Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
h
LISTIR
1
Máttarstólpar og Menninffarborff undirrita 40 milli'óna króna samstarfssamning ger.a-. Viv ,s.ly(,ju!nv margvísleg
----------í-----®®®-------------------------------sl--------------------------ö malefm, bæði a sviði mennmgar
„Vonandi er hér að verða til
einhvers konar ástarævintýriu
Forsvarsmenn fimm
stórfyrirtækja og
Reykjavíkur Menning-
arborgar Evrópu árið
2000 undirrituðu í gær
samstarfssamning sem
talinn er marka tíma-
mót í samskiptum
menningar og atvinnu-
lífs hér á landi.
Margrét Sveinbjörns-
dóttir brá sér upp að
Gvendarbrunnum og
fylgdist með þegar
samningsaðilar rituðu
nöfn sín á glerplötur
samningnum til stað-
festingar og ræddi við
samningsaðila um gildi
samstarfsins.
Morgunblaðið/Golli
FULLTRÚAR máttarstólpa og Menningarborgar rituðu nöfn sín á forláta glerplötur samstarfinu til staðfest-
ingar. Fremstur sést Einar Benediktsson, forstjóri Olís, að baki honum búast þeir Einar Sveinsson, forstjóri
Sjóvár-Almennra, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, til að skrifa undir og fjær má sjá Þórunni
Sigurðardóttur, stjórnanda Menningarborgarinnar, kvitta. Auk þeirra undirrituðu samninginn Þorkell Sig-
urlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskips, og Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans.
Heildarverðmæti samn-
ingsins er um 40
milljónir króna en
fyrirtækin fimm sem
þegið hafa boð um að
gerast „máttarstólpar Menningar-
borgarinnar" eru Búnaðarbanki
Islands, Eimskip, Landsvirkjun,
Olís og Sjóvá-Almennar. Auk þess
mun Menningarborgin stai'fa með
völdum samstarfsaðilum, sem
leggja fram ýmiss konar aðstöðu
og þjónustu. Þeirra á meðal era
Flugleiðir, Morgunblaðið, sem
verður blað menningarársins, Kr-
inglan, sem verður nokkurs konar
upplýsingamiðstöð, og SVR, en
strætó verður bíll menningarárs-
ins. Að samningum við þessa aðila
og fleiri viðbættum er áætlað að
heildarverðmæti samstarfssamn-
inganna verði um 80 milljónir
króna. Auk þessa munu svo fjöl-
mörg önnur fyrirtæki og stofnanir
koma að einstökum verkefnum.
Samningsaðilar leggja áherslu á að
hér sé um að ræða samstarf en
ekki einungis styrki og að máttar-
stólparnir muni ekki síður njóta
góðs af því samstarfi en Menning-
ai-borgin.
„Við töldum það vera jákvætt
fyrir bankann og ímynd hans að
tengjast þessum við- --------:—
burðum,“ segir Sólon
R. Sigurðsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans.
Hjá Olís tóku menn að
sögn Einars Benedikts-
sonar forstjóra strax
íslenskt
atvinnulíf
er með á
nótunum
vel í það þegar ámálgað var við þá
að fyrirtækið gerðist máttarstólpi
Menningarborgarinnar. „Olís er
elsta olíufélag í landinu og þar að
auki eitt af elstu starfandi fyrir-
tækjum í Reykjavíkurborg.
Þannig að okkur fannst heiður og
sómi að því að fá tækifæri til að
leggja þessu verkefni lið, sem væri
okkar fallegu borg til framdráttar,
um leið og minnt væri á að féiagið
hefur starfað í sátt við borgina í
áratugi. Að auki má til gamans
geta þess að á síðasta ári fékk fé-
lagið tvenn verðlaun frá borginni,
annars vegar umhverfisviðurkenn-
ingu Reykjavíkurborgar og hins
vegar fengu bensínstöðvar félags-
ins verðlaun fyrir best hirtu fyrir-
tækjalóðir í borginni. Þetta styrkti
enn samband okkar við borgina og
varð okkur hvatning til þess að
veita þessu ágæta málefni stuðn-
ing,“ segir Einar.
Menning og náttúra
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir að þar á bæ
hafi mönnum strax þótt yfirskrift
dagskrár Menningarborgarinnar
árið 2000, „Menning og náttúra",
falla einkar vel að starfsemi fyrir-
tækisins. „Okkur hjá Landsvirkj-
un þótti liggja beint við að vera
með, ekki síst vegna þess að
Landsvirkjun nýtir náttúrulega
hringrás vatnsins til þess að sjá
samfélaginu fyrir rafmagni, en raf-
magn er ein mikilvægasta grunn-
þörf nútímaþjóðfélags. Og það eru
fáar þjóðir sem eru svo heppnar að
geta unnið hreina raforku úr nátt-
úrunni eins og við. Starfsemi
Landsvirkjunar er auðvitað mikil-
væg á landsbyggðinni ekki síður
en á höfuðborgarsvæðinu og afl-
stöðvar fyrirtækisins styrkja bú-
setu, menningarlíf og atvinnulíf.
Þar er samgangur manns og nátt-
úru mjög náinn og við ætlum því
að opna nokkrar virkjanir og sýna
almenningi þær þegar næsta sum-
-------- ar til að undirstrika
hvernig raforkufram-
leiðslan er samspil
menningar og náttúru,"
segir Friðrik.
„Landsvirkjun hefur
alltaf talið að menning-
tækjunum sé partur af menning-
unni. Okkur þykir ástæða til þess
núna, þegar Reykjavík verður
menningarborg ásamt mörgum
öðrum skemmtilegum borgum í
Evrópu, að taka þátt í því þegar
við freistum þess að vekja athygli
á okkur erlendis og bera fram okk-
ar betri hlið og jafnvel að spegla
sjálf okkur í því hver við erum,“
segir Hörður Sigurgestsson, for-
stjóri Eimskips.
Olís margoft áður tekið þátt í því
að leggja menningunni og öðrum
góðum málum lið. „Og félagið hef-
ur það beinlínis á stefnuskrá sinni
að leggja árlega allnokkra fjár-
muni til stuðnings menningar-,
mannúðar- og landgræðslumál-
um.“
„Fyrirtæki er líka fólk“
Fyrirtækin skilja vel að þau
hafa hlutverki að gegna
arbragur þurfí að vera á því þegar
maðurinn nýtir náttúruna. Við höf-
um lagt áherslu á umhverfismálin
og að mannvirkin sómi sér vel í
landinu þar sem þau eru, en flestar
virkjanirnar eru skreyttar lista-
verkum. Frægar eru fallegar lág-
myndir Sigurjóns Ólafssonar utan
á Búrfellsstöð en það er skemmti-
leg tilviljun að Sigurður Ámi Sig-
urðsson, sem gerði einkennislista-
verk M2000, mun einnig list-
skreyta Sultartangavirkjun, en
homsteinn verður lagður að henni
í vor,“ heldur hann áfram.
„Eimskip hefur allt frá stofnun
haft það markmið að vera virkur
þátttakandi í íslensku atvinnulífi.
Við lítum þannig á að fólkið í fyrir-
Einar Sveinsson, forstjóri Sjó-
vár-AJmennra, kveðst fyrst og
fremst líta á þátttöku fyrirtækis-
ins í verkefninu sem styrk til þess
að efla mannlífið í landinu og auka
á fjölbreytni þess. „Það sem er
óvanalegt við þetta verkefni er að
það varir allt árið en er ekki bara
einstakur afmarkaður viðbui'ður,
heldur fjölmargir og ólíkh- menn-
ingarviðburðir. Við sjáum það sem
mikið tækifæri að Island komi
svona myndarlega inn í menning-
arheim Evrópu. Opinberir aðilar,
bæði ríki og Reykjavíkurborg,
koma að þessu máli með þeim
hætti að það má segja að það hafi
auðveldað okkur þá ákvörðun að
þiggja það að verða einn af mátt-
arstólpum Menningarborgar
2000,“ segir Einar.
Ailir leggja forsvarsmenn mátt-
arstólpanna áherslu á að það sé
ekki nýtt að fyrirtækin láti fé af
hendi rakna til menningarstarf-
semi en hins vegar megi með
samningnum við Menningarborg-
ina greina breyttar áherslur í sam-
starfi menningar- og atvinnulífs.
„Landsvirkjun hefur um árabil
stutt menningarstarfsemi, en
þetta samstarf sýnir að fyrirtækin
skilja vel að þau hafa hlutverki að
gegna við að styðja menningarlega
starfsemi, sem nú er í miklum
blóma hér á landi. Landsvirkjun
telur sig bera, með öðram, ábyrgð
á menningu þjóðarinnar og nátt-
úra landsins - og þess vegna fögn-
um við því að mega vera með sem
máttarstólpar dagskrárinnar
M2000,“ segir Friðrik.
Einar Benediktsson segir að
líkt og hinir máttarstólpamir hafí
„Þess er skemmst að minnast
að Eimskip hefur verið einn af
stuðningsaðilum Listahátíðar í
Reykjavík, sem hefur verið mjög
fagmannlega unnið verkefni, og
við höfum trú á því að það verði
staðið að menningarborgarhátíð-
inni árið 2000 af jafnmiklum
myndarskap. Og við vildum fá að
taka þátt í því,“ segir Hörður Sig-
urgestsson og heldur áfram:
„Fyrirtæki er líka fólk og við er-
um hér að stuðla að því að okkar
starfsfólk geti orðið partur af
þessu í ríkara mæli en annars
væri.“ Herði þykir það afar já-
kvætt skref að fyrirtækin verði
virkari þátttakendur í menningar-
starfsemi. „Oft hefur okkur þótt
það vera þannig þegar verið er að
leita eftir stuðningi við þátttöku í
menningarstarfsemi að um leið og
búið er að samþykkja stuðning-
inn, þá séu menn búnir --------
að gleyma því að fyrir-
tækið hafi lagt þessu
lið. Við sjáum fram á
það núna að það er já-
kvæður áhugi á því að
fyrirtækin verði sjáan-
legri og virkari þátttakendur en
og íþrótta. Við teljum að það sé
m.a. hlutverk félagsins að vera
virkur þátttakandi í íslensku at-
vinnulífi og menningarlífi," segir
Einar Sveinsson.
Engir aukvisar
í ljármálaráðinu
Stjórnandi Menningarborgar-
innar, Þórann Sigurðardóttir,
kveðst afar ánægð með hversu vel
hafi gengið að fá fyrirtækin fimm
til samstarfsins. Enda hafa engir
aukvisar verið hér að verki,“ segir
hún og vísar til fjármálaráðs
M2000 undir forystu Sigurðar
Gísla Pálmasonai', forstjóra Hofs.
I ráðinu sitja auk hans þeir Bald-
vin Ti-yggvason, Brynjólfur
Bjarnason, Páll Skúlason, Valur
Valsson og Þorsteinn Már Jóns-
son.
Þórann kveðst ekki í nokkrum
vafa um að samningurinn muni
skipta miklu í framtíðinni fyrir
þátttöku atvinnulífsins í menning-
arviðburðum. „Verkefnið er af
þeirri stærðargráðu og nær það
víða, að ef það er eitthvað sem get-
ur brotið ísinn, þá er það svona
verkefni. Þess vegna vildum við
nota þetta tækifæri til þess að
skapa nýja sýn,“ heldur Þórann
áfram. „Við köllum fyrirtækin ekki
styrktaraðila, heldur máttarstólpa.
Þetta er ákveðið samstarf og mjög
viðamikið kynningarstarf, sem
máttarstólparnh' fá heilmikið út úr
líka. Við höfum reynt að gera þetta
þannig að þeim sé verulegur sómi
að þessu og við gerum ekkert sem
ekki er fullkomlega samboðið okk-
ar verkefni. Auglýsingastofa okk-
ar, hönnuður og starfsfólk hafa
lagt nótt við dag við að undirbúa
þessa samninga og því má heldur
ekki gleyma að þótt máttarstólp-
arnir séu aðeins fimm, þá era
fjöldamörg öflug fyrirtæki og
stofnanir sem koma með mjög
glæsilegum hætti að dagskrá
Menningarborgarinnar."
Atvinnulífíð og menningin leið-
ast inn í nýtt árþúsund
Atvinnu- og
menningarlíf
eru ekki tveir
óskyldir heimar
verið hefur stundum áður,“ segir
hann.
„Auðvitað hafa bæði bankar og
fyi'irtæki styrkt menningarstarf-
semi af ýmsum toga í gegnum tíð-
ina en þetta er mun stærra í snið-
um en verið hefur. Þegar upp
kemur verkefni af þessari stærð-
argráðu, þá verða menn að bregð-
ast við og ég held að þetta geti
verið mjög jákvætt fyrir Búnaðar-
bankann. Þess vegna ákváðum við
að vera með,“ segir Sólon. „Sjóvá-
Almennar hafa lengi lagt menn-
ingarstarfi lið, við höfum t.d. verið
styrktaraðilar Islensku óperunn-
ar, og þetta er rökrétt framhald
af öðru sem við höfum verið að
I
Þórunn fagnar þeim breyttu
áherslum í samskiptum menning-
ar- og atvinnulífs sem samningur-
inn boðar. „Ég held að þetta sé af-
leiðing þess að augu manna séu
smátt og smátt að opnast. Hér er
mikið af góðu fólki sem hefur
skilning á því að íslenskt samfélag
er þess eðlis að það er svo stutt
þarna á milli, atvinnu- og menn-
ingarlíf eru ekki tveir óskyldir
heimar. Það hefur sýnt sig að ís-
lenskt atvinnulíf er með á nótun-
um,“ segir hún.
„Það er óhætt að segja að þetta
hafi gengið afar vel og fyrirtækin
sýnt málinu góðan skilning," segir
Sigurður Gísli Pálmason, formað-
ur fjármálaráðs M2000, og fagnar
því að leiðir atvinnu- og menning-
arlífs liggi nú loks saman á ný.
Hann kveðst telja víst að samn-
ingurinn geti verið upphafið að
mun meira og virkara samstarfi
-------- milli þessara tveggja
afla. „Frá því að hér
reið um hérað Snorri
Sturluson, sem var
stóreignamaður og
mikill athafnamaður,
hugsuður og listamað-
ur, þá hefur atvinnulífið ekki ver-
ið mikill þátttakandi í menning-
unni, fyrr en nú á síðustu árum.
Þó eru nokkrir menn sem standa
upp úr, eins og t.d. Ragnar í
Smára, sem oft er vitnað til í
þessu sambandi. Nú á síðari hluta
þessa áratugar er eins og menn
hafi verið að vakna til vitundar
um þetta og vonandi er hér að
verða til einhvers konar ástaræv-
intýri,“ segir Sigurður Gísli og
kveðst vona að þetta stórlynda
par, atvinnulífið og menningin,
muni leiðast saman inn í nýtt ár-
þúsund og að ævintýrið verði ekki
bara einnar nætur gaman heldur
muni það endast alveg fram á elli-
ár.