ustu daga. Síðdegis í gær höfðu yfir 4.000 aðilar skráð sig fyrir kortum og ljóst að umsóknir munu fara yfir 5.000 strax í fyrstu viku. Einar S. Einarsson, forstjóri Visa, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hefði hafið undirbúning að útgáfu slíkra korta fyrir alllöngu og væri nú með markaðssetningu í burðarliðnum. Ákveðið var á sínum tíma að nefna þau Veltikort (revolving credit), og heitið lögverndað í vöru- merkjaskrá á sviði gi-eiðslukorta og fjármálastarfsemi. „Þannig höfum við einkarétt á þessu vöruheiti á Is- landi og því kom það okkur mjög á óvart er einn aðildarsparisjóður okkar, SPRON, hóf að auglýsa Veltukort í samvinnu við keppinaut okkar, Europay. Þeir gerðu þau mistök að taka upp lögverndað vöru- heiti okkar og við þeirri ólögmætu háttsemi erum við nú að bregðast." Sáttaumleitanir út um þúfur Einar segir sáttaumleitanir hafa farið út um þúfur og því hafi Visa ekki átt annars úrkosta, til að standa á rétti sínum og gæta hags- muna fyrirtækisins og aðildarbanka og sparisjóða þess, en að senda mál- ið til sýslumannsins í Reykjavík og óska eftir lögbanni við ólögmætri notkun SPRON á umræddu þjón- ustuheiti. „Lögfræðingar okkar telja engan vafa leika á um að orðin séu af sama stofni og ruglingshætta þar af leiðandi mjög mikil.“ Einar vænt- ir þess að sýslumaður staðfesti lög- bannið hugsanlega í dag sem geri það að verkum að SPRON geti ekki lengur auglýst vöruna undir nafninu Veltukort. Einar segir Visa hafa verið með kynningu á veltikorti sínu í undir- búningi um nokkurt skeið og myndi auglýsa það í samstarfi við alla við- skiptabankana og aðra sparisjóði um helgina. „Þar mun korthöfum Visa gefast kostur á því að breyta núverandi kreditkortum sínum úr kröfukortum í veltikort, með einu símtali eða fá sérstakt hliðarkort, þar sem korthafinn þarf ekki að greiða upp alla mánaðarúttekt sína í einu lagi eða sækja um greiðslu- skiptingu, heldur greitt inn á skuld- ina eftir hentisemi, þó ákveðna lág- marksfjárhæð auk vaxta.“ Hefur engin áhrif að mati SPRON Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segist ekki taka lögbannskröfuna mjög alvarlega, enda muni hún ekki hafa nein áhrif á markaðssetningu Veltukortanna. Hann segist aðallega furða sig á því að samkeppnisaðilar skuli beita Visa ísland fyrir sig með þessum hætti til að bregða fyrir þá fæti, því slík vinnubrögð hafi ekki áður tíðkast í þessum geira. „Framkvæmdastjóri Visa fór þess á leit við okkur á mið- vikudag að við hættum að nota nafn- ið á þeim forsendum að þeim hafi sjálfum dottið í hug fyrir tveimur ár- um að ráðast í svipaða þjónustu und- ir nafninu Veltikort. I fyrsta lagi teljum við þá nafngift ekki hafa sama gildi og okkar Veltukort en auk þess má benda á að sama hver niðurstaða sýslumanns verður, þá mun það ekki breyta neinu um þá þjónustu sem við höfum nú hleypt af stokkunum. Ef úrskurðurinn verður okkur í óhag, þá hefur það eingöngu í för með sér að markaðsstarfið tefst um 1-2 daga og við hagræðum vöru- heitinu.“ Guðmundur gagnrýnir ft-am- göngu Visa í málinu sem hann segir hafa einkennst af tvöfeldni. Viðtökurnar með ólíkindum Guðmundur segir viðtökurnar við Veltukortunum hafa verið með ólík- indum sem sýni þá þörf sem er fyrir slíka þjónustu hér á landi. Hug- myndin er sótt til útlanda þar sem hliðstæð þjónusta hefur verið veitt til margra ára. Eins og komið hefur fram býður SPRON bæði almennt kort og gull- kort. Hámarksúttektarheimild á al- mennum kortum er 300 þúsund krónur á mánuði en úttektarheimild á gullkortum er 600 þúsund. Kortin era frábrugðin öðrum kreditkortum að því leyti að korthafi ræður því hversu mikið hann greiðir af korta- reikningi sínum um hver mánaða- mót, þó að lágmarki 5.000 krónur, eða 5% af úttekt auk vaxta. Al- mennu kortin bera 15,9% vexti en gullkortin 13,45%. Ekkert stofn- gjald eða árgjald er af kortinu og ekki þarf ábyrgðarmenn eða trygg- ingar til þess að fá kortið, heldur gangast umsækjendur undir láns- mat hjá SPRON. Til samanburðar eru vextir af yfirdráttarheimildum 15,85%. Vextir af raðgreiðslum hefð- bundinna kreditkorta eru um 13%, en að teknu tilliti til stimpilgjalda og lántökugjalda eru heildarvextir af raðgreiðslum um 16%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.