Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 36

Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ,SOUL-STELPURNAR“, Femi Taylor, Louise Marshall og Hazel Fernandes, verða áber- andi á sviðinu meðan á sýningunni stendur. SEX manna rokkhljómsveit tekur þátt í flutningnum. I henni eru meðal annarra gítarleik- ararnir Friðrik Karlsson og Guðmundur Pétursson. Frelsarinn á fjölunum Sinfóníuhljómsveit Islands, nítján ein- söngvarar frá West End International í Lundúnum, rokkhljómsveit og fjörutíu manna kór flytja eina vinsælustu rokk- óperu allra tíma, Jesus Christ Superstar, í Laugardalshöll í kvöld og á morgun. Orri Páll Ormarsson kynnti sér þessa „tónleikasýningu“ sem Sinfónían segir að sé stórbrotnari útgáfa „en þú hefur nokkru sinni upplifað!“ Morgunblaðið/Halldór „SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands er án efa eitt best varðveitta leynd- armál heims,“ segir stjórnandinn Martin Yates sem hér drekkur í sig leik hljómsveitarinnar á æfingu. FÁIR menn, lífs eða liðn- ir, hafa átt sér jafn marga fylgjendur í gegnum tíðina og frels- ari mannkyns, Jesús Kristur. Það fer því vel á því að ein ástsælasta rokkópera aldarinnar - og þar af leiðandi allra tíma - skuli vera samin um píslarsögu hans. Er hún rakin frá sjónarhóli Júdasar, postulans sem sveik meistara sinn í hendur óvininum. Er honum lýst sem vonsviknum hugsjónamanni sem skilur illa mótsagnakennda hegðun Krists. Úr vonbrigðunum eru svikin sprottin. Jesus Christ Superstar kallast verkið og er eftir tónskáldið sir Andrew Lloyd Webber og texta- höfundinn Tim Rice. Að uppfærsl- unni í Laugardalshöll standa Sin- fóníuhljómsveit íslands, kór, rokk- hljómsveit og einsöngvarar frá musteri söngleiksins, West End International í Lundúnum. Þegar rokkóperan var frumsýnd í Lundúnum árið 1971 féll hún í grýtta jörð hjá gagnrýnendum, sem voru ekki undir formbylting- una, sem í verkinu fólst, búnir, auk þess sem geistlegir menn gripu andann á lofti. Almenningur tók Superstar eigi að síður opnum örmum og andúðin varð, ef eitt- hvað er, vatn á myllu verksins sem lagði upp í sigurfór um heiminn - sigurför sem engan endi ætlar að taka. Sem dæmi má nefna að fyrsta uppfærslan í Lundúnum gekk í átta ár samfellt, alls 3.358 sýning- ar, og sló öU aðsóknarmet. Þetta afrek hyggjast Sinfóníuhljómsveit Islands og gestir hennar ekki leika eftir en munu þó endurtaka „tón- leikasýninguna" á morgun kl. 17. í auglýsingu frá Sinfóníuhljóm- sveit Islands sem birst hefur í fjöl- miðlum síðustu daga segir: „Fræg- asta rokkópera allra tíma í stór- brotnari útgáfu en þú hefur nokkru sinni upplifað!" Blaðamanni lék forvitni á að fræðast betur um þessa staðhæfingu! Fullskipuð sinfóníuhljómsveit „Þetta er sannleikanum sam- kvæmt vegna þess að hvert sem fólk fer í leikhús til að horfa á Jesus Christ Superstar, hvort sem er á West End eða Broadway, myndi það ekki upplifa svona stór- brotna uppfærslu með svona stórri hljómsveit. Við gerum þetta með fullskipaðri sinfóníuhljómsveit, sem er yfirleitt ekki gert, rokk- sveit, um fjörutíu manna kór og nítján einsöngvurum," segir Helga Hauksdóttir tónleikastjóri Sinfón- íuhljómsveitarinnar. Hugmyndin að uppfærslunni er, að sögn Helgu, runnin undan rifj- um Runólfs Birgis Leifssonar fyrr- verandi framkvæmdastjóra SÍ. „Þessi uppfærsla var honum hjart- ans mál og lagði hann þetta til skömmu áður en hann lét af störf- um. Það verður að segjast að ekki leist öllum jafn vel á hugmyndina en hún var þó samþykkt og ég efast um að nokkur maður sjái eftir því núna. Runólfur reyndist sannspár - þetta verður glæsileg sýning." Ekki er um konsertuppfærslu á rokkóperunni að ræða heldur „tón- leikasýningu" líkt og þegar ópera Puccinis, Turandot, var færð upp á sama stað á dögunum. „Við lítum á þetta sem sýningu," segir Helga. „Söngvararnir verða í búningum og hreyfa sig um á sviðinu. Þarna verða líka þrjár „soul-stelpur“, sem dansa um sviðið. Þá verður vitaskuld komið upp sviðsmynd í Höllinni, þó hún verði einfóld, og mikið lagt upp úr lýsingu. Hana annast Jóhann Bjarni Pálmason og Kjartan Freyr Vilhjálmsson sem gerðu svo góða hluti í Turandot um daginn.“ Helga staðhæfir að Superstar sé eitt umfangsmesta verkefni sem Sinfónían hefur tekist á hendur, slagi nánast upp í Turandot. „Það hefur verið afskaplega mikið fyrir- tæki að koma þessu í kring - af- skaplega dýrt líka. Við höfum til dæmis lagt í miklar framkvæmdir til að bæta aðstöðu fyrir áhorfend- ur í Höllinni. Hljóðtæknin, sem fyrirtækið Exton og Ríkisútvarpið sjá um, er líka mjög flókin. Við höf- um aldrei lent í öðru eins. Að því leyti er þetta stærra verkefni en Turandot. Eg er hins vegar sann- færð um að allt á þetta eftir að verða erfiðisins virði.“ Nýir tónleikagestir Einn helsta kostinn við að færa upp rokkóperu segir Helga vera að Sinfónían laði til sín nýja tónleika- gesti. „Ég geri ráð fyrir að allir aldurshópar muni sækja þessa sýn- ingu og meðalaldurinn verði tals- vert lægri en á hefðbundnum tón- leikum hjá okkur. Það er ekkert nema gott um það að segja enda er það markmið hljómsveitarinnar að ná til eins breiðs áheyrendahóps og unnt er. Við erum Sinfóníuhljóm- sveit Islands og lítum á það sem skyldu okkar að þjóna sem flestum án þess að slá af kröfum." Fyrst Turandot, nú Superstar. Sinfónían hefur ekki ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur síð- asta kastið. Skyldi fleira af þessu tagi vera á döfinni? „Nei, nú látum við staðar numið í bili. Snúum okk- ur aftur að venjulegum tónleikum. Ætli manni finnist þá nokkuð vera að gera,“ segir Helga og hlær. „Við höfum fengist við stæm verkefni nú á einum mánuði heldur en við komum líklega til með að gera á næstu áram. I raun erum við kom- in út fyrir okkar verksvið. Þetta era meira sýningar en tónleikar og segja má að við höfum farið í hlut- verk Þjóðleikhússins þegar við sýndum Turandot. Það var ópera- uppfærsla með öllu tilheyrandi.“ Flutningi Superstar verður stjómað af breska hljómsveitar- stjóranum Martin Yates. Segir hann sýninguna leggjast vel í sig. „Undanfarin þrjú ár hef ég stjórn- að flutningi sinfóníuhljómsveita á Superstar víðsvegar um Evrópu en reiknaði satt best að segja ekki með því að gera það á íslandi. Hélt ein- faldlega að svona lítið land réði ekki við svona viðamikla uppfærslu. Það breyttist þegar ég kom hingað í fyrsta sinn um svipað leyti í fyrra, til að stjóma tónleikum með efni úr söngleikjum, og kynntist Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hún er án efa eitt best varðveitta leyndarmál heims. Spilar ekki aðeins frábær- lega, heldm- einnig af ástríðu.“ Vitrun stjórnandans Á æfingunum fyrir tónleikana í fyrra segir Yates að rannið hafi upp fyrir sér ljós. „Ég hugsaði með mér: Ég verð að setja Jesus Christ Superstar upp með þessari hljóm- sveit. Og hingað er ég kominn. Þetta verður einstök upplifun!" Yates segir sinfóníuhljómsveit- irnar sem hann hefur stjómað á liðnum misseram undantekningar- lítið hafa notið glímunnar við Jesus Christ Superstar. „Stóru söngleik- h-nir og rokkóperarnar era um margt ástríða samtímans, fersk áskorun fyrir sinfóníuhljómsveitir, sem geisla jafnan af gleði meðan á æfingum og tónleikum stendur. Þetta er Hka góð leið til að ná eyr- um nýrra áheyrenda, nýrra kyn- slóða, og smita þær vonandi af sin- fóníubakteríunni, ef svo má að orði komast. Þá era yngri tónleikagest- ir, rokk- og poppkynslóðirnar, oft gjamari á að sleppa fram af sér beishnu að flutningi loknum. Það getur svo sannarlega haft góð áhrif á hljómsveitir." Yates segir lykilinn að velgengni Superstar í gegnum árin öðra fremur vera tónhstina og uppbygg- ingu verksins. „Þetta frábæra verk var á sínum tíma algjör framsköp- un hjá Lloyd Webber, brautryðj- andaverk, sami-uni sinfómu og rokks, sem raddi veginn fyrir margar aðrar rokkóperur. Tónlist- arannendur höfðu aldrei kynnst neinu í líkingu við Superstar. Nú er bara til eitt orð yfir þetta: Klassík." Superstar verður, eins og svo oft, færð fram á okkar daga í Höll- inni enda segir Yates verkið tíma- laust hstaverk, aldrei hafi staðið til af hálfu höfunda að sviðsetja Biblí- una. „Auðvitað heita aðalpersón- urnar Jesús Kristur, Júdas Iskarí- ot og María Magdalena en gætu rétt eins heitið eitthvað allt annað - verið allt annað fólk. Nútíma- fólk.“ Einsöngvarar í sýningunni verða David Shannon, sem fer með hlut- verk Jesú, Simon Bowman, sem syngur Júdas, Jacqui Seott, sem syngur Maríu Magdalenu, James Graeme, Junix Inocian, Magnus Rongedal, Stephen Garner, Philip Griffiths, Gavin Carr, William Al- lenby, John Hancorn, Femi Taylor, Louise Marshall, Hazel Femandes, Matthew Little, Andrew Newey og Adam Le Clair. Allt era þetta, að sögn Yates, nafnkunnir söngvarar í leikhúsun- um á West End sem sveit íslend- inga sækir á ári hverju. Flestir hafa þeir margsinnis tekið þátt í flutningi Superstar en inn á milli era nokkrir sem kljást nú við verk- ið í fyrsta sinn. Kórinn sem syngur í Höllinni er sérstaklega settur saman af þessu tilefni og hefur vahð sér nafnið Jónsbörn, stjórnanda sínum Jóni Kristni Cortez til heiðurs. Megin- uppistaða kórsins era fyrrverandi nemendur Jóns ásamt félögum úr Karlakórnum Þröstum og söng- hópnum Brooklyn 5 sem kom við sögu þegar Superstar var færð upp í Borgarleikhúsinu árið 1995. Rokkhljómsveitina skipa gítar- leikaramir Friðrik Karlsson og Guðmundur Pétursson, hljóm- borðsleikararnir Eyþór Gunnars- son og Kjartan Valdimarsson, Gunnlaugur Briem sem leikur á trommur og Richard Korn á bassa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.