Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 33
Tónleikar til styrktar krabbameinssjúkum börnum
„Lög eftir okkar ást-
sælustu höfunda“
SIGRÚN Jónsdóttir mezzósópran-
söngkona heldur á morgun, laug-
ardag, þriðju tónleika sína til
stuðnings Styrktarfélagi krabba-
meinssjúkra barna. Tónleikarnir
verða í Laugarneskirkju í Reykja-
vík kl. 17 og meðleikari á píanó er
Olafur Vignir Albertsson. Um síð-
ustu helgi koniu þau fram á tón-
leikum á Selfossi og sl. miðvikudag
á Akranesi.
„Meginástæðan er sú að ég hef
sjálf lent í því að eiga mjög veikt
barn og geri mér þess vegna
kannski betur grein fyrir því hvað
það er erfitt að vera tekin úr vinnu
og hafa stöðugar áhyggjur, lifa í
stöðugum ótta við að missa barnið
sitt. Það fer í rauninni allt úr
skorðum," segir Sigrún, spurð um
tilefni tónleikaraðarinnar. Hún
segir að það ekki verið fyrr en eft-
ir að hún átti son sinn að hún fór
að læra að syngja og raunar hefði
hún sennilega ekki farið út í söng-
námið annars. „Söngurinn gaf mér
svo mikið á þessum erfiðu tímum -
eiginlega má segja að hann hafi
bjargað lífí nn'nu,“ segir hún.
Hugljúf og falleg lög
„Eftir að ég lauk námi og hafði
haldið nu'na fyrstu tónleika hugs-
aði ég með mér að það væri frá-
bært ef ég gæti fyllt hús eins og ég
gerði á lokatónleikunum mínum í
Sehjarnarneskirkju 1997 og gefið
allan aðgangseyrinn til styrktar
þessu fólki,“ heldur hún áfram.
A efnisskrá tónleikanna eni 22
íslensk sönglög. „Þetta eru lög eft-
ir okkar ástsælustu höfúnda, öll
mjög hugljúf og falleg. Sum þeirra
eru um börn en önnur eni dramat-
ískari og tregafyllri," segir Sig-
rún, sem syngur lög eftir Árna
Thorsteinsson, Sigvalda Kalda-
lóns, Karl O. Runólfsson, Pál ís-
ólfsson, Fjölni Stefánsson, Jón Ás-
geirsson, Þórarin Guðmundsson
og Arna Björnsson.
Sigrún hóf söngnám hjá John
Speight og lauk 8. stigs prófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
vorið 1995. Næstu tvö árin stund-
aði hún nám í burtfararprófsdeild
skólans, hjá aðalkennara sínum,
Sieglinde Kahmann. Sigrún hefur
einnig notið leiðsagnar Virginiu
Zeani, Anthony Hose, André Or-
lowitz og Ians Parsons, sem sér-
hæfir sig í barrokktónlist. Hún
hélt sína fyrstu opinberu tónleika í
júní 1998 í Seltjarnarneskirkju við
góðar undirtektir. Hún hefúr kom-
ið fram sem einsöngvari í Messíasi
eftir Handel, með Sinfóníuhljóm-
sveit Islands í júnf 1992, þar sem
ungir einsöngvarar skiptu með sér
aríuin úr verkinu. Hún kom einnig
fram á Myrkum músíkdögum 1992
ásamt skosku kammei-sveitinni
„Paragon ensemble of Scotland".
Sigrún hefur komið fram sem ein-
söngvari við ýmis tækifæri hér-
lendis og í Norejgi, m.a. á Lýðveld-
isafmælishátíð Islendinga í Bergen
1994. Hún tók einnig þátt í upp-
færslu Þjóðleikhússins á Valdi ör-
laganna eftir Verdi 1994. Nú syng-
ur hún nánast daglega við kirkju-
Iegar athafnir.
Morgunblaðið/Ásdís
SIGRÚN Jónsdóttir og Ólafur
Vignir Albertsson koma fram á
tónleikum til styrktar krabba-
meinssjúkum börnum í Laugar-
neskirkju á morgun. Myndin
var tekin á æfingu í vikunni.
Ólafur Vignir Albertsson lauk
burtfararprófi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík árið 1961 undir
handleiðslu Ásgeirs Beinteinsson-
ar. Síðan stundaði hami fram-
haldsnám við Royal Academy of
Music í London og hafði meðleik
sem aðalgrein. Aðalkennarar hans
þar voru Rex Stephens og Max
Pirani. Auk ótal tónleika á íslandi
hefur Ólafúr Vignir um langt ára-
bil komið fram með íslenskum ein-
söngvurum. Hann starfar nú sem
píanóleikari við Söngskólann í
Reykjavík.
Tónleikai'nir verða sem fyrr
sagði í Laugarneskirkju á morgun
og hefjast kl. 17. Aðgöngumiðar
verða seldir við innganginn og
rennur ágóði af tónleikunum
óskertur til Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna.
STORSVEIT Reykjavíkur í sveiflu.
Bræðrahljóð í
Haukshúsum
BRÆÐURNIR Sveinbjörn I.
Baldvinsson rithöfundur og
Tryggvi M. Baldvinsson tón-
skáld standa fyrir dagskrá í tali
og tónum á vegum Dægradval-
ar í Haukshúsum á Álftanesi á
morgun, laugai’dag kl. 21.
Bræðurnh’ munu flytja þai’
frumsamið efni af ýmsu tagi,
ýmist saman eða hvor í sínu
lagi; ljóð, lög og sögur. Efnið
verður blanda af gömlu og nýju,
sumt áður flutt eða útgefið, en
annað óbirt og hefur jafnvel
aldrei heyrst áður opinberlega,
segir í fréttatilkynningu.
Af nýlegum verkum þeh’ra
bræðra má nefna fimmtu ljóða-
bók Sveinbjarnar, Stofu ki’afta-
verkanna og barnabókina Tár
úr steini, sem báðar komu út sl.
haust og tónverk Tryggva, Köld
sturta, sem frumflutt var á
Myrkum músíkdögum og
Adagio fyrh’ einleiksfiðlu.
Aðgangseyrir er 600 kr.
Stórsveit í
STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur
tónleika á morgun, laugardag,
kl. 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Stjórnandi er Sæbjörn Jónsson.
Stórsveitin býður þremur skóla-
hljómsveitum að taka þátt í tón-
leikunuin, það eru Léttsveit Tón-
menntaskóla Reykjavíkur undir
stjórn Sigurðar Flosasonar; Létt-
KÓRFÉLAGAR í kór Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á Selfossi komu
saman í æfingabúðum um síðustu
helgi á Hellu, þar sem tíminn var
nýttur til æfinga fyrir Þýskalandsför
kórsins í sumar.
Kórnum hefur boðist að vera full-
trúi Islands á evangelísk-lútersku
kirkjuþingi sem haldið verður i
Stuttgart 16.-20. júní nk. Kórinn
mun syngja þar við tónleika og
Ráðhúsinu
sveit Tónlistarskóla Keflavíkur,
stjórnandi Ólafur Jónsson, og
Stórsveit Tónlistarskóla FÍH,
sljórnandi Edward Frederiksen.
Leikin verður hefðbundin stór-
sveitartónlist að en stjórnendur
þessara sveita eru allir starfandi
hljóðfæraleikarar í Stórsveit
Reykjavíkur.
messur, en upphaf málsins má rekja
til þess að kórinn söng við þýska
messu í Hveragerðiskirkju fyrh’
tveim árum. Kórfélagar hafa æft
stíft í vetur og verið ötulh’ við fjáröfl-
un til farai’innar. Æfingatörninni
lauk með tónleikum í Oddakirkju á
Rangárvöllum á sunnudaginn. Jón
Ingi Sigurmundsson er stjórnandi
kórsins og hefur verið frá stofnun
hans, eða í 16 ár.
Kór FS æfír fyrir
Þýskalandsför
Hella. Morgunblaðið.
Komdu og sjóðu nýju sumarlitina frá MARBERT
Þeir undirstrika fegurð þína.
ViS kynnum sumarlifina ásamt fleiri spennandi nýjungum
frá MARBERT. VeriS velkomin.
Föstudag
Evíta, Suðurkringlu og Húsavíkur Apótek
Stór-Reykjavikursvseðið:
Libia Mjódd, Nana Hólagarði, Snyrtivörudeild Hagkaups, Skeifunni, Evíia Kringlunni, Snyrlivöru-
deild Hagkaups, Kringlunni, Holts Apótek Glæsibæ, G.E. Snyrlivörur, Laugavegi 61, Snyrtihöllin
Garöatorgi, Garóabæ, Snyrtivörud. Hagkaups, Smáratorgi og Sandra Smáratorgi, Kópavogi.
Landlð:
Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Apótek, Vestmannaeyja, Krisma isafirði,
Tara Akureyri, Húsavíkur Apótek.
Þó veturinn sé að verða
búinn, þýðir það ekki
að rokið og rigningin
séu búin!
Léttur, vatnsþolinn vindþéttur anorakkur úr
sérlega sterku og vönduðu efni. Kr. 6.990.-
m
Sportswear Company,
Arrow Rock anorakkur