Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 47
lega og lifandi frá því sem þú hafð-
ir reynt og séð.
Daginn sem Jónas Ingi, bróðir
okkar, fæddist brunaðir þú með
okkur systurnar fímm í bæinn til
að sjá hann á fæðingarheimilinu í
Reykjavík. Við störðum á hraða-
mælinn sem steig hærra og hærra
en þorðum ekkert að segja. Þá
heyrðist í þér afí: „Þið segið ömmu
ykkar ekki frá þessu.“
Kæri afí, þú varst alltaf svo
hress og það var svo gott að vera
nálægt þér. Við kveðjum þig með
söknuði og munum ávallt minnast
þín með þakklæti.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þem tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hulda Björg, Hanna Rut, Hrönn,
Halla, Þóra Björg og Jónas Ingi.
„Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.
Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði,
hvar er broddur þinn?“ (I. Korintu-
bréf 15:55.)
Þakkir séu Drottni fyrir frels-
unaráfonn hans og þann sigur sem
hann hlaut yfir dauðanum með
krossdauða og upprisu frelsara
okkar Jesú Krists. Við þökkum
fyrir loforð Guðs sem gefa okkur
þá von að fá að hittast aftur að
jarðnesku lífí loknu.
„Ekki viljum vér, bræður, láta
yður vera ókunnugt um þá, sem
sofnaðir eru, til þess að þér séuð
ekki hryggir eins og hinir, sem
ekki hafa von. Því að ef vér trúum
því að Jesús sé dáinn og upprisinn,
þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt
honum fram þá, sem sofnaðir eru.“
(I. Þessalóníkubréf 4:13-14.)
Astkær afí okkar sefur nú svefn-
inum langa. Við höfðum líklegast
öll gert okkur gi’ein fyrir að kallið
gæti komið á hverri stundu þar
sem hjartað hafði nokkrum sinnum
sagt til sín og árin færðust yfír.
Þegar afí lagðist inn á sjúkrahúsið
á fimmtudeginum gátum við engan
veginn grunað hvað verða vildi en
síðar kom í ljós að meinið var ill-
kynja. Við erum þakklát fyrir
hversu heilsuhraustur afi var allt
sitt líf og það að hann þurfti ekki
að berjast lengi við kvalafullan
sjúkdóm, því það hefði hann ekki
viljað. Hvíldina fékk hann síðan
fimm dögum síðar, umkringdur
ástvinum.
Okkur langar til að minnast hans
afa í nokkrum línum enda þótt öll
okkar fátæklegu orð geti ekki tjáð
hve mikils við mátum hann og
elskuðum. Við eldri systurnar
minnumst þess hve gaman var að
koma til ömmu okkar og afa á
Akureyri og dvelja í húsinu þeirra í
Klettaborg með stóra fallega garð-
inum þeirra. Eftir að þau fluttust
suður í Hveragerði gátum við
heimsótt þau mun oftar og nutum
næiveru þeirra svo mjög. Fimmtu-
dagskvöldin eni ofarlega í huga
okkar því þá fóram við svo oft í
heimsókn til þeirra, spiluðum kana
og spjölluðum saman. Á langri ævi
hefur afí okkar upplifað svo margt,
en hann hefði orðið níræður á
þessu ári. Við fengum öll að njóta
frásagna hans og minnumst þeirra
með gleði, sérstaklega þegar hann
sagði okkur frá lífí sínu og því sem
gerðist í gamla daga. Það var svo
gaman að heyra afa segja frá því
þegar hann fór til Svíþjóðar og
sýndi fimleika fyrir kónginn, þegar
skipið hans varð innlyksa í Noregi
á stríðsáranum og hann komst ekki
heim, og einnig frá ævintýi-um sem
gerðust þegar hann var sendur
sem lítill drengur í sveitina á
Narfastöðum.
Þegar amma okkar veiktist af
erfiðum sjúkdómi stóð hann afí rétt
eins og klettur við hlið hennar allan
tímann. Okkur er svo minnisstætt
hversu einlæglega og af alúð hann
hugsaði um ömmu í veikindum
hennar. Eftir að amma varð að
leggjast inn á hjúkrunarheimili á
Selfossi keyrði afí á hverjum degi
frá Hveragerði og jafnvel tvisvar á
dag til þess að vera hjá henni. Á
þessum erfiða tíma í lífi hans sást
svo vel hve umhyggjusamur og
hjartahlýr hann var. Á þessum
sama tíma greindist yngsti sonur
hans, Svenir, með banvænan sjúk-
dóm og erfiður tími gekk í garð.
Afí missti síðan konu sína og son á
sama árinu og var það honum erfið
raun og mikill missir.
Við munum sakna hans afa svo
sárt þar sem hann var svo stór
hluti af lífi okkar allra og gaf okkur
svo mikið. Afí var svo góður við
börnin okkar litlu, hann hafði mjög
gaman af að tala við þau og gerði
allt til þess að gleðja þau. Þeim
þótti svo innilega vænt um hann
langa-afa og í hvert sinn sem börn-
in hittu hann hlupu þau upp um
háls hans og föðmuðu hann. Áfí var
einnig alltaf tilbúinn til að rétta
okkur hjálparhönd, gefa okkur góð
ráð og styðja. Við þökkum Guði
fyrir allai- þær dásamlegu stundir
sem við fengum að njóta með afa,
bæði heima í Hveragerði og einnig
þegar hann kom og heimsótti okk-
ur norður og vestur á land. Við
biðjum Guð að blessa minningu afa
og alla ástvini sem syrgja hann.
Við felum afa í hendur Drottins.
Ella Björk, Hulda Geirfinna,
Harpa, Þórunn Ösp og
fjölskyldur.
Elsku afi okkar, í dag er við
fylgjum þér í hinsta sinn þá viljum
við minnast þín með örfáum orð-
um.
Minningarnar hrannast upp í
hugum okkar og það væri margt ef
ætti að telja það allt hér.
Minnisstæðast yrðu þó að vera
minningarnar um langdvalir okkar
heima hjá þér og Huldu ömmu í
Borgarheiðinni, þar sem við gátum
leikið og gleymt okkur tímum sam-
an. Stundum gistum við líka eða að
við litum bara rétt inn til að heilsa
uppá ykkur og alltaf var jafn hlý-
lega tekið á móti okkur.
Eftir að amma dó varðst þú tíður
gestur á heimili okkar og var þá oft
glatt á hjalla er við ræddum um öll
heimsins mál. Þú sagðir okkur
margar skemmtilegar sögur frá
æsku þinni og gafst okkur mörg
heillarík ráð, sem við munum varð-
veita í hugum okkar.
Þó að árin liðu og aldurinn færð-
ist yfir þá varst þú alltaf jafn hress
og kátur og það var fátt sem þú
tókst þér ekki fyrir hendur. ÁJlt
brunaðir þú á litla bílnum þínum
hvort sem það var í næsta hús eða
alla leið til Akureyrar að heim-
sækja vini og ættingja, því aldrei
gast þú setið aðgerðarlaus og alltaf
varst þú til í að hjálpa ef þess var
þörf. Við munum minnast þín með
hlýju og þakklæti fyrir að hafa
fylgt okkur á lífsleið okkar. Minn-
ing þín mun lifa í hjörtum okkar.
Nú þegar þú ert farinn frá okkur
til æðri staðar þá er það með sár-
um söknuði sem við kveðjum þig,
en nú vitum við að þú ert þar sem
þér líður vel og að þú ert kominn til
ömmu.
Eg sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt.
Þig umve^i blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Kn minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þ.S.)
Þín barnabörn
Hulda, Rannveig og Berglind.
+ Sigurlaug Elín
Guðmundsdóttir
fæddist í Garðs-
horni í Glæsibæjar-
hreppi 29. septem-
ber 1912. Hún lést á
heimili sínu í
Reykjavík 18. mars
síðastliðinn. For-
eldrar liennar voru
Magðalena Jónína
Baldvinsdóttir hús-
freyja, f. 23. sept-
ember 1889, d. 30.
desember 1971, og
Guðmundur
Tryggvason skip-
stjóri, f. 31. júlí 1880, d. 20.
febrúar 1945. Sigurlaug var elst
fjögurra systkina. Hin eru:
Tryggvi, f. 9. nóvember 1914, d.
15. febrúar 1969, Guðrún, f. 13.
júlí 1920, d. 19. mars síðastlið-
inn, og Anna, f. 27. mars 1925.
Fyrri maður'Sigurlaugar var
Baldur Svanlaugsson bifreiða-
smíðameistari, f. 24.
júlí 1909, d. 15. júní
1970. Börn þeirra
eru: 1) Svanlaug
bókasafnsfræðingur,
f. 31. júlí 1940. Eig-
inmaður hennar var
Vilhjálmur Bergs-
son, f. 2. október
1937, sonur þeirra er
Baldur, f. 21. mars
1975. 2) Magni arki-
tekt, f. 17. janúar
1942, kvæntur Bryn-
hildi Þorgeirsdóttur,
f. 22. mars 1944,
dætur þeirra eru
Vala, f. 10. janúar 1968, og
Nanna, f. 10. mars 1973. 3) Hall-
gerður bankastarfsmaður, f. 6.
október 1945, gift Svend
Ornskov, f. 11. september 1948.
4) Ásgerður skrifstofumaður, f.
6. október 1945, dóttir hennar af
fyrra hjónabandi er Lísa, f. 10.
júní 1968. Seinni maður hennar
er Jóhann Kroll, f. 14. septem-
ber 1939.
Hinn 20. janúar 1956 giftist
Sigurlaug Höskuldi Egilssyni
verslunarmanni, f. 9. júlí 1909.
Dóttir þeirra er Sigurlaug Ást-
dís sérkennari, f. 18. júlí 1953.
Börn hennar af fyrra hjóna-
bandi eru Arnlaug Borgþórs-
dóttir, f. 4. febrúar 1976, og
Höskuldur Borgþórsson, f. 10.
nóvember 1978. Hans sonur er
Höskuldur Árni, f. 30. júlí 1997.
Sambýlismaður Sigurlaugar er
Sturla Þór Guðmundsson, f. 4.
janúar 1957, dóttir þeirra er
Bryndís, f. 11. maí 1990.
Sigurlaug var við Héraðs-
skólann á Laugum veturinn
1930-31 og í húsmæðranámi á
Hallormsstað veturinn 1932.
Sigurlaug bjó og starfaði á
Akureyri til ársins 1954. Þá
fluttist hún til Reykjavíkur þar
sem hún bjó til æviloka. Sigur-
laug vann við verslunar- og
skrifstofustörf, m.a. var hún
skrifstofustjóri hjá Samtökum
frjálslyndra og vinstri manna.
títför Sigurlaugar fer fram
frá Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
SIGURLAUG ELÍN
GUÐMUNDSDÓTTIR
Elsku amma. Nú ert þú farin frá
okkur og langar okkur systkinin að
minnast þín í nokkrum orðum. Þú
reyndist okkur ávallt vel og hafðir
alltaf svo mikinn áhuga á því hvað
við vorum að gera með líf okkar. Þú
hlustaðir af áhuga og komst svo
með góðar ábendingar ef með
þurfti.
Við munum aldrei gleyma ljúf-
fengu pönnukökunum þínum en það
var fátt betra en að koma til ykkar
afa og sjá að þú varst búin að baka
pönnukökur. Settumst við þá gjarn-
an öll niður, borðuðum pönnsur,
drukkum kók í dós og spjölluðum
um daginn og veginn.
Einnig eru okkur minnisstæð jóla-
boðin sem þú stóðst íyrir á meðan
heilsan leyfði. Þau voru ómissandi
hluti af jólunum og ævinlega mjög
hátíðleg. Fjölskyldan kom þá öll sam-
an heima hjá ykkur afa og snæddi
hangikjöt og Ijúffengt meðlæti.
Þú hafðir mikinn metnað fyrir
okkar hönd, að okkur gengi vel í
námi og vildir ekkert frekar en að
við menntuðum okkur til fulls. Ef
eitthvað dró af okkur þá hvattir þú
okkur jafnharðan áfram og fórum
við tvíefld út aftur með það eitt fyrir
augum að klára skólann. Okkur
fannst nú heldur ekki leiðinlegt að
koma til þín og sýna þér einkunnirn-
ar okkar ef vel hafði gengið og hrós-
aðir þú okkur þá í bak og fyrir.
Amma mín, þín er sárt saknað.
Við systkinin eigum þó margar góð-
ar minningar um allar samveru-
stundirnar með þér sem við munum
ávallt geyma í hjarta okkar.
Arnlaug og Höskuldur.
Sigurlaug Guðmundsdóttir kvaddi
þetta líf hinn 18. mars sl., aðeins sól-
arhring áður en systir hennar og
tengdamóðir mín andaðist. Það var
okkur þungt högg að frétta af láti
hennar á þeim tíma sem við vorum í
biðstöðu með að líf systur hennar
fjaraði út.
Lauga frænka, eins og hún var
alltaf kölluð í okkar fjölskyldu, var
fríð sýnum, myndarleg og greind
kona með ákveðnar skoðanir og
sjálfstæðan hug. Hún var elst systk-
inanna frá Garðshorni í Kræklinga-
hlíð við Eyjafjörð og var að mínu
mati alltaf eins konar leiðtogi þeirra
systra. Þær systur þrjár, Sigurlaug,
Guðrún og Anna, sem kemur nú frá
Akureyri til að kveðja báðar systur
sínar, voru allar mjög sterkir per-
sónuleikar og allar einstaklega
myndarlegar húsmæður og gest-
risnar. Efalaust hafa þær mótast
svo af móður sinni, Magðalenu, sem
mér skilst að hafi stjórnað búi ein
langtímum saman þar sem faðir
þein'a var skipstjóri og trúlega mik-
ið að heiman. Heyrt hef ég að í
Garðshorni hafí verið mjög gest-
kvæmt og þar oft þröngt setinn
bekkurinn og mikið um næturgesti.
Allir vora alltaf velkomnir í Garðs-
horn og það veganesti bára þær
systur með sér út í lífið.
Um lífshlaup Laugu frænku ætla
ég ekki að fjalla en veit að þar skipt-
ust á skin og skúrir eins og hjá flest-
um. Hún fylgdi ávallt hjarta sínu og
sterk kom hún úr flestum þeim
raunum sem á henni mæddu. Lauga
átti stóra fjölskyldu, mörg og mynd-
arleg börn sem ég veit að tengda-
móðir mín öfundaði hana hálfpartinn
af, en þótt fjölskylda Laugu væri
mannmörg þá gaf hún líka gaum að
systrabörnum sínum svo og barna-
börnum þeirra. Það liðu engin jól
svo að einhver glaðningur kæmi
ekki frá Laugu frænku til barnanna
og ég veit að hún fylgdist með þeim
af áhuga.
Hin seinustu ár átti Lauga við
töluverða vanheilsu að striða sem
fór alltaf vaxandi þar til ljós hennar
slokknaði svo skyndilega hinn 18.
mars sl., en þannig dauðdagi er trú-
lega von okkar flestra þegar okkar
tími er kominn.
Höskuldi, börnum Laugu og
þeirra fjölskyldum sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur frá
fjölskyldu Gunnu frænku.
Guðlaug M. Jónsdóttir.
Elsku amma, okkur systurnar
langar til að skjóta að þér nokkrum
orðum í kveðjuskyni. Við vitum að
þú myndir ekki þakka okkur fyi-ir að
vera með neina væmni þegar við
minnumst þín. Aldrei varstu væmin
eða hjálparlaus sjálf, þótt þú hafir
haldið því fram síðastliðin tuttugu ár
að þú værir „löngu orðin gömul og
ónýt“. Við systurnar vorum nú
aldrei sammála því, enda hafði lífs-
kraftur þinn sterk áhrif á okkur
báðar. Á allan hátt hefur þú reynst
okkur mjög góð fyrirmynd.
Okkur fannst þú alltaf langt á
undan þinni samtíð, þú fylgdist af
áhuga með þjóðmálum, menningu
og listum og hvattir okkur til að
gera slíkt hið sama. Má segja að þii
hafir kennt okkur samræðulistina
með því að tala við okkur sem jafn-
ingja frá unga aldri. Jafnframt ætl-
aðist þú til þess að við hefðum okkar
eigin skoðanir og kæmum þeim vel
til skila. Þannig hvattir þú okkur
ávallt til menntunar og kenndir okk-
ur að taka jafnrétti kynjanna sem
sjálfsögðum hlut í þeim efnum. Þér
fannst engin ástæða til þess að
Nanna (þá átta ára gömul) stefndi á
það að verða flugfreyja þegar hún
gat allt eins orðið flugmaður. Eins
fannst þér alveg sjálfsagt að kjósa
Kvennaframboðið samkvæmt tillögu
Völu, löngu áður en hún fékk kosn-
ingarétt.
Þú varst einatt glöð að sjá okkur
og tókst á móti okkur af mikilli
hlýju. Því var það að sækja ykkur
afa heim sífellt tilhlökkunar- og
gleðiefni. Ávallt gafst tími til að
spjalla, áður fyrr yfir ís og pönnu-
kökum, síðar yfir sherríglasi og
paprikuskrúfum, eða þá bjór og
harðfiski. Aldrei hittist illa á, og þú
hafðir alltaf jafnmikinn áhuga á lífi
okkar og þeirra í kringum okkur.
Þótt við söknum þín, þá búum við að
þeim uppörvandi og jákvæðu áhrif-
um sem samneytið við þig hafði á
okkur. ^
Elsku amma, við minnumst þín
sem skarprar og ákveðinnar konu
sem bjó yfir lúmskri kímnigáfu, en
fyrst og fremst minnumst við þín
sem þeirrar konu sem hafði óbilandi
trú á okkur. Við erum heppnar að
hafa átt þig að.
Vala og Nanna Magnadætur.
OSKAR
JÓNSSON
+ Óskar Jónsson
fæddist í Merki í
Norðfirði 18.
1916. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 13. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Norð-
íjarðarkirkju 20.
mars.
Einn stoltasti
málsvari Austíjarða og
sérstaklega Norðfjarð-
ar, Oskar Jónsson, er
nú fallinn frá. Þótt lík-
aminn væri löngu farinn að gefa sig
hélt lifandi áhugi á umhverfinu og
fólkinu um kring honum gangandi
langt umfram það sem búast mátti
við. Hann sannaði fram undir það
síðasta að andinn er sterkari en efn-
ið.
Ég man eftir notalegum rabb-
stundum á Norðfirði
um pólitíkina, sjávar-
útveginn og veðrið.
Sérstaklega kemur
mér í hug lognið Og
veðursældin á staðn-
um. Það hafði ein-
hvem veginn allt aðra
og meiri merkingu eft-
ir að Oskar Jónsson
var búinn að lýsa því.
Eins og það væri úr
einhverju allt öðru efni
en lognið annars stað-
ar.
Saga Oskars er
órjúfanlega tengd sögu
Neskaupstaðar, Alþýðubandalags-
ins og uppbyggingar staðarins og
setti hann sitt mark skýrt þar á.
Það er mikil eftirsjá að Óskari, en
þó er ekki hægt annað en að vera
ánægður fyrir hans hönd, hann skil-
aði sínu, og vel það.
Kjartan Jónsson.