Morgunblaðið - 26.03.1999, Side 25

Morgunblaðið - 26.03.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 25 Eldur undir Mont Blanc Reuters Bandarísk öryggiseftirlitsstofnun Slys rakin til galla í B-737 REKJA má tvö flugslys til galla í hliðarstýri á Boeing 737 og auk þess lá við, að hann ylli því þriðja. Kom þetta fram hjá talsmanni banda- rísku samgönguöryggisstofnunar- innar í fyrradag og sagði hann, að þær breytingar sem verið væri að gera á hliðarstýrinu á þessari al- gengustu farþegaþotu í heimi væru ekki nægilegar til að tryggja öryggi farþega og áhafnar. I yfirlýsingu frá Boeing og bandarísku flugmálastofnuninni kemur fram, að verið sé bæta úr þessum galla en talsmaður öryggis- eftirlitsins hvatti til frekari lagfær- inga. Charlie Higgins, aðstoðaryfir- maður öryggismála hjá Boeing, sagði hins vegar, að öryggisferill B- 737 væri einstakur en alls hafa ver- ið skráð 77 milljón flugtök síðan þotan kom á markað 1967. „Við er- um með öðrum orðum að tala um tvö tilfelli af 77 milljónum,“ sagði hann. Niðurstaða öryggiseftirlitsins er byggð á rannsókn á flugslysi, sem varð við Pittsburgh 1994 en þá fór- ust allir, sem með vélinni voru, 132 talsins. Auk þess voru skoðuð gögn um slys, sem varð 1991 við Colorado Springs, þá fórust einnig allir, 25 manns, og að síðustu um vandræði, sem flugmenn á vegum Eastwind Airlines lentu í 1996, en þeim tókst að lenda heilu og höldnu. Var það einróma niðurstaða, að ástæða slyssins 1994 væri sú, að flugmennirnir hefðu misst stjórn á vélinni vegna þess, að vökvaloki, sem stjórnar hliðarstýrinu, hefði staðið á sér. ELDUR, sem varð fjórum að bana í fyrradag, logaði enn glatt í gær í göngum í gegnum Mont Blanc-fjall, heilum sólar- hring eftir að eldur hafði kvikn- að í matvælaflutningabíl, sem var staddur í göngunum. A mjög skömmum tíma barst eld- urinn yfir í að minnsta kosti átta aðra flutningabfla Ítalíu- megin í þessum ellefu kflómetra löngu göngum í gegnum hæsta fjall Vestur-Evrópu, með fyrr- greindum afleiðingum. Slökkviliðsmenn börðust við eldinn í alla fyrrinótt og tókst þá að slökkva eld í fímm bfl- anna en þykkur reykur og gíf- urlegur hiti gerðu þeim ókleift að athafna sig í hluta gang- anna. Einn slökkviliðsmaður og þrír ökumenn létu lífíð í elds- voðanum og auk þess slösuðust tuttugu og sjö manns, þar af þrír alvarlega. Jean-Claude Gayssot, samgönguráðherra Frakklands, heimsótti í gær slysstaðinn og sagði þá við blaðamenn að afar mikilvægt væri að átta sig á því hvað gerðist, svo tryggja mætti að slíkt slys endurtæki sig ekki. Cubas sakaður um morð Asuncion. Reuters. MIKIL ólga er í Paragvæ en í fyrradag samþykkti þing landsins að sækja forsetann, Raul Cubas, til saka fyrir embættisafglöp. Saka sumir hann um að hafa staðið að baki morðinu á varaforsetanum sl. þriðjudag en þeir tókust hart á um völdin í stjórnarflokknum. Mikill meirihluti þingmanna sam- þykkti, að öldungadeildin skyldi efna til réttarhalda yfir Cubas fyrir að hafa sleppt úr haldi Lino Oviedo, íyrrverandi yfirmanni hersins, en hann hafði verið dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að reyna að ræna völd- um í landinu árið 1996. Boðaði öldungadeildin Cubas á sinn fund í gær en flest bendir til, að stjórnarandstaðan og stuðningsmenn Luis Maria Argana, varaforsetans heitins, hafi styrk til að sakfella hann. Cubas mætti ekki á fund öldunga- deildarinnar í gær, kvaðst vera of önnum kafinn, en réttarhöld yfir hon- um eiga að hefjast í næsta mánuði. Fimm ákærar um glæpsamlega misnotkun á valdi hafa verið bornar fram gegn Cubas en í gær reyndi hann að bæta um fyrir sér með því að láta setja vin sinn Oviedo í varð- hald. Eru þeir báðir grunaðir um að hafa fyrirskipað morðið á Ai-gana en hann lést er menn í herbúningi létu kúlunum rigna yfir bíl hans. Morðið á Argana hefur verið fordæmt víða en segja má, að Paragvæ sé svarti sauðurinn í samfélagi Suðui-- og Mið-Ameríkuríkja hvað stjómarfar- ið varðar. Hann Jóhannes Pétursson hefur ekið sama leigubílnum, Nissan Cedric, frá því árið 1985 og kílómetrarnir að baki eru orðnir milljón, hvorki meira né minna. Hvernig er þetta hægt? Með reglulegu viðhaldi og smurolíunum frá ESSQ ulíufélagiðhf www.esso.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.