Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HÆKKUN
GRUNNLÍFEYRIS
RÍKISSTJÓRNIN hefur tilkynnt um aðgerðir af sinni
hálfu til að bæta kjör lífeyrisþega í landinu. Þær fel-
ast í 7% hækkun á grunnlífeyri tryggingabóta frá 1. apríl
nk. og verður hann 16.820 krónur á mánuði. Þá hækka
vasapeningar lífeyrisþega á stofnunum um 34%, eða um 4
þúsund krónur á mánuði, og verða þeir þá jafnháir
grunnlífeyri. Hækkunin nær til um 30 þúsund bótaþega,
jafnt til ellilífeyrisþega sem öryrkja, og kostnaður ríkis-
sjóðs nemur um 520 milljónum króna á ári.
Akvörðun ríkisstjórnarinnar er tekin í framhaldi af
samráðsfundum hennar og eldri borgara, en það var sam-
eiginleg niðurstaða að hækkun grunnlífeyris almanna-
trygginga væri forgangsverkefni. Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra sagði m.a. þegar hann tilkynnti ákvörðun rík-
isstjórnarinnar, að endurskoðuð þjóðhagsspá sýndi, að
undirstöður efnahagslífs og ríkisfjármála væru traustar.
„Því hyggst ríkisstjórnin nýta svigrúm í fjármálum ríkis-
sjóðs til að koma til móts við sjónarmið lífeyrisþega um
að raunkaupmáttaraukning lífeyrisbóta verði ótvírætt
sambærileg við það sem orðið hefur hjá öðrum,“sagð Da-
víð. Hann sagði jafnframt, að kerfi almannatrygginga
verði áfram til skoðunar, ekki sízt í samráði við eldri
borgara, og litið yrði til annarra leiða í þágu bótaþega,
sem stjórnvöld hafa yfír að ráða. Stefnt verði að því inn-
an hallalausra fjárlaga, að einfalda almannatrygginga-
kerfíð, auka jafnræði bótaþega og huga áfram sérstak-
lega að hag þeirra sem lakast standa. Á því er ekki
vanþörf og vonandi að vel takist til.
SAMKEPPNI
Á SÍMAMARKAÐI
REIKNINGAR Landssíma íslands hf., sem birtir
voru á þriðjudag, sýna að fyrirtækið stendur á
traustum grunni og rekstur þess hefur gengið vel á liðnu
rekstrarári. Hagnaður af rekstrartekjum nemur 18,2%
og sé farsímakerfíð tekið út úr er hagnaður þess hvorki
meiri né minni en 33,6% af rekstrartekjum GSM-kerfís-
ins eins.
Póstur & sími hafði frá upphafi einkaleyfi á rekstri
síma. Einkaleyfíð var afnumið og öðrum aðilum veitt
rekstrarleyfí. Stofnuninni var skipt í tvö hlutafélög,
Landssímann og íslandspóst, og fyrir dyrum stendur
sala á hlutabréfum ríkisins. Samkeppnin á símamarkaði
hefur leitt til verðlækkunar eins og búizt var við, en Sam-
keppnisstofnun hefur staðið í vegi fyrir frekari lækkun-
um af samkeppnisástæðum, svo sem fram kom í bréfi
stofnunarinnar frá 2. október 1998. Þar voru Landssím-
anum send „eindregin tilmæli" um að ráðast ekki í frek-
ari verðlækkun á meðan rannsókn samkeppnisyfirvalda
stæði yfír.
Það er varla hlutverk Samkeppnisstofnunar að koma í
veg fyrir lækkun á verði þjónustunnar til neytenda og
alla vega ekki þegar þær upplýsingar liggja fyrir sem
fram komu á aðalfundi Landssímans. Reikningar Lands-
símans sýna glögglega, að verulegt svigrúm er til verð-
lækkunar og engin ástæða er til annars en að neytendur
njóti þess. Ekki sízt í verði GSM-símtala, þar sem þriðja
hver króna skilar sér í hagnaði. Einnig leyfír afkoma
Landssímans umtalsverða lækkun á millilandasímtölum,
en þau hafa löngum verið allt of dýr miðað við tilkostnað.
Þau hafa raunar lækkað mikið eins og annað á undan-
förnum árum en betur má ef duga skal.
Það er ekki verjandi fyrir Samkeppnisstofnun að
standa lengur gegn verðlækkunum Landssímans. Þeir
sem voru reiðubúnir til að hefja hér starfrækslu í sam-
keppni við Landssímann gátu ekki og geta ekki búizt við
því að kostnaður þeirra við að ná viðunandi markaðshlut-
deild verði borinn uppi af símnotendum í formi hærri
símagjalda en nokkur efnisleg rök eru fyrir. Farsíma-
gjöld Landssímans verða að lækka nú þegar.
Síðasti dafflir þingsins á þessu kjörtíma
NÍU þingmenn láta af þingmennsku í vor. Hér eru átta þeirra. Frá vinstri: Egill Jónsson, Guðmundur Bjarnason, Krii
Ólafur G. Einarsson, Ragnar Arnalds, Stefán Guðmundsson og Gunnlaugur M. Sigmui
Níu þing'-
menn láta
af þing-
mennsku
ALÞINGI Islendinga var í gær frestað fram
yfír alþingiskosningarnar 8. maí nk. Níu þnig-
menn láta nú af þingmennsku. Auk þess
skipa nokkrir sitjandi þingmenn ekki eitt af
efstu sætum viðkomandi framboðslista og því
óvíst hvort þeir ná kjöri á næsta þing.
FJÓRIR þingmenn hafa afsalað
sér þingmennsku á kjörtíma-
bilinu. Þeir eru Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti íslands, Jón
Baldvin Hannibalsson, sendiherra ís-
lands í Washington, Friðrik Sophus-
son, forstjóri Landsvirkjunar, og
Svavar Gestsson, sendiherra íslands í
Kanada. Þá lést Ásta B. Þorsteinsdótt-
ir, þingmaður jafnaðarmanna, síðast-
liðið haust.
Þeir þingmenn sem ekki gefa kost á
sér til Alþingis að nýju eru: Guðrún
Helgadóttir, þingflokki óháðra, Gunn-
laugur M. Sigmundsson, þingmaður
Framsóknarflokks, Guðmundur
Bjai-nason, umhverfísráðherra, Kristín
Ástgeirsdóttir, þingflokki óháðra, Þor-
steinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra,
Ólafur G. Einarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, Stefán Guðmundsson,
þingmaður Framsóknarflokks, Egill
Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks,
og Ragnar Árnalds, þingmaður Sam-
fylkingarinnar. Af þessum hópi hefur
Ragnar Arnalds setið lengst á þingi
eða í 32 ár sem aðalmaður en þrjú ár
sem varaþingmaður. Ólafur hefur setið
á Alþingi frá árinu 1971, en Egill, Stef-
án og Guðmundur hafa setið á Alþingi í
tuttugu ár eða frá haustinu 1979. Þor-
steinn hefur setið á þingi í sextán ár,
Kristín í átta ár, Gunnlaugur í fjögur
ár og Guðrún kom aftur til þings nú
fyrir skömmu er Svavar Gestsson af-
salaði sér þingmennsku.
Hitti gömlu kempurnar
Þegar Ragnar Amalds er beðinn að rifja
upp minnisstæðasta atburðinn á þingi
síðustu 32 árin nefnir hann fyrsta þing-
fundinn sem hann sat, þá nýorðinn 26
ára, haustið 1963. Hann kom inn á þing
fyrir Alþýðubandalagið á Norðurlandi
vestra. „Það var auðvitað mjög
skemmtilegt fyrir mig sem komungan
mann að hitta þessar gömlu kempur
sem þá sátu enn á þingi, menn eins og
Ólaf Thors, Hermann Jónasson, Eystein
Jónsson og Einar Olgeirsson. Menn sem
höfðu hafið sinn pólitíska feril á ámnum
í kringum 1930 og voru um það bil að
kveðja um þetta leyti,“ segir Ragnar.
Aðspurður segir hann að margt hafí
breyst á Alþingi frá því hann settist þar
fyrst. „Fjöldamargt jákvætt hefur
gerst á þessum tíma og má auðvitað
nefna það að þegar ég kom inn haustið
1963 var aðeins ein kona á þingi. Nú
em þær um þriðjungur þingmanna."
Ragnar segir einnig að samvinna
stjórnar og stjórnarandstöðu sé allt
önnur nú en áður. „Það er miklu meiri
sanngimi í samskiptum stjómar og
stórnamarandstöðu og menn vinna á
miklu skynsamlegri hátt að málum en
áður var. Harkan er ekki eins mikil og
hún var hér áður fyrr og menn sýna
meiri tillitssemi og sanngimi, þótt auð-
vitað mætti hún vera miklu meiri,“ seg-
ir hann.
„Nefndarstörfin em líka miklu
stærri og veigameiri þáttur þingstarf-
anna en áður var og þar hefur orðið
gríðarleg breyting. Menn eru núna í
miklu færri nefndum en áður vegna
þess að nú er þingið í einni deild en var
áður skipt í tvær deildir," segir hann og
bætir við að af þeim sökum geti þing-
menn nú einbeitt sér betur að nefndar-
störfum Alþingis.
Ragnar segir að það sem hafí hins
vegar færst til verri vegar á þessum
rúmu þrjátíu áram sé það að saman-
lagður fundartími sé alltaf að verða
lengri og lengri. „Málgleðin fer vaxandi
og menn halda miklu fleiri og lengri
ræður en áður var ög þetta er í raun og
vera orðið séríslenskt vandamál,“ segir
Þingfrestun fram yfír kosningar
405 mál afgreidd
á nýliðnu þingi
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra
frestaði fundum Alþingis, í umboði
Ólafs Ragnars Grímssonar forseta
Islands, skömmu fyrir hádegi á Al-
þingi í gær. Þar með er 123. löggjaf-
arþingi lokið. Áður hafði Alþingi
samþykkt frumvarp til nýrra stjórn-
skipunarlaga, þar sem kveðið er á
um breytta kjördæmaskipan. Nýtt
þing á að koma saman eigi síðar en
fjórum vikum eftir alþingiskosning-
ar 8. maí nk.
Ólafur G. Einarsson, forseti Al-
þingis, sagði skömmu fyrir þing-
frestun að alls 200 frumvörp hefðu
verið lögð fram á Alþingi á 123. lög-
gjafarþingi þess. Þar af voru stjórn-
arfrumvörp 114 og þingmannafrum-
vörp 86. Alls urðu 82 stjómarfrum-
vörp að Iögum og 13 þingmanna-
frumvörp. Auk þess voru alls 105
þingsályktunartillögur lagðar fram
og af þeim voru sljómartillögur 11
og þingmannatillögur 94. 28 tillögur
vom samþykktar sem ályktanir Al-
þingis, ein var felld, sex var vísað til
ríkisstjórnarinnar og 70 eru óút-
ræddar. Þá vom lagðar fram 27
skýrslur og 285 fyrirspurnir bornar
fram. „Alls vora til meðferðar í þing-
inu 618 mál. Þar af voru 405 afgreidd
og tala prentaðra þingskjala var
ÓLAFUR G. Einarssoi
l. 233,“ sagði Ólafur.
Ólafur fór nokkram orðum um
störf Alþingis að öðru leyti og sagði
m. a. að miklar og góðar breytingar
hefðu orðið á störfum þess á seinustu
tveimur áratugum. Hann sagði að